Morgunblaðið - 30.11.2018, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
Einkennileg er sú
árátta íslensku þjóðar-
innar að tileinka sér
og gera að sínum há-
tíðisdaga annarra
þjóða án þess að gera
sér nokkra minnstu
grein fyrir því að allir
þessir hátíðisdagar
eiga sér sögulega skír-
skotun til atburða,
sem á engan hátt
snerta atburðarás Ís-
landssögunnar eða til trúarlegra
siðvenja, sem enga samsvörin eiga
sér í lífi íslenskrar þjóðar. Til þess
að forðast enn frekar að þurfa að
horfast í augu við slíkar tengingar
er brugðið út af íslenskri málvenju
um nöfn hátíðisdaga en upp tekin
heiti þessara daga á erlendum mál-
um, aðallega máli Bandaríkja-
manna. Þessi erlendu hátíðis-
dagaheiti eru síðan notuð í mæltu
máli hvort heldur sem er í leik-
skólum, meðal fjölskyldna eða í
auglýsingum.
1. Halloween. Hátíð, sem í hinum
enskumælandi heimi vestanhafs og
þar fyrir utan aðallega í löndum
Mið- og Suður-Ameríku er haldin til
þess að minnast
dauðra. Það er gert
með ýmsu móti – með
helgihaldi, kertaljósum
og fyrirbænum eða
með fjölmennum sam-
komum fólks sem
klætt er beinagrinda-
búningum, skrýtt sem
ógeðslegustum haus-
kúpugrímum og þakið
eftirlíkingum af renn-
andi blóði og blóð-
lifrum. Börn þannig
„dressuð“ berja uppá,
heimta sælgæti, hót-
andi refsingum ella og kalla athöfn-
ina „trick or treat“. Halloween er
einfaldlega stytting á erlendu heiti
hátíðardags, sem heitir á íslensku
máli „allra sálna messa“ en hefur í
íslenskri sögu nákvæmlega enga
skírskotun til þeirra óhugnanlegu
dýrkunar þeirra dauðu, sem Hallo-
ween stendur fyrir – og því nota Ís-
lendingar auðvitað það erlenda heiti
og halda svo „allra sálna messu“ há-
tíðlega upp á útlensku.
2. Thanksgiving heitir á íslensku
„þakkargjörð“ og á, eins og uppruni
hins íslenska heitis ber merki um,
uppruna sinn og allt erindi í kristi-
legri þakkargjörð til drottins alls-
herjar fyrir gjafir hans, gæfu og
gengi, líf og tilveru. Í Bandaríkj-
unum er þess einnig sérstaklega
minnst á þessum degi þegar nokkr-
ir landnemar af enskum uppruna
voru að dauða komnir, matarlausir,
aðþrengdir af hungri, en brugðu sér
út á gróðurlendið vopnaðir byssu og
hittu þar fyrir hóp skrítinna fugla
með langan háls og feitan búk,
gargandi hátt og skrítilega, drápu
þá og átu – og héldu svo áfram að
lifa. Í þeirri minningu éta Banda-
ríkjamenn kalkúna á þessum degi.
Það gera Íslendingar líka, kalla
daginn Thanksgiving, og minnast
með kalkúnaáti landnemanna – ekki
sinna landnema, heldur þeirra í
USA. Fáir muna hins vegar eftir að
þakka drottni allsherjar – enda
heitir dagurinn ekki upp á íslensku.
3. Black Friday. Föstudagurinn
næstur á eftir þakkargjörðardeg-
inum Thanksgiving er nefndur svo
samkvæmt bandarískri siðvenju.
Svartur – vegna þess að dagurinn
næstur á eftir hátíðisdögum getur
stundum verið svolítið dökkur og
Bandaríkjamenn fríska því upp á
hann með sérstökum tilboðum í
verslunum til þess að gleðja kúnn-
ann á þessum annars dapra degi.
Þessa bandarísku siðvenju hafa Ís-
lendingar auðvitað tileinkað sér líka
svona eins og til þess að liðka liðið
eftir kalkúnaátið og kalla hann auð-
vitað líka hinu bandaríska heiti – þó
bæði „black“ og „friday“ eigi sér
hefðbundin íslensk heiti. Örfáir
málverndunarmenn hafa þó reynt
að nálgast þessi íslensku fornu heiti
og nefna daginn „Svartan fössara“!!
