Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Nokkur undanfarin
ár hefur í skýrslum
Hagstofu Íslands ver-
ið greint frá því, að
fólki í Þjóðkirkjunni
hafi fækkað.
Þegar litið er á töl-
ur þessa efnis, kemur
þó í ljós, að fullveðja
fólki hefur fækkað
mun minna, hlutfalls-
lega, en ráða má af
heildarfjölda þjóð-
kirkjumanna núna.
Hvernig skyldi standa á þessu?
Hluti skýringarinnar er sá, að
barn borið til skírnar fylgir ekki
lengur sjálfkrafa trúfélagi móður
sinnar, eins og tíðkaðist hér fyrr
meir. Sé þess óskað, að barnið
heyri Þjóðkirkjunni til, þarf að skrá
það sér á parti á eyðublað, sem for-
ráðamenn þess undirrita. Ef til vill
hefur þetta viljað lenda í útideyfu.
Nú fer unglingsmaður til útlanda
og dvelst þar við nám um tíma.
Þegar hann snýr aftur heim til Ís-
lands, kemur í ljós, að hann er ekki
lengur skráður þjóðkirkjumaður.
Skírnarvottar telja sig einatt
þjóðkirkjufólk, en þegar betur er
að gáð kemur í ljós, að
svo er ekki.
Þá eru og dæmi um
aldraða, sem voru
handvissir um það, að
þeir fylltu flokk þjóð-
kirkjumanna, en höfðu
af einhverjum ástæð-
um fallið út af skrá um
félaga í Þjóðkirkjunni,
án þess að hafa
minnstu hugmynd um
það.
Lengi stóð svo, að
breyttu menn um lög-
heimili hérlendis, var af hálfu hins
opinbera rjálað við aðild þeirra að
trúfélagi, og þá tíðast að þeim for-
spurðum.
Skyldi ekki full þörf að líta ögn
nánar á þetta mál?
Hví fækkar?
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar
Björnsson
» Breyttu menn um
lögheimili hérlendis,
var af hálfu hins opin-
bera rjálað við aðild
þeirra að trúfélagi, og
þá tíðast að þeim for-
spurðum.
Höfundur er pastor emeritus.
Ég er 18 ára stelpa
sem er í menntaskóla,
ég á góðan vinahóp og
ég tel mig vera ham-
ingjusama og sátta
með sjálfa mig. Mig
langar að segja frá
mínu ferli í átt að
sjálfsást og hvað það
hefur breytt lífi mínu
til muna.
Ég hafði alltaf alveg
frá því að ég komst á
þann aldur að vera meðvituð um
sjálfa mig verið að berjast við að
sætta mig við líkamann minn eins og
hann er. Ég hef aldrei verið með
flatan maga og ég hef alltaf verið
með læri. Þetta hafði mikil áhrif á
mig lengi vel og það var ekki fyrir
svo löngu sem ég stóð fyrir framan
spegil og horfði á mig og sagði við
mig að ég elskaði mig eins og ég er.
Ég hætti að bera mig saman við aðr-
ar stelpur og ég hætti að brjóta mig
niður fyrir það að passa ekki í kass-
ann af staðalímyndunum sem ég sé
daglega á öllum samfélagsmiðlum.
Ég var í fimleikum frá því að ég
man eftir mér og þar til ég varð 16
ára og allan tímann sem ég var að
æfa var ég alltaf breiðari en hinar
stelpurnar og með eitt-
hvað utan á mér sem
hinar stelpurnar höfðu
ekki.
Ég man eftir því eins
og það hafi gerst í gær
þegar þjálfarinn minn
tók mig til hliðar eftir
æfingu og fór að tala
um það að þegar ég
væri svöng ætti ég
bara að drekka vatn í
staðinn fyrir að fá mér
mat því það myndi slá á
hungrið. Ef ég hefði
ekki verið sterki kar-
akterinn sem ég var þegar ég var
um það bil 14 ára þá hefðu þessi orð
getað haft mikil áhrif á mig alla tíð
og ég hefði getað farið að eltast við
það að verða grennri því einhver
annar en ég sjálf vildi það. Ég lét
þessi orð ekki á mig fá því ég vissi að
holdafar mitt hafði engin áhrif á
frammistöðu mína í fimleikum því ég
var alltaf valin í liðið.
Því miður eru ekki allir jafn sterk-
ir í hausnum og láta auðveldlega
leiða sig í fjötra þessara staðal-
ímynda á samfélagsmiðlum. Hin
fullkomna stelpa á mörgum sam-
félagsmiðlum í dag er mjó, með góða
brjóstaskoru, flottan rass, alls ekki
of stór læri og grannt mitti. Ég er
samt ekki að alhæfa en svona upplifi
Eftir Sigrúnu Önnu
Gísladóttur » Stelpa, sem vill fá
samþykki annarra á
útliti sínu á samfélags-
miðlum í dag, verður
auðveldlega veru-
leikafirrt.
Sigrún Anna
Gísladóttir
Höfundur er nemi í menntaskóla.
ég staðalímyndina og ég veit að ég
er ekki ein um það.
