Morgunblaðið - 17.11.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Eldborg
22. nóv. kl. 19:30
23. nóv. kl. 19:30
24. nóv. kl. 13 & 17
Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt
Miðasala á harpa.is og í síma 528 5050
harpa.is/hbr #harpareykjavik
St. Petersburg Festival Ballet
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kötlugarður, gamli varnargarður-
inn austan við Vík í Mýrdal, myndi
rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð
í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið
myndi ná til Víkur. Athuganir
benda til þess að nýr varnargarður
sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir
sjávarmáli við Víkurklett myndi
stöðva jökulflóðið og einnig minna
flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfar-
ið og því verja byggðina í þorpinu.
Niðurstöður vinnu með hermilík-
an sem Verkfræðistofan Vatnaskil
gerði vegna hönnunar nýrrar brúar
á Múlakvísl og varnargarðs í kjölfar
flóðs sem tók af gömlu brúna bentu
til að hamfaraflóð myndi fara yfir
Kötlugarð og ná til þéttbýlisins í
Vík. Kötlugarður var gerður um
miðja síðustu öld, eftir að vegurinn
var færður niður á sandinn. Hann
er austan við bæinn Höfðabrekku,
við flugvöllinn sem þar er.
Miðað við 1918-hlaupið
Lögreglustjórinn á Suðurlandi
fékk verkfræðistofuna til þess að
herma sérstaklega útbreiðslu og
dreifingu hamfaraflóðs úr Kötlu-
jökli með áherslu á þéttbýlið í Vík.
Markmiðið er að fá varfærið mat á
flóðhæð við Víkurklett, komi til
Kötluhlaups af sömu stærð og árið
1918, og leggja mat á hversu háan
varnargarð þurfi að gera til að
hindra útbreiðslu flóðsins til Víkur.
Vatnaskil hafa skilað þessari
skýrslu.
Jökulhlaup vegna goss í Kötlu
hafa oftast komið niður Mýrdals-
sand, vestan Hafurseyjar. Jarðvís-
indastofnun Háskólans hefur metið
líklega uppsöfnun sets í farveginum
samfara hlaupi. Öll tilvik sem reikn-
uð voru út gerðu ráð fyrir að núver-
andi Kötlugarður við Höfðabrekku-
jökul myndi rofna. Hann er á
fimmta hundrað metra að lengd og í
um 5 metra hæð yfir sjávarmáli.
Hann er aðeins byggður úr sandi og
ekki rofvarinn. Talið er ólíklegt að
hann myndi standa af sér stórhlaup
á við það sem varð árið 1918 þótt
hann yrði styrktur.
Almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra lagði fyrir forsendur um stað-
setningu nýs varnargarðs út frá
Víkurkletti, um 1,5 km frá þéttbýl-
inu í Vík. Flóðhæð í stóru jökul-
hlaupi, með rennslistopp 250 þús-
und rúmmetra á sekúndu, myndi
samkvæmt reiknilíkaninu og for-
sendum þess ná 5,4 til 5,8 metrum
yfir sjávarmál við Víkurklett. Minna
flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfar-
ið og rynni yfir nýtt og hærra land
eftir stóra flóðið myndi ná heldur
hærra, eða um 5,8 til 6 metrum.
Bæði flóðin myndu ná til Víkur og
renna yfir byggðina sem stendur
næst sjónum. Þetta gerist á örfáum
klukkustundum.
Varnargarður í 7 metrum
Reiknilíkan gerir ráð fyrir varn-
argarði við Víkurklett í 7 metra hæð
yfir sjávarmáli. Hann yrði þvert á
straumstefnu flóðsins og myndi
stöðva báðar gerðir flóðanna sem
prófaðar voru í líkaninu. Þar sem
hann yrði mun vestar en Kötlugarð-
ur nýtist hann ekki til að verja bæ-
inn Höfðabrekku þar sem stórt hót-
el er rekið.
Í minnisblaði Vegagerðarinnar
sem fylgir skýrslu Vatnaskila kem-
ur fram að landhæð við Víkurklett
er nú 4-5 metrar yfir sjávarmáli og
því þarf 2-3 metra háan varnargarð,
alls um 540 metra langan. Vega-
gerðin áætlar að kostnaður við hann
yrði um 40-60 milljónir kr. Jafn-
framt þarf að aðlaga hringveginn
þessu mannvirki með því að lyfta
honum upp á kafla. Það myndi
kosta 40-50 milljónir til viðbótar.
Þessi framkvæmd myndi því kosta
nálægt 100 milljónum króna alls.
Niðurstöður úr reiknilíkaninu um
flóðhæð og straumhraða jökul-
hlaupsins þegar það gengur út í sjó
voru einnig nýttar til að greina flóð-
bylgjuna sem myndaðist í kjölfarið.
Niðurstaðan studdi fyrri athuganir,
það er að segja að ólíklegt væri að
flóðbylgjan næði yfir sjávarkamb-
inn við þorpið.
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Vík í Mýrdal
Höfðabrekka
Mú
lak
vís
l
1
1
Hugsanlegt
jökulflóð úr Kötlu
Varnargarður
Varnargarður við Víkurklett
Gætu stoppað flóðið við Víkurklett
Athuganir benda til að jökulhlaup frá Kötlu myndi fara yfir Kötlugarð og ná til þéttbýlisins í Vík
2-3 metra hár varnargarður við þorpið myndi stöðva flóðið Kostnaður áætlaður um 100 milljónir