Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 4ra herbergja nýlegt parhús með bílskúr við Grímsholt í Garði. Rólegt og barnvænt umhverfi. 146,6 m2 Verð kr. 36.900.000. Grímsholt 9, 250 Garði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Pólskur heimamaður“ sagði maðurinn, þegar spurt var hversinnti ákveðnu verkefni í þorpinu. Þetta var nýtt hugtakfyrir mér. Sá sem um var rætt er frá Póllandi en orðinnhluti af samfélagi þorpsins. Uppruni er mikilvægur á Ís- landi og stundum notaður til að útiloka viðkomandi frá samfélaginu. En þar kemur þetta orð heimamaður sér vel. Tæplega verður Pól- verji Íslendingur en hann getur orðið heimamaður og missir þá smám saman þann vafasama titil að vera að- komumaður. En hvers vegna er ég að ræða þetta í dálki um ís- lenskt mál? Jú, vegna þess að hluti íslensku þjóðar- innar er af pólsku bergi brotinn. Margir Pólverjar hafa búið hér í áratugi, komið sér vel fyrir og eru ekki á heimleið. Aðrir hafa verið skemur og sumir eru aðeins tímabundið. Það er augljóst mál að það er mikið í húfi að fólkið nái góðum tökum á íslensku til að hér verði gott samkomulag á milli þessara hópa. Tungu- málin, pólska og íslenska, eru mjög ólík og það tekur allnokkurn tíma að læra þau. Á meðan verið er að ná tökum á íslensku læra Pólverjar oft meira í ensku en íslensku. Íslendingar tala ensku við þá sem ekki tala íslensku. Á vinnustöðum er gjarnan fólk af ýmsu þjóðerni og það tal- ar saman á ensku. Vissulega gæti hér orðið hópur fólks sem kýs að tala pólsku við samlanda sína og ensku við aðra. Það er hætt við að margir muni læra bara ensku en ekki íslensku, nema það komi til hvatning, og fólkið finni tilgang með íslenskunáminu. Hvers vegna þarf að læra sér íslensku ef það talar enginn við þig á því máli? Og þá kemur að hlutverki íslenska ríkisfjölmiðilsins sem á að vera fyrir alla þjóðina. Er sýnt pólskt barnaefni, þættir eða kvikmyndir frá Póllandi í RÚV? Er til íslenskt efni textað á pólsku á RÚV? Ríkis- útvarpið er sá fjölmiðill sem ber að sinna menningu og besti miðillinn til að tengja fólk. Margir erlendir íbúar kannast ekki við RÚV. Við heimamenn þurfum að skilja nýju íbúana, menningu þeirra og rætur. Gestirnir þurfa að finna eitthvað sem vekur áhuga á okkar sögu, tungumáli og menningu. Það væri góður kostur og myndi tengja þjóðirnar ef við sæjum eitthvað frá Póllandi, þessari menningarþjóð sem á sér langa sögu í gerð barnaefnis, bókmenntum, kvikmyndagerð og tónlist. Ef sýnt væri efni frá Póllandi væri það ákveðin hvatning fyrir Pólverja til að opna íslenskt sjónvarp eða útvarp og þá frekar myndu þeir fylgjast með öðru sem er á íslensku eða textað á íslensku. Við vitum að það eru margir Pólverjar fluttir til Íslands en við lát- um eins og það komi okkur ekkert við. Það er öllum í hag að við skilj- um hvert annað, njótum saman og virðum menningu og tungumál hvert annars. Við verðum ríkari við það að kynnast menningu ann- arra þjóða og þar er pólsk menning engin undantekning. Pólskur heimamaður Tungutak Lilja Magnúsdóttir Þjóðerni Hluti íslensku þjóðarinnar er af pólsku bergi brotinn. Fyrir ári kom út fyrri hluti ævisögu Ragnars Arn-alds, fyrrverandi þingmanns, ráðherra ogfyrsta formanns Alþýðubandalagsins, eftir aðþví var breytt í formlegan stjórnmálaflokk 1968. Þegar þeirri bók, Æskubrek á atómöld, lauk var höfundurinn kominn á þing, 24 ára gamall. Nú er síðari hluti ævisögu Ragnars komin út, en hann nefnist Gand- reið á geimöld. Þótt bókin fjalli um liðna tíð er þó kafli á fyrstu síðum hennar, sem á beint erindi við líðandi stund. Ragnar fjallar um örlagaríka atburði í tíð Viðreisnarstjórnar Ólafs Thors í nóvember 1963, þegar hann var nýkominn á þing og segir: „Veturinn áður hafði verkalýðshreyfingin sætt sig við að fresta verkfallsaðgerðum fram á haust í von um að samkomulag næðist um kjarabætur. Nú var sá umþótt- unartími liðinn án nokkurs samkomulags. Langlundargeð launafólks var því á þrotum og verkföll yfirvofandi. En á fyrsta degi nóvembermánaðar lagði stjórnin fram frumvarp á Al- þingi, sem bannaði öll verkföll svo og hvers kyns launahækkanir það sem eftir lifði árs – jafnvel einnig þær hækkanir, sem þegar hafði verið sam- ið um … Sama dag og frumvarpið var lagt fram hélt Alþýðusamband Íslands geysifjölmennan útifund á Lækjartorgi. Mannfjöldinn náði langt upp eftir Bankastræti svo og út í Lækjargötu og Austurstræti. Mikill hiti var í mönnum og loft lævi blandið. Það var sannkallað upplausnarástand í aðsigi … Þótt ég ætti eftir að sitja á þingi í rúma þrjá áratugi er ekki minnsti vafi í huga mér að einmitt þessa nóvemberdaga 1963 var meiri spenna í heimi stjórnmálanna en ég átti nokkru sinni eftir að upplifa og gekk þó oft mikið á. … Prentarar höfðu þá þegar hafið verkfall og engin blöð komu út.“ Síðan lýsir Ragnar í bók sinni sögulegum atburði laug- ardaginn 9. nóvember 1963: „Einmitt þennan morgun bauðst Ólafur Thors, for- sætisráðherra, til þess að fresta lokaafgreiðslu frum- varpsins gegn því að boðuðum verkföllum yrði jafnframt frestað. Verkalýðshreyfingin tók tilboði Ólafs … Sam- komulagið sem gert var 9. nóvember 1963 var tvímæla- laust söguleg málamiðlun. Báðir aðilar gerðu sér grein fyrir því að stjórnmálaátök í landinu væru komin á hættu- legt stig … … Þjóðin stóð því sannarlega á brún hengiflugsins þessa dagana og hvorug fylkingin átti auðvelt með að gefa eftir … Sú merkilega málamiðlun átti tvímælalaust eftir að marka þáttaskil í samskiptum forystumanna Sjálf- stæðisflokksins og þá ekki sízt Bjarna Benediktssonar við verkalýðshreyfinguna og vinstriöflin í landinu.“ Þessi frásögn Ragnars Arnalds á erindi við samfélag okkar í dag. Framundan geta verið hörðustu átök á vinnu- markaði frá því í nóvember 1963. Hér upplýsir Ragnar í fyrsta skipti hver hafði frumkvæðið að því að forða því allsherjarstríði, sem var framundan fyrir 55 árum. Það var Ólafur Thors, þá forsætisráðherra, sem tveimur árum áður hafði látið af formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Nú eru að óbreyttu framundan átök á vinnumarkaði, sem engir eiga meiri sök á en stjórnmálamennirnir sjálf- ir, þingmenn úr flestum flokkum. Er nú til sá stjórnmálaforingi í landinu, sem tekur það frumkvæði sem Ólafur Thors sýndi í nóvember 1963? Það á eftir að koma í ljós. Ævisaga Ragnars Arnalds er mikilvægt innlegg í sögu vinstrimanna á Íslandi á 20. öld. Hann gekk aldrei í Sam- einingarflokk alþýðu – Sósíalistaflokk og lýsir sam- skiptum sínum við Einar Olgeirsson, aðalleiðtoga komm- únista á Íslandi, með þessum orðum: „Eftir að ég hafði síðan náð kjöri á þing og mætti til þingstarfa þetta haust lagði Einar strax fast að mér að ganga í Sósíalistaflokkinn. En á það gat ég ekki fallist og deildum við oft hart um það mál.“ Þessi sérstaða Ragnars hefur áreið- anlega átt þátt í því að um hann náðist samstaða sem fyrsta formann Alþýðubandalagsins en þá var hann aðeins þrítug- ur að aldri. En einmitt af þessum ástæðum á ég erfitt með að skilja sýn hans á Alþýðubandalagið á þessum árum þegar hann segir (bls. 69): „Engu að síður blasti við sú staðreynd að Alþýðu- bandalagið var í þann veginn að leysast upp í frumparta sína án þess að orsök þess væri skýr ágreiningur milli fylk- inga um tiltekin átakamál eða meginviðhorf í stjórn- málum.