Morgunblaðið - 04.12.2018, Side 18

Morgunblaðið - 04.12.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ George H. W.Bush, 41.forseti Bandaríkjanna, lést 1. desember sl. Athygli vekur hversu góð eftir- mæli Bush fær, bæði sem manneskja og forseti. Má vart á milli sjá hvort hrósið er meira úr herbúðum repúblik- ana eða demókrata. Óneitanlega nota sumir demókratar hrósið um Bush eldri í leiðinni til að koma því rækilega á framfæri hversu ólíkir þeir séu hann og núver- andi forseti. Sá fyrrnefndi hafi gert sér far um að jafna ágreining á milli manna og fylkinga en Trump sé and- stæðan í þeim efnum og reki fleyg þar á milli hvenær sem færi gefst. Þekkt er að George Bush yngri hefur aldrei látið styggð- aryrði falla um sinn eftirmann, Barack Obama. En samband Bush eldri og forsetans sem sigraði hann, Bill Clintons, var svo náið að Barbara Bush á að hafa sagt að þau hjónin hafi seint á ævinni eignast einn soninn enn þar sem Bill væri. Oft þykir sá forseti sem nær aðeins að sitja eitt kjörtímabil í embætti fara ekki glæsilega frá Hvíta húsinu. Jimmy Carter fór þannig frá og einnig Gerald Ford sem varð forseti eftir hrakninga Richard Nix- ons. Lyndon Johnson vann mikinn sigur í kosningum 1964, ári eftir morðið á John Kennedy, en Johnson var vara- forseti hans. En stríðsreksturinn í Vietnam, sem Ken- nedy hafði lagt grunn að, svarf fylgið illa af Johnson. Hann var nánast brotinn maður í lok kjör- tímabilsins og sigurlíkur hans litlar sem engar. En George H. W. Bush hafði verið varaforseti Reagans svo í baráttunni fyrir endurkjöri hafði flokkur hans haldið Hvíta húsinu í 12 ár. En það kom meira til. Ross Perot, auðkýfingur úr röðum repúblikana, náði að koma sér í alvöru sérframboð, sem er sjaldgæft vestra. Perot fékk 18,9% atkvæðanna og vafalítið þótti að mikill meirihluti þeirra kæmi frá repúblikönum. Bill Clinton fékk 43% atkvæðanna og var því fjarri því að vera með meirihluta atkvæða en fékk vegna klofnings andstæð- inga sinna ríflegan meirihluta kjörmanna og þar með Hvíta húsið. Er það dálítið skondið því Hillary eiginkona hans hefur gert mikið úr því að hún hafi fengið meirihluta atkvæða þótt Trump hafi fengið góðan meiri- hluta kjörmanna. Krefst hún þess nú að hinu „ósanngjarna kerfi“ verði breytt en það hef- ur gilt frá öndverðu um al- menna kosningu forsetans og var engin tilviljun enda voru færð fyrir því gild rök. George H. W. Bush þykir nú hafa verið í hópi farsælla for- seta Bandaríkjanna } George H. W. Bush Samfylkingar-flokkarnir þrír, Viðreisn, Pír- atar og Samfylk- ing, ná vel saman í þeim málum þar sem fjandskapur þeirra við landsbyggðina, ekki síst sjávarútveg og landbúnað, ræður mestu um afstöðuna. Þetta kom ágætlega í ljós í gær þegar frumvarp um veiðigjöld var afgreitt til nefndar úr ann- arri umræðu alþingis. Þing- menn þessara flokka stóðu þétt saman um að reyna að koma í veg fyrir að málið feng- ist afgreitt og vildu viðhalda þeirri óvissu sem ríkt hefur um þessa undirstöðuatvinnugrein landsins, sjávarútveginn. Gagnrýnin var í grunninn sú að ekki væri nógu langt gengið í skattheimtu á greinina, þó að fyrir liggi að engin grein sé skattlögð af sama þunga og sjávarútvegurinn. Og það er ekki eins og verið sé að létta ofurskattlagningunni af sjávarútveginum með því frumvarpi sem til umræðu er, þó að full ástæða væri til. Frumvarpið geng- ur út á að laga skattlagninguna með því að færa reikningsár skattsins nær í tíma. Að þessu leyti er frumvarpið til bóta, en samfylkingarflokk- arnir vilja frekar að haldið verði í óhagræðið af því stór- gallaða fyrirkomulagi sem við lýði er heldur en að lagfæra það og gera rekstur sjávar- útvegsfyrirtækjanna þannig viðráðanlegri. Engin skýring hefur fengist á viðvarandi fjandskap sam- fylkingarflokkanna við grunn- greinar íslensks atvinnulífs, ekki síst atvinnulífsins á