Morgunblaðið - 17.11.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.11.2018, Qupperneq 16
Karlar fá athvarf í skúr í Breiðholti Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við munum kynna verkefnið og þeir sem hafa áhuga geta skráð sig til leiks. Við höldum svo áfram að hittast á fimmtudögum og ræða hvað menn vilja gera,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á fimmtudaginn í næstu viku, 22. nóvember, verður kynning á verkefn- inu Karlar í skúrum í menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Fundurinn hefst klukkan 10 og er öll- um opinn. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu var samskonar verkefni sett á laggirnar í Hafnarfirði í byrjun árs. Það er að erlendri fyrirmynd og snýst um að veita eldri mönnum tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum og um leið að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Verkefnið þyk- ir hafa tekist frábærlega Hafnarfirði en þar hittast að jafnaði fjörutíu eldri karlar. „Þeir eru mikið að smíða, bæði að tálga og nota rennibekkinn í allskon- ar verk. Svo hafa þeir verið að prófa glerskurð. Nýjasta nýtt hjá körlun- um er að smíða bátalíkön,“ segir Hörður. Hörður segir að mikill áhugi sé á Karlar í skúrum hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og verkefnið sé nú unnið í samstarfi við þjónustumið- stöð Breiðholts. Fyrst um sinn mun hópurinn hittast í Gerðubergi en svo verði fundið hentugt húsnæði. Ekki er útilokað að Karlar í skúr- um verði tekið upp úti á landsbyggð- inni innan tíðar. „Það er mikill áhugi víða um land og ég hef fengið mikið af fyrirspurnum. Til að mynda frá Pat- reksfirði, Ísafirði og Akureyri. Þetta er að spyrjast út,“ segir Hörður.  Verkefnið verður kynnt í næstu viku Morgunblaðið/Eggert Karlar í skúrum Nýtur vinsælda í Hafnarfirði og alltaf nóg að gera. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að lokun gömlu Hring- brautarinnar 7. janúar 2019. Þetta kemur fram í nýjum Fram- kvæmdafréttum Hringbrautarverk- efnis Nýs Landspítala ohf. (NLSH). Eins og fram hefur komið í frétt- um mun lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og sam- göngum á Landspítalalóðinni, með- al annars á leiðakerfi Strætó bs. Lokun gömlu Hringbrautar markar upphaf á jarðvinnu fyrir meðferð- arkjarnann. Stærsta bygging nýs spítala Meðferðarkjarninn verður stærsta bygging nýs Landspítala, alls um 66 þúsund fermetrar. Hann verður sunnan við Barnaspítalann, framan við aðalbygginguna, og mun ná yfir gömlu Hringbrautina. Ís- lenskir aðalverktakar sjá um jarð- vinnu vegna meðferðarkjarnans. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í verk- ið, eða 2,8 milljarða króna. Reykjavíkurborg samþykkti byggingarleyfi fyrir meðferð- arkjarnann í síðasta mánuði. Framkvæmdir standa nú yfir við lagnaskurð sunnan Barnaspítalans. Fljótlega verður byrjað á þverun Laufásvegar niður við gömlu Hringbraut. Áætlað er að sá verk- þáttur taki um fimm vikur og á meðan verður Laufásvegur lokaður fyrir umferð, milli gömlu Hring- brautar og Barónsstígs. Gert er ráð fyrir að búið verði að fylla aftur í skurðinn frá Laufásvegi að aðal- anddyri Barnaspítalans um miðjan desember 2018, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum NLSH. Mikið hefur þurft að sprengja vegna lagnaskurðarins. Einungis hefur verið leyfilegt að sprengja þrisvar sinnum yfir daginn, kl. 11.00, 14.30 og 17.30. Áætlað er að byrja á jarðvinnu fyrir tengigang frá aðalinngangi Barnaspítala í síðustu viku nóv- ember 2018. Uppsteypa, fylling og malbikun á því svæði mun standa fram til lok janúar 2019. Á sama tíma verður unnið við stóra lagna- skurðinn og götustæði Efri götu frá tengiganginum til austurs framhjá kvennadeild og svo enn lengra í austur framhjá gamla spítalanum. Áætlað er að vinna við inngarð við Barnaspítala hefjist um miðjan desember 2018 og að þeirri vinnu ljúki í lok janúar 2019. Komið hefur í ljós að sú aðgerð er öllu viðameiri en upphaflega var áætlað, segir í Framkvæmdafrétt- um NLSH. Gömlu Hringbraut lokað í janúar  Miklar breytingar á umferð á Landspítalalóð á næstunni  Laufásvegur verður lokaður í 5 vikur Tölvumynd/Corpus3 Landspítali Meðferðarkjarninn rís fyrir framan aðalbyggingu spítalans og mun liggja yfir gömlu Hringbrautina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.