Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 271. tölublað 106. árgangur
BERST FYRIR
MÁLINU MEÐ
JÁKVÆÐNI
BEINAGRINDUR FORTÍÐAR
DRAMATÍSK EN HUGLJÚF SAGA 12VERÐLAUN JÓNASAR 42
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir verktaka og ríkið hafa brugð-
ist í húsnæðismálum. Verktakar hafi
verið tregir til að byggja smærri
íbúðir og ríkið dregið að samþykkja
stofnframlög til félagslegra íbúða.
„Við urðum vör við ákveðna
íhaldssemi og að aðilar á bygging-
armarkaði höfðu kannski ekki alveg
trú á því að einstaklingar væru til-
búnir að kaupa íbúðir í uppbyggingu
með færri bílastæðum í kjallara, eða
minni íbúðir, fyrr en það reyndist
síðan raunin,“ segir Dagur.
Hafin verður bygging 1.400-1.500
íbúða í borginni í ár. Óli Örn Eiríks-
son, deildarstjóri atvinnuþróunar
hjá borginni, áætlar að um 70%
þeirra, eða um 1.000, verði tilbúin
innan tveggja ára. Dagur kynnti að
framkvæmdir væru hafnar á reitum
þar sem má byggja 5.000 íbúðir. Óli
Örn áætlar að þar af eigi eftir að
hefja byggingu um 1.500 íbúða.
baldur@mbl.is 18
Verktakar vildu
ekki litlu íbúðirnar
Fjöldi íbúða sem byrjað
er að byggja í Reykjavík
2017 2018 2019 2020 2021
923
646
1.344
941
1.400
980
1.300
910
1.250
875
Heimild:
Reykja-
víkurborg
30% fullgerðar eftir meira en tvö ár frá því
bygging hefst og 70% innan tveggja ára
eftir meira en tvö ár frá því
Guðni Einarsson
Anna Sigríður Einarsdóttir
„Þegar við komum á staðinn var efri hæð húss-
ins alelda. Það var ekki miklu að bjarga. Við fór-
um í að sækja mikið vatn og verja næstu hús.
Okkur hefur sóst þetta ágætlega,“ sagði Sig-
urður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á
vettvangi stórbruna í SB glugga- og hurða-
smiðjunni á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði í
gærkvöld. Hann sagði að mikill eldsmatur hefði
verið í húsinu.
„Það voru gríðarlegar sprengingar þegar við
komum og við fórum ekkert nálægt þessu. Héld-
um mannskapnum frá og fórum í varnarvinnu,“
sagði Sigurður. Slökkviliðinu tókst að verja nær-
liggjandi hús. Hann sagði að þeir vonuðust til að
missa ekki eldinn niður á neðri hæð hússins, þótt
það væri erfitt.
Aðstæður voru mjög erfiðar til slökkvistarfa í
gærkvöld, mjög hvasst, mikill hiti, gríðarlegur
reykur og neistaflug frá eldinum. Húsið stendur
við tvær götur og þurfti að vinna slökkvistarfið
frá annarri hliðinni vegna aðstæðna. „Við erum
með allt okkar lið hérna, hringdum út alla menn
á frívakt og erum með allar stöðvar hérna,“
sagði Sigurður.
Tilkynning um eldsvoðann barst Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins klukkan 22.12. Að sögn
ljósmyndara Morgunblaðsins sem var á vett-
vangi var mikill eldur í húsinu. Þakið féll og
stóðu eldslogar upp úr húsinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi út til-
kynningu klukkan 22.41 um að mikið lið lögreglu
og slökkviliðs væri að eiga við stórbruna í Hafn-
arfirði. „Við biðjum fólk að koma alls ekki á vett-
vang, enda flækir það björgunarstarf gríðarlega
og getur sett fólk í hættu,“ sagði í tilkynning-
unni. Lögreglan lokaði stóru svæði í kringum
brunastaðinn. Slökkvistarf stóð enn yfir þegar
blaðið fór í prentun og reiknuðu slökkviliðsmenn
með að það stæði langt fram eftir nóttu.
Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að
verksmiðjan, sem þá var að Dalshrauni 17 í
Hafnarfirði, hafi brunnið til kaldra kola árið
1996. Ári seinna var opnað í nýju húsnæði sem
varð eldi að bráð í gærkvöld.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Erfiðar aðstæður á brunastaðnum Mikið hvassviðri, hiti, neistaflug og reykur gerðu slökkviliðsmönnum erfitt fyrir við slökkvistarfið í gærkvöld.
Börðust við mikinn eld
Gríðarlegar sprengingar voru í alelda trésmíðaverkstæði í Hafnarfirði
Slökkvilið varði nærliggjandi hús Erfiðar aðstæður, hvasst og mikill reykur
Eldsvoði Mjög mikill eldur var á efri hæð hússins
þegar slökkviliðið kom á vettvang.
Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega
vernd hér í síðasta mánuði en í jan-
úar. Umsækjendur frá Albaníu voru
fjórfalt fleiri í október en í janúar og
talsverð fjölgun hefur verið í hópi
umsækjenda frá Úkraínu.
Flestir umsækjendur hafa komið
frá Írak það sem af er ári, en þeir eru
100. Næstflestir frá Albaníu eða 98.
Frá Pakistan koma 38, 36 frá Sómal-
íu og 34 frá Sýrlandi.
Í tölum Útlendingastofnunar
kemur fram að það sem af er ári hafi
632 einstaklingar sótt um vernd hér
á landi, sem eru 35% færri en á sama
tíma í fyrra. Af þessum 632 eru karl-
kyns umsækjendur 74%. Karlar eru
381 og drengir eru 84, þar af níu
fylgdarlausir. 104 konur sækja um
alþjóðlega vernd hér og 63 stúlkur,
þar af tvær fylgdarlausar. Samtals
eru fylgdarlaus börn 11 talsins. »10
Fleiri sóttu
um vernd