Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
Jólaskeiðin 2018
Guðlaugur A. Magnússon
S. 562 5222, Skólavörðustíg 10
www.GAM.is
Verð 18.900kr / 17.900 kr. Stgr.
Skeiðin er úr 925 silfri
Hönnuður:
Hanna S. Magnúsdóttir
- Kærleikurinn
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Óvissa á flugmarkaði
Mikill erill hefur verið hjá Lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu vegna óveðurs sem staðið hefur yfir síðastliðna
tvo daga. Byggingarefni, þakplötur, girðingar og fleira
fauk með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á bif-
reiðum.
Veðurhæðin náði hámarki snemma morguns í gær en
útlit er fyrir hægari vind á höfuðborgarsvæðinu í dag
eftir því sem líður á daginn, að sögn veðurfræðings á
Veðurstofu. Áfram verður snjókoma og éljagangur á
Norðurlandi í dag en vegna þessa má búast við ófærð á
vissum svæðum á Norðurlandi að sögn veðurfræðings.
Vindhviður fóru hátt í 40 metra á sekúndu á Kjalarnesi
í gærkvöld en útlit er fyrir hægari vind á höfuðborgar-
svæðinu í dag. Björgunarsveitarfólk hefur verið að störf-
um í óveðrinu, einkum á landsbyggðinni. Óskað var eftir
aðstoð á Flateyri vegna foks á þakplötum, en auk þess
hafa björgunarsveitir aðstoðað fólk er festi bifreiðar
sínar í ófærð í kringum Dalvík og á Öxnadalsheiði.
Óveður hefur verið víðast hvar á landinu síðastliðna
tvo daga og gaf Veðurstofan út viðvörun fyrir stóran
hluta landsins eftir hádegi í gær sem gilti til miðnættis.
Þá féllu strætóferðir niður á landsbyggðinni í gær,
kennsla féll niður í Klébergsskóla á Kjalarnesi auk þess
sem allt innanlandsflug lá niðri fyrir hádegi.
veronika@mbl.is
Skemmdir vegna óveðursins
Byggingarefni, þakplötur og girðingar fuku Hægari
vindur í dag en áframhaldandi snjókoma á Norðurlandi
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Snjókoma Á Norðurlandi var víða ófært í óveðrinu.
Freyr Bjarnason
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Jón Pétur Jónsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Airport Associates boðaði til starfs-
mannafundar í gær sem var haldinn
síðdegis sama dag. Þar var starfsfólki
gerð grein fyrir því að 237 starfs-
mönnum yrði sagt upp. „Jafnframt
var tilkynnt að þetta væri miðað við
að allt færi á versta veg en ef rættist
úr yrði fólk endurráðið,“ útskýrir
Guðbrandur Einarsson, formaður
Verslunarmannafélags Suðurnesja,
spurður um viðbrögð stéttarfélagsins
vegna uppsagna á þriðja hundrað
starfsmanna Airport Associates á
Keflavíkurflugvelli. „Það skapar auð-
vitað óvissu þegar svona gerist og
dapurlegt að fólk sé að missa vinnuna
svona í aðdraganda jóla,“ bætir hann
við.
Var boðað til fundarins í kjölfar
þess í þess að Icelandair Group til-
kynnti kauphöllinni að fyrirtækið
myndi ekki kaupa WOW air, en
stjórn Icelandair Group gerði kaup-
samning um kaup á öllu hlutafé í
WOW air 5. nóvember síðastliðinn.
Kaupin áttu að fara fram með þeim
hætti að hluthafar í WOW air myndu
fá greitt með allt að 5,4% hlutafé í
Icelandair Group. Þar af voru 3,5%
háð skilgreindum forsendum í
tengslum við áreiðanleikakönnun
sem gæti leitt til þess að þessi hluti
viðskiptanna yrði að 0,0%. Icelandair
Group tilkynnti 26. nóvember að ólík-
legt væri að fyrirvarar við kaup fé-
lagsins á WOW air næðu fram að
ganga.
Enn séns
„Það er ennþá séns, þótt Iceland-
air hafi hætt við kaupin á WOW air er
greinilegt að eigandi WOW air er að
reyna allt sem hann getur til þess að
koma í veg fyrir að flugfélagið fari.
Skulum bara vona að það skili ein-
hverjum árangri,“ segir Guðbrandur.
„Þetta er sorgardagur mikill,“ var
haft eftir Kristjáni Gunnarssyni, for-
manni Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis, á mbl.is í
gær um uppsagnirnar. Þá sagði hann
fréttirnar ákaflega þungbærar og
erfiðar. Fram kom í máli hans að
samráðsferli hefði verið í gangi milli
fyrirtækisins og stéttarfélaganna
samkvæmt lögum um hópuppsagnir
og voru stjórnendur Airport Associ-
ates búnir að leggja fram áætlanir
um skipulagsbreytingar til þess að
komast hjá uppsögnum. Hins vegar
höfðu neikvæðar fréttir í gærmorgun
[um að Icelandair hefði hætt við sam-
einingu við WOW] leitt til þess að
„þau urðu að grípa til þess að segja
upp“.
