Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 29

Morgunblaðið - 17.11.2018, Side 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 Heimsmeistarinn MagnúsCarlsen mátti þakkafyrir jafntefli í sjöttueinvígisskákinni við Fabiano Caruana í London í gær. Skákinni lauk með jafntefli eftir 80 leiki og u.þ.þ. sex og hálfrar klukku- stundar taflmennsku. Undir lok skákarinnar varðist Magnús manni undir en „vélunum“ bar ekki saman um vinningshorfur Bandaríkja- mannsins, þó að margt bendi til þess að hægt verði að sanna að hann hafi átt unnið tafl um tíma. Staðan í einvíginu er því jöfn eftir jafntefli í öllum sex fyrstu skák- unum. Eitt einkenni einvígisins í London er það hversu erfiðlega skákmönn- unum gengur að fá þó ekki sé nema örlítið betra tafl þegar þeir hafa hvítt. Hvað eftir annað er það stjórnandi svarta liðsaflans sem teflir til sigurs. Þannig var það einnig í sjöttu skákinni í gær. Upp kom Petroffs-vörn og síðan nokkrir sérkennilegir riddaraleikir sem leiddu til jafnrar stöðu. Margir bjuggust við að þeir myndu slíðra sverðin í kringum 30 leikinn en 22. leikur Magnúsar var ónákvæmur og Caruana fékk færi á að tefla til vinnings og erfið vörn beið norska heimsmeistarans. Honum brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, hélt jöfnu og getur verið sáttur við þau úrslit. Skákin gekk þannig fyrir sig: Heimsmeistaraeinvígið í London; 6. skák: Magnús Carlsen – Fabiano Ca- ruana Petroffs vörn 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rd3!? Afar sjaldséður leikur sem virðist hafa haft þann tilgang að beina skákinni frá þekktustu leiðum. Á skákmótinu í St. Louis í sumar lék Magnús 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 sem er ein algengasta leiðin. 4. ... Rxe4 5. De2 De7 6. Rf4 Rc6 7. Rd5 Rd4 8. Rxe7 Rxe2 9. Rd5 Rd4 10. Ra3 Re6 11. f3 Rc5 12. d4 Rd7 13. c3 c6 14. Rf4 Rb6 15. Bd3 d5 16. Rc2 Bd6 17. Rxe6 Bxe6 18. Kf2 h5 19. h4 Rc8 20. Re3 Re7 21. g3 c5 22. Bc2? Fyrsta og eina ónákvæmni Magn- úsar. Biskupinn stefnir til b3 en þar stendur hann alls ekki vel. 22. ... O-O 23. Hd1 Hfd8 24. Rg2 cxd4 25. cxd4 Hac8 26. Bb3 Rc6 27. Bf4 Ra5 28. Hdc1 Bb4 29. Bd1 Rc4 30. b3 Ra3! Þennan þátt skákarinnar teflir Caruana alveg sérstaklega vel. Þó að vinningsmöguleikarir séu ekki miklir tekst honum að halda upp óþægilegri pressu á stöðu hvíts. 31. Hxc8 Hxc8 32. Hc1 Stofnar til uppskipta og vonast eftir jafntefli en Caruana skynjar vel að hann einn á vinningsmögu- leika. 32. ... Rb5 33. Hxc8+ Bxc8 34. Re3 Rc3 35. Bc2 Ba3 36. Bb8 a6 37. f4 Bd7 38. f5 Bc6 39. Bd1 Bb2! 40 Bxh5 Re4+ 41. Kg2 Bxd4 42. Bf4 Bc5 43. Bf3 Rd2! 44. Bxd5 Bxe3 45. Bxc6 Bxf4 46. Bxb7 Bd6 47. Bxa6 Re4 48. g4 Ba3 50. g5 Rc3 51. b4! Það er betra fyrir hvítan að halda í a-peðið. 51. ... Bxb4 52. Kf3 Ra4 53. Bb5 Rc5 54. a4 f6 55. Kg4 Re4 56. Kh5 Be1 57. Bd3 Rd6 58. a5!? Spilar út trompinu! Með því að láta peðið af hendi kemst kóngurinn inn á g6. En dugar það til jafnteflis? Ekki voru allir vissir um það. 58. ... Bxa5 59. gxf6 gxf6 60. Kg6 Bd8 61. Kh7 Rf7 62. Bc4 Re5 63. Bd5 Ba5 64. h5 Bd2 65. Ba2 Rf3 66. Bd5 Rd4 67. Kg6 Bg5 68. Bc4 Rf3 69. Kh7 Re5 70. Bb3 Rg4 71. Bc4 Re3 72. Bd3 Rg4 73. Bc4 Rh6 74. Kg6 Ke7 75. Bb3 Kd6 76. Bc2 Ke5 77. Bd3 Kf4 78. Bc2 Rg4 79. Bb3 Re3 80. h6 Bxh6 Jafntefli. Í sjöundu skákinni sem tefld verður á morgun hefur Magnús aft- ur hvítt. