Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 ✝ Unnur Jóhann-esdóttir fædd- ist á Geirmund- arhóli í Hrollleifs- dal 11. apríl 1935. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Sauðárhæðum 23. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Skúlason og Sigur- laug Guðný Jóns- dóttir. Systkini Unnar eru Óskar Guðni, látinn, Björn Eysteinn, látinn, Þuríður Sveina, látin, Sig- rún Guðný, Steinþóra, Magnús Ingiberg, látinn. Eiginmaður Unnar var Axel Jóhann Júlíusson frá Hrísey. f. 24.6. 1930, d. 19.11. 2005. Fósturbörn Unnar og Axels eru 1) Gunnar Ingimarsson, f. 18.1. 1959, d. 2.4. 2008, hans börn eru a) Ingimar Axel, b) Kristrún Huld, sonur hennar er Ríkharður Óli, c) Unnur, hennar hjúkrunardeild Heilbrigðisstofn- unar Norðurlands á Sauðár- króki. Þegar Unnur var á öðru ári lést Guðný móðir hennar og fór hún í fóstur til hjónanna Sig- urðar Þórðarsonar og Pálínu Jónsdóttur á Egg í Hegranesi, þar átti hún ástríkt og gott heim- ili þangað til hún giftist og stofn- aði eigið heimili. Pálina lést þeg- ar Unnur var á barnsaldri og fóstraði Sigríður dóttir hjónanna Unni upp frá því, milli Unnar og Sigríðar var mikil væntumþykja og kærleikur alla tíð. Unnur gekk í Húsmæðraskól- ann á Löngumýri og hóf eftir það að vinna ýmis störf, m.a. á sjúkrahúsinu á Akureyri en þar kynntist hún eiginmanninum. Unnur var heimavinnandi meðan börnin uxu úr grasi en seinna rak hún barna- og hann- yrðaverslun, einnig rak hún Shellskálann í Varmahlíð tvö sumur. Starfsævinni lauk hún í eldhúsi sjúkrahússins á Sauð- árkróki. Unnur var stofnfélagi í Eldri- dansaklúbbnum Hvelli í Skaga- firði. Útför Unnar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 30. nóvember 2018, klukkan 14. dætur eru Árný Lilja og Júlíana Rán, d) Kristófer Már. 2) Hanna Bryndís Þórisdótt- ir, hennar dætur eru a) Silja Ýr, b) Lydía Ýr. Sambýlis- maður Hönnu Bryn- dísar er Júlíus Helgi Sigurjónsson. 3) Einnig ólu þau hjón upp sonarson sinn Ingimar Axel frá unga aldri. Eftir að Unnur varð ekkja hóf hún sambúð með Marteini Sig- mundssyni frá Hofsósi, hann lést 25.12. 2015. Unnur og Axel giftu sig á æskuheimili Unnar, Egg í Hegranesi, þann 23. maí 1959, Fyrstu 18 árin bjuggu þau á heimaslóðum Axels í Hrísey en fluttu sig svo á æskuslóðir Unnar í Skagafjörðinn og bjuggu á Fornósi 12 á Sauðárkróki. Síð- ustu þrjú árin dvaldi Unnur á Elsku mamma, nú ertu kom- in til pabba og Gunna bróður, það er góð tilhugsun, þó mér finnist heldur tómlegt hér, þú varst sú besta mamma sem hægt var að hugsa sér og lang- besta amman. Alltaf tókst þú okkar hag fram yfir þinn og ekkert var of gott fyrir okkur. Það er svo ótal margt sem fer í gegnum hugann núna en best munum við þína góðu lund og kátínuna sem ríkti alltaf í kringum þig. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Takk fyrir allt, elsku hjart- ans mamma. Þín Bryndís. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Í dag kveðjum við uppeldis- systur okkar hana Unni sem við höfum átt í lífi okkar síðan við munum eftir okkur og alltaf hefur verið okkur góð og um- hyggjusöm. Hún var dálítið eldri en við systkinin og við lit- um upp til hennar eins og stóru systur. Sigurður afi og Pálína amma á Egg tóku hana til sín þegar hún var á öðru ári og alla tíð kallaði hún þau pabba og mömmu. Miklir erfiðleikar voru hjá fjölskyldunni hennar Unnar, móðir hennar veiktist og dó og faðirinn þurfti að sjá fyrir stórum barnahópi. Hún ólst upp á Egg til fullorðinsára í guðsótta og góðum siðum. Unnur var 7 ára gömul þeg- ar Pálína amma dó og tók þá Sigríður móðursystir okkar við og kallaði Unnur hana alla tíð fóstru sína. Að fá hana á heimilið var gott fyrir okkur öll og varð okkur öllum til gæfu og gleði, bæði henni og okkur öllum á heimilinu. Alltaf var líka nokkurt sam- band á milli systkinanna henn- ar Unnar. Eftir að Unnur flutti að heiman var alltaf mikil til- hlökkun að fá hana í heimsókn, alveg sérstaklega þegar hún kom frá Hrísey með fjölskyldu sína til að halda jólin með okk- ur heima á Egg, en það gerðu þau ár eftir ár. Þau komu með fulla kassa af jólapökkum og við vorum viss um að hvergi væri eins skemmtilegt á jólum eins og hjá okkur. Hún sendi okkur líka pakka í pósti á afmælum og alltaf var þetta jafnspennandi. Okkur systrum þótti líka gaman að fá að nota gömlu sparikjólana, hælaskóna og veskin hennar sem hún var hætt að nota og leika fínar frúr. Já, það eru ýmsar skemmti- legar minningar sem koma upp í hugann og erum við afskap- lega þakklát fyrir gjafmildi hennar og öll gæðin hennar við okkur og við allt okkar fólk. Lífið var ekki alltaf dans á rósum, Unnur missti Axel sinn úr krabbameini árið 2005 og Gunnar sonur hennar lést skyndilega árið 2008 aðeins 49 ára að aldri. Sambýlismaður Unnar í nokkur ár var Marteinn Sig- mundsson frá Hofsósi eða þar til hann lést árið 2014. Þrátt fyrir allt þetta hélt hún sinni léttu lund og reyndi að sjá það jákvæða í lífinu. Hún hafði gaman af því að vera með fólki og falleg tónlist, söngur og sér- staklega harmonikkuleikur var hennar uppáhald, og að fara út á dansgólfið með góðum dans- herra. Síðustu árin hafa verið erfið, en hún datt og lærbrotnaði illa fyrir rúmlega þremur árum og náði sér ekki eftir það og fann oft mikið til í fætinum. Elsku Unnur okkar, við eig- um eftir að sakna þín en við vitum að nú líður þér vel og ert komin til ástvina þinna sem farnir eru á undan. Guð geymi þig um alla eilífð. Elsku Hanna Bryndís, Júlíus og barnabörnin öll, innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg, Pálína, Elín og Sigurður frá Egg. Unnur Jóhannesdóttir ✝ Kristín BjörgBaldvinsdóttir fæddist á Siglufirði 10. apríl 1931. Hún lést á HSN á Siglu- firði 21. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Baldvin Þorsteinsson, f. 7. október 1879 á Stóru-Hámundar- stöðum, Eyjafirði, d. 30. september 1950, og Oddný Þóra Þorsteinsdóttir, f. 11. október 1899 í Hestgerði, A- Skaftafellsýslu, d. 6. júlí 1980 á Siglufirði. Systkini og hálfsystkini Kristínar eru: Ásta S. Baldvins- dóttir, d. 25.4. 1948, Gunnlaug Baldvinsdóttir, d. 21.1. 1971, Arndís Baldvinsdóttir, d. 9.2. 1957, Björn Baldvinsson, d. 26.1. 1986, Baldvin S. Baldvins- son, d. 16.8. 1961, Stefán Bald- vinsson, d. 18.9. 1963, Helga K. Baldvinsdóttir, d. 2.8. 