Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Veður víða um heim 7.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Hólar í Dýrafirði 3 súld Akureyri 2 alskýjað Egilsstaðir 2 alskýjað Vatnsskarðshólar 5 rigning Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 7 rigning Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 8 súld Stokkhólmur 1 þoka Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 8 rigning Brussel 9 skúrir Dublin 5 skúrir Glasgow 6 skúrir London 8 skúrir París 9 léttskýjað Amsterdam 7 súld Hamborg 11 súld Berlín 11 alskýjað Vín 6 heiðskírt Moskva -3 snjókoma Algarve 21 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -11 léttskýjað Montreal -9 léttskýjað New York 2 heiðskírt Chicago -5 þoka Orlando 19 heiðskírt  8. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:04 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 11:45 15:06 SIGLUFJÖRÐUR 11:29 14:47 DJÚPIVOGUR 10:41 14:58 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Hæg austlæg eða breytileg átt, bjart- viðri, en hægt vaxandi suðaustanátt. Á mánudag Vaxandi suðaustanátt, þykknar smám saman upp og hlýnar sunnantil. Austlæg átt, víða 5-13 m/s. Dálítil él austast annars yfirleitt bjartviðri og úrkomulítið og kólnar um allt land í kvöld. Nice&Mónakó sp ör eh f. Vetur 1 Glæsileg ferð á frönsku rivíeruna eða Côte d‘Azur þar sem við njótum lífsins og tökum þátt í hátíðahöldum heimamanna á blómahátíð í Nice og upplifum ævintýralega sítrónuhátíð í Menton. Fetum í fótspor kvikmyndastjarna í Cannes og látum suðrænan blæ leika um okkur í furstadæminu Mónakó. 28. febrúar - 8. mars Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 238.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Flókin úrlausnarefni bíða ríkis- valdsins eftir að Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna úthlutunar á makrílkvóta. Fallist var á að ríkið bæri ábyrgð á því fjártjóni sem Ísfélagið í Vest- mannaeyjum og Huginn í Vest- mannaeyjum kynnu að hafa orðið fyrir þar sem ekki hefði verið fylgt fyrirmælum laga varðandi úthlutunina. Veiðistjórnun á mak- ríl er í uppnámi eftir niðurstöðu Hæstaréttar í fyrradag og meðal spurninga sem leita þarf svara við á næstunni er hvernig makrílveið- um verður stjórnað og hverjir fá að koma að þeim veiðum. Af hálfu ríkisins verður áfram farið yfir málið í næstu viku, en það var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Útgerðarfyrirtæki eru sömu- leiðis að gaumgæfa niðurstöðurnar og skoða næstu skref. Spurningar af þeirra hálfu eru væntanlega hvort ríkið fæst til að setjast niður og semja um skaðabætur eða hvort það lætur reyna á bótaupphæðir fyrir dómstólum. Spurning um fordæmisáhrif Um háar upphæðir er að tefla í þessu sambandi, en endurskoð- unarfyrirtækið Deloitte komst að þeirri niðurstöðu að hagnaðar- missir Ísfélags Vestmannaeyja hefði numið um 2,3 milljörðum króna og að Huginn hefði orðið af um 365 milljónum. Spurning um fordæmisáhrif á önnur fyrirtæki sem byggðu veiðar að hluta eða öllu leyti á úthlutun byggðri á veiðireynslu í upphafi makrílveiða hér við land er áleitin. Þar kynni að reyna á ákvæði um fyrningu. Þá vakna einnig spurningar um fordæmisgildi fyrir árin 2015 til 2018 og fjártjón vegna þess afla sem fyrirtækin fengu ekki að veiða á því tímabili, en úthlutanir í makríl hafa heldur minnkað. Fyrir fyrirtæki sem byggja á afla- reynslu er það umhugsunarefni að síðasta sumar leigðu sum þeirra til sín aflaheimildir sem þau hefðu átt að fá úthlutað samkvæmt dómi Hæstaréttar. Útgerðarmynstur einstakra fyr- irtækja er talsvert ólíkt og ýmsir þættir kæmu væntanlega til álita. Meðan sum þeirra eru háð upp- sjávarskipum eru önnur með fjöl- breyttari skipakost og hafa einnig úthlutanir í öðrum flokkum en þeim sem byggjast á veiðireynslu, þ.e. frystiskipum og ísfisktogur- um. Fiskveiðistjórnarkerfið hefur lengi verið bitbein í þjóðfélaginu og hætt er við að það verði ekki til að auðvelda málin ef útgerðirnar fá marga milljarða í bætur. Ef önnur skip en aflareynsluskipin missa aflaheimildir í makríl myndi það eflaust taka í hjá einhverjum útgerðum, en það virðist vera lagaleg niðurstaða samkvæmt dómi Hæstaréttar. Breytingar ráðgerðar 2015 Áður hafði Umboðsmaður Al- þingis árið 2015 komist