Morgunblaðið - 04.12.2018, Síða 25
og fóruð með kökurnar til ömmu.
Í einni kökuferðinni skilduð þið
ekkert í því hvað þið þekktuð
marga á leiðinni og allir veifuðu.
„Þekkir þú þessa, Gréta?“ Það
var ekki fyrr en þið lögðuð bíln-
um og kakan skaust af þakinu að
þið föttuðuð. Þessi saga lýsir þér
svo vel.
Allar stóru stundirnar í mínu
lífi, Eyjólfs og fjölskyldu, þar
varst þú.
Gleði og sorgir í okkar lífi, þar
varst þú.
Styrkurinn, hlýjan og kær-
leikurinn, stundum held ég að þú,
mamma og Ásta frænka séu
búnar til úr einhverju æðra en við
hin.
Þrátt fyrir að það sé mjög erf-
itt að missa þig er ég samt ótrú-
lega þakklát fyrir þig og allt sem
þú hefur gert fyrir mig og mína.
Þú og mamma voruð eins og
tvíburar. Dagný, Ingó, mamma
og pabbi voruð eitt og allar mínar
minningar eru þið fjögur. Við hin
munum passa vel upp á þau.
Elsku Ingó, Dísa og Raggi og
fjölskyldur, mínar innilegar sam-
úðarkveðjur og megi guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Margrét Friðriksdóttir.
Í okkar huga er bara ein
Dagný, yndisleg og kær vinur
allra sem kynntust henni, vinur í
sorg og gleði. Þú hafðir svo góða
nærveru að þú hafðir áhrif á alla í
kringum þig.
Við hjónin, Dagný, Ingó, Gréta
og Frikki, erum búin að eiga
margar og eftirminnilegar stund-
ir í gegnum árin, áttum saman
hesthús og byggðum okkar bú-
staði hlið við hlið í sveitasælunni
okkar. Þar brölluðum við margt
við uppeldi á börnum og barna-
börnum græðlingum, hestum og
nú auðvitað okkur sjálfum.
Þær systur voru duglegar að
gróðursetja og þar er myndarleg-
ur skógur í dag.
Það var svo ótrúlegt að þegar
maður fór af bæ með Dagnýju
var fólk endalaust að stoppa hana
og knúsa og kyssa, það voru sjúk-
lingar hennar af barnaspítalan-
um, foreldrar eða ömmur og afar,
allir elskuðu Dagnýju.
Og ekki eru þeir ófáir plástr-
arnir sem Dagný setti á barna-
börnin okkar og ekki var verra að
fá smá sögu um leið, þau elskuðu
hana öll.
Ég þakka Guði löngu liðinn dag
sem lét mig eignast þig að ævivin.
Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið
með ilm og fegurð hresstu og glöddu
mig.
Og birtan sem þú breiddir yfir allt
sló bjarma á lífið allt í kringum þig.
Svo líða dagar, ár og ævitíð
og ýmsum blikum slær á loftin blá.
Í sorg og gleði alltaf varstu eins
og enginn skuggi féll á þína brá.
Svo brast á élið, langt og kólgukalt
og krafan mikla um allt sem gjalda má.
Og fljótið niðar enn sem áður fyrr
og ennþá flúðin strýkur næman streng.
Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl
og bjarta kyrrð – í minningu um þig.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Kæra vinkona, við þökkum þér
samfylgdina þar sem hlátur, gleði
og vinarkærleikurinn umvafði
okkur. Minningin lifir
Elsku Ingó, börn, tengdabörn
og barnabörn og aðrir ástvinir,
samúðarkveðjur.
Þórný og Skafti.
Á framhaldsskólaárunum varð
til saumaklúbbur okkar tíu vin-
kvennanna sem fékk nafnið
SMA, við erum allar jafn gamlar
og þar sem við vorum bara ung-
lingar þá kynntumst við mæðrum
hver annarrar vel. Við gengum
flestar í Fjölbrautaskólann í
Breiðholti og þar sem Dísa dóttir
Dagnýjar bjó handan götunnar í
Austurberginu, vorum við flestar
eins og heimalningar á heimili
Dagnýjar og Ingólfs.
Við vinkonurnar brölluðum
mikið í gegnum árin og oftar en
ekki var athvarf okkar í Austur-
berginu.
Dagný fylgdist vel með því sem
við tókum upp á, án þess að gagn-
rýna eða skipta sér mikið af, og
oftar en ekki hló hún með okkur
og tók þátt í gleðinni.
Í minningunni var ekkert sem
kom henni úr jafnvægi, ekki einu
sinni þegar heill strætóbekkur
var kominn í stofuna á fjórðu
hæð, eftir eitt partíið en enginn
man lengur hvernig hann komst
þangað né hver kom með hann.