lands- byggðinni. Þó verður að teljast líklegt að fjandskapurinn skýr- ist af áhuganum á að koma Ís- landi inn í Evrópusambandið og að samfylkingarflokkarnir telji til dæmis að öflugur sjávarútvegur, sem ólíkt sjávarútvegi ESB stendur á eigin fótum og skilar miklu til samfélagsins, þvælist fyrir Evrópusambandsdraumnum. Samfylkingarflokk- arnir láta fá tæki- færi ónýtt til að ráð- ast á landsbyggðina } Enn ein atlagan Þ egar ég sest niður til að skrifa grein eða pistil um stjórnmál byrja ég á því að velta því fyrir mér hvaða málefni skuli taka fyrir eða hvaða pólitísku skilaboðum ég vil koma á framfæri. Ég geri ráð fyrir að flestir stjórn- málamenn hugsi þannig. Stundum eru þó ein- hver önnur mál sem koma upp og mann langar til að fjalla um þótt þau tengist ekki þing- störfum beint. Það verður ekki sagt að umræða sem nokkr- ir þingmenn á bar urðu uppvísir að nýlega hafi snúist mikið um pólitík. Umfjöllunarefnið var að mestu annað fólk, m.a. fólk í stjórnmálum, og umræðan var ekki vönduð. Það bætir ekk- ert þegar sumir þeirra reyna að réttlæta orða- lag sitt með þeim rökum að svona sé „kúltúr- inn“ í íslenskum stjórnmálum, eða þegar grundvöllurinn að afsökunarbeiðnum er einhvers konar réttlæting á orða- notkuninni, af því að svona hafi þetta alltaf verið. Vissulega hafa einstaklingar tekist harkalega á í gegn- um tíðina á vettvangi stjórnmála, jafnt innan sem utan þinghússins. Það þarf ekki að vera óeðlilegt að takast stundum á um einstaka málefni af mikilli hörku. En þá er líka mikilvægt að gera það með rökum og á málefnalegan hátt og án þess að því fylgi meiðandi ummæli eða ósvífni í garð náungans. Átökin snúast fyrst og síðast um ólíka sýn, en ekki algjöra fyrirlitningu í garð annarra. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir það með fyrir- mælum eða reglum að menn hegði sér kjánalega. Þær eru til. Þingmenn hafa sett sér siðareglur, flestir hafa hlotið eitthvert uppeldi og heyrt um gullnu regluna. Það er einfaldlega líklegast til árangurs að halda þá grundvallarreglu í sam- skiptum og lífinu almennt að koma almenni- lega fram við aðra. (Og biðjast svo afsökunar án nokkurra skilyrða eða eftiráskýringa ef þér tekst það ekki.) Ágætur maður sem nú er fallinn frá, sér- fræðingur á sínu sviði, sagði gjarnan þegar vandræði voru á viðskiptavinum hans: „Segðu sjálfur frá, segðu það strax, segðu alla söguna og segðu satt.“ Það væri óskandi að formaður Miðflokksins tæki þetta til sín frekar en að koma með ótrúverðugar útskýringar á til- færslu húsgagna og þar fram eftir götum. Ef iðrunin er sönn þá er stutt í fyrirgefninguna en það er ekkert, enn sem komið er, sem sýnir eftirsjá yfir öðru en því að allt hafi komist upp. Það er skylda okkar kjörinna fulltrúa að berjast fyrir betra samfélagi af heilindum. Við horfum til framtíðar, sjáum heiminn taka stórum breytingum til batnaðar, framfarir á nær hverju sviði og leggjum okkur fram við að vanda okkur. Ef einstaklingar ætla að afsaka hegðun með vísan til eldri tíma, þá getur verið að þeir einstaklingar endi á að missa af vagninum. Vagninum sem er á leið fram veginn af því að framtíðin bíður ekki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Pistill Með vinsemd og virðingu Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Binda má nærri tvöfaltmeira kolefni í skógi semer ræktaður í 200 ár ognytjaður samanborið við samskonar skóg sem fær að vaxa óá- reittur og er ónytjaður. Þetta kemur fram í grein á vef Skógræktarinnar (skogur.is). Þannig sýna athuganir á samanlögðum bindingaráhrifum nytjaskógar samanborið við ónytj- aðan skóg að nytjaskógrækt og kol- efnisbinding fara mjög vel saman. „Sumir telja að allt tal um kol- efnisbindingu með skógrækt sé hálf- gert plat ef skógurinn er nytjaður í leiðinni. Kolefnið sé fjarlægt með timbrinu við skógarhögg og þá sé bindingin orðin