Morgunblaðið - 17.11.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Framkvæmdastjóri Samtaka fyr-irtækja í sjávarútvegi, Heið-
rún Lind Marteinsdóttir, gerði í
grein hér í blaðinu á fimmtudag al-
varlegar og vel rökstuddar at-
hugasemdir við
frumvarp um veiði-
gjöld.
Hún sagði að íkynningu á
frumvarpinu hefði
því verið haldið
fram að hvorki væri
verið að hækka né lækka veiði-
gjöldin með frumvarpinu, en að sú
staðhæfing væri röng. Rakti hún
tvær ástæður fyrir því, sem ekki
verður farið út í hér, en niður-
staðan væri sú að veiðigjöldin
myndu hækka yrði frumvarpið að
lögum.
Íslenskur sjávarútvegur hefurlengi verið grunnstoð efnahags
og velmegunar hér á landi. Með
kvótakerfinu og frjálsu framsali
aflaheimilda hefur tekist að byggja
hér upp sterkan sjávarútveg sem
aðrar þjóðir líta öfundaraugum.
Nauðsynlegt er að hafa í hugaþegar rætt er um veiðigjöld
að aðrar þjóðir leggja ekki slíkar
byrðar á þessa atvinnugrein. Þvert
á móti tíðkast það víða að ríkið nið-
urgreiði sjávarútveg.
Þetta er það umhverfi sem ís-lenskur sjávarútvegur vinnur í
og þetta er samkeppnin; ríkis-
styrktur sjávarútvegur.
Íslenskur sjávarútvegur keppir áheimsmarkaði. Hann er á
heimsmælikvarða, en við getum
samt ekki ætlast til að hengja á
hann himinháar álögur ef hann á að
standast alþjóðlega samkeppni.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Keppt við ríkis-
styrkta útgerð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Álka sem fannst við Bjargtanga á
Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera
elsta álka sem fundist hefur hér við
land eða að minnsta kosti 31 árs.
Hún var hin sprækasta þegar henni
var sleppt og gæti því verið orðin 33
ára. Fyrra Íslandsmetið var 28 ár, en
heimsmet í álkualdri er 42 ár.
Í samantekt á heimasíðu Nátt-
úrufræðistofu Norðausturlands
fjallar Yann Kolbeinsson fuglafræð-
ingur um Íslandsmetið, en 22. júní
2016 voru starfsmenn Náttúru-
stofunnar staddir á Látrabjargi við
endurheimtur dægurrita af svart-
fuglum. Við leit að merktum álkum
náðist fugl sem reyndist bera gamalt
stálmerki frá Náttúrufræðistofnun
Íslands. Hluti merkisins var orðinn
mjög eyddur og ólæsilegur en þó
tókst að finna út úr númeri merk-
isins sem var 457064.
Endurheimtan var tilkynnt til
Náttúrufræðistofnunar og fyrr á
þessu ári bárust upplýsingar um
merkingu fuglsins. Reyndist álkan
hafa verið merkt á sama stað 4. júní
1987 af Arnþóri Garðarssyni, þá sem
fullorðinn einstaklingur í varpi eða
a.m.k. tveggja ára gömul. Fuglinn
hefur því verið að minnsta kosti 31
árs gamall við endurheimtu.
Methafi frá Wales
Fyrra met átti álka sem merkt var
sem ungi í Grímsey 11. júlí 1982 og
var skotin í Eyjafirði 15. desember
2010 og varð því rúmlega 28 ára
gömul.
Heims- og Evrópumetið á hins
vegar velsk álka sem náði 42 ára
aldri. Hún var merkt sem ungi á eyj-
unni Bardsey 2. júlí 1964 og endur-
heimtist á sömu eyju 25. júní 2004.
Hún er jafnframt annar elsti fugl
sem endurheimst hefur á Bretlands-
eyjum. Í N-Ameríku er elsta þekkta
álkan 28 ára gömul, skrifar Yann.
Elsta íslenska álkan 31 árs
Ljósmynd/Yann Kolbeinsson
Í bjargi Álkupar við Skoruvík á Langanesi sumarið 2017.
Merkt í Látrabjargi 1987 Endur-
heimt á sama stað Gæti verið 33 ára
Á morgun, sunnudag, verður framinn
gjörningur í Víkurgarði (Fógeta-
garði) í miðbæ Reykjavíkur til að
mótmæla því að
grafir 600 Reyk-
víkinga verði lagð-
ar undir hótel á
Landssímareitn-
um.
Samkoman
hefst kl. 14 og
stendur til kl. 16.
Frú Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrr-
verandi forseti Ís-
lands, flytur ávarp í upphafi og síðan
munu afkomendur nokkurra þeirra
einstaklinga sem jarðsettir voru í
garðinum á árunum 1817 til 1838 og
fleiri lesa upp nöfn fólksins.
Tilgangurinn er að mótmæla því að
grafarró hinna jarðsettu sé raskað
með byggingu hótels sem á að ná yfir
austurhluta kirkjugarðsins þar sem
meginþorri hinna 600 mun hafa feng-
ið leg.
Málefni Víkurgarðs hafa mjög ver-
ið til umræðu að undanförnu. Hótel-
byggingin sem rís á svkölluðum
Landssímareit fer að hluta til inn á
gamalt bílastæði við Kirkjustræti en
þangað náði hinn forni kirkjugarður
fyrr á tíð. Við fornleifarannsókn á
staðnum 2016 kom í ljós mikill fjöldi
beinagrinda og kistuleifa. Það var allt
fjarlægt til að rýma fyrir hótelinu.
Minjastofnun hefur uppi áform um
að friðlýsa sérstaklega Víkurgarð
eins og hann er formlega afmarkaður
í dag, en ekki þann hluta kirkjugarð-
ins þar sem bílastæðið var og forn-
leifarannsóknin var gerð.
Samkoma til að
mótmæla hóteli
Vigdís
Finnbogadóttir
Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið í
Neskaupstað vegna gruns um reyk-
eitrun, eftir að eldur kviknaði í litlu
verkstæði í bænum í gærdag.
Slökkvilið brást snöggt við og
slökkti eldinn sem hafði kviknað út
frá ryksugu á verkstæðinu og barst
reykur í íbúð á hæðinni fyrir ofan.
Eldur í verkstæði
í Neskaupstað