Dagný var einstaklega hlý og
brosmild manneskja. Á þessum
mótunartíma sem framhaldsskóli
er, var ómetanlegt að eiga jafn
góða móðurímynd og hana að.
Heimili hennar og sumarbústað-
ur þeirra systra var ætíð opinn
fyrir okkur og alltaf þegar við
komum í heimsókn vorum við
knúsaðar í kaf. Eins þegar Dagný
og Ingó fóru í ferðalög innanlands
þótti ekkert tiltökumál að bæta
eins og einni „dóttur“ í hópinn.
Dagný starfaði í áratugi á
barnadeild Landspítalans og þar
átti hún eftir að fylgjast með okk-
ur áfram, þegar við fórum sjálfar
að eignast börn og átti hún eftir
að hlúa að nokkrum þeirra, hvort
sem það var þegar þau voru ný-
komin í heiminn eða eftir smáslys.
Alúð hennar og hlýja var tak-
markalaus.
Við sendum fjölskyldu Dagnýj-
ar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur um leið og við þökkum
fyrir dásamlegar stundir í gegn-
um árin.
SMA,
Annetta, Ásta, Aðalheiður
(Heiða), Helena, Helga
Margrét, Katrín, Sigurveig,
Sesselja, Þuríður (Þurý).
Í dag verður Dagný, góð vin-
kona og vinnufélagi, borin til
hinstu hvílu. Við kveðjum hana
með miklum söknuði og á sama
tíma þakklæti fyrir að hafa
kynnst henni. Dagný var einstök
kona. Hún umvafði samferðafólk
sitt hlýju og umhyggju, sem náði
bæði til samstarfsfólks og skjól-
stæðinga Barnaspítala Hringsins.
Það var alltaf gaman að vera í
návist Dagnýjar hvort sem það
var í vinnu eða utan vinnu. Hún
hafði sterka kímnigáfu og gerði
óspart grín að sjálfri sér. Þannig
var hún þeim fágæta kosti gædd
að geta snúið oft flóknum aðstæð-
um upp í aðstæður þar sem hlut-
irnir urðu auðveldir – allir vildu
vinna með Dagnýju.
Þær eru margar sögurnar úr
lífi Dagnýjar sem eru ógleyman-
legar.
Eitt sinn hringdi hún á fæðing-
ardeildina og sagði „Sæl, þetta er
á barnadeildinni, ég vildi bara
láta ykkur vita að það er storkur á
svölunum hjá ykkur, hann virðist
vera með eitthvað í kjaftinum.
Eru þið ekki búnar að taka eftir
honum?“
Sú sem svaraði í símann trúði
Dagnýju að sjálfsögðu og eftir
stutta stund fylgdumst við allar
með þegar þær komu út á svalir
til þess að finna storkinn.
Seint að kvöldi fyrir örfáum ár-
um voru Dagný og Ingó samferða
hópi af hjónum heim eftir vel
heppnað kvöld. Aprílgabb Dag-
nýjar berst í tal og Ingó er spurð-
ur hvort að þetta sé virkilega rétt.
„Trúir þú henni virkilega í hvert
sinn?“ Það stóð ekki á svari: „Ef
konan mín er í vandræðum þá
kem ég henni til bjargar. Sama
hvaða dagur ársins það er.“
Þannig var þeirra samband.
Ástin og hlýjan var aðdáunar-
verð.
Þau kenndu okkur öllum
margt og voru fyrirmyndir á sviði
kærleika og umhyggju.
Elsku Ingó, við á bráðamót-
töku barna vottum þér, börnun-
um ykkar og öllum öðrum ást-
vinum okkar innilegustu samúð.
Minningin um Dagnýju okkar
lifir.
Fyrir hönd samstarfsfólks á
Bráðamóttöku barna,
Ingileif Sigfúsdóttir
deildarstjóri.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 25
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
LOK
Á POTTA
HEITIRPOTTAR.IS
HÖFÐABAKKA 1
SÍMI 777 2000
Bátar
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Tek að mér
ýmis smærri
verkefni fyrir
jólin
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Félagslíf
EDDA 6018120419 II
Raðauglýsingar
Smáauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Jarðefnaiðnaðar ehf. verður
haldinn kl. 09.00 miðvikudaginn 12. desem-
ber á skrifstofu félagsins, Nesbraut 1,
Þorlákshöfn.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum.
Reikningar félagsins liggja frammi á skrif-
stofu þess.
