Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 2
Guðlaugur Þór
Þórðarson utan-
ríkisráðherra
ákvað í gær að ut-
anríkisráðuneytið
myndi verja 100
milljónum króna
til neyð-
araðstoðar í Jem-
en. Samkvæmt
tilkynningu utan-
ríkisráðuneyt-
isins skiptist framlagið að þessu
sinni jafnt milli tveggja stofnana
Sameinuðu þjóðanna sem eru í land-
inu og sinna neyðaraðstoð, annars
vegar Matvælaáætlunar Sameinuðu
þjóðanna (WFP) og hins vegar
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF).
„Neyðin er slík að hver mínúta
skiptir máli. Við bregðumst við með
auknum stuðningi við stofnanir á
vettvangi, annars vegar til að sporna
gegn yfirvofandi hungursneyð og
hins vegar að stuðla að úrbótum í
vatnsmálum til að verjast útbreiðslu
smitsjúkdóma,“ segir Guðlaugur
Þór Þórðarson utanríkisráðherra í
frétt ráðuneytisins. Mikið neyðar-
ástand ríkir í Jemen og það hefur
farið hríðversnandi á síðustu miss-
erum.
100 milljónir
til neyðarað-
stoðar í Jemen
Guðlaugur Þór
Þórðarson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Lögreglan vill að þeir ökumenn
sem stöðvaðir eru og mælast með
áfengismagn í blóði yfir 0,2 prómill
verði sjálfkrafa sviptir ökurétti.
Þetta kemur fram í athugasemd-
um umferðardeildar LRH við
frumvarp til nýrra umferðarlaga.
Samkvæmt nýju lögunum verða
mörk sviptingar færð frá 0,5 pró-
millum í blóði niður í 0,2 prómill.
Hinsvegar segir í frumvarpinu að
ökumaður verði ekki sviptur öku-
rétti fyrir fyrsta brot. Einungis sé
sektað fyrir fyrsta brot.
Segir í um-
sögninni að það
sé reynsla lög-
reglu að allt að
helmingur þeirra
ökumanna sem
hún hefur af-
skipti af vegna
ölvunaraksturs
mælist með
áfengismagn í
blóði undir 0,5
prómillum. Verklag lögreglu nú er
að ef ökumaður mælist með á
bilinu 0,29 til 0,45 prómill í blóðinu
sé honum gert að hætta akstri en
ekki sé aðhafst frekar af hálfu lög-
reglu. Þetta séu starfsfyrirmæli
ríkislögreglustjóra, áður dóms-
málaráðuneytis. Þeir sem mælast
undir 0,29 fá að halda áfram för.
Telur lögregla að umrædd
breyting muni fela í sér fjölgun
brota sem þarf að sinna. Flækju-
stig verði hærra þar eð kanna
þurfi feril ökumanna hverju sinni,
ef reglan um sviptingu nái ekki til
fyrsta brots. Eins þurfi að skýra
hvað átt sé við með fyrsta broti.
„Fælingarmáttur breytingarinn-
ar er minnkaður verulega ef ekki á
að svipta ökumann sem mælist
undir 0,5,“ segir í umsögn lög-
reglu.
Þeir sem mælast verði
sjálfkrafa sviptir ökurétti
Lögregla andsnúin því að sektað verði fyrir ölvunarakstur
Löggæsla Umferð-
arlög breytast.
„Þetta er útgáfukynning vegna
fyrstu ljósmyndaljóðabókar sem
gefin er út á Íslandi,“ sagði Ómar
Ragnarsson, fréttamaður og höf-
undur bókarinnar Hjarta landsins
ásamt Friðþjófi Helgasyni ljós-
myndara. Útgáfa bókarinnar var
kynnt í Veröld – húsi Vigdísar, í
gærkvöld.
Friðþjófur er myndritstjóri og
tók 70 af 77 myndum í bókinni. Í
henni eru 75 ljóð og orti Ómar þau
öll nema fjögur, sem eru eftir stór-
skáldin Shakespeare, Halldór Lax-
ness, Snorra Hjartarson og Jón
Trausta. Ómar samdi lög við öll
ljóðin og voru flutt ljóð og lög á
ljósmyndabókartónleikasýning-
unni, eins og Ómar kallaði viðburð-
inn.
„Hjarta landsins er til að vekja
athygli á stóra þjóðgarðinum sem
þyrfti að rísa á miðhálendinu,“
sagði Ómar. gudni@mbl.is
Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason gefa út Hjarta landsins
Fyrsta
ljósmynda-
ljóðabókin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útgáfukynning Ómar Ragnarsson kynnti nýju ljósmyndaljóðabókina og einnig voru ljóð úr bókinni flutt við tónlist.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Litlu munaði að farþegaþyrla með
sex manns um borð og kennsluflug-
vél með tvo um borð rækjust saman
yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan
14.26 þann 15. nóvember 2014. Þetta
kemur fram í lokaskýrslu Rannsókn-
arnefndar samgönguslysa um alvar-
legt flugumferðaratvik á Reykjavík-
urflugvelli.
