Morgunblaðið - 17.11.2018, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Á næstu vikum mun Snorri Sigfús
Birgisson píanóleikari og tónskáld
koma fram á þrennum tónleikum í
menningarhúsinu Hannesarholti við
Grundarstíg og flytja drjúgan hluta
þeirra tónverka sem hann hefur
samið fyrir píanó. Fyrstu tónleik-
arnir verða í dag, laugardag, klukk-
an 16 og þeir seinni 9. desember og
19. janúar. Um einleiksverk er að
ræða en á tónleikunum 9. desember
mun Anna Guðný Guðmundsdóttir
koma til liðs við Snorra og saman
flytja þau verk sem hann hefur sam-
ið fyrir fjórar hendur við píanóið.
„Ég lærði á píanó og hef alltaf
spilað en líka samið talsvert fyrir pí-
anó, mismikið eftir aðstæðum,“ segir
Snorri Sigfús þegar rætt er við hann
um verkin og væntanlega tónleika-
röð. „Mér finnst gott að hafa þessi
verk öll í puttunum. Það er orðið
langt síðan ég spilaði flest þeirra og
það er aðaltilefni þessara tónleika;
að takast á við þau aftur og endur-
nýja kynnin. Ég man þau flest nokk-
urn veginn en auðvitað fjarlægjast
þau mann eftir því sem árin líða.“
Snorri Sigfús fæddist árið 1954 og
lauk einleikaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík 1974. Hann
hefur starfað í Reykjavík sem tón-
skáld, píanóleikari, tónlistarkennari
og stjórnandi síðan hann kom heim
að loknu framhaldsnámi erlendis ár-
ið 1980. Hann hefur samið einleiks-
verk, kammertónlist, raftónlist, kór-
tónlist og sinfónísk verk. Hann er
félagi í CAPUT-hópnum.
Þjóðlögin spennandi sjóður
Snorri segir hugmyndina með
tónleikunum líka vera þá að gefa
yfirlit yfir píanótónverk hans en
elsta verkið er frá árinu 1975, þegar
hann var rétt rúmlega tvítugur. Þá
frumflytur hann nokkur ný. Verkin
verða ekki flutt í tímaröð heldur rað-
að eftir tilfinningu tónskáldsins og
nokkrum sleppir hann alveg.
„Ég ákvað að hafa þetta þrenna
tónleika, til að dreifa álaginu,“ segir
Snorri og brosir. Og þegar spurt er
hvernig verkin verða til segir hann
það misjafnt. „Stundum er ég beðinn
að semja eitthvað, eitt sem ég flyt
núna var ég til að mynda beðinn að
semja fyrir píanókeppni á vegum
EPTA, sambands píanókennara.
Stundum sem ég fyrir vini mína, í
öðrum tilvikum fyrir sjálfan mig, svo
gefast af og til tilefni eins og tón-
leikar eða ferðalög. Í seinni tíð hef
ég unnið mikið með þjóðlög úr safni
Árnastofnunar, sem eru nú aðgengi-
leg á netinu, á vefnum ismus.is. Það
finnst mér mjög spennandi sjóður að
sækja í, bæði vegna þess hve fjöl-
breytileg þjóðlögin eru en einnig
vegna þess hve hægt er að nálgast
þau með margvíslegum hætti.“
Mallar í eternum
Snorri segir aðalstarf sitt vera að
spila á píanó með söngnemendum í
Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég
reyni að vinna í mínu á milli, eins og
ég mögulega get. En auðvitað getur
stundum verið erfitt að skipta sér í
tvennt, eins og þegar ég er að undir-
búa tónleika með mjög mörgum nót-
um! Maður er alltaf með samvisku-
bit yfir að æfa sig ekki nóg,“ segir
hann og hlær. „En ég reyni að
punkta hjá mér hugmyndir að lög-
um, eins og ég get.“
Þegar spurt er hvort hann pakki
þessum píanóverkum nú inn og leggi
þau til hliðar eftir þessa þrennu tón-
leika, þá svarar Snorri að þetta sé
bara einn áfangi, svo muni þetta
„malla áfram í eternum“.
„Ég veit aldrei hvað gerist næst –
en ég held áfram að semja, ef Guð
lofar!“ segir hann.
„Gott að hafa þessi
verk öll í puttunum“
Snorri Sigfús
leikur píanóverk
sín á tónleikum
Morgunblaðið/Eggert
Tónskáldið „Ég ákvað að hafa þetta þrenna tónleika, til að dreifa álaginu,“
segir Snorri Sigfús um tónleikaröðina með verkum hans í Hannesarholti.