Kristján sagði uppsagnarbréf til
starfsmanna vera í pósti og að sum-
um starfsmönnum hefði verið gert
viðvart í tölvupósti.
Ósátt við vinnubrögð
Einhverrar óánægju hefur gætt
meðal starfsmanna Airport Associa-
tes vegna þeirra verkferla sem lágu
að baki fundarboði starfsmanna-
fundarins í gær og uppsögnunum.
Talsverður fjöldi starfsmanna fyrir-
tækisins er í vaktavinnu og höfðu
sumir starfsmenn sem voru í vakta-
fríi fyrst frétt af starfsmannafundin-
um í fréttaflutningi netmiðla.
Fundarboðið var sent samdægurs
og gátu því ekki allir starfsmenn
mætt á fundinn, jafnvel starfsmenn
sem skömmu eftir fundinn fengu
uppsagnarbréf í formi tölvupósts.
Fólk slegið
Nú eru næstu skref að vinna út frá
stöðunni sem upp er komin og að-
stoða fyrirtækið við að fara eftir þeim
kjarasamningum sem eru í gildi, með
það að markmiði að tryggja að starfs-
menn njóti kjarasamningsbundinna
réttinda, að sögn Guðbrands. „Við
þurfum bara að fylgjast með því
næstu daga að allt gangi eftir kjara-
samningum,“ segir hann.
„Fólk er bara slegið yfir þessu,“
svarar Guðbrandur spurður um við-
brögð fólks í Reykjanesbæ vegna
stöðu mála. „Þetta getur haft ýmsar
afleiðingar. Það eru afleidd störf í
hættu, ef WOW hættir að flytja hing-
að erlenda ferðamenn sem leigja hér
bílaleigubíl eða versla í verslununum
okkar eða gera það sem ferðamenn
gera, þetta getur haft töluverð áhrif á
samfélagið okkar.“
Guðbrandur segist binda vonir við
að hægt verði að finna önnur störf
fyrir þá sem nú hefur verið sagt upp
og að frekari vinnu við flugvöllinn
verði að fá í sumar. „Það kemur nú
sumar aftur eftir þennan vetur og þá
eykst umferðin um þennan flugvöll á
nýjan leik.“
Vilja afturkalla uppsagnir
„Við vonum að sjálfsögðu að Skúli
Mogensen og hans samstarfsfólk nái
að koma WOW í höfn og selja fyr-
irtækið,“ sagði Sigþór Kristinn
Skúlason, framkvæmdastjóri Airport
Associates, við mbl.is í gær. „Ef það
gengur eftir þá komum við til með að
geta dregið megnið af þessum upp-
sögnum til baka.“
Hann sagðist hafa vonað að sala
WOW air myndi ganga eftir og að
hægt yrði að komast hjá þessum að-
gerðum fyrirtækisins. Um helmingi
starfsmanna Airport Associates var
sagt upp í gær, en WOW air hefur til
þessa verið stærsti viðskiptavinur
þeirra.
Á þriðja hundrað sagt upp
237 missa starfið hjá Airport Associates Boðað til fundar samdægurs Sumir starfsmenn fréttu
fyrst af fundinum í fjölmiðlum Uppsagnirnar tengdar við að Icelandair hafi hætt við kaup á WOW
Ljósmynd/Páll Ketilsson
Uppsagnir Á starfsmannafundi Airport Associates í gær var tilkynnt um uppsagnir 237 starfsmanna eða um helmings starfsmanna fyrirtækisins.
„Þetta sýnir bara hvað umsvif WOW air teygja sig víða og þarna er greini-
legt að stærsti þjónustuaðili flugfélagsins sér ekki annan kost en að
undirbúa sig fyrir það versta. Þetta er ákveðin vísbending um alvarleika
málsins enn á ný,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, spurður
um hvað uppsagnir hjá Airport Associates þýði.
Hann segir þó erfitt að spá í spilin á þessu stigi málsins. „Við bíðum
eftir því hvað kemur frá Samgöngustofu, það hlýtur að vera aðkallandi að
við fáum mat stofnunarinnar á rekstrarhæfi WOW air,“ segir Kristján og
vísar til lagaumhverfis flugrekstraraðila sem kveður á um að Samgöngu-
stofu sé skylt að fylgjast með og leggja mat á það hvort slík fyrirtæki séu
í stakk búin til þess að standa undir skuldbindingum.
„Eins og Morgunblaðið greindi frá í september hafði blaðið heimildir
fyrir því að skuldir WOW air við Isavia væru um tveir milljarðar. Ef það
hefur verið rétt og sú skuld hefur ekki verið gerð upp þá hefur hún hækk-
að verulega síðan þá. Það er þá eitthvað sem forsvarsmenn Isavia einnig
eru að skoða,“ staðhæfir hann og segir ábyrgðina nú liggja hjá opinber-
um aðilum að gefa upp hvert framhaldið verður.
„Maður bíður átekta ákvörðunar frá hinu opinbera fyrirtæki Isavia og
hinni opinberu stofnun Samgöngustofu.“
Sýnir mikil umsvif WOW
BEÐIÐ ÁKVÖRÐUNAR VEGNA MATS Á REKSTRARHÆFI