Festi sú útlegging sig í íslenskunni
munu vinir brátt fara að mæla sér
mót t.d. „Klukkan átta á næsta
fössara“ og kannast þá væntanlega
enginn lengur við hið gamla heiti
þessa vikudags fremur en þeir, sem
aðeins þekkja nýja starfsheitið
„frjótæknir“ hafa ekki minnstu
hugmynd um hvað átt er við með
starfsheitinu „sæðingamaður“ og
þeir, sem aðeins þekkja starfsheitið
„hjúkrunarfræðingur“ hafa engan
skilning á starfsheitinu „hjúkrunar-
kona“.
4. Hvaða hátíðisdags má svo
vænta næst? „Hvað um „Fourth-of-
July“? Þetta er auðvitað dagur, sem
vel fellur að íslenskri sumar-
veðráttu – miklu betur en einhverjir
dagar um miðjan júní. Og hver er
hin útlenda siðvenja á þessum degi?
Skrúðgöngur, hornablástur, gleði
og gaman, fín föt og fallegar bíla-
lestir – og fallega talað um forset-
ann og ríkisstjórnina en ekki bara
um einhverja gamla, löngu dauða
pólitíkusa. Og mikið hrósað stjórn-
arskránni. Það á hins vegar ekki vel
við hjá okkur – ekki fyrr en sú nýja
verður komin. Því verður líklega
einhver bið á þessum hátíðisdegi –
en nafnið á honum er gott! „Fourth-
of-July“ – gott til samræmis við alla
hina þjóðlegu hátíðisdagana.
5. Svo má auðvitað finna fleiri há-
tíðartilefni. Svo sem eins og þegar
Íslendingar fluttu inn fyrir nokkr-
um árum frá nágrannalöndunum
hátíðartilefni eins og jólaglögg og
jólafrúkost og standa stöðugir í
þeirri fullvissu að hér sé um gamlar
og góðar íslenskar siðvenjur að
ræða, sem sóttar hafi verið langt
aftur í aldir.
Þjóðin heldur hátíðir
Eftir Sighvat
Björgvinsson » Þessi erlendu
hátíðisdagaheiti eru
síðan notuð í mæltu máli
hvort heldur sem er í
leikskólum, meðal fjöl-
skyldna eða í auglýs-
ingum.
Sighvatur
Björgvinsson
Höfundur var formaður Alþýðu-
flokksins, jafnaðarmannaflokks
Íslands.
Þegar börnin mín
voru á öðru ári
kenndi leikskólinn
þeirra þeim að trúa á
þrettán „íslenska“
jólasveina og fá á
skólatíma allar upp-
lýsingar um þessar
þrettán, skemmtilega
staðfærðu útgáfur af
ameríska jólasvein-
inum. Enn fremur
var þeim gert ljóst, að sveinki
myndi gefa þeim glaðning í skóinn.
Foreldrar leikskólabarna eru ekki
hafðir með í ráðum um þessa
fræðslu, og má nú telja hæpið að
einstakir foreldrar gætu leyft sér
að taka aðra stefnu í sveinka-
málum.
Leikskóli barnanna minna hefur
líka verið í samstarfi við rit-
fangaverslun bæjarins um listaverk
nemendanna. Á vissum tímapunkti
í skólastarfinu – gjarnan í aðdrag-
anda aðventu – mála börnin fal-
legar myndir sem prýða svo veggi
verslunarinnar næstu mánuði. For-
eldrar eru ekki beðnir
um álit á samstarfi við
verslunina. Eins og
nærri má geta vilja
börnin gjarnan heim-
sækja búðina og sýna
mömmu og pabba
myndina sína. Og suða
um einhvern söluvarn-
ing þar í leiðinni, nema
hvað?
Þegar elsta barnið
mitt var í 1. bekk og
jólabókaflóðið að hefj-
ast, heimsótti lands-
þekktur rithöfundur grunnskóla
dótturinnar og las á skólatíma upp
fyrir nemendur úr nýútkominni
barnabók sinni. Á myndum, sem
grunnskólinn birti af upplestrinum,
mátti sjá rithöfundinn standa á sal
skólans við hliðina á mannhæð-
arháu auglýsingaplakati um bók-
ina. Allir ungu áheyrendurnir
fengu tvö flott bókamerki að gjöf,
sem vitaskuld voru auglýsingar um
bókina. Þetta var menningar-
viðburður, en líka auglýsing um
söluvöru. Foreldrar voru ekki
spurðir álits. Við kvöldverðarborðið
var bókin aðalumræðuefnið hjá
fröken sex ára, og auðvitað komin
efst á óskalistann fyrir jólin. Eng-
an þarf að undra að þessi duglegi
upplesari sé yfirleitt með þeim
söluhæstu í barnabókunum.