Fimm kennsluflugvélar voru að
æfa snertilendingar á Reykjavíkur-
flugvelli þennan dag. Um leið fór
einnig fram annars konar atvinnu-
flug á flugvellinum, bæði flugvélar í
áætlunarflugi innanlands og þyrlur í
farþegaflugi. Talsverð umferð var
því um flugvöllinn. Veðrið var gott.
Flugmaður þyrlunnar OY-HIT
var að undirbúa brottför í farþega-
flug á Hengilssvæðið. Þyrlan var við
flugskýli 3 og í hvarfi frá flugturn-
inum. Að sögn flugmannsins var
fjarskiptasamband slitrótt þegar
hann lagði inn flugáætlun við flug-
skýlið. Skömmu eftir að flugturn gaf
kennsluflugvélinni TF-FGB heimild
til snertilendingar á braut 13 til-
kynnti þyrluflugmaðurinn að hann
væri tilbúinn til brottfarar. Fjar-
skiptasendingin var þá mjög slitrótt.
Flugumferðarstjóri gaf þyrlunni
leyfi til flugtaks á flugbraut 19 og
bað flugmanninn að fylgjast með
flugvél í umferðarhring og ítrekaði
þau fyrirmæli. Þyrlan hóf hins vegar
flugtak á flugbraut 01 og flugturn
kallaði þyrluna upp vegna þess.
Flugkennarinn á kennsluflugvélinni
heyrði þessi samskipti og leit snöggt
til hægri og sá „að þyrla kom eftir
flugbraut 01, litlu lægra en TF-FGB
og í hægu klifri. Til að forðast
árekstur sveigði flugkennarinn TF-
FGB þá til hægri við brautarmót 13-
24,“ segir í skýrslunni. Þyrluflug-
maðurinn sá kennsluflugvélina koma
á móti sér á braut 13 og beygði strax
og mjög ákveðið til vinstri og lækk-
aði einnig flugið. „Voru ferlar OY-
HIT og TF-FGB mjög nálægt því að
skerast.“
Flugrekandi þyrlunnar breytti
eftir þetta staðsetningu fyrir flug í
samvinnu við Isavia. Þyrlurnar fara
nú frá stað sem er í beinni sjónlínu
við flugturn. Einnig var gripið til að-
gerða sem bættu fjarskiptin við flug-
turninn og gefin út tilmæli.
Sambærilegt atvik varð 24. febr-
úar 2016 á milli sömu þyrlu og ann-
arrar kennsluflugvélar. Ekki var um
sama þyrluflugmann að ræða í báð-
um tilvikunum.
Rákust nærri saman á flugi
Morgunblaðið/RAX
Reykjavíkurflugvöllur Ferlar þyrlu og kennsluvélar skárust næstum því.
Farþegaþyrla og kennsluflugvél rákust næstum saman yfir Reykjavíkurflug-
velli Þyrluflugmaðurinn fór ekki eftir fyrirmælum flugturns Úrbætur gerðar
Norræna húsið
Sæmundargötu 11
Aðgangur ókeypis
Sýnd til 30. apríl 2019
Ferðalag um furðuheim
barnabókmenntanna
Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka
Barnabókaflóðið
Meirihluti fjár-
laganefndar
leggur til að veitt
verði allt að eins
milljarðs króna
endurlán til
Vaðlaheið-
arganga ehf.
Valgeir Berg-
mann, fram-
kvæmdastjóri,
sagði að ekki væri um nýtt lán að
ræða. Þetta væri viðbótarlán sem
ekki hefði verið notað á þessu ári
vegna þess að verkið hefði tafðist
og þess vegna færðist það yfir á
næsta fjárlagaár.
Um næstu mánaðamót verður til-
kynnt hvenær Vaðlaheiðargöng
verða opnuð. Malbikunarvinnu og
klæðningu er lokið en ýmis frá-
gangur eftir. Nú er unnið í raf-
magni í göngunum, uppsetningu
ljósa og tengingu rafbúnaðar. Þá er
verið að ganga frá vegöxlum, setja
upp skilti og vegrið, leggja ljósleið-
ara og fleira. Þegar búið verður að
tengja öll kerfi þarf að prófa þau.
Ýmis útivinna er eftir eins og að
jafna fláa. gudni@mbl.is
Skýrist með opnun
um mánaðamótin