að engu. Sé viðinum brennt til að baka pitsur eða hann notaður sem kolefnisgjafi í kísil- málmvinnslu er kolefninu skilað aft- ur út í andrúmsloftið í formi CO2. Sé viðurinn hins vegar flettur í borð og planka og síðan notaður í húsbygg- ingar eða annað endingargott endist hann í áratugi eða aldir og kolefnið í honum er bundið áfram um það langan tíma, en auðvitað ekki til ei- lífðar,“ segir í greininni. Hringrás eða hrein viðbót Dæmið er ekki alveg svona ein- falt. Viði sem brennt er í stað kola eða olíu fylgir loftslagságóði, því þá er unnið innan hringrásar kolefnis á yfirborði og í lofthjúpi jarðar í stað þess að bæta kolefni úr jarðlögum í kolefnishringrásina. Trjáplöntur sem er plantað í stað þeirra sem fara í eldinn binda svo kolefnið sem losn- ar við brunann. Viður, sem kemur í stað stein- steypu í byggingum, dregur úr gríðarstóru kolefnisspori steyp- unnar. Pétur Halldórsson, kynn- ingarstjóri Skógræktarinnar, segir að kolefnisspor steypu sé mjög stórt og það megi rekja til framleiðslu og flutnings sementsins. Sementsfram- leiðsla sé orkufrek og orkan gjarnan sótt í jarðkol. Einnig eru sements- flutningarnir mjög mengandi. Timbur sem notað er til hús- bygginga geymir í sér kolefnið svo lengi sem húsið stendur. Pétur nefn- ir að Norðmenn séu að ljúka við byggingu stærsta timburhúss í heiminum en það er 85,4 metra hátt og nefnist Mjøstårnet. Í húsinu verða íbúðir, hótel, skrifstofur, veit- ingastaðir og almenningsrými. Hús- ið er byggt úr krosslímdum timbur- einingum sem eru mjög brunaþolnar og sterkar. Húsið er ekki síður brunahelt en ef það væri úr stáli eða steypu. Innlent betra en innflutt Meðfylgjandi línurit sýnir kol- efnisbindingu í lerkiskógi. Pétur segir að helstu nytjatrjátegundir sem ræktaðar eru hér á landi séu stafafura, lerki, sitkagreni og alaskaösp. Tré þessara tegunda vaxa hratt og hátt og hafa beina stofna. Nytjaskógarnir eru grisjaðir reglulega á vaxtartímanum og að lokum er uppskorinn nytjaviður. Ætla má að svipuð lögmál gildi um kolefnisbindingu nytjaskóga, sama hver trjátegundin er. „Ef við notum íslenskt timbur í stað innflutts til að nota í stóriðjunni þá er ákveðinn ávinningur af því og minni losun en ef notast væri við inn- flutt timbur til sömu nota,“ sagði Pétur. Nefna má að bæði Járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga og kísilverið á Bakka nota mikið timbur við framleiðslu sína. Allir skógar binda kolefni þegar þeir vaxa. Það á til dæmis við um ís- lensku birkiskógana sem ekki eru ræktaðir til skógarhöggs heldur í öðrum tilgangi. Séu skógarnir ekki nytjaðir með skógarhöggi drepast trén þegar þau ná ákveðnum aldri. Dauðu trén fúna og kolefnið losnar aftur, en nýjar trjáplöntur binda kol- efni og þannig viðheldur skógurinn bindingunni. Nytjaskógrækt og kolefnisbinding Kolefnisbinding í lerkiskógi Nytjaður skógur samanborið við ónytjaðan skóg 400 350 300 250 200 150 100 50 0 tonn C/ha Ekki nytjaður Nytjaður per lotu Nytjaður heild 25 50 75 100 125 150 175 200 Ár frá gróðursetningu Heimild: Skógræktin Skráð viðarframleiðsla úr ís- lenskum skógum árið 2016 var 4.048 rúmmetrar, samkvæmt 2. tbl. Skógræktarritsins 2017. Inni í því var bolviður, borðviður, arinviður, kurl, spænir og girð- ingarstaurar. Allt seldur viður. Af þessu var borðviðurinn 133 rúmmetrar, það eru söguð borð. Framleiddar voru 99,3 millj- ónir rúmmetra af sögunarvið ár- ið 2014 í Evrópu, samkvæmt 2. tbl. Skógræktarritsins 2018. Hráviður, kurl og aðrar viðar- afurðir en timbur voru 550,7 milljónir rúmmetra. Sögunar- viður, eða borðviður, var því 18% viðarafurða í Evrópu 2014. Ekki þykir ástæða til að ætla að hlutföll viðarafurða hér á landi verði mjög frábrugðin þessu þegar fram líða stundir. 4.000 m3 árið 2016 VIÐARFRAMLEIÐSLAN Ísland Vaxandi skógarhögg. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.