Morgunblaðið - 17.11.2018, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Í lok nóvember verður minnst tvennra tímamóta í lífi
landsmanna. Annars vegar eru 180 ár frá því að
Hólavallagarður, kirkjugarðurinn við Suðurgötu, var
tekinn í notkun í nóvember 1838. Í Hólavallagarði
liggja saman háir sem lágir, alþýðufólk og helstu
listamenn og stjórnmálamenn 20. aldar. Persónur og
leikendur í fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Hins vegar er þess minnst að öld er liðin frá því
mannskæð farsótt, spænska veikin, barst hingað til
lands. Talið er að á þremur vikum í nóvember 1918
hafi veikin lagt að velli hátt í 300 íbúa Reykjavíkur
sem voru jarðaðir í Hólavallagarði. Allt athafnalíf í
bænum lamaðist og prestar, læknar og annað
hjúkrunarfólk vann myrkranna á milli. Það gerðu
einnig þeir sem önnuðust greftranir í Hólavallagarði í
vetrarhörkum við ótrúlega erfiðar aðstæður.
Þessara tímamóta verður minnst sunnudagana 18. og
25. nóvember.
Tímamót
100ár frá Spænskuveikinnni
Hólavallagarður 180ára
18. nóvember
Málþing í Iðnó kl. 14:00-16:00 um spænsku veikina á vegum
Borgarsögusafns Reykjavíkur í samvinnu við Ráðhús Reykjavíkur.
Erindi flytja: Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur, Magnús Gottfreðsson
smitsjúkdómalæknir og Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur.
Boðið verður upp á tónlistarflutning og kaffiveitingar.
Fundarstjóri: Alma D. Möller, landlæknir
Að loknu málþingi mun Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur leiða göngu frá
Iðnó að Hólavallagarði þar sem Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður
garðsins og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur taka við hópnum og fjalla um
spænsku veikina og Hólavallagarð.
Að lokummun Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur leiða minningarstund.
25. nóvember
Söguganga í tilefni af því að 180 ár eru frá því að Hólavallagarður
var tekin í notkun.
Safnast saman kl. 14:00 við Víkurgarð (Fógetagarð) á horni Aðalstrætis
og Kirkjustrætis.
Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs mun stikla á
stóru í sögu Víkurgarðs.
Síðan mun hann leiða sögugöngu í slóð líkfylgda upp Suðurgötu
í Hólavallagarð þar sem farið verður yfir sögu og
þróun garðsins og áhrif ólíkra hugmynda á skipulag
hans og útfararsiði.
ÚR BÆJARLÍFINU
Birna Guðrún Konráðsdóttir
Borgarfirði
Borgarfjörður er eitt laxrík-
asta svæði landsins. Um 20% af
öllum stangaveiddum laxi landsins
koma þaðan. Ef laxveiðiárnar á
Mýrum eru taldar með má áætla
að um 25-30% stangveiðinnar á
landsvísu séu af þessu svæði. Á
vefsvæði héraðsfréttablaðsins
Skessuhorns birtist 15. nóvember
sl. frétt um að skýrsla hefði verið
unnin að frumk0væði Lands-
sambands veiðifélaga þar sem
fram kemur að stangveiði sé ein
meginstoð landbúnaðar á Íslandi.
Tekjur af stangveiði eru 28% af
hagnaði og launakostnaði í land-
búnaði á landinu öllu. Nokkuð er
misjafnt hvernig þessi hlunnindi
skiptast milli landshluta en hagn-
aður og launakostnaður af stang-
veiði er mestur á Vesturlandi eða
69% á landsvísu. Áreigendur á því
svæði hafa því ríkra hagsmuna að
gæta.
Tekjur af lax- og silungs-
veiði hafa margfaldast frá síðustu
úttekt sem unnin var árið 2004.
Að jafnaði jukust greiðslurnar um
6% á ári umfram neysluverð á
þessu árabili. Í lögum um lax- og
silungsveiði er ákvæði um að
veiðiréttareigendur skuli stofna
með sér félag til að skipuleggja
veiði, friðun og sjálfbærni við
hvert veiðivatn fyrir sig. Ekki eru
öll þau lögbýli sem eiga veiðirétt í
byggð, það eru því ekki einungis
bændur sem njóta tekna af þess-
um hlunnindum en þó er ljóst að
víða skipta þau máli fyrir afkomu
þeirra.
