Morgunblaðið - 30.11.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 30.11.2018, Síða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Bach, Bach og Telemann - Faðir, sonur og guð- faðir er yfirskrift 44. jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur kl. 16 sunnudaginn 2. desember í Norðurljósum í Hörpu. „Jólatónleikarnir hafa verið haldnir árlega frá því sveitin var stofnuð 1974 og ævinlega komið bæði flytjendum og fasta- gestum í jólaskapið. Sú hefð hefur skapast að flytja eingöngu barokktónlist, því hún er mjög há- tíðleg og í anda árstíðarinnar. Við höfum ekki séð ástæðu til að breyta út af hefðinni, sem hefur virk- að svona vel í áratugi. Að öðru leyti en að halda stóra barokkjólatónleika á aðventunni og leika á lokatónleikum Myrkra músíkdaga erum við ekki föst í neinum hefðum,“ segir Áshildur Haralds- dóttir, þverflautuleikari og einn stjórnarmanna í Kammersveit Reykjavíkur. „Við reynum að hafa sem mesta breidd í því sem við gerum og bæði mótum og spilum tónlist sem okkur langar sjálf að flytja,“ bætir hún við. Öllu verður tjaldað til fyrir hátíðlegustu tón- leika Kammersveitarinnar á árinu og þessa vik- una hafa staðið yfir stífar æfingar. Á efnisskrá verður fjölbreytt tónlist eftir feðgana Johann Seb- astian Bach og Carl Philipp Emanuel Bach og fjölskylduvininn Georg Philipp Telemann, sem jafnframt var guðfaðir Bachs yngri, og sannkölluð ofurstjarna á sinni tíð, að sögn Áshildar. Ferskir vindar að utan Auk íslensku hljóðfæraleikaranna verða tveir erlendir barokktónlistamenn í leiðandi hlut- verkum; blokkflautuleikarinn Inês d’Avena frá Brasilíu og hinn brasilísk-ítalski Claudio Ribeiro, sem stjórnar hljómsveitinni frá sembalnum. „Okkur finnst mikill fengur að fá sérfræðinga í barokktónlist til að spila með okkur. Bæði Inês og Claudio leika eingöngu slíka tónlist og eru mjög framarlega á sínu sviði. Við reynum gjarnan að fá hljóðfæraleikara að utan því þeim fylgja ferskir og spennandi vindar. Oft hafa þeir tengst ein- hverjum félaganna í Kammersveitinni vinnu- eða vináttuböndum þegar þeir hafa spilað saman í hljómsveitum einhvers staðar í útlöndum. Tónlist- arheimurinn er á stundum minni en ætla mætti, rétt eins og á 18. öldinni þegar Bach-feðgarnir og Telemann voru upp á sitt besta. Þessi klassíska tónlist, sem við erum að fást við, spannar í raun- inni afar stutt tímabil og einskorðast oftast við lít- ið svæði landfræðilega,“ segir Áshildur. Tónleikarnir hefjast á tríósónötu eftir Bach yngri. Þá verða fluttir tveir konsertar af þeim rúmlega eitt hundrað eftir Telemann sem varð- veist hafa. Inês og fagottleikarinn Dai Yuan frá Kína leika einleik í fagott- og blokkflautukonsert og Áshildur og Inês flautu- og blokkflautukonsert. Einnig verður á efnisskránni hljómsveitarsvíta nr. 1 eftir Johann Sebastian Bach sem að sögn Ás- hildar skartar óbóum, fagotti, strengjasveit og tölusettum bassa, eða svokölluðum continuo. Hljómsveitarsvítan vísar meðal annars í dillandi dansa frá Frakklandi og feneyskan götudans. Frægðarsólin í aldanna rás Áshildur segir Kammersveit Reykjavíkur leggja mikla áherslu á fjölbreytta efnisskrá. Á jólatónleikunum í fyrra hafi til dæmis verið ítalsk- ir konsertar en að þessu sinni fékk sú hugmynd hljómgrunn að tefla saman og leika verk eftir þessi þrjú, þýsku barokktónskáld, sem öll mörk- uðu djúp spor í tónlistarsöguna. „Telemann var sjálflærður og afkastamesta tónskáld allra tíma. Bach eldri er eitt ástsælasta tónskáld barokk- tímabilsins og Bach yngri upphafsmaður klass- íska tímabilsins. Frægðarsólin hefur skinið mis- mikið á þremenningana í aldanna rás, til dæmis hvarf Bach eldri í skuggann af Telemann í lifanda líf og næstu áttatíu árin, en því hefur síðan verið öfugt farið fram til þessa dags,“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kammersveitin Stífar æfingar