Morgunblaðið - 30.11.2018, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef verið heillaður af svarthol-
um alveg frá því ég heyrði fyrst af
tilvist þeirra. Áhuginn hefur aðeins
aukist eftir því sem ég hef lært
meira um þau. Mér finnst svarthol
alltaf jafn skrýtin og heillandi,“ seg-
ir Sævar Helgi Bragason, höfundur
bókarinnar Svarthol. Sævar Helgi
er landsþekktur vísindafræðari og
stjörnuskoðari sem hefur á síðustu
árum sent frá sér vinsælar bækur
fyrir alla fjölskylduna um stjörnu-
skoðun, geimvísindi og geimverur.
En af hverju ákvaðstu að skrifa
bók um jafnflókið fyrirbæri og
svarthol eru?
„Í fyrirlestrum mínum er ég oft
spurður út í svarthol af krökkum á
öllum aldri og fullorðnum líka,“ seg-
ir Sævar Helgi og bendir á að svart-
hol eru einhver furðulegustu fyrir-
bæri alheimsins þar sem þau eru
bæði ótrúlega stór og sterk, en samt
ósýnileg. „Ég hef rekið mig á að fólk
veit oft ekki hvernig þyngdarkraft-
urinn og tíminn virkar. Það þarf því
fyrst að byrja á því að útskýra það
til þess að hægt sé að útskýra hvern-
ig svarthol urðu til og virka.“
Notar húmor til að miðla
Hvernig gekk að koma efniviðn-
um í búning sem hentar jafnt ungum
lesendum og fullorðnum sem vita
e.t.v. lítið um stjörnu- og eðlisfræði?
„Í sumum tilvikum þurfti ég
vissulega að einfalda hlutina mjög,
sem er talsverð áskorun. Á sama
tíma tel ég ekki gott að einfalda vís-
indabækur fyrir börn um of – því
þetta er flókið,“ segir Sævar Helgi
og tekur fram að hann hefði ekki
treyst sér til að skrifa bókina fyrir
fimm árum. „Þessi bók er ekki hugs-
uð sem upphaf og endir alls sem vit-
að er um svarthol, heldur fremur
sem létt og skemmtileg kynning til
að kveikja áhuga lesenda á vísindum
almennt. Ég tek það skýrt fram í
bókinni að það er allt í lagi að skilja
ekki allt til fullnustu við fyrsta lest-
ur. Það er mjög gott að reyna stund-
um á heilann, pæla í hlutum og öðl-
ast skilninginn smám saman,“ segir
Sævar Helgi og reiknar með að bók-
in henti öllum frá 10 ára og upp úr.
Það vakti athygli mína þegar ég
las bókina að tónninn er allt öðruvísi
en í fyrri bókum þínum. Bæði er
meiri húmor og textinn hefur iðu-
lega yfirbragð talmáls. Hvað skýrir
þessa breytta nálgun?
„Stjörnuskoðunarbókin var hugs-
uð sem handbók um himininn og þá
fannst mér mikilvægt að koma eins
miklum upplýsingum að og mögu-
legt væri þannig að hún þjónaði til-
gangi sínum. Í geimverubókinni
langaði mig að skrifa gallharða vís-
indabók sem mig hefði alltaf dreymt
um að lesa sjálfur. Í Svartholi lang-
aði mig að höfða til aðeins yngri les-
enda og helst kennara líka svo þeir
geti svarað þessum flóknu spurn-
ingum og þá setti ég mig í þær stell-
ingar að miðla upplýsingunum líkt
og í venjulegu spjalli þannig að þetta
yrði létt, skemmtilegt og svolítið
eins og að lesa skáldsögu.“
Af hverju er mikilvægt að nota
húmor í bland við fróðleik?
