Morgunblaðið - 04.12.2018, Side 26

Morgunblaðið - 04.12.2018, Side 26
Nýr borgari Reykjavík Óskar Hrafn Friðriksson fæddist 4. desember 2017 kl. 17.20 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.765 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Svava Óskarsdóttir og Friðrik Helgason. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Ég er stödd á Kanaríeyjum ásamt manninum mínum. Við höfumekkert að gera heima í frostinu,“ segir Sigríður Stefánsdóttirsem á 70 ára afmæli í dag. Þau eru búin að vera á Gran Can- aria síðan 14. nóvember og koma heim til Þorlákshafnar 11. desem- ber. „Við höfum komið hingað þónokkrum sinnum, maður hefur ekk- ert annað að gera eftir að maður hætti að vinna. Ég á samt ansi bágt með að sitja aðgerðarlaus og tók því með mér garn hingað og er að prjóna vettlinga og hekla bjöllur. Svo fer maður í göngutúr og ætli ég labbi ekki tíu til fimmtán kílometra á dag. Í tilefni afmælisins ætlum við út að borða í kvöld á flottum veitingastað sem heitir Casa Luis.“ Tekur svo jólaundirbúningurinn við þegar þið komið heim? „Ég er nú ekkert að stressa mig á honum. Smákökurnar eru löngu bakaðar og komnar í frysti.“ Sigríður ólst upp í Götu í Hrunamannahreppi, flutti síðan til Reykjavíkur þegar hún fór að búa en hefur átt heima í Þorlákshöfn frá 1980. „Ég var alltaf í matvælaiðnaðinum og vann í frystihúsi, fyrst hjá gamla Meitlinum en síðan hjá Frostfiski sem er í sama húsi.“ Eiginmaður Sigríðar er Ragnar Óskarsson húsasmíðameistari og vann síðast í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Þau áttu gullbrúð- kaupsafmæli 2. nóvember síðastliðinn. Sigríður og Ragnar eiga tvö börn og eiga þau bæði heima í Þorlákshöfn: Ágústa, grafískur hönn- uður, og maðurinn hennar er Þórarinn Friðrik Gylfason, og Óskar húsasmiður, konan hans er Helena Helgadóttir. Barnabörnin eru Ragnar Óskarsson, kærasta hans er Guðrún Ósk Einarsdóttir, og Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir. Gullbrúðkaup F.v. Helena, Óskar, Guðrún Ósk, Ágústa, Þórarinn, Ragnar og Sigríður Fjóla og sitjandi eru Sigríður og Ragnar. Prjónar vettlinga á Kanaríeyjum Sigríður Stefánsdóttir er sjötug í dag E inar Karl Friðriksson fæddist á Akureyri 4.12. 1968 en flutti ungur í Vesturbæinn í Reykjavík og átti þar sín æskuspor, nálægt fjörunni við Sörlaskjólið. Hann byrjaði í grunn- skóla á Akureyri en bjó svo flest grunnskólaárin í Falun í Svíþjóð þar sem faðir hans var í sérgreinarnámi í læknisfræði. Einar Karl lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1987 og BS-prófi í efnafræði frá Há- skóla Íslands 1992. Einar Karl vann við snefilefna- mælingar á Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins en hélt svo í framhalds- nám til Bandaríkjanna við Cornell-- háskóla í Íþöku og lauk doktorsprófi 1999 eftir fimm ára dvöl ytra. Hann var Fulbright-styrkþegi en doktors- rannsóknir Einars vörðuðu massa- greiningar á prótínum og lípíða- samsetningu frumuhimna. Einar Karl hóf að starfa við einka- leyfi og hugverkavernd að loknu námi og hefur síðan verið einka- leyfasérfræðingur hjá fyrirtækinu Árnason Faktor þar sem hann er einn meðeigenda og aðstoðar meðal annarra frumkvöðla, sprota- fyrirtæki, íslenskan lyfjaiðnað og háskóla. Einar Karl hefur starfað að Einar Karl Friðriksson, efnafr. og einkaleyfisráðgjafi – 50 ára Með eiginkonu og tvíburunum Einar Karl og Áslaug Anna með dætrunum, Eddu Melkorku og Unu Elísabetu. Skokkar daglega og syngur í Fílharmóníu Harpa opnuð Einar Karl með kórfélögum sínum á kórpöllum í Eldborg. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.