Morgunblaðið - 17.11.2018, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.11.2018, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018 ✝ Ásdís BergMagnúsdóttir fæddist 7. apríl 1937 á Hjallatúni í Tálknafirði. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða Patreksfirði 5. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Magnús Guðmundsson frá Steinhúsum í Tálknafirði, f. 26. september 1917, d. 21. febrúar 2003, og Margrét Jóhannesdóttir, f. 11. júlí 1920 í Höfðadal í Tálkna- firði, d. 1953. Systkini Ásdísar samfeðra eru Hallgrímur, f. 17. janúar 1949, d. 5. mars 2017, og Vigdís, f. 14. febrúar 1951. Systkini Ás- dísar sammæðra eru Gunnvör Þóra Marthinsen, f. 27. júní 1943, Kristín María Marthinsen, f. 14. september 1944, látin, Randy Maria Marthinsen, f. 15. ágúst 1946, látin, og Jóhannes Solli Marthinsen, f. 24. mars 1948. Þau eru fædd á Íslandi en búsett í Noregi. Hinn 11. júní 1966 giftist Ás- börnum sínum. Móðir Ásdísar varð bráðkvödd á haustdögum 1953, þá var Ásdís 16 ára, og að- eins þremur árum seinna dó Kristín amma hennar. Tók hún þá að sér búsforráð ásamt afa sínum og hélst það svo næstu ár- in ásamt því að hún vann í frysti- húsinu meira og minna. Ásdís vann í mötuneyti Hraðfrystihúss Tálknafjarðar veturinn 1964- 1965 en þá um vorið réð hún sig í kaupavinnu norður í Öxnadal þar sem hún hitti Hermann Ár- mannsson. Ásdís Berg Magnús- dóttir og Hermann Ármannsson voru gefin saman í hjónaband þann 11. júní 1966. Um svipað leyti tóku þau við búinu á Þverá í Öxnadal af foreldrum Her- manns, Önnu Sigurjónsdóttur og Ármanni Þorsteinssyni. Eftir sex ára búskap brugðu þau búi og fluttu vestur á Patreksfjörð. Þar vann hún ýmis störf en lengst af á skrifstofu Rafborgar ehf. Ásdís starfaði með kirkju- kórnum á Patreksfirði og sóknarnefndinni, slysavarna- deildinni Unni og Birtu, skemmtideild eldri borgara, en þar var hún formaður í sjö ár. Ásdís greindist með parkin- sonsveiki haustið 2006. Útför Ásdísar Berg verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 17. nóvember 2018, klukk- an 14. dís Berg eftirlifandi eiginmanni sínum og lífsförunaut, Hermanni Ár- mannssyni frá Þverá í Öxnadal. Ásdís Berg átti heima fyrstu 20 ár- in á Hjallatúni. Hún fór fyrst í lestr- arpróf níu ára göm- ul og gekk síðan í farskóla 10, 11 og 12 ára, en tók þá fullnaðarpróf. Hún starfaði í æsku í barnastúku og síðar í fullorðinsstúku sem dyravörður og forsöngvari í fyrstu, síðar dróttseti og svo sem kapellán, en söngur var hennar líf og yndi. Eftir fermingu fór hún fljótlega að syngja við mess- ur, í kirkjukór við Laugardals- kirkju þegar hann var stofnaður og í kirkjukórum söng hún allt til 65 ára aldurs. Eftir að móðir Ásdísar flutti til Noregs með norskum eig- inmanni árið 1949 var hún í fóstri hjá afa sínum og ömmu á Hjallatúni. Vorið 1949 höfðu Marthinsen-hjónin ákveðið að flytja til Noregs ásamt fjórum Ég man fyrst eftir Ásdísi frá því að hún bjó á Þverá í Öxna- dal. Þetta var á þeim árum sem ég fer fyrst að muna eftir mér en sjálfur bjó ég, þá eina barn foreldra okkar, á Akureyri þótt ég ætti síðar eftir að flytja að Þverá. Ég vissi ekkert betra en þegar ég fór ásamt foreldrum mínum í sveitina að heimsækja Ásdísi og Hermann og bar ég mikla virðingu fyrir þeim hjón- um. Það er sammerkt í minn- ingu okkar bræðra að Ásdís var alltaf í góðu skapi, sísyngjandi og alltaf