Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 4

Morgunblaðið - 30.11.2018, Page 4
2018 5. NÓVEMBER Viðskipti stöðvuð í Kauphöll Íslands með bréf Icelandair Group. Tilkynnt skömmu síðar að félagið hafi ákveðið að kaupa allt hlutafé WOW air. Bréf Icelandair hækka um 40%. 26. NÓVEMBER FME stöðvar viðskipti með bréf Icelandair Group. Félagið tilkynnir í kjölfarið að enn séu margir lausir endar í viðræðum um kaup á WOW air. Skúli Mogensen sendir tölvupóst á starfsfólk og segist vera í viðræðum við fleiri en Icelandair um aðkomu að félaginu. 27. NÓVEMBER Skúli Mogensen sendir bréf til þeirra sem þátt tóku í skuldabréfa- útboðinu í september. Segir rekstr- arstöðu félagisns hafa versnað verulega og að lífsnauðsynlegt sé að fá nýtt fjármagn að félaginu. 28. NÓVEMBER Starfsmönnum WOW air sagt að laun verði greidd út um mánaðamót. Um kvöldið funda fulltrúar Icelandair og WOW og ákveðið er að slíta viðræðum. 29. NÓVEMBER Tilkynnt opinberlega að ákveðið hafi verið að falla frá viðræðum. Bréf Icelandair Group falla um ríflega 12,66% og flest önnur félög í Kauphöll taka á sig verulegt högg. Skúli Mogensen segir góðar fréttir væntanlegar af WOW air í náinni framtíð. Síðdegis tilkynnti Airport Associates uppsagnir 237 starfsmanna á Keflavíkurflugvelli. 4. ÁGÚST Skúli Mogensen heldur með pomp og prakt upp á fimmtugsafmæli sitt en hann átti afmæli 18. september síðastliðinn. 6. SEPTEMBER Skúli Mogensen lýsir því yfir í sam- tali við Bloomberg að skuldabréfaút- boðið gangi vel. 8.-9. SEPTEMBER Fulltrúar fjögurra ráðu- neyta funda yfir helgina um stöðu WOW air. 15. ÁGÚST Morgunblaðið greinir frá því að WOW stefni að því að safna 6-12 milljörðum króna í skuldabréfa- útboði og að félagið stefni á skrán- ingu á markað innan 18 mánaða. 13. JÚLÍ Tilkynnt að tap WOW air á árinu 2017 hafi numið 2,4 milljörðum kr. 27. JÚLÍ Upplýst að fjögur ráðu- neyti vinni að viðbragðs- áætlun varðandi möguleg áföll tengd „kerfislega mikilvægum fyrirtækjum”. 20. ÁGÚST Forsætisráðherra segir flug- rekstur um alla Evrópu afar þungan. Ekki komi til greina að ríkið hlaupi undir bagga með íslensku félögunum. 17. SEPTEMBER Skúli Mogensen mætir í viðtal hjá Financial Times. Segist ætla að safna nýju hlutafé í gegnum frumútboð og skráningu á markað. Virði félagsins hlaupi á 50-74 milljörðum króna. 15. SEPTEMBER Morgunblaðið greinir frá því að WOW air skuldi Isavia um 2 milljarða króna í lendingagjöld. Skúli Mog- ensen bregst ókvæða við og segir blaðið stunda æsifréttamennsku. 14. SEPTEMBER Fréttablaðið segir WOW vera að ljúka fjármögnun og að stefnt sé að því að fá fjársterk- an aðila með nýtt hlutafé upp á tugi milljóna evra að félaginu. 10. SEPTEMBER Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráð- herra ræðir við Morgunútvarp Rásar 2. Ítrekar að ríkið muni ekki hlaupa undir bagga með flugfé- lögunum. 2. NÓVEMBER Stjórn Icelandair kemur saman til fundar og ákveður að hefja formlega við- ræður við WOW air. 18. SEPTEMBER Tilkynnt að WOW hafi safnað 50 milljónum evra í skulda- bréfaútboði. Síðar kom í ljós að 5,5 milljónir af upphæðinni komu úr vasa Skúla Mogensen. 