Frægt málverk eftir hinn 81 árs gamla breska myndlistarmann David Hock-
ney, Portrait of an Artist (Pool with Two Figures), frá árinu 1972 var selt á
uppboði hjá Christie’s í fyrrakvöld fyrir langhæsta verð sem greitt hefur ver-
ið fyrir myndlistarverk eftir lifandi listamann. Ónefndur kaupandi greiddi
90,3 milljónir dala, 11,2 milljarða króna, fyrir verkið (með gjöldum). Fyrra
met var 58,4 milljónir dala, 7,2 milljarðar kr., en það var greitt fyrir einn af
Ballon Dog-skúlptúrum Jeffs Koons. Þetta stóra málverk var eitt hið umtal-
aðasta á viðamikilli yfirlitssýningu á verkum Hockney sem flakkaði nýverið
milli safna en í því er fjallað um samkynhneigt ástarsamband listamannsins.
AFP
Metverð Málverk Davids Hockney var slegið á rúma 11 milljarða króna.
Það verðmætasta eftir
lifandi listamann
Systkinin Sigrún
og Þórarinn Eld-
járn munu lesa fyr-
ir börn í stofunni á
Gljúfrasteini í dag
kl. 15 í tilefni af
degi íslenskrar
tungu sem haldið
var upp á í gær, á
fæðingardegi Jón-
asar Hallgríms-
sonar.
Sigrún les upp úr bók sinni Silfur-
lykillinn sem fjallar um Sumarliða
og Sóldísi sem eru nýflutt með
pabba sínum í skrítið og skemmti-
legt hús sem heitir Strætó númer 7.
Þórarinn mun flytja ljóð úr bók
sinni Ljóðpundari en í henni búa
ýmsar verur, m.a. Urgur og Surgur,
klár klár, fíll í postulínsbúð og beinn
banani. Aðgangur er ókeypis að við-
burðinum.
Lesið fyrir börn á
Gljúfrasteini
Sigrún
Eldjárn
Kristinn Sig-
mundsson bassa-
söngvari og Anna
Guðný Guðmunds-
dóttir píanóleikari
halda tónleika í
dag kl. 16 í Vina-
minni á Akranesi.
Á efnisskránni eru
m.a. ljóðasöngvar
eftir Robert Schu-
mann og Franz Schubert og söng-
lög eftir Atla Heimi Sveinsson.
Kristinn og Anna
í Vinaminni
Kristinn
Sigmundsson
Þriðju tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á þessu
ári verða haldnir á morgun, sunnudag, kl. 16 í
Norðurljósasal Hörpu og verða þeir með óvenju-
legu sniði þar sem söngröddin verður áberandi á
þessum kunna vettvangi hljóðfæratónlistar. Á efn-
isskránni verða Arían L’amero, saro costante úr Il
re pastore eftir Mozart, Along the Field – ljóða-
bálkur fyrir sópran og fiðlu eftir Vaughan Willi-
ams, Píanótríó í a-moll eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, „Lysting er sæt að söng“ fyrir sópran
og selló eftir Snorra Sigfús Birgisson og útsetning
á skoskum þjóðlögum fyrir sópran og píanótríó
eftir Beethoven.
Flytjendur eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran,
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Ragnar Jóns-
son sellóleikari og Richard Simm píanóleikari.
Tónleikar með óvenjulegu sniði
Hallveig
Rúnarsdóttir
Úrvalsnemendur tónlistardeildar
Listaháskóla Íslands og Tónskóla
þjóðkirkjunnar halda tónleika í
samvinnu við Listvinafélag Hall-
grímskirkju í dag kl. 14 og verður
aðalverk efnisskrárinnar Sálu-
messa Gabriels Faurés. Einnig
verða flutt trúarleg kór- og orgel-
verk úr ýmsum áttum, eftir J.S.
Bach, Mendelssohn, Cécar Franck
og fleiri. „Markmiðið með sam-
starfinu er að kynna nemendur
skólans fyrir töfrum Klaisorgelsins
og rými kirkjunnar til tónlistar-
flutnings og á sama tíma gefa list-
vinum kirkjunnar tækifæri til að
heyra hvað hæfileikaríkir nem-
endur tónlistardeildar hafa fram að
færa,“ segir í tilkynningu. Aðgang-
ur að tónleikunum er ókeypis.
Sálumessa Faurés í Hallgrímskirkju
Tónskáld Málverk af Gabriel Fauré.
ICQC 2018-20