tilbúin til að ræða mál- in um allt milli himins og jarðar, taka í spil og segja sögur. Við bræður nutum saman og hver í sínu lagi margra góðra stunda með Ásdísi og Hermanni föðurbróður okkar. Þegar þau fluttu vestur á Patreksfjörð urðu vegalengdirnar óneitan- lega miklar og samverustund- irnar færri en við hefðum kosið, en þeim mun dýrmætari þegar þær gáfust. Ásdís hafði einstakt lag á að láta manni líða vel. Hún hafði sérstaklega hlýja nærveru og gæsku sem maður skynjaði um leið og maður kom í forstofuna í Sigtúninu á Patró. Við fengum hver sitt tæki- færi til að vera á heimilinu hjá þeim á eigin forsendum og fengum þannig að kynnast Ás- dísi á þann hátt sem aldrei verður fullþakkað, hversdagur- inn, sem mörgum þykir óspenn- andi, var verðmætari en nokkur viðburður gat orðið – raunar var hversdagurinn viðburður í sjálfum sér. Litla hluti gerði Ásdís spennandi, eins og það eitt að neita að segja frá hvað hún ætlaði að hafa í kvöldmat- inn þann daginn, spilakapall sem gat orðið jafnvel mystískur og svo góðlátlegt grín að manni sjálfum. Ásdís var ekki bara þessi góða kona sem við heimsóttum á Patró, nei hún var frábær fé- lagi í hvers kyns ferðalögum og ekki síst veiðiferðum. Það eru færri tilefni betri en veiðiferðir að hittast og gera sér glaðan dag. Í veiðiferðum lá Ásdís ekki á liði sínu að gera ferðirnar ánægjulegar, eftirminnilegar og bráðskemmtilegar. Hún hafði unun af útivist, var afar athugul á náttúruna og óþreytandi að vekja áhuga okkar á jafnvel hinum smæstu fyrirbrigðum. Það var sérstaklega gaman að fá að ferðast um firðina fyrir vestan og njóta frásagna henn- ar. Upp í minningunni koma Selárdalur, Rauðisandur og Látrabjarg – þau í Renó-bíln- um, – enginn átti Renó á Vest- fjörðum nema Hermann og Ás- dís og í Renónum var tónlist sem Ásdís hafði valið – gjarnan Ríó Tríó. Það voru sérstök forréttindi að heimsækja Ásdísi á áttræð- isafmælinu þegar við komum öll saman, stórfjölskyldan, og átt- um stórkostlega daga og feng- um öll að njóta hlýrrar nærveru Ásdísar og hennar milda hlát- urs. Í dag er eins og þessi afmæl- ishelgi, þessir tveir dagar, hafi verið samantekt á öllum góðu stundunum – öllum minningun- um skenkt á einn bikar sem all- ir fengu að bergja á. Við minnumst Ásdísar með hlýhug og þakklæti. Ármann Kristinn, Árni og Ólafur Rúnar. Ásdís Berg Magnúsdóttir ✝ SveinbjörgFriðbjörns- dóttir fæddist 26. apríl 1955 í Reykjavík. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 12. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Anna Sig- ríður Finnsdóttir, f. 9. janúar 1929, d. 17. nóvember 2005, og Friðbjörn Guðmunds- son f. 15. maí 1931, d. 17. ágúst 1971. Systkini hennar voru ellefu; sex alsystkini og fimm hálfsystkini. Alsystkini eru Finnur, f. 1957, d. 1958, Guðmundur, f. 1958, d. 1958, Guðfinna, f. 1959, Hallfríður, f. 1960, Birgir, f. 1962, d. 1963. Samfeðra eru Guðbjörn, búskap í Reykjavík og fluttu svo til Seyðisfjarðar. Börn þeirra eru: 1) Anna Guðrún, f. 1977, maki hennar er Bjarni Grétar Sigurðsson. 2)Kolbrún, f. 1979, börn hennar eru Daní- el Örn, f. 1997, Eyþór Arnar, f. 1998, og Mónika Björg, f. 2006. Eyþór á synina Jasper Cade, f. 2017, og Jace Alex- ander, f. 2018. 