29. OKTÓBER Skúli Mogensen byrjar þreifingar við Icelandair Group um mögu- lega yfirtöku. Kristján H. Johannessen Veronika Steinunn Magnúsdóttir „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af stöðunni nú þegar ljóst er að ekkert verður af samein- ingu. Auðvitað vonum við það besta og að aðrir aðilar komi að flugfélaginu. Það eru mörg störf í húfi, ekki bara meðal félagsmanna okkar heldur einnig uppi á flugvelli og fjölmörg af- leidd störf tengd ferðaþjónustunni,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Morgunblaðið. Vísar Ragnar Þór í máli sínu til þeirrar graf- alvarlegu stöðu sem upp er komin í rekstri flugfélagsins WOW air. Greint var frá því í gærmorgun að ekkert yrði af kaupum Ice- landair Group á WOW air. Í kjölfarið boðaði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, til fundar með starfsmönnum félagsins. Eftir fundinn úti- lokaði Skúli ekki uppsagnir vegna mikils rekstrarvanda flugfélagsins. Spurður hvort starfsfólk fái laun sín greidd um mánaðamót sagði hann: „Að sjálfsögðu. Aldrei verið vafi á því.“ Bætti hann því næst við að hann hefði „ekkert meira um þetta að segja“ og gaf fjöl- miðlum ekkert frekara færi á viðtal. VR með viðbragðsáætlanir Ragnar Þór segir hátt í 250 félagsmenn VR starfa hjá WOW air. Spurður hvort einhverjir þeirra hafi þegar leitað til stéttarfélagsins vegna rekstrarvanda flugfélagsins sagði hann: „Ég veit ekki til þess að stéttarfélagið hafi fengið fyrirspurnir. Við höfum hins vegar rætt ákveðnar viðbragðsáætlanir, ef allt fer á versta veg, til að geta tekið á móti okkar fólki, veitt því allar upplýsingar og um leið nauðsynlegan stuðning. Við erum því búin undir það versta en vonum það besta.“ Þá segist Ragnar Þór hafa trú á því að vandi WOW air leysist og að hægt verði að koma fé- laginu fyrir vind. „Ég hvet félagsmenn til að hafa samband vilji þeir fá einhverjar upplýs- ingar almennt, en á sama tíma hvet ég fólk til að halda ró sinni þar til við vitum hvernig hlutir enda að lokum,“ segir Ragnar Þór. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þau fylgjast „afar ná- ið“ með stöðunni. „Ef hlutir fara eins og útlit er fyrir þá er það grafalvarlegt mál fyrir ferða- þjónustu á Íslandi,“ segir hann og bendir á að ljóst sé að staða WOW air sé mjög flókin. „Við skulum þó spyrja að leikslokum, það hafa áður sést ótrúlegar fléttur í fluginu,“ segir hann. „Má ekki spjalla við fjölmiðla“ Morgunblaðið hafði samband við trúnaðar- mann starfsmanna WOW air í von um að fá upplýsingar um viðbrögð starfsfólks félagsins við tíðindum gærdagsins. „Ég má ekki spjalla við fjölmiðla,“ sagði sá og vísaði á varaformann Flugfreyjufélags Íslands, sem einnig er starfs- maður WOW air. Sá sagðist ekki geta veitt upplýsingar um hvort starfsfólk WOW air hefði leitað til félagsins. Formaður Flugvirkjafélags Íslands, Guð- mundur Úlfar Jónsson, segir að ekki hafi enn komið til uppsagna í ljósi aðstæðna í fluggeir- anum. Nýlega var greint frá því að WOW air myndi fækka um fjórar Airbus-vélar í flota sínum. „Við höfum ekki fengið fregnir af uppsögn- um vegna þessarar stöðu né að starfshlutfall hafi verið skert eða menn færðir í starfi, enn þá.“ Hátt í 60 flugvirkjar, sem eru félagsmenn í Flugvirkjafélagi Íslands, starfa hjá Wow air að sögn Guðmundar. „Við vonum að þeir haldi vinnunni og að einhverjir geti rekið flugfélagið, þeim til góða.