hafa staðið yfir hjá Kammersveit Reykjavíkur. Viðmælandinn, Áshildur Haraldsdóttir, stendur fremst við sembalinn. Feðgar og guðfaðir í jólaskapi  Kammersveit Reykjavíkur heldur barokkjólatónleika í Hörpu 2. desember Kanadíski rithöf- urndurinn Marg- aret Atwood hef- ur staðfest að hún vinni að fram- haldi hinnar vin- sælu skáldsögu sinnar The Handmaid’s Tale, sem nefnist á ís- lensku Saga þern- unnar. Er bókin væntanleg í september á næsta ári. Atwood skrifaði The Handmaid’s Tale fyrir þremur áratugum og vakti hún strax mikla athygli. En eftir að streymisveitan Hulu hóf að framleiða vinsæla sjónvarpsþætti sem byggjast á sögunni sló bókin aftur í gegn og hafa yfir þrjár millj- ónir eintaka selst á síðustu þremur árum. Þáttaröð tvö af sjónvarps- þáttunum var skrifuð af handrits- höfundum í samráði við Atwood en ekki eftir sögu hennar. Nýja bókin mun fara enn lengra inn í sögu- heiminn og gerist fimmtán árum síðar en fyrri sagan. Þrjár konur munu hafa orðið og segja frá lífinu í einræðisríkinu Gilead. Semur framhald Sögu þernunnar Margaret Atwood Síðdegis á mánu- dag gengu þrír miðaldra menn inn í sýningarrými uppboðshússins Dorotheum í Vínarborg, fóru beint upp á aðra hæð og að mál- verki eftir im- pressjónistann Pierre-Auguste Renoir, tóku það niður, spenntu blindrammann úr rammanum, renndu málverkinu í innkaupapoka og gengu út. Þeir hafa enn ekki fundist þrátt fyrir að myndbands- upptökur sýni andlit þeirra vel. Málverkið Golfe, mer, falaises vertes er frá 1895 og átti að bjóða það upp tveimur dögum síðar. Það er metið á allt að 180 þúsund dali, rúmar 22 milljónir króna. Lögreglan í Vín vinnur að rannsókninni en upp- boðshús munu ekki hafa verið rænd áður með þessum hætti. Stálu málverki eftir Renoir Sjálfsmynd Renoir frá 1910. Umræðan um nýja ljóðabókÍsaks Harðarsonar, Ell-efti snertur af yfirsýn,hefur snúist nokkuð um leturgerðina sem hann valdi bókinni, Comic Sans, letur sem einhverjum álitsgjöfum hefur þótt ómögulegt fyrir ljóð og virðu- legar bókmenntir. Þetta væri letur fyrir börn og al- vörulausa afþrey- ingu. Ekki er ólík- legt að skáldið hafi brosað yfir viðbrögðunum og séð þau fyrir. Leturgerðin truflaði mig ekki neitt, leikurinn sem felst í valinu á letri hæfir þvert á móti ein- lægninni og kímninni sem birtist í heimi ljóðanna – svo er litla t í Comic Sans eins og stílhreinn kross og krossar því á hverri síðu. Það er við hæfi í þessum ljóðum sem hafa sterkan trúarlegan undirtón. Í fyrsta ljóðinu er líka dreginn upp stór kross í stíl konkretljóðagerðar, úr orðinu „ósegjanleikann“ sem er prentað bæði á breidd og hæð og mætast krosstrén í n-inu í miðju. Það að ný ljóðabók eftir Ísak komi út er vitaskuld fréttnæmt – og hún er mjög góð. Þetta er hans ellefta en fyrstu árin gaf hann ört út, sex bæk- ur á níunda áratugnum, en svo hægðist á flæðinu, tvær komu út á þeim tíunda, aftur tvær á fyrsta ára- tug þessarar aldar og nú eru níu ár síðan hans síðasta ljóðabók, Rennur upp um nótt, kom út. Fyrir hana var skáldið verðskuldað tilnefnt til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljóðmælandinn í fyrstu bókum Ís- aks er iðulega svalur, ögrandi og frumlegur – það var ekki skrýtið að unglingar í rokkhljómsveit í Keflavík hafi til að mynda leitað í texta í ann- arri bókinni, Ræflatestamentinu, sem kom út 1984. Tónninn og lífs- afstaðan sem birtist í ljóðum skálds- ins tók með tímanum miklum breyt- ingum, trú og leit að skilningi urðu sífellt meira áberandi, með spurn- ingum um lífið og tilveruna; einlæg- ur tærleiki, þó alltaf blandinn góð- legri kímni, hefur verið eitt helsta einkenni síðustu bóka Ísaks. Í bókinni eru um þrjátíu ljóð og Ástin mín, ljóðið mitt, mannkynið Ljóð Ellefti snertur af yfirsýn bbbbn Eftir Ísak Harðarson. JPV útgáfa, 2018. Kilja, 55 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.