3) Friðbjörn, f. 1982, sambýliskona Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir, barn þeirra er Laufey Dóra, f. 2015, en fyrir átti Friðbjörn dótturina Ólöfu Guðrúnu, f. 2009. Sveinbjörg vann bæði í leik- skólanum og í frystihúsinu á Seyðisfirði. Hún hætti að vinna eftir að hún greindist með flogaveiki árið 1995. Hún var mikil hannyrðakona og prjónaði mikið út á meðan heilsa hennar leyfði. Síðast- liðið ár bjó hún í Ölfusi. Útför Sveinbjargar fer fram frá Villingaholtskirkju í dag, 17. nóvember 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. f. 1968, og Birkir Steinn, f. 1970, d. 1988. Sammæðra eru Ragnar Sigur- björnsson, f. 1951, og Sveinn Indriði Gíslason, f. 1970. Sveinbjörg ólst upp í Reykjavík, fór ung í sveit og var að passa börn, hún fór í Hús- mæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Að þeim tíma loknum kom hún 19 ára til Seyðisfjarðar til þess að passa börn fyrir bróður sinn. Þar kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Gunn- ari Sigurðssyni, f. 18. janúar 1950. Gunnar og Sveinbjörg giftu sig 27. september 1975 í Laugarneskirkju. Þau byrjuðu Elsku mamma mín. Það eru svo margar minningar sem leita á hugann núna eftir að þú ert farin. Ég minnist með hlýju allra ferðalaganna með ykkur pabba þar sem við vorum dugleg að ferðast og lærði maður mikið um landið sitt. Þá minnist ég þeirra tíma þar sem við tvö vorum sam- an á meðan pabbi var á sjó eða fjarverandi. Þá er ég svo þakklátur fyrir það hvað þið pabbi voruð alltaf tilbúin til þess að passa stelpurn- ar mínar og gerðuð þið margt fyrir þær sem þær minnast með hlýju. Betri ömmu og afa er ekki hægt að hugsa sér. Við áttum mörg samtölin um allt og ekkert. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og fyrir það ber að þakka. Núna í seinni tíð spil- uðum við oft kana en aldrei fékkst þú til þess að segja kana þótt þú hefðir spilin á hendi og var oft gert mikið grín að þessu við spilaborðið. Þá minnist ég loforðs sem ég gaf þér og mun ég standa við það að hugsa um pabba nú þegar þú ert farin. Ég sakna þín sárt. Þinn sonur, Friðbjörn. Elsku Sveina. Þú kvaddir okk- ur svo snögglega, svo snögglega að ég er eiginlega ekki að með- taka þetta allt saman. Það er allt eitthvað svo tómlegt núna, það vantar þig sem límdir allt saman. Það er svo þungt að missa, tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt, angistin fyllir hugann, örvæntingin og umkomuleysið er algjört, tómarúmið hellist yfir, tilgangsleysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna en það er gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minninganna. Gráttu, „því að sælir eru sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða“. Sælir eru þeir sem eiga von á Krist í hjarta því að þeir munu lífið erfa, og eignast framtíð bjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég hugsa um allar þær minn- ingar sem ég á um þig. Við vorum tæplega búnar að þekkjast í sjö ár en á þessum sjö árum vorum við búnar að gera eitt og annað. Ég hafði það alla vega af að láta þig kíkja einu sinni inn í Costco og það sem við gátum skoðað þar. Svo er ógleymanleg ferðin okkar um IKEA hérna um árið en við skulum ekki tala meira um hana. Bara ég og þú vitum hvað skeði. Manstu þegar við hlökkuðum svo til að fara á Mamma Mia 2 en eft- ir myndina löbbuðum við hálfvon- sviknar út því Meryl Streep kom nánast ekkert við sögu. Þið Lauf- ey Dóra voruð góðar saman og mörg skondin atvik svo sem þeg- ar Laufey Dóra var að lækna þig en þá bar hún krem á hendurnar þínar eða þegar hún sagði