að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur. Hér- aðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið hins vegar af kröfum útgerð- arfyrirtækjanna í maí í fyrra. Um- boðsmaður og Hæstiréttur leggja lög um úthafsveiðilög til grund- vallar enda er makríllinn deili- stofn. Héraðsdómur leggur hins vegar lög um veiðar innan land- helgi til grundvallar sinni niður- stöðu. Upphafið að þessum ógöngum í veiðistjórnun á makríl má rekja til úthlutunar Jóns Bjarnasonar, þá- verandi sjávarútvegsráðherra, um fyrirkomulag makrílveiða 2011. Þá var 112.000 lestum ráðstafað til uppsjávarskipa sem veiddu makríl í flottroll og nót á árunum 2007- 2009. Tvö þúsund lestir fóru til línuveiða minni báta, sex þúsund tonn til ísfiskskipa og tæplega 35 þúsund tonnum var úthlutað til vinnsluskipa. Samkvæmt dómi Hæstaréttar hefði nánast allur þessi afli átt að koma í hlut aflareynsluskipa og viðmiðunartíminn átt að vera þrjú bestu árin sex ár á undan, en makrílafli fór hratt vaxandi þessi árin. Kerfið var síðan framlengt ár eftir ár með litlum breytingum. Steingrímur J. Sigfússon tók við embætti sjávarútvegsráðherra af Jóni Bjarnasyni í árslok 2011, en síðan hafa Sigurður Ingi Jóhanns- son, Gunnar Bragi Sveinsson, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Þór Júlíusson gegnt þessu embætti. Sigurður Ingi lagði fram frumvarp um stjórnun makrílveiða 2015, en það náði ekki fram að ganga. Það er nú verkefni Kristjáns Þórs að leiða þetta flókna mál til lykta, bæði til fortíðar og fram- tíðar. Lausna leitað til fortíðar og framtíðar  Flókin úrlausnarefni bíða ríkisvaldsins  Makrílstjórnun í ógöngum eftir niðurstöðu Hæstaréttar Morgunblaðið/Árni Sæberg Í heimahöfn Heimaey VE, skip Ísfélagsins, kemur til Eyja vorið 2012. Fjallað er um dóm Hæstaréttar á heimasíðu Landssambands smábáta- eigenda og þar segir meðal annars: Hætt er við að dómur Hæstaréttar eigi eftir að hafa mikil áhrif. Sér- staklega þegar horft er til skaðabótakrafna sem gætu numið milljörðum. Þá rótar dómurinn upp allri úthlutun í makríl þar sem aflamark áranna 2011 - 2014 hefði átt að byggjast á aflahlutdeild reiknaðri útfrá sam- felldri veiðireynslu þriggja bestu árana, sem voru 2008 - 2010, á 6 ára veiðitímabili 2005 - 2010. Þess má geta að makrílveiðar smábáta voru þá lítt hafnar, aðeins 180 tonn veidd árið 2010 og 304 tonn á árinu 2011, sem var 0,1 og 0,2% af heildaraflanum. Árið 2016 veiddu smábátar 8.368 tonn sem var 5,4% af heildarafla af makríl það árið. Rótar upp allri úthlutun HEIMILDIR SMÁBÁTA HAFA VAXIÐ MJÖG „Hæstiréttur virðist að mínu mati taka tímabundinn einkahag einstakra útgerða fram yfir þjóðarhag,“ segir Jón Bjarnason, fyrrum sjávarútvegsráðherra, um dóma Hæstaréttar sem féllu í fyrradag þar sem skaðabóta- skylda íslenska ríkisins vegna stjórnunar veiða á makríl á árunum 2011 til 2014. Jón harmar niðurstöðu Hæstaréttar og er henni ósam- mála. Þetta kemur fram í pistli á vefsvæði Jóns. Úthlutanirnar voru framkvæmdar á grundvelli reglu- gerðar sem Jón Bjarnason setti árið 2010 og var fljótt um- deild. Pistill Jóns hefst á því að hann rekur söguna og forsendur þess að reglu- gerðin var sett. Um það segir Jón m.a.: „Við stóðum í harðvítugum deilum við ESB um rétt okkar til makrílveiða. Og þessar útgerðir frekar en aðrir hefðu ekki fengið mikinn afla í sinn hlut, ef ráðherra hefði ekki staðið fast á rétti Íslendinga til makrílveiða og staðið af sér m.a. hótanir um viðskiptabann ef við héldum áfram veiðum.“ Harmar dómsniðurstöðu Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Dómur Hæstaréttar um úthlutun makrílkvóta Í vikunni náði rúmanýtingin á bráðalegudeildum Landspítala 117%. Undanfarin misseri hefur nýtingin verið í ríflega 100%, en gert er ráð fyrir því á hefð- bundnum bráðasjúkrahúsum að nýtingin sé 85%. Þetta kemur fram í föstudags- pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, sem birtur var á vef- síðu spítalans í gærkvöldi. Þar segir að við slíkar aðstæður sé öryggi sjúklinga ekki tryggt. Embætti landlæknis og velferðar- ráðuneytinu var gerð grein fyrir stöðunni og segir Páll í pistli sínum að hann eigi von á athugasemdum og ábendingum innan tíðar. 117% rúmanýting á Landspítala í vikunni Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Nýting rúma var þar talsvert meiri en æskilegt þykir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.