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Í lögum um mennt- un og ráðningu kenn- ara og skólastjórn- enda nr. 87/2008 er fjallað um skilyrði þess að fá leyfi til að nota starfsheitin leik-, grunn- og framhalds- skólakennari. Í reglu- gerð nr. 872/2009 er farið nánar yfir það hvers konar menntun kennarar skuli hafa til kennslu mismunandi greina á mismunandi skólastigum. Til dæmis skulu framhaldsskólakennarar hafa eigi minna en 180 námseiningar í aðalkennslugrein og við kennslu iðngreina skuli viðkomandi hafa meistararéttindi í sinni grein. Kennslufræðilegi hluti menntunar- innar skal vera að lágmarki 60 ein- ingar. Í samræmi við eðli kennslu á mismunandi skólastigum eru menntunarkröfur kennara mis- munandi. Í reglugerðinni er vægi kennslufræðinnar í námi kennara meira vegna kennslu yngri nem- enda. Til dæmis eru gerðar kröfur um 150 einingar að lágmarki í kennslufræði til að fá leyfi til kennslu í leikskóla og 120 einingar að lágmarki vegna kennslu í grunnskóla. Reglugerðin endur- speglar þannig þann mun sem er á starfi kennara á mismunandi skólastigum. Meðal framhaldsskólakennara eru bæði sérfræðingar í akadem- ískum fræðum sem og iðngreinum. Á annað hundrað mis- munandi starfsheiti eru meðal framhalds- skólakennara. Bók- menntafræðingurinn og bifvélavirkinn eiga þannig lítið sameig- inlegt annað en til- tölulega stutt nám í kennslufræðum til kennsluréttinda. Eðli málsins sam- kvæmt er þetta auð- vitað ekki alveg svona klippt og skorið enda gera lög ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika við útgáfu leyfisbréfa til kennslu á mismunandi skóla- stigum. Framhaldsskólakennarinn getur þannig haft menntun og færni til að kenna sína kennslu- grein í elstu bekkjum grunnskóla og grunnskólakennarinn sem hefur sérhæfingu í tiltekinni kennslu- grein getur auðvitað kennt grunnáfanga í framhaldsskóla. Fræðslulögin frá 2008 gera einmitt ráð fyrir því og sambærilegum sveigjanleika við skil leik- og grunnskóla. Það er sveigjanleiki byggður á þeim faglegu forsendum sem inntak kennaramenntunar byggist á. Nú ber svo við að innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins eru hugmyndir um að falla frá kröfum um sérhæfingu vegna út- gáfu leyfisbréfa til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Fram- haldsskólakennarar öðlist þannig leyfi ráðherra til að kenna öllum aldurshópum í leik- og grunn- skólum óháð því hvaða menntun býr að baki. Sjálfsagt verður ekki slegist um bílgreinakennara úr Borgarholtsskóla til kennslu í leik- skólum en það grundvallarsjón- armið að þeir hafi leyfi ráðherra til kennslu yngstu nemendanna gerir lítið úr þeirri sérhæfingu sem reglugerð um inntak kenn- aramenntunar kveður á um. Hér væri því um grundvallar- breytingu að ræða á þeirri hug- myndafræði sem núverandi fræðslulög byggjast á, sem er að kennsla hvers skólastigs krefjist tiltekinnar menntunar og sérhæf- ingar. Sú sérhæfing réttlætir út- gáfu leyfisbréfa með tiltekinn sveigjanleika til kennslu á aðliggj- andi skólastigum, en ekki þá rót- tæku breytingu að setja alla kenn- ara undir sama hatt lagalega séð, algjörlega óháð bakgrunns- menntun. Eða hverjum dettur í hug að segja að það sé það sama að kenna tveggja og 20 ára nem- endum? Eitt leyfisbréf til kennslu frá tveggja til 20 ára Eftir Guðríði Arnardóttur Guðríður Arnardóttir »Nú ber svo við að innan mennta- og menningarmálaráðu- neytisins eru hug- myndir um að falla frá kröfum um sérhæfingu vegna útgáfu leyfisbréfa til kennslu í leik-, grunn- og framhalds- skólum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Magnús Carlsen mátti þakka fyrir jafntefli í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.