Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 1
Morgunblaðið/Eggert
Í gærmorgun Ragnhildur Geirsdóttir aðstoðarforstjóri og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Fjárfestingarfélagið Indigo Partners og
flugfélagið WOW air hafa gert milli sín sam-
komulag um að Indigo Partners fjárfesti í
WOW air, að því er segir í fréttatilkynningu
fyrirtækjanna tveggja. Ekki er greint frá
skilmálum samkomulagsins en sagt er frá
því að að uppfylltum skilyrðum muni fyr-
irtækin reyna að ganga eins fljótt og auðið
er frá viðskiptunum. Gert er ráð fyrir því að
Skúli Mogensen, núverandi eigandi WOW
air og forstjóri félagsins, verði áfram stærsti
hluthafi í félaginu. Talsmaður Indigo Part-
ners sagðist ekki geta veitt frekari upplýs-
ingar um samkomulag fyrirtækjanna um-
fram það sem kom fram í fréttatilkynningu
þeirra þegar Morgunblaðið spurðist fyrir.
„Skúli, stjórn WOW og starfsmenn hafa
staðið sig ótrúlega vel við að búa til vel liðið
fyrirtæki sem hefur náð góðum árangri,“ er
haft eftir Bill Franke hjá Indigo Partners í
tilkynningunni. „Við höfum ákveðna sýn fyr-
ir flugfélagið og hlökkum til að starfa með
starfsmönnum þess og fulltrúum til að fram-
kvæma þessa sýn.“
Fyrirtækið er aðalfjárfestir í Tiger Air-
ways sem er með bækistöðvar í Singapúr, og
Spirit Airlines, sem er á Flórída í Bandaríkj-
unum. Það er einnig stór fjárfestir í Wizz
Air, Frontier Airlines, Volaris Airlines og
JetSMART. Ekki náðist í Skúla Mogensen
vegna málsins.
„Þetta eru mjög stórar og góðar fréttir
fyrir félagið,“ sagði Svanhvít Friðriksdóttir,
upplýsingafulltrúi WOW air, þegar mbl.is
náði tali af henni í gærkvöldi. Hún segir að
nú verði farið í að vinna að næstu skrefum,
en þar er um að ræða svipað ferli og var með
Icelandair. Niðurstaða þess var þó að Ice-
landair taldi WOW ekki getað uppfyllt skil-
yrði sem sett voru við þann kaupsamning.
Viðsnúningur?
Í gær var 237 starfsmönnum Airport
Associates, stærsta þjónustuaðila WOW air,
sagt upp í kjölfar þess að Icelandair tilkynnti
kauphöllinni að félagið hygðist ekki kaupa
WOW air eins og lagt var upp með í byrjun
nóvember.
Sagt hefur verið að félagið hafi verið að
undirbúa sig fyrir það versta. Ekki fengust
viðbrögð við fréttatilkynningu WOW áður en
blaðið fór í prentun.
Bjartsýnir flugmenn
Ekki hefur verið talað um uppsagnir flug-
manna að svo stöddu, upplýsir Vignir Örn
Guðnason, formaður Íslenska flugmanna-
félagsins. Hann segist búast við hagræðingu,
en að félagsmenn hans sem starfa hjá WOW
séu almennt bjartsýnir. Í sama streng tekur
formaður Flugvirkjafélags Íslands, Guð-
mundur Úlfar Jónsson, sem segist ekki hafa
fengið vitneskju um uppsagnir, en 60 flug-
virkjar í félaginu starfa fyrir WOW.
Viðkvæm staða
„Stjórnvöld fylgjast náið með stöðunni.
Hún er viðkvæm eins og allir sjá. Annað er
ekki hægt að segja að svo stöddu,“ svaraði
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra innt-
ur álits á stöðu mála. Forsætisráðherra vildi
ekki tjá sig.