1965, Júl- íus Baldvinsson, d. 5.4. 1983, Steinunn Þ. Baldvinsdóttir, d. 7.5. 1932, Hannes Þ. Baldvins- son, d. 27.9. 1921, Svava Þórdís bróðurdóttir hennar, Ragna Hannesdóttir, f. 24. nóvember 1951, maki Kristján Elís Bjarna- son. Eiga þau þrjú börn. Barnabörn Kristínar eru 18 talsins og barnabarnabörn eru 19. Kristín giftist eiginmanni sín- um Kára Jónssyni 27. desember 1958, en hann lést árið 2017. Kristín bjó fyrstu ár ævi sinn- ar hjá foreldrum sínum á Siglu- firði eða þar til hún hóf skóla- göngu sína, þá fluttist hún til Akureyrar og bjó þar hjá ætt- ingjum sínum. Kristín gekk í barnaskóla á Akureyri og bjó þá hjá systur sinni. Á sumrin bjó hún hjá foreldrum sínum og systkinum á Siglufirði. Kristín fór snemma að vinna og vann í síld á Siglufirði á sumrin meðan á skólagöngu stóð. Kristín flutti ásamt hálfsystur sinni og norsk- um manni hennar til Battvåg i Noregi og bjó þar í um tvö ár áður en hún fluttist aftur heim. Þegar heim kom starfaði Krist- ín við margt um ævina og má þar nefna netagerð, afgreiðslu, fiskverkun og umönnunarstörf. Kristín bjó lengstan hluta ævi sinnar á Hávegi 12 á Siglufirði ásamt manni sínum Kára Jóns- syni og börnum. Útför Kristínar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 30. nóvember 2018, og hefst athöfn- in klukkan 14. Baldvinsdóttir, f. 19. mars 1929, Hannes Pétur Baldvinsson, d. 25.1. 2015. Kristín eignaðist sex börn og eru fimm börn hennar á lífi, en þau eru: Þorsteinn Har- aldsson, f. 19. apríl 1952, maki Jó- hanna Pálsdóttir og eiga þau tvö börn. Ólafur Haukur Kárason, f. 6. júní 1958, maki Ólína Þórey Guðjóns- dóttir. Þau eiga tvö börn. Drengur Kárason, f. 2. mars 1959, fæddist andvana. Jakob Örn Kárason, f. 27. september 1960, maki Elín Þ. Björnsdóttir. Þau eiga fimm börn. Tómas Kárason, f. 4. október 1963, maki Dominique Porepp. Eiga þau tvö börn. Fyrir átti Tómas tvö börn með fyrrverandi sam- býliskonu sinni, Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Baldvin Kára- son, f. 7. nóvember 1967, maki hans er Gróa María Þórðar- dóttir. Þau eiga tvö börn. Þá ólst upp hjá Kristínu Amma Lóa hefur kvatt okk- ur, mikið á ég eftir að sakna hennar. Þegar maður sest niður og hugsar til ömmu þá eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Amma var ótrúlega mögnuð kona og margt til lista lagt. Hún saum- aði ófá dressin á mig þegar ég var lítil og oftar en ekki fékk ég nýtt dress fyrir jólin. Amma var mikið jólabarn og elskaði þann tíma. Fjölskylduboð hafa skipað stóran sess í okkar jóla- hefðum, fjölskyldan kom saman hjá ömmu og afa á aðfanga- dagskvöld í heitt súkkulaði og með því, spilaður var sæll gosi í Hafnartúninu og sýndar „slidesmyndir“ á Fossveginum svo eitthvað sé nefnt. Amma var einnig góð að teikna og í seinni tíð málaði hún á postulín og skilur eftir sig mörg listaverk á því sviði. Hún hafði gaman af tónlist og elsk- aði að fá fólk í heimsókn til sín. Alltaf var hist í sunnudagskaffi hjá ömmu og ekki var bara kaffi á borðum heldur veislu- borð, drekkhlaðið kræsingum. Þessi hefð var mjög dýrmæt. Elsku amma, ég get setið og skrifað langt fram eftir kvöldi en læt þessi kveðjuorð