Stjórn Jarðefnaiðnaðar ehf.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi skipum verður háð á
skrifstofu sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík:
Bjarkartún 2, Garður, fnr. 228-9457, þingl. eig. Halldóra Margrét
Magnúsdóttir og Shaun Roger Busch, gerðarbeiðendur Íbúðalána-
sjóður og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 11. desember nk. kl.
09:25.
Hlíðarvegur 78, Njarðvík, fnr. 209-3545, þingl. eig. Enok Holm Fann-
dal, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 11. desem-
ber nk. kl. 10:00.
Kirkjuvegur 52, Keflavík, fnr. 208-9688, þingl. eig. Rafal Sobczak,
gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 11.
desember nk. kl. 09:00.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
28. nóvember 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stóla jóga kl. 9.30. Safn-
ferð á Kjarvalsstaði kl. 10. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Bíó
í miðrými kl. 13.20. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu kl.11. Brids kl.
13-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með
leiðbeinanda kl. 12.30-16. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Tón-lei-
kar Karlakórinn Kátir karlar kl. 14.15. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 12.30. Brids og kanasta kl. 13.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og
Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina. Hefðbundin dag-
skrá. Jólalögin sungin með Arnhildi. Spilum, spjöllum og eigum ljúfa
samveru saman. Allir eru velkomnir.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9.
Karlaleikfimi Ásgarði kl.12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bónusrúta fer frá Jóns-
húsi kl. 14.45. Tréskurður / smíði kl. 9 /13. í Kirkjuhvoli. Línudans í
Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Félagsvist í Jónshúsi kl. 20.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl.
13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn-
vægisæfingar, kl. 15 dans með Sigvalda.
Grafarvogskirkja Í dag er opið hús í Grafarvogskirkju. Dagskráin
byrjar með kyrrðarstund klukkan 12. Brauð og súpa í boði fyrir vægt
gjald eftir stundina. Hilmar verður á sínum stað og spilar jólalög fyrir
okkur. Við fáum heimsókn frá rithöfundi. Handavinna, spil og spjall er
líka fyrir þau sem vilja og stundinni lýkur svo með kaffisopa klukkan
15. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin.
Grensaskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Leshópurinn í Gullsmára: Í kvöld þriðjudaginn 4. desem-
ber kynna Bryndís Björgvinsdóttir og Svala Ragnarsdóttir bók sína
KROSSGÖTUR Álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi. Allir vel-
komnir. Enginn aðgangseyrir. FEBK
Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm- og silfur-
smíði / kanasta kl. 13. Leshópur kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11. 500 kr. skiptið eða 1305 kr.
mánuðurinn, allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl.
12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30. útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður Hefjum daginn við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á
kaffi. Blöðin liggja frammi, thai chi hefst kl. 9, myndlist hjá Margréti Z.
kl. 9-12, leikfimi kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Spekingar og spaugarar
með Ásdísi Skúla. kl. 10.30. Listasmiðja er öllum opin frá kl. 12.30,
Kríur myndlistarhópur kl. 13, brids kl. 13, leiðbeiningar á tölvu kl.
13.10, enska I kl. 13, kaffi kl. 14.30, U3A kl. 16.30. Uppl. í s. 411-2790.
Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum. Botsía kl. 10 og kl. 16 í Borgum,
Helgistund kl. 10.30 í Borgum. Leikfimishópur Korpúlfa kl. 11, í Egils-
höll, sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug, Heimanámskennsla
kl. 16.30. Minnum á jólabingó Korpúlfa á morgun kl. 13.
Neskirkja Krossgötur kl. 13, Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari og
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðluleikari kynna og flytja sónötu eftir
Beethoven. Kaffiveitingar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja / listasmiðja kl. 9-12,
morgunleikfimi á 2. hæð kl. 9.45, lesið úr blöðum kl. 10.15, bók-menn-
tahópur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinenda kl. 13-16, samveru-
stund með djákna kl. 14, kaffiúsaferð með starfsmanni kl. 14, botsía
og leikir kl. 15.30. Uppl. sími 4112760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl.
11.30. Lomber á Skólabraut kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Karla-
kaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir. Aðventuhátíð félagsins
fimmtudaginn 6. desember kl. 15.30, boðið verður upp á óáfengt
jólaglögg, kaffi og góðgæti. Söngur, Margrét Helga Kristjánsdóttir
syngur nokkur lög, Kór FEB syngur undir stjórn Gylfa Gunnarssonar,
hugvekja sr. Bjarni Karlsson, upplestur úr bókum og fl.
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur
verður gestur á hádegisfundi SES á morgun,
miðvikudaginn 5. desember kl. 12:00,
í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Húsið opnar kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi,
1000 krónur.
Um er að ræða síðasta
hádegisfund SES fyrir jól.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is