að amma væri eitthvað pirruð og ætti að hætta þessu bulli en þá varst þú að segja frá hvað þið höfðuð verið að gera þann daginn eða láta hana ganga frá eftir sig. Þið voruð dugleg að taka hana eftir leikskóla og fannst henni einstaklega gaman að fara til ykkar og fá fisk með smjöri og tómatsósu. Þá þótti þér mjög vænt um það hvað Ólöf Guðrún var góð við þig og knúsaði þig oft. Þegar þú horfðir á teiknimyndir með stelp- unum var erfitt að ákveða hver skemmti sér best, þú eða þær. Þið voruð allar jafn uppteknar af myndinni og ekki talandi við ykk- ur. Ég man að ég spurði þig oftar en einu sinni hvernig þú gætir horft á alla þessa matreiðslu- þætti án þess að verða svöng og þú bara hlóst að mér! Þú manst að við vorum búnar að plana það að fara á Bohemian Rhapsody. Ég verð víst að fara ein en veit þú kemur með mér í anda. Sveina mín, ég þakka þér fyrir sam- fylgdina þótt ekki hafi hún verið eins löng og ég vonaði. Hvíldu í friði. Þín tengdadóttir, Lilja. Elsku amma okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Það er eitthvað svo tómlegt núna eftir að þú ert farin og við söknum þín sárt. Þið voruð alltaf saman, þú og afi. Þið komuð alltaf bæði að heimsækja okkur og vor- uð alveg einstaklega góð við okk- ur. Amma, þú varst alltaf til í að horfa á teiknimyndir með okkur og sagðir oft að þér fyndist mjög gaman að horfa á þær. Stundum var samt erfitt að ná sambandi við þig þegar þú varst að horfa á sjónvarpsþættina þína en þá töl- uðum við systur bara aðeins hærra og þá vorum við búnar að ná athyglinni. Amma, manstu þegar þú varst lengi vel alltaf í rauðri flíspeysu og af því mér fannst stundum erfitt að segja nafnið þitt kallaði ég þig konuna í rauðu peysunni. Þér þótti það nú heldur ekki leiðinlegt þegar litla skottan Laufey Dóra ákvað það mjög ung, eftir að hafa heyrt afa segja Sveinbjörg við þig, að kalla þig Sveinbjörgu mjög skýrt. Svo er líka ein hvít ömmustelpa sem saknar alls klórsins og strokanna um vangann sinn. Kveðja, Ólöf Guðrún og Laufey Dóra. Sveinbjörg Friðbjörnsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar bróður okkar, mágs, frænda og vinar, KARLS ÞÓRHALLA HARALDSSONAR, Breiðabólsstað, Ölfusi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi, fyrir umönnunina á síðustu ævistundum hans. Fyrir hönd aðstandenda, Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir Pétur Ottósson Ástkær faðir okkar, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR BENEDIKT BALDVINSSON frá Þúfum í Óslandshlíð, lést þriðjudaginn 6. nóvember. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á framtíðarreikning dóttur hans, kt. 240802-2010, reikningsnr. 0111-05-260104. Fannar Benedikt Guðmundsson Ragna Guðrún Guðmundsdóttir Íris Baldvinsdóttir Ari Grétar Björnsson Ásmundur Baldvinsson Málfríður Haraldsdóttir Guðrún Baldvinsdóttir Stefán Héðinsson Kristinn Baldvinsson B. Bjarki Baldvinsson Kristín Guðjónsdóttir Dagur Þór Baldvinsson Þyrey Hlífarsdóttir Herdís Ósk Baldvinsdóttir Arnar Sigurðsson Á erfiðum stundum er gott að finna nærveru, styrk, hlý orð og hugsanir kærra vina. Við þökkum fyrir ómetanlegan stuðning við fráfall elskaðs drengsins okkar, EGILS DAÐA ÓLAFSSONAR. Ólafur Vigfússon María Anna Clausen Andri Ólafsson Sigurlaug Jónsdóttir Vigfús Ólafsson Sif Sigþórsdóttir Marsibil Tómasdóttir Vigfús Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.