Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Til úthlutunar úr sjóðnum árið 2019 eru um 57 milljónir króna. Kynntu þér málið á landsvirkjun.is. Umsóknarfrestur er til 14. janúar 2019.→ → ERT ÞÚ AÐ RANNSAKA ORKU OG UMHVERFI? Endurnýjanlegir orkugjafar, ný nálgun og hugvitsamlegar lausnir munu móta samfélag framtíðarinnar. Við óskum eftir umsóknum til Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar sem veitir styrki til náms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. „Aðventan er í mínum huga yndis- legur tími. Snjór, að vera vel klædd- ur úti í kulda og myrkri, koma svo endurnærður inn í hlýjuna og kerta- ljósin,“ segir Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur í Reykjavík. „Aðventan er oft annasamur tími og í mörg horn að líta í aðdraganda jóla. Slíkt er líka val hvers og eins, tilstandið þarf ekki að vera meira en maður kýs. Í mínum huga eru jólin fyrst og fremst upplifun og samvera. Erum við ekki mörg hver að færast frá fjölda kökusorta og að hvít- skrúbba hvern krók og kima. Góð- vinur minn einn stóð fast á brems- unni og sagðist ekkert ætla að halda jól inni í þessum skápum, og þrif á þeim væru ekki nauðsynleg. Sem sagt flest gott í hófi.“ Til að skapa notalega stemningu segist Heiðdís skreyta heimilið ljós- um og kertum. „Ég nýt þess að dunda mér við að bræða kerta- afganga og steypa ný kerti – bæði til heimabrúks og gjafa. Dimma daga í desember er alveg kjörið að lýsa upp með kertum og fara jafnframt að minna sig á nú fer að styttast í að norðurhvelið hallar sér að nýju í sól- arátt,“ segir Heiðdís og heldur áfram: „Æskan og börnin eru annars það sem oft skapar dýrmætustu stund- irnar á jólum og aðventu. Sonur minn er kominn á þrítugsaldurinn og núna er gaman að rifja upp þá tíma til dæmis þegar við dunduðum okkur við að baka piparkökuhús, setja saman og skreyta. Það voru gæðastundir sem nú eru skemmti- legar minningar sem við eigum.“ Það er ljúft að hugsa til aðventu og æskujóla sem einkenndust af til- hlökkun, segir Heiðdís. Góðar minn- ingar sínar úr æsku segir hún að rammist inn í fallegri frásögn Stef- áns skálds frá Hvítadal, af kirkjuför á jóladag fyrir meira en hundrað ár- um. „Þetta var jólamessa að fyrrver- andi kirkjustað, Felli í Kollafirði á Ströndum, en þar eru mínar bernskuslóðir. Þetta er einstaklega hjartnæm lýsing á gleði og til- hlökkun barnsins, sem er gagntekið af dýrð og lotningu fyrir því sem það upplifir. Dagsljósið dvín og logi tólg- arkertanna í kirkjunni lýsa fegurra en áður. Heimferðin er í logni og glaða tunglskini, þar sem svellbunk- arnir ljóma. Úti er kalt en öllum hlýtt í hjarta á hátíð ljóss og friðar og í mínum huga er þetta ein af fal- legustu íslensku jólasögunum sem ég hef nokkru sinni lesið.“ Dýrmætar stundir með börnunum Minningar Æskujólin einkenndust af tilhlökkun, segir Heiðdís. „Jólasöngvarnir með öllum sínum fallega boðskap og birtu eru ómissandi á aðventunni og fylla hjarta mitt af gleði. Um síðustu helgi fór ég á þrenna tónleika, hverja öðrum betri og skemmti- legri og þarna fann ég nálægð há- tíðarinnar svo vel,“ segir Margrét Pálmadóttir, stjórnandi Vox fem- ine. Árlegir aðventutónleikar kvennakórsins eru í Háteigskirkju kl. 17 í dag og því til viðbótar koma einnig fram margir frábærir listamenn með allra handa spila- verk. Það sem annars er sögulegt er að þetta eru kveðjutónleikar Margrétar með kórnum, hún lætur nú af stjórninni eftir starf í ald- arfjórðung. Hún verður þó áfram listrænn stjórnandi sönghússins Domus Vox, en undir nafni þess starfa alls átta kórar. „Jólasöngvar ná til hjarta og sál- ar. Einir af tónleikunum sem ég sótti um síðustu helgi voru Auror- ur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þær bókstaflega lýstu upp kirkjuna, Tjörnina og umhverfið allt. Ljómi aðventu er skærastur í samhljómi syngjandi fólks og innihaldsríkir trúartextar heila sálina,“ segir Margrét. Henni finnst sömuleiðis ljúft og gott að fara á miðbæjarrölt á aðventunni. Fara um fallega lýst- an og skreyttan Laugaveg, Skóla- vörðustíg eða aðrar nærliggjandi götur; tylla sér þar niður á kaffi- húsi og spjalla við góða vini. „Svo eru það mínar þingeysku rætur. Stórfjölskyldan kemur allt- af saman á aðventunni til þess að skera og steikja laufabrauð og það kynstrin öll af bakkelsi. Mér finnst það ómissandi, rétt eins og að nota þessa daga sem nú fara í hönd til þess að horfa á góðar jólamyndir eða fallega tónleika sem nálgast má á YouTube eða sjónvarprásum símafyrirtækjanna.“ Kór Margrét Pálmadóttir með kórinn góða Vox femine í baksýn. Hún er um þessar mundir að ljúka löngum og farsælum ferli sem stjórnandi hans. Til hjarta og sálar Litlu jól skipverja á Grindavíkurtog- aranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 225 voru í hádeginu í gær. Í vari und- ir Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp, meðan bræla gekk yfir, var stund milli stríða og því var efnt til veislu með hangi- kjöti og því sem tilheyrir – svo og jólablandi og laufabrauði. „Í löngum túr- um þarf tilbreytingu og svona dæmi eru ómissandi. Það er líka góður mórall um borð og margir skemmti- legir sögumenn í hópnum,“ segir Valur Pétursson skipstjóri í samtali við Morgunblaðið. Alls 26 eru í áhöfn Hrafns Svein- bjarnarsonar, sem fór út 28. nóv- ember og ætlunin er að koma í land 22. desember. Lengst af í yfirstand- andi túr hefur togarinn verið á Vest- fjarðamiðum, þar sem ágætlega fiskast sé veðrið skaplegt. Fyrr á árum var algengt að stærri skip og togarar væru úti á miðunum um jólin, en slíkt tíðkast ekki lengur. Jólaveisla í togaranum Hangikjöt við Grænuhlíðina Hrafnar Fjör í borðsal í hádeginu í gær. Valur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.