„Ég held það sé mikilvægt í allri
vísindamiðlun að höfða ekki bara til
heilans heldur líka hjartans með því
að miðla bæði því sem er fallegt og
fyndið,“ segir Sævar Helgi og bend-
ir á að oft verði ný þekking til fyrir
mistök, sem geti iðulega verið
sprenghlægileg. „Sögurnar af
vísindafólkinu eru oft líka bráð-
skemmtilegar. Ég hefði auðveldlega
getað búið til heila bók um annars
vegar Ísak Newton og hins vegar
Albert Einstein í stað kafla um
hvorn þeirra fyrir sig. Mér hefur til
dæmis alltaf fundist jafnmerkilegt
hvað Einstein var lengi að læra að
tala og var fyrir vikið álitinn mjög
vitlaus,“ segir Sævar Helgi og bend-
ir á að hann lesi sjálfur mikið af
skraufþurrum vísindatextum.
„Þetta er stundum óbærilega leið-
inlegt þó rannsóknirnar og nið-
urstöðurnar séu áhugaverðar. Ég
skil vel að almenningur nenni ekki
að lesa þetta, en þá er þeim mun
mikilvægara að það sé til fólk eins
og ég sem nennir að lesa þetta, skil-
ur og langar að miðla vísindunum á
skemmtilegri hátt til fólks,“ segir
Sævar Helgi og tekur fram að
bandaríski stjörnufræðingurinn
Carl Sagan hafi ávallt verið sér
mikilvæg fyrirmynd í allri vísinda-
miðlun.
Fær gæsahúð við tilhugsunina
Af hverju heldur þú að svarthol
séu svona heillandi í augum fólks?
„Þau eru dularfull, m.a. af því að
þau eru ósýnileg og því getum við í
raun bara séð áhrifin sem þau hafa.
Leitin að þeim minnir þannig á ráð-
gátu eða leynilögreglusögu,“ segir
Sævar Helgi og tekur fram að hluti
af dulúðinni og ógninni felist í því að
hver sá sem detti ofan í svarthol eigi
aldrei afturkvæmt. „Ef þú dettur of-
an í svarthol þá breytist tíminn og
þú sérð framtíðina, þú strekkist og
lengist og verður eins og spagettí –
sem er auðvitað mjög heillandi og
hljómar eins og eitthvað úr skáld-
sögu, en er raunveruleikinn.“
Líkt og svarthol myndi strekkja á
líkamanum má segja að bókin
strekki á huga lesanda þegar þú
bendir á að öll séum við búin til úr
geimryki og að fæturnir á okkur séu
yngri en höfuðið.
„Hvað aldurinn varðar þá kenndi
Einstein okkur að tíminn líður hæg-
ar þar sem þyngdarkrafturinn er
sterkari og af þeim sökum eru fæt-
urnir yngri en höfuðið. Við sjáum
sömu krafta að verki á jörðinni og í
námunda við svarthol, nema það að
við í svarthol er þyngdarkrafturinn
margfalt sterkari. Hann er svo
sterkur að hann strekkir á tímanum
svo hann líður hægar. Ég fæ hrein-
lega gæsahúð við tilhugsunina, því
þetta er svo fallegt, skemmtilegt og
áhugavert,“ segir Sævar Helgi og
fer ekki dult með að einn aðaldrif-
kraftur hans í bókaskrifum sé að
stuðla að auknu vísindalæsi meðal
almennings.
„Það veitir ekki af miðað við
hvernig margir tala enn um um-
hverfis- og loftslagsmálin og afneita
staðreyndum. Við þurfum að skilja
hvernig heimurinn virkar til þess að
geta tekið á málum. Þar með er ég
ekki að reyna að breyta öllum í vís-
indamenn, en aukið vísindalæsi er af
hinu góða. Það sem ég hef lært á
þeim árum sem ég hef kennt
stjörnufræði og lesið aragrúa fræði-
greina er að plánetan sem við búum
á er ótrúlega merkileg og óendan-
lega dýrmæt. Ég vil gera allt sem í
mínu valdi stendur til að vernda
jörðina, jafnvel þótt það kosti óvin-
sældir hjá sumum.“
En hvernig myndskreytir maður
bók um efni sem er ósýnilegt?
„Það var mjög mikill höfuðverkur.
