Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Tilkynnt var í gær hvaða lista- menn eru tilnefndir til Kraums- verðlaunanna í ár. Þetta er í ell- efta sinn sem Kraumur, tónlistar- sjóður Auroru velgerðarsjóðs, birtir Kraumslistann yfir bestu ís- lensku hljómplöturnar sem komu út á árinu – og þykja að mati dóm- nefndar hafa skarað fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Í tilkynningu segir að hipphopp og rapptónlist sé áberandi en á listan- um séu þó fulltrúar hinna ýmsu tónlistarstefna og strauma, má þar nefna popp, danstónlist og klassík. Á listanum eru, flytjendur og verk:  Andi - Allt í einu  asdfgh. - Örvæntið ekki  Auður - Afsakanir  aYia - aYia  Bagdad Brothers - Jæja  Birnir - Matador  Bríet - 22.03.99  Cyber - Bizness  Elli Grill - Pottþétt 2018  GDNR - Hvað ef  Gyda - Evolution  Hekla - Á  Íbbagoggur - Le quatuor dia- bolique inexistant: trois pièces sinistres d’Íbbagoggur  Johnny Blaze & Hakki Brakes - Vroom Vroom Vroom  Jónbjörn - Isms  Kælan Mikla - Nótt eftir Nótt  Nordic Affect – He(a)r  Ragga Holm - Bipolar  ROHT - Iðnsamfélagið og framtíð þess  Sideproject - isis emoji  Sigrún - Onælan Við valið velti dómnefndin fyrir sér 343 íslenskum plötum og út- gáfum sem komu út á árinu. Hún mun nú velja sex breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2018. Tilnefnd Kælan Mikla er ein hljómsveitanna sem eru á Kraumslistanum. Kraumslistinn yfir bestu plötur ársins á Íslandi kynntur í ellefta sinn Jóladagatal Borgarbókasafnsins er farið af stað, hófst um liðna helgi, en í því má heyra jólasögu sem rithöfund- urinn Eva Rún Þorgeirsdóttir samdi nú fyrir dagatalið. Í jóladagatalinu sem má finna á hlaðvarpi safnsins, www.borgarbokasafn.is/is/hladvarp, opnast einn gluggi á dag til jóla og inniheldur hann nýjan og spenn- andi kafla í framhaldssögunni Sögur af Zetu - Ullar- sokkar í jólasnjó. Myndhöfundur er Ninna Þórarins- dóttir. Áhugasamir geta einnig kíkt við í Borgar- bókasafninu Gerðubergi þar sem opnaður verður gluggi í dagatalinu á hverjum degi og mynd afhjúpuð. Eva Rún Þorgeirsdóttir er barnabókarithöfundur og gaf út bækurnar um Lukku. Hún hefur starfað við fjölbreytt verkefni tengd menningu og fjölmiðlum á Íslandi. Ninna er með meistarapróf í hönnun á sviði barnamenningar og hefur hannað mikið fyrir Borgarbókasafnið, til að mynda vegglistaverkið í barnadeildinni í Gerðubergi. Sögur af Zetu í Jóladagatali safnsins Eva Rún Þorgeirsdóttir Íslenska óperan skilar jákvæðri rekstrarafkomu á starfsárinu 2017- 2018, eftir því sem kemur fram í til- kynningu. Þar segir meðal annars að aðsókn á viðburði Óperunnar hafi verið mjög góð og aukist um 28% á milli ára. Tekjurnar jukust um 23% frá fyrra ári, en Íslenska óperan fær árlegt framlag frá mennta- og menningarráðuneytinu samkvæmt samningi og aflar eigin tekna með miðasölu, sem jókst um 30% á milli ára, og styrkjum frá fyrirtækjum og félögum sem einnig hækkuðu talsvert. „Fastur rekstrar- kostnaður hefur verið lækkaður um 30% og starfsemin endurskipulögð með það fyrir augum að reksturinn sé stöðugur og möguleikar geti orð- ið á uppsetningu fleiri óperuverk- efna en verið hefur.“ Þá er haft eftir Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra að hana langi til að fjölga verkefnum „ásamt því að efla fræðslustarf og skóla- heimsóknir sem hefur ekki verið svigrúm til þess að sinna að ráði hingað til“. Góð aðsókn Íslenska óperan sýnir Hans og Grétu um þessar mundir. Jákvæð afkoma Íslensku óperunnar Á djasskvöldi KEX hostels við Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudags- kvöld, kemur fram hljómsveitin Standard kvartett. Sveitin er skip- uð landskunnum djassmönnum sem hafa víða komið við í tónlistarlífi landsmanna. Sigurður Flosason leikur á saxófón, Kjartan Valde- marsson á píanó, Leifur Gunnars- son á kontrabassa og Einar Schev- ing slær á trommur. Samkvæmt tilkynningu munu fé- lagarnir flytja eigin útgáfur af þekktum djasslögum frá ýmsum tímum. Flutningur félaganna fjögurra í Standard kvartett hefst klukkan 20.30 og er aðgangur ókeypis. Blásarinn Sigurður Flosason blæs í saxó- fón í Standard kvartettinum. Standard kvartett leikur standarda Anna and the Apocalypse Metacritic 72/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 The Guilty Morgunblaðið bbbbn Metacritic 82/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 22.00, 22.20 Svona fólk Bíó Paradís 20.00 Litla Moskva Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 18.00 Cold War Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 Mæri Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.00 Planet Single 2 IMDb 5,5910 Bíó Paradís 17.30 Erfingjarnir Metacritic 82/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00, 22.00 Plagues of Breslau Bíó Paradís 17.40, 20.00 Creed II 12 Hinn nýkrýndi heimsmeist- ari í léttþungavigt, Adonis Creed, berst við Viktor Drago, son Ivan Drago, og nýtur leiðsagnar og þjálf- unar Rocky Balboa. Metacritic 67/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 19.45, 22.25 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.30, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 19.30, 22.10 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.10 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10 Overlord 16 Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.00 Smárabíó 17.00, 20.30, 22.40 Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 22.00 The Girl in the Spider’s Web 16 Metacritic 48/100 IMDb 5,7/10 Háskólabíó 20.30 Lof mér að falla 14 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur al- varlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,8/10 Háskólabíó 20.40 Undir halastjörnu 16 Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,8/10 Háskólabíó 18.30 Venom 16 Eddie er sífellt að reyna að ná sér niðri á snillingnum Carlton Drake. Árátta Eddie gagnvart Carlton hefur haft vægast sagt slæm áhrif á starfsferil hans og einkalífið. Morgunblaðið bbnnn Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.00 Johnny English Strikes Again Leyniþjónustumaðurinn Jo- hnny English þarf að bjarga heiminum rétt eina ferðina. Metacritic 36/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00 Ralf rústar internetinu Sugar Ruch spilasalurinn er í rúst, og Ralph og Vanellope þurfa að bregða sér á inter- netið til að endurheimta hlut sem nauðsynlegur er til að bjarga leiknum. Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Álfabakka 17.30, 18.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.00 Sambíóin Akureyri 17.00 Sambíóin Keflavík 17.00, 22.20 Smárabíó 15.20, 17.50 The Grinch Trölli lætur það fara í taug- arnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Keflavík 17.20 Smárabíó 15.15, 17.30 Háskólabíó 18.20 Borgarbíó Akureyri 17.30 The Nutcracker and the Four Realms Það eina sem Clara vill er lykill - einstakur lykill sem mun opna kassa með ómet- anlegri gjöf frá móður henn- ar heitinni. Metacritic 39/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.15, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 19.30 Smárabíó 16.00, 16.40, 19.10, 19.40, 22.10, 22.30 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald 12 A Star Is Born 12 Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niðurleið vegna aldurs og áfengisneyslu. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.40 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30 Sambíóin Akureyri 19.30 Widows 16 Fjórar konur taka á sig skuldir sem orðið hafa til vegna glæpaverka eiginmanna þeirra og taka síðan málin í sínar hendur. Metacritic 84/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 22.15 Smárabíó 19.50, 22.40 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.