Ekki misskilja mig. Ég hef ekk-
ert á móti því að börnin mín fái í
skóinn, skoði myndirnar sínar í
verslun eða hlusti á upplestur úr
bókum. En á öllum þessum dæm-
um – sem hvert um sig stuðla að
barnamenningu og þjóðlegri eða
listrænni fræðslu – er önnur hlið,
þar sem skólinn hvetur nemendur
sína með óyrtum skilaboðum til
þátttöku í markaðssamfélaginu og
neyslujólunum.
Nú líður að aðventu og eflaust
mun fjöldi leikskóla og skóla í
landinu þiggja boð sóknarkirkj-
unnar sinnar um fræðslu- og
menningarferð í kirkjuna á aðvent-
unni. Í slíkri heimsókn fræðast
nemendur um kristið jólahald og
jólaboðskap, hlusta á tónlist og/eða
er boðið að taka þátt í jólasöngvum
kirkjunnar. Skólinn hefur oftar en
ekki sínar óskir um uppbyggingu
dagskrár, svo sem þátttöku nem-
enda í helgileik eða hljóðfæraleik,
eða um að starfsmaður kirkjunnar
fræði um tiltekin atriði, t.d. org-
elið/hljóðfæri kirkjunnar, hjálpar-
starf kirkjunnar, eða kirkjuferðina
fyrr á tímum. Kristið jólahald hef-
ur jú líklega verið hluti af menn-
ingu þjóðarinnar, að hluta eða í
heild, alla þá tíð sem Ísland hefur
verið í byggð. Að sjálfsögðu þarf
skólaheimsókn í kirkju að fara
fram á forsendum skólans sem
fræðslustofnunar. Jafnan er fylgt
viðmiðum um samstarf kirkju og
skóla sem samþykkt hafa verið af
opinberum aðilum.
Skólinn – öll skólastig – mótast
af samfélagi sínu, en skólinn mót-
ar líka samfélagið. Ábyrgð og vald
skólans verður seint vanmetið.
Deila má um hvort hugtakið „hlut-
laus skóli“ er mögulegt, eða yfir
höfuð æskilegt. Fjölmörg dæmi í
námsefni og starfsemi leik- og
grunnskóla geta rekist á við lífs-
viðhorf nemenda og/eða fjöl-
skyldna þeirra. Gleymum því ekki,
að það felst líka óyrt afstaða í að
hafna boði um heimsókn í helgi-
dóm trúfélags – sú afstaða að
helgidómurinn sé ekki heimsóknar
virði.
Leik- og grunnskólar barnanna
minna taka sinn þátt í neyslujól-
unum, eins og eflaust flestir eða
allir skólar í landinu. Með skó-
gjafafræðslu, myndum barnanna í
verslun og bókaupplestri velur
skólinn með óbeinum hætti að
kenna börnum, að eðlilegur hluti
jólahalds sé að vænta veraldlegra
hluta. Það væri skrýtið ef þessir
sömu skólar veldu, að hafna boði
sóknarkirkju sinnar um að kynna
kristið jólahald fyrir nemendum.
Og því boði hafna skólar
barnanna minna ekki heldur.
Fyrir það er ég þakklátur.
Eftir Þorgeir
Arason
Þorgeir Arason
»Leik- og grunnskólar
taka sinn þátt í
markaðsjólunum. Það
væri skrýtið ef þeir höfn-
uðu boði kirkjunnar um
að kynna kristið jólahald
fyrir nemendum.
Höfundur er sóknarprestur
Egilsstaðaprestakalls.
thorgeir.arason@kirkjan.is
Skólinn og jólin
Írafellsmóri
kemur svipferðis
í Borgarfjörðinn
með fyrirmanni
af Kortsætt
óhrakinn
og sprækur
hafði stokkið
á lausan hest
yfir Hvítá
hann litast um
í Grísatungu
stendur glottandi
með hatt og hengi
í bæjargöngunum.
Um 1950 var árlangt á æskuheimili
mínu gamall maður sem hét Árni
Guðmundsson og var fæddur 1867.