Mín fyrsta hugmynd var að hafa
bara teikningar í bókinni, en á end-
anum leitaði ég á náðir NASA, ESA
og ESO þar sem til er fullt af teikn-
ingum þar sem fólk er að reyna að
útskýra svarthol sem fyrirbæri auk
raunverulegra ljósmynda úr geimn-
um sem eru hreinasta listaverk.“’
Er einhver stjarna sem við sjáum
á himninum í dag sem verður ein-
hvern tímann að svartholi?
„Já, á veturna sjáum við á himn-
inum yfir Íslandi stjörnumerkið
Óríon. Í miðju þess eru þrjár stjörn-
ur sem nefnast Fjósakonurnar.
Stjarnan í miðjunni, sem heitir
Alnílam, er sennilega nógu efnis-
mikil til þess að þegar hún springur
í tætlur þá verði hún að svartholi.“
Mun það gerast á okkar líftíma?
„Vonandi! En reyndar er það
frekar ólíklegt, því það eru senni-
lega þrjár til fimm milljónir ára þar
til hún springur. Það verður því ein-
hver annar heppinn sem sér það.“
Sagan falin í jarðlögum
Ertu með fleiri bækur í vinnslu
um þessar mundir?
„Mig langar mest af öllu til að
skrifa bók um sögu jarðar. Til að
skilja þær öru breytingar sem eru
að verða á jörðinni núna er mjög
hollt fyrir okkur að skilja þær breyt-
ingar sem hafa orðið hér áður. Saga
jarðarinnar síðustu 4,5 milljarða ára
er miklu magnaðri en nokkur skáld-
saga sem skrifuð hefur verið,“ segir
Sævar Helgi og rifjar sem dæmi upp
að 70% af lífi jarðar hafi dáið út, þar
á meðal risaeðlur, þegar loftsteinn
rakst á jörðina fyrir 65 milljónum
ára. „Það er í raun ótrúlega stutt
síðan þetta gerðist, en samt sjáum
við engin merki um alla þessa
merkilegu sögu nema falin í ein-
hverjum jarðlögum,“ segir Sævar
Helgi og tekur fram að þróun lífsins
á jörðinni heilli hann ekki minna.
„Við Elín Björk Jónasdóttir
veðurfræðingur höfum rætt um að
skrifa bók um veður og loftslag. Ef
við berum jörðina saman við aðra
hnetti er veðrið bara býsna gott hér.
Mig langar einnig til að skrifa bók
um mistök sem lið í því að kenna
krökkum vísindalega hugsun. Mér
finnst skólakerfið of duglegt við að
berja niður þor barna til að gera
mistök, því allt sem við höfum lært í
lífinu og mikilvægt er að læra höfum
lært af mistökum.
Loks langar mig að skrifa um
frumefnin á skáldlegum nótum og
gefa þeim persónuleika í stíl við eig-
inleika þeirra,“ segir Sævar Helgi
og bendir sem dæmi á að sökum
þess hversu hvarfgjarnt efni súrefni
sé bindist það öðrum efnum mjög
auðveldlega. „Þar af leiðandi gæti ég
séð fyrir mér að súrefni sé hvatvíst
en kolefni er félagsvera lotukerfisins
sem getur verið vinur allra.“
Þess má að lokum geta að Sævar
Helgi fagnar nýjustu bók sinni í dag
kl. 17 í stjörnuverinu í Perlunni sem
verður opnað formlega á morgun.
„Öll mín útgáfuhóf eru í reynd
fræðsla. Þegar geimverubókin kom
út bauð ég upp á stjörnuskoðun.
Sýndarveruleikinn í stjörnuverinu,
sem er í heimsklassa, er hins vegar
eina leiðin til að sýna hvernig svart-
hol gætu litið út og hvar þau eru,“
segir Sævar Helgi að lokum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Alltaf jafn skrýtin og heillandi“
Sævar Helgi Bragason sendir frá sér bók um svarthol Hugsuð sem létt og skemmtileg kynning
til að kveikja áhuga lesenda á vísindum almennt Leit að svartholum minnir á leynilögreglusögu
Jörðin „Mig langar mest af öllu til að skrifa bók um sögu jarðar,“ segir Sævar Helgi Bragason.