“ Var þá enginn hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli þeirra samherja, Ragnars og Jónasar Árnasonar (föður- bróður Sólveigar Önnu Jónsdóttir, formanns Eflingar), svo og Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar og þeirra manna annars vegar og gömlu kommanna í Sósíal- istaflokknum hins vegar, sem trúðu á Sovétríkin? Eins og þetta horfði við okkur á hinum kantinum höfðu gömlu kommarnir undir forystu Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar og síðar arftaka þeirra undirtökin í Alþýðubandalaginu alveg þangað til Ólafur Ragnar Gríms- son var kjörinn formaður þess árið 1987. Í ljósi þess að við Ragnar höfum talað um pólitík og ri- fizt um pólitík frá því að við kynntumst 11 ára gamlir hef- ur það sótt á mig við lestur ævisögu hans hvað það er sem veldur því að tveir einstaklingar, sem hafa átt svo langa samleið, hafa svo gjörólíka sýn á samfélagsþróun okkar tíma – en hef ekkert svar fundið. Hins vegar fór þó svo að við urðum pólitískir samherjar fyrir tíu árum í baráttunni gegn aðild Íslands að ESB og nú hefur sá þriðji, Jón Baldvin Hannibalsson, gengið til liðs við okkur í andstöðu við orkupakka 3. Sá fjórði, Hall- dór Blöndal, hefur ekki tjáð sig um það mál opinberlega. Seinni hluti ævisögu Ragnars Arnalds á beint erindi við líðandi stund. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Verður sögulegt frumkvæði Ólafs Thors frá 1963 endurtekið? Tékkneski rithöfundurinn MilanKundera notar snjalla líkingu til að lýsa vegferð okkar. Á veg- inum sjáum við sæmilega það, sem er framundan og nálægt okkur, við- mælendur okkar og ef til vill eitt til tvö hundruð metrum lengra. Það, sem fjær er, sést að vísu ekki í myrkri, heldur þoku. En þegar við horfum um öxl, sjáum við allt miklu skýrar þar. Þar er engin þoka. Kundera notar þessa líkingu til að brýna það fyrir okkur að dæma menn liðinna ára ekki of hart, ef þeir hafa ekki séð umhverfi sitt eins skýrt og við sjáum það. Mér finnst líking Kunderas eiga vel við um íslenska bankahrunið 2008. Menn voru ekki vissir um, hvort bankakerfið væri sjálfbært eða ekki. Sumir fræðimenn, til dæmis Richard Portes og Frederic Mishkin að ógleymdum sérfræð- ingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, töldu, að svo væri. Aðrir, svo sem Robert Aliber og Willem Buiter, voru annarrar skoðunar. Allir sáu þeir umhverfið í þoku, þótt sumir þeirra römbuðu á rétta spá. Sigur- inn á marga feður, en ósigurinn er munaðarlaus. En ein af ástæðunum til þess, að bankakerfið féll um koll, var auðvitað, að nógu margir fóru að trúa því, að það myndi gera það, og þá rættist spáin af sjálfri sér. Ég er á hinn bóginn ekki viss um, að líking Kunderas eigi við, þar sem hann notar hana sjálfur: að ekki eigi að fordæma þá, sem veittu alræðisstjórn kommúnista lið. Þeir, sem það gerðu hér á Íslandi, vissu mæta vel, hvernig stjórnarfarið var í kommúnistaríkjunum. Frá upphafi birti Morgunblaðið nákvæmar fréttir af kúguninni og eymdinni þar eystra, meðal annars þegar ár- ið 1924 í greinaflokki Antons Karl- grens, prófessors í slavneskum fræðum í Kaupmannahafnarhá- skóla. Sagan af flökkubörnunum sýnir það best. Morgunblaðið flutti oft fréttir af því á öndverðum fjórða áratug, að hópar hungraðra flökku- barna færu um Rússland og betl- uðu eða stælu sér til matar. Í ferða- bókinni Í austurvegi 1932 hélt Laxness því fram, að þau væru horfin. En í Skáldatíma 1963 játaði Laxness, að hann hefðu oft séð þau á ferðum sínum: „Ég sá þessa aum- íngja bera fyrir oft og mörgum sinnum, einkum í úthverfum, fá- förulum almenníngsgörðum eða meðfram járnbrautarteinum.“ Flökkubörnin voru ekki falin í neinni þoku. En þá héldu sumir, að kommúnisminn myndi sigra. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vegurinn og þokan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.