Nýr kaupandi að WOW
MÓvissa á flugmarkaði »2
Fjárfestingarfélagið Indigo
Partners kaupir í WOW air,
Skúli Mogensen áfram stærstur
Indigo Partners á meðal ann-
ars í WizzAir, Frontier Airlines,
Volaris Airlines og JetSMART
273 starfsmönnum Airport
Associates eða um helmingi starfs-
manna sagt upp vegna óvissu
Gl
JÓLABLAÐIÐ
JÓLAMATUR, GJAFIR OG
ÓLAHEFÐIR Í 128 SÍÐNASÉRBLAÐI
F Ö S T U D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 282. tölublað 106. árgangur
Forsætisnefnd Alþingis mun á mánudag taka
fyrir ummæli þingmanna Miðflokksins og
Flokks fólksins sem féllu á veitingastaðnum
Klaustri og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Á
upptökum frá veitingastaðnum heyrist í sex
þingmönnum fara með niðrandi ummæli í garð
fjölda þingkvenna.
Stjórn Flokks fólksins ályktaði í gærkvöld að
þingmenn Flokks fólksins, Karl Gauti Hjaltason
og Ólafur Ísleifsson, ættu að segja af sér þing-
mennsku, í kjölfar málsins. Inga Sæland, for-
maður flokksins, sagði við mbl.is að ómögulegt
væri að brúa þá gjá sem Karl Gauti myndaði
með ummælum sínum þess efnis að hún réði
ekki við að stjórna flokknum. „Hann lýsir algeru
vantrausti á mig sem formann, talar niðrandi og
illa til mín. Það er engin afsökunarbeiðni sem
getur brúað þessa gjá,“ sagði Inga Sæland í
gærkvöld. Fjórir flokksmenn höfðu sagt sig úr
Miðflokknum vegna þessa í gær. »6
Krefjast afsagnar
eigin þingmanna
Inga Sæland vill losna við Karl Gauta og Ólaf
Morgunblaðið/Hari
Á Bessastöðum Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, sótti þingmannaveislu í gær.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kristófer Oliversson, formaður Félags
fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG),
segir félagsmenn uggandi vegna óvissu um
stöðu flugfélagsins WOW air. Ljóst sé að
breytt starfsemi félagsins geti skert tekjur
gististaða á næstu vikum.
Málið var rætt á stjórnarfundi FHG.
„Menn eru áhyggjufullir. Þeir gera sér
grein fyrir að ekki er ólíklegt að það verði
högg í næsta mánuði ef allt fer á versta veg
og WOW hættir starfsemi. Þetta gæti orðið
kannski 5-15% högg í tekjum í desember og
janúar og svo fjarar það væntanlega út.
Það er það sem menn óttast,“ segir Krist-
ófer.
Með því vísar hann til þeirrar aðlögunar
sem gæti orðið á gistimarkaðnum, áður en
flugframboð eykst á ný.
Tekjurnar myndu skerðast mikið
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
samsvarar 5-15% samdráttur á þessu tíma-
bili hundruðum milljóna í skertar tekjur
fyrir gistiþjónustu á Íslandi. Sú tala gæti
jafnvel hækkað í á annan milljarð. Bók-
unarstaðan sé best á suðvesturhorninu.
Áhrifin séu því mest þar.
Kristófer kveðst aðspurður ekki telja að
þetta högg muni hægja á þeirri uppbygg-
ingu hótela sem nú stendur yfir í miðborg
Reykjavíkur. M.a. er hótelkeðja hans, Cent-
erHotel, að opna hótel á Laugavegi 95-99
og á Héðinsreit. Þá bendir hann á að tals-
vert sé síðan bankarnir fóru að draga úr
lánveitingum til hótelverkefna. Markaður-
inn hafi, a.m.k. um nokkurra vikna skeið,
vitað af erfiðleikum WOW air. Í þessu felist
viss aðlögun.
Hótelin bú-
ast við höggi