Ekkert elliheimili var í Borgarfirði og
hann vantaði athvarf.
Árni gamli fékk til
umráða lítið herbergi
með rúmi og litlu borði.
Þar sat hann alla daga
og spann garn úr lopa.
Hann notaði bara hala-
snældu. Ég man vel að
vaðmálsbuxurnar voru
gegnslitnar á hægra
lærinu, þar sem hann
knúði snælduna með
hendinni. Svo var hann
alltaf blóðrisa á vísi-
fingri vinstri handar
sem garnið mæddi á
þegar hann vatt það upp
á snælduna. Árna var sendur lopi frá
ýmsum heimilum og vann hann svo
vel að aldrei varð bláþráður.
Hann var sérlega glaðvært gam-
almenni. Hafði hann alist upp í fátækt
á fjallbæjum og var yfirleitt kenndur
við Grísatungu. Hátt í hundrað ár eru
síðan sú jörð fór í eyði. Mótar þó vel
fyrir túninu austan götunnar sem far-
in er til Langavatnsdals. Þaðan er
víðsýnt niður yfir héraðið.
Árni hafði gaman af okkur systk-
inunum, gaf okkur oft súkkulaðimola
og lét okkur strákana stundum taka í
nefið. Hann lét okkur líka herma eftir
körlum í sveitinni og hló þá dillandi
hlátri.
Og hann sagði okkur sögur, en nú
man ég aðeins eina þeirra. Hún skeði
þegar hann var um sjö ára aldur. Sá
hann þá hinn fræga draug, Írafells-
móra.
Árni litli hafði ætlað út og fór fram
bæjargöngin í torfbænum. Stansaði
hann snarlega frammi við bæjardyr
þegar hann sá ókunnugan unglings-
strák með slapahatt standa þar og
góna ofan í kvörn sem var þar í horn-
inu. Sagði Árni að strax hefði komið í
sig geigur svo hann hljóp inn í bæ og
sagði frá.
Fólkið fór að athuga málið. Það sá
engan strák en gat rétt bjargað kálfi
sem var á bás í bæjargöngunum og
var að hengjast. Þar hefur Móri ætl-
að að kvitta fyrir komuna.
Brátt kom í ljós að Móri var þarna
á undan ferðamanni af Kortsættinni.
Þessi draugur var mögnuð ætt-
arfylgja og kenndur við Írafell í Kjós
og var einna frægastur þar um slóðir.
Hann var meira að segja vel þekktur
í Reykjavík. Bókin „Gvendur Jóns og
ég “ eftir Hendrik Ottósson var fræg
prakkarasaga úr Vesturbænum, fyrst
útgefin 1949. Þar segir frá því að þeir
prakkararnir þorðu ekki að hrekkja
hvern sem var. Ef þeir heyrðu óm af
því að Írafellsmóri fylgdi fólki var það
til alls öryggis látið í friði.
Og það er stutt frá torfbæjunum
og forneskjunni inn í heimsmenn-
inguna. Langafabarn Árna frá Grísa-
tungu er nefnilega ung heimskona og
frægt tónskáld, Anna S. Þorvalds-
dóttir.
Eftir Helga
Kristjánsson
Helgi
Kristjánsson
» Þessi draugur var
mögnuð ættarfylgja
og kenndur við Írafell í
Kjós og var einna fræg-
astur þar um slóðir.
Höfundur býr í Ólafsvík.
Sandholt7@gmail.com
Írafellsmóri á ferðalagi
Að loknum þingkosningum árið
2017 fækkaði konum á þingi. Af
því tilefni sagði formaður nokk-
ur að taka yrði á umræðunni á
Íslandi þar sem konur treystu
sér ekki í stjórnmál vegna per-
sónulegs níðs á þeim vettvangi.
Sami formaður sagði jafnframt í
stefnuræðu sinni á þingi í haust
að pólitíska sýn skorti á þing.
Það má ráða af samtali nokk-
urra þingmanna og sama for-
manns, utan þingsalar, að útlit
og ásýnd kvenna vegi þó þyngra
en málefni og málstaður. Það er
ljóst að ítarlegri útskýringu for-
manns þarf. Var það útlit í skiln-
ingi ásjónu sem kallað var eftir
á þingi? Sat hann ekki Barber-
shop sem haldið var á þingi?
Það er oft erfiðara að hlusta
en horfa.
Vala Pálsdóttir
Pólitík er tík
Höfundur er formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna.