Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 1
Bátur sem fannst á botni Þingvallavatns í haust hefur verið aldursgreindur og er talið að hann sé frá 16. öld eða tæplega 500 ára gamall. Erlendur Bogason, kafari og ljósmyndari, fann bátinn á 4-5 metra dýpi í Vatnsvikinu þegar hann var að mynda fyrir Náttúruminjasafn Íslands. „Sam- kvæmt aldursgreiningu er um að ræða elsta báts- flak sem þekkt er hér á landi,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns- ins. Miðað við 95% líkur er báturinn frá tíma- bilinu 1482-1646 samkvæmt kolefnisgreiningu. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur haft umsjón með frumathugun á bátnum, en fleiri sérfræðingar og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum hafa komið að málinu. Tilskilinna leyfa var aflað og báturinn myndaður í bak og fyrir. Hann verð- ur falinn Þjóðminjasafni Íslands til vörslu og um- sjónar lögum samkvæmt. Hilmar segist vona að unnt verði að leggja í kostnað sem því fylgir að ná bátnum upp af botni vatnsins og forverja hann. „Báturinn er mjög heillegur, um fimm metra 500 ára bátsflak finnst á botni Þingvallavatns Ljósmynd/Erlendur Bogason Elsta bátsflak sem þekkt er hér á landi langur og hefur varðveist ótrúlega vel í vatninu,“ segir Hilmar. „Hann er að hluta hulinn mó og við vitum að land hefur sigið þarna, en báturinn fannst á dýpi sem stemmir við 4-5 metra sig frá landnámi. Fleiri hafa rekist á bátinn af hendingu og á þessum slóðum eru kafarar oft á ferð. Það er því brýnt að ná bátnum upp og koma honum í rannsókn og í vörslu áður en tjón verður. Það hvarflaði að okkur að þarna væri kuml, en svo er ekki. Þetta er eigi að síður mjög forvitnilegur fundur.“ aij@mbl.is »10 L A U G A R D A G U R 8. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  289. tölublað  106. árgangur  16 dagartil jóla Sendu jólakveðju á jolamjolk.is FEGURÐ OG TREGI MÆTAST Í VERKUNUM HALLA DANSAÐI Í SUSPIRIA HROLLVEKJA 46SIGTRYGGUR BJARNI 44 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Arkitektar sem þátt tóku í fram- kvæmdasamkeppni um nýja viðbygg- ingu við Stjórnarráðshúsið í Lækjar- götu gagnrýna harkalega vinnubrögð dómnefndarinnar sem skar úr um hvaða tillaga af þeim 30 sem bárust myndi bera sigur úr býtum. Benda þeir á að dómnefndin hafi hinn 30. ágúst síðastliðinn, 20 virkum dögum áður en tillögur áttu að berast í síðasta lagi, opnað á þann möguleika að þátttakendur gætu hagað rýmis- skipan hússins eftir eigin höfði í stað þess að fylgja svokallaðri rýmisáætl- un sem lögð hafði verið til grundvallar í upphaflegri mörkun verkefnisins. Fyrr í ferlinu hafði nefndin fortaks- laust lýst því yfir í viðbrögðum við fyrirspurn að ætlast væri til þess að keppendur fylgdu húsrýmisáætlun- inni eins og hún var lögð fyrir. Arkitektar sem Morgunblaðið ræddi við segja að þær kröfur sem gerðar voru til innanrýmis bygging- arinnar hafi verið í miklu ósamræmi við þær stærðartakmarkanir sem húsinu voru settar. Að lokum varð sú tillaga hlutskörpust þar sem höfund- um tókst að hafa bygginguna á tveim- ur hæðum en ekki þremur. Allar hin- ar tillögurnar, að tveimur undanskildum, voru um húsnæði á þremur hæðum eða meira. Fulltrúar í dómnefndinni vísa gagnrýninni á bug og segja að nefndin hafi ekki breytt forsendum keppninnar í ágúst síðastliðnum, hún hafi aðeins áréttað að keppendum væri frjálst að haga útfærslu húsnæðisins með þeim hætti sem þeim þætti best henta, þ.m.t. „þeim niðurskurði og/eða sam- nýtingu rýma“ sem hugmynd þeirra byggðist á. Hörð gagnrýni á dómnefnd  Dómnefnd um nýja viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið sögð hafa breytt forsendum  Allar tillögur í keppninni reyndust umfangsmeiri en lagt var upp með í upphafi Samkeppni » 30 tillögur bárust í sam- keppninni um nýja byggingu við Stjónarráðshúsið. » Vinningstillagan hlaut 6 milljónir króna í verðlaun. » Hún verður auk þess lögð til grundvallar nýrri viðbyggingu. » Vinningstillagan er um hús á tveimur hæðum. MViðbygging gæti kostað … »14-17  Listasafn Nínu Tryggvadóttur gæti verið opnað í Hafnarhúsinu eftir tvö til þrjú ár. Una Dóra Cop- ley, dóttir Nínu, gefur Reykjavíkur- borg listaverkasafn móður sinnar, alls um þrjú þúsund verk. Hún ræð- ir um arfleifð móður sinnar og líf sitt í viðtali við Sunnudagsblaðið. „Þetta er höfðingleg gjöf og frá- bært að fá annað safn en Gerðar- safn sem er kennt við konu,“ segir Arna Schram, sviðstjóri hjá borg- inni, og bætir við að ráðgert sé að ganga frá kaupum borgarinnar á þeim hluta Hafnarhússins sem hýsa á safnið á þessu ári eða næsta. Mik- ið verk er þó fyrir höndum að und- irbúa húsið, skrá verkin og flytja heim. Arfleifð Nínu sýnileg öllum Morgunblaðið/Ásdís List Nínu „Ég veit að Ísland var alltaf í hjarta hennar,“ segir Una Dóra Copley.  Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hann hafi óskað eftir að taka sér launalaust leyfi frá þing- störfum í tvo mánuði í kjölfar þess að trúnaðarnefnd flokksins veitti honum áminningu vegna framkomu hans í garð konu í miðbæ Reykja- víkur snemmsumars. Hann greindi sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Logi Már Einars- son, formaður Samfylkingarinnar, svarar ekki beint út spurningu um það hvort rétt væri að vísa málinu til siðanefndar Alþingis, eins og gert hefur verið vegna ummæla þingmanna á Klaustri. »2 Tekur sér frí vegna áreitni í garð konu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.