Í Reykholtskirkju fóru fram í
gær tónleikar til minningar um
Heimi Klemenzson, tónlistarmann
frá Dýrastöðum í Norðurárdal, en
Heimir lést með sviplegum hætti
fyrr á þessu ári. Heimir varð
snemma efnilegur tónlistarmaður
og aðalhljóðfæri hans var píanó.
Hann samdi tónlist, var meðleikari
með kórum, leysti kennara sinn af
í fríum hans ásamt því að spila í
hljómsveitum. Hann var því mjög
fjölhæfur listamaður sem víða
kom við. Í minningu Heimis hefur
verið stofnaður sjóður sem á að
hafa það hlutverk að styrkja tón-
listarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu.
Allir þeir listamenn sem fram
komu á tónleikunum gáfu vinnu
sína svo aðgangseyririnn rann
óskiptur í sjóðinn. Þeir sem vilja
leggja málefninu lið geta lagt inn
á Minningarsjóð Heimis Klem-
enzsonar, reikningur: 0370-13-
906663, kennitala: 160854-7669.
Sá góði siður hefur skapast í
Borgarfirði í tengslum við dag ís-
lenskrar tungu að grunnskólabörn
úr héraðinu komi í heimsókn í
Brún í Bæjarsveit, þar sem Félag
eldri borgara á svæðinu heldur
sína fundi. Börnin lesa upp fyrir
félagsmenn, sögur og ljóð og
meira að segja eitt og annað frum-
samið. Ekki hefur verið háheilagt
að heimsóknin hafi átt sér stað á
kórréttum degi, heldur er heim-
sóknin tengd fundardegi félagsins.
Þetta haustið var engin breyting á
venjunni. Börnin mættu og hófu
upp raust sína fyrir eldri borgara
Borgarfjarðar og var klappað lof í
lófa, að venju.
Styrktarsjóður Minningartónleikar um Heimi Klemenzson voru haldnir í
Reykholtskirkju til stofnunar sjóðs til styrktar tónlistarfólki í Borgarfirði.
Laxveiði ein af meginstoðum landbúnaðar
Borgarráð samþykkti á fundi sínum
á fimmtudaginn að fela skrifstofu
eigna og atvinnuþróunar borg-
arinnar að ganga til samninga um
kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli
fyrir unga vímuefnaneytendur.
Húsnæðið, sem er 216 fermetrar,
er á Grandagarði 1A í Örfirisey og
gert er ráð fyrir að starfsemin hefj-
ist í mars á næsta ári. Þangað til
verður tímabundin fjölgun plássa í
Gistiskýlinu við Lindargötu, til að
mæta því markmiði velferðarráðs að
ekki þurfi að vísa neinum frá í vetur,
segir í frétt á vef Reykjavík-
urborgar. Í neyðarskýlinu, sem ætl-
að er ungum karlmönnum í neyslu,
verður sólarhringsvakt og er áætl-
aður rekstrarkostnaður um 115
milljónir króna á ári.
Á fundi borgarráðs var einnig far-
ið yfir undirbúning vegna kaupa á 25
smáhýsum sem verða staðsett vest-
an Elliðaáa. Áætlað er að
framkvæmdum við þau verði einnig
lokið í mars á nýju ári.
Auk þess að reka neyðarskýli fyrir
konur og karla þjónustar velferðar-
svið borgarinnar 65 einstaklinga
sem eru í virkri neyslu og búa í sér-
stöku húsnæði á vegum borgarinnar.
Vettvangs- og ráðgjafateymi
velferðarsviðs annast stuðninginn.
Reykjavík rekur einnig áfanga-
heimili eða styrkir slíka starfsemi
þar sem eru um 130 pláss auk þess
að koma að fjölmörgum verkefnum
sem tengjast vímuefnaneytendum í
virkri neyslu eða í kjölfar meðferðar,
segir í fréttinni.
Áætlaður kostnaður Reykjavíkur-
borgar á árinu 2019, vegna þjónustu
við þennan hóp, sé um 1,2 milljarðar
króna. sisi@mbl.is
Útbúa neyð-
arskýli fyrir
unga karla
Verði tilbúið
í mars á næsta ári
Grandargarður 1A Í húsinu verður
á næstunni innréttað neyðarskýli.