“ Hann segist vona að hægt verði að koma rekstri félagsins í rétt horf. „Þrátt fyrir að sameining Icelandair og WOW air hafi ekki gengið upp þá er ekki þar með sagt að það hafi verið það eina rétta í stöð- unni. Enn er von um að hægt sé að koma félag- inu til bjargar,“ segir Guðmundur. „Erum búin undir það versta“ Morgunblaðið/Eggert Starfsmannafundur Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, fundaði með starfsfólki í gærmorgun. Skúli sagðist eftir fundinn ekki útiloka uppsagnir hjá félaginu en vera bjartsýnn á framhaldið.  Formaður VR og aðilar innan ferðaþjónustunnar lýsa áhyggjum af stöðu WOW air  Skúli Mogen- sen útilokar ekki uppsagnir um mánaðamót en segir að laun verði greidd  Starfsmenn halda í vonina 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 29.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjókoma Hólar í Dýrafirði -3 snjókoma Akureyri -1 snjókoma Egilsstaðir 1 slydda Vatnsskarðshólar 5 alskýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 2 súld Kaupmannahöfn 2 súld Stokkhólmur 2 snjókoma Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 11 heiðskírt Dublin 9 léttskýjað Glasgow 8 léttskýjað London 11 skúrir París 12 rigning Amsterdam 11 skýjað Hamborg 4 rigning Berlín 2 heiðskírt Vín 0 heiðskírt Moskva -10 heiðskírt Algarve 17 skýjað Madríd 10 alskýjað Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 8 súld Winnipeg -4 snjókoma Montreal 2 skýjað New York 6 léttskýjað Chicago 0 þoka Orlando 12 heiðskírt  30. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:44 15:50 ÍSAFJÖRÐUR 11:18 15:26 SIGLUFJÖRÐUR 11:02 15:08 DJÚPIVOGUR 10:20 15:13 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Norðlæg átt, 10-18 m/s en dregur heldur úr vindi síðdegis. Snjókoma eða él um norðanvert landið en léttskýjað sunnantil. Frost 2 til 8 stig en frostlaust við suðausturströndina. Norðan 8-15 m/s víðast en 10-18 á V-fjörðum. Snjókoma og skafrenningur N-til en skýjað og úr- komulítið S-til. Hiti 0-5 stig við S- og A-ströndina en um eða undir frostmarki annars staðar. Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 Flo ttir í fötu m Frímúrarar – Oddfellowar Frábæru kjólfötin okkar komin aftur Verð 76.900,- með svörtu vesti Óvissa á flugmarkaði Nær öll félögin í Kauphöll Íslands lækkuðu í viðskiptum gærdagsins. Mest varð lækk- un Icelandair og nam hún 12,66%. Við- skipti með félagið námu 417 milljónum króna og markaðsvirði félagsins er nú 48,7 milljarðar króna. Þá lækkuðu bréf Festar um 9,91%. Bréf Arion banka lækkuðu um 5,36% en hann er viðskiptabanki WOW air. Önnur félög lækkuðu minna en Reitir, Sjóvá, Skelj- ungur og VÍS lækkuðu öll um meira en 4%. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,78% í tengslum við hina miklu lækk- unarhrinu sem gekk yfir nær öll félögin. Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan því lækkað um 3,92%. Íslenska krónan gaf eftir vegna tíðind- anna og lækkaði hún m.a. um ríflega 0,9% gagnvart evru og bandaríkjadollara. Icelandair lækk- aði um 12,66% MARKAÐURINN TÓK ILLA Í FRÉTTIRNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.