Stelpa sem vill fá samþykki ann-
arra á sínu útliti á samfélagsmiðlum
í dag á mjög auðvelt með að verða
veruleikafirrt.
Ég persónulega vil ekki búa í sam-
félagi þar sem ég er ekki nóg fyrir
hina vegna þess að ég er ekki hin
fullkomna stelpa. Ég vil búa í sam-
félagi þar sem allir elska sig eins og
þeir eru og eru sáttir og þurfa ekki
að berjast við að sætta sig við líkam-
ann sinn.
Getum við öll elskað okkur fyrir
allt það sem við erum og hættum að
rakka okkur niður fyrir allt það sem
við erum ekki. Hættum að láta stað-
alímyndirnar sem við sjáum daglega
á samfélagsmiðlum hafa áhrif á
hvernig við sjáum okkur í spegl-
inum, því það er ekkert verra en að
finnast maður ekki vera nóg.
Elskaðu þig eins og þú ert
Það er hálfeinkenni-
legt að okkur, sem
reynum að tala hreina
íslensku, er það bann-
að, en þingmenn virð-
ast mega láta allt út úr
sér, jafnvel þjófkenna
fólk. Ekki treysti ég
mér til að kjósa neitt í
næstu kosningum og
ætla að leyfa mér að
kalla þetta fólk lið sem
reynir og kemst á þing, ekki til að
vinna að hagsmunum okkar þjóðar,
heldur finnst mér þetta lið vera
þarna til að hirða launaumslagið sitt.
Ég veit bara að litla stelpan hjá
Pírötum sem alltaf er bullandi í
ræðustól veit harla lítið um hvað Al-
þingi okkar Íslendinga snýst og er
það svo um flesta Pírata eða Sam-
fylkingarliðið. Ekki er Logi Einars-
son betri og Samfylkingarfólkið al-
mennt. Svo eru það ráðherrarnir
sem loksins komast í djobbið. Þeir
þykjast vita allt, en vita svo ekki
neitt. Ekki get ég séð að heilbrigðis-
ráðherrann sé neitt skárri en fyrir-
rennarar hennar.
Ekki ætla ég að skrifa meira um
þetta lið sem situr á Alþingi okkar
Íslendinga. Ég verð yfirleitt reiður
þegar ég hugsa út í það, en sennilega
hefst spillingin þar, því manni verð-
ur illt þegar maður les fjölmiðlana
um þá spillingu sem
grasserar á okkar ann-
ars fallega landi. Síðast
í dag var ég að lesa enn
eina greinina um það
hvernig Seðlabankinn
hefur hagað sér gagn-
vart Samherja og
Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum. Það virð-
ist enginn ábyrgur í því
máli hjá Seðlabank-
anum? Í þessu máli á
seðlabankastjóri að
segja af sér og ef hann
vill það ekki sjálfur þá á að reka
hann og alla lögfræðinga og þá sem
komu að þessum málum er varða
Samherja og VSV í Vestmanna-
eyjum.
Svo er það spillingin í Reykjavík.
Ég er þakklátur fyrir að greiða ekki
mitt útsvar þar. Borgarstjórinn sit-
ur sem fastast þó svo að hann sem
borgarstjóri beri og sé ábyrgur fyrir
þeim fjármunum sem greiddir eru í
borgarsjóð og hvernig þeim er ráð-
stafað. Braggamálið, Hlemmur og
það má víst endalaust telja upp vit-
leysurnar sem unnar eru í Reykja-
víkinni sem senn verður kölluð
Braggaborg. Allur meirihluti borg-
arstjórnar á að hætta, að mínu áliti.
Borgarstjóri út af peningaruglinu og
Viðreisnarkonur vegna svika við
kjósendur sína með því að fara í
meirihluta með Samfylkingunni og
fyrri meirihluta. Reykvíkingum
finnst þetta bara allt í lagi hvernig
er farið með fjármuni þeirra, alla-
vega skil ég ekki hvernig það má
vera að Samfylkingin með þennan
Loga Einarsson sem formann
mælist með 17% í könnunum. Og
enn get ég talið upp spillingu að
mínu mati.
Matvælastofnun var dæmd af
æðsta dómstóli til að greiða bætur til
fyrirtækis í matvælaiðnaði. Þetta
mál er enn að veltast í kerfinu og
forstjóra og lögfræðingi Matvæla-
stofnunar líðst það að leika sér með
almannafé. Hvað skyldi bara þetta
mál kosta skattborgara þessa lands
þegar upp verður staðið? Nei, það
hugsar enginn út í þessi mál, það
væri sennilega hægt að leggja og
laga marga vegi þessa lands ef þetta
lið hyrfi af vettvangi, þá á ég við for-
stjóra og lögfræðinga Matvælastofn-
unar, því ég veit að margir mjög
færir endurskoðendur hafa sent inn
sín rök í þessu máli ensamt gerist
ekkert. Auðvitað á að reka forstjóra
og lögfræðinga Matvælastofnunar
og það strax.
Annað mál og það er mál Snorra í
Betel við Akureyrarbæ. Ekkert
virðist ganga í því máli þó svo að
Hæstiréttur sé búinn að dæma
Akureyrarbæ til að greiða Snorra
bætur, en