duga, takk fyrir allt. Hvíldu í friði. Þín, Lýdía Kristín Jakobsdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að alast upp í næsta húsi við ömmu mína Lóu og afa minn Kára. Amma Lóa var sannkallaður matríarki sem stjórnaði sínu heimili, alls ekki með harðri hendi en af mikilli festu og maður vissi algjörlega að hverju maður gekk þegar maður heimsótti hana. Ein- hverjir hefðu sagt að hún hefði verið mjög ákveðin og jafnvel frek, og satt best segja þá er ég nokkuð viss um að hún hefði gengist við hvoru tveggja með glöðu geði. Hún var traust og maður gat alltaf treyst á að hún væri til staðar, sama hvert til- efnið var. Amma var einn af föstu punktunum í mínu lífi, ég gat gengið að henni sem vísri. Hún var jú bara hinumegin við göt- una, alltaf tilbúin til þess að vera til staðar hvort sem ég þurfti að fá eitthvað að borða, samtal, rökræðu nú eða tiltal, því ekki veigraði hún sér við það að segja manni til synd- anna ef henni þótti tilefni til. Maður lærði reyndar fljótlega að það þýddi ekki neitt að reyna að skorast undan því að „kíkja yfir götuna“ þegar mað- ur hafði eitthvað á samviskunni, því þá hringdi hún einfaldlega og boðaði mann á sinn fund. Ég vil taka það fram að það var alltaf boðið upp á hlaðborð og kaffi með því þegar hún kom boðskap sínum á framfæri, því amma vissi betur en nokkur annar að leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann. Boðskapurinn rann misljúflega niður en kræsingarnar og kaffið þeim mun betur. Núna er amma búin að yf- irgefa þennan heim og með henni er farinn einn af föstum punktum tilveru minnar. Ég á eftir að sakna hennar mikið, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir það veganesti sem hún gaf mér út i lífið. Ef eitthvað hefur reynst mér vel í lífinu þá er sú hvatning sem ég fékk frá henni, alveg frá því að ég fór að muna eftir mér, að hafa trú á sjálfum mér og reyna að nýta alla hæfileika mína til hins ýtrasta. Verða betri í dag en ég var í gær. Þetta er nefnilega ekkert flók- ið, ef maður hefur ekki trú á sjálfum sér þá getur maður varla ætlast til að aðrir hafi það. Það er stundum vandratað í veröldinni og það er hárfín lína á milli þess að hafa trú á sjálf- um sér og hafa oftrú á sjálfum sér. Ég asnaðist einu sinni til þess að ráða mig sem kokk á togarann Stálvík SI1, eitthvert sumarið á milli skólaára. Pétur Bjarna skipstjóri spurði hvort ég kynni ekki eða elda. Ég hélt það gæti nú ekki verið mikið mál, ég hlyti að kunna að elda. Til þess að gera langa sögu stutta þá kunni ég ekkert að elda en eyddi þess í stað túrn- um með ömmu í símanum þar sem hún lóðsaði mig um elda- mennskuna og eldhúsið. Meira að segja sem kokkur á togara gat ég stólað á ömmu. Takk fyrir mig, elsku amma, og hvíl í friði, þinn Guðjón (Gaui). Kristín Björg Baldvinsdóttir HINSTA KVEÐJA Við kveðjum þig, kæra amma, með kinnar votar af tárum, á ást þinni enginn vafi, til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi, athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi, mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Sveinn Ingi og Ragnhildur Guðjónsbörn. Kveðja frá Lúðrasveit Reykjavíkur Árið 1921 sam- einuðu tvær lúðrasveitir, Harpa og Gígja, krafta sína við að reisa Hljómskálann í Reykjavík því báðar sveitirnar skorti hús- næði til æfinga. Þetta varð til þess að Lúðrasveit Reykjavík- ur var stofnuð 7. júlí 1922. Fer því að styttast í að sveitin hafi starfað í hundrað ár. Þessi saga er rakin hér því okkur ber að kveðja og minnast með þakk- læti fallinna félaga og einn þeirra er Guðmundur Norð- dahl, sem lést 31. október sl. Ekki veit ég hvenær Guðmund- ur gekk til liðs við Lúðrasveit Reykjavíkur né hvenær hann lék síðast með sveitinni, en sem félagi og lengst af starfandi sem blásari, tel ég það nálgast 70 árin. Velgengni Lúðrasveitar Reykjavíkur eins og annarra tónlistarhópa byggist að sjálf- sögðu á mannvali, metnaði, hæfileikum og eljusemi. Guð- mundur Norðdahl er gott dæmi um gæfu sveitarinnar í þeim efnum. Þar fór saman að sveit- in þurfti á að halda félögum sem stunduðu tónlistarnám og iðkuðu tónlist af alvöru og gátu því leikið krefjandi verkefni þegar þurfti. Og hins vegar að þeir sem voru ákveðnir í að helga tónlist- inni krafta sína í atvinnuskyni þurftu sameiginlegan vettvang og samastað. Til Hljómskálans má því rekja rætur ótrúlegra framfara í blásaratónlist á síðari helm- ingi liðinnar aldar. Guðmundur var stjórnandi sveitarinnar árin 1994-1995 en ekki minnist ég þess að hann hafi átt sæti í Guðmundur Norðdahl ✝ GuðmundurNorðdahl fæddist 29. febrúar 1928. Hann lést 31. október 2018. Útför Guðmund- ar fór fram 9. nóv- ember 2018. stjórnum. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum en hafði eigi að síður ótrú- lega mikil áhrif. Atorku hans naut sveitin einkum þegar mikið stóð til. Guðmundur valdist oft í ferða- nefndir og lét hon- um jafn vel mót- taka gesta og skipulag tónleika- og æfingaferða. Fyrsta utanlandsferð Lúðra- sveitar Reykjavíkur var til Færeyja 1964 í heimsókn til lúðrasveitar, Hafnar hornor- kestur, sem sótt hafði okkur heim árið áður. Guðmundur vann gott starf við báða við- burðina. 1972 hélt Lúðrasveit Reykja- víkur upp á 50 ára afmæli með tónleikaferð á slóðir Íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta var mjög stórt verkefni og sveitin þurfti á þeirri bjart- sýni og stórhug að halda sem Guðmundur lagði af mörkum til þess að ferðin var farin, en hann var formaður ferðanefnd- ar. Sú ferð varð reyndar til þess að góð tengsl mynduðust við framámenn vestra og ferð- um Íslendinga á þessar slóðir fjölgaði til muna. Efnilegir ung- lingar sem áttu þess kost að ganga til liðs við Lúðrasveit Reykjavíkur áttu hauk í horni þar sem Guðmundur Norðdahl var. Hann lét sér einkar annt um þá og sparaði ekki leiðbeining- ar og hvatningu sem miklu gat ráðið um árangur þeirra og framtíðaráform. Hann helgaði tónlist starf sitt alla ævi og það starfið bar hann vítt og breitt um Ísland. Lúðrasveit Reykja- víkur átti engu að síður ávallt verðugan stað í hjarta hans og hann var alltaf reiðubúin að koma og spila. Fyrir störf hans og vináttu þökkum við honum að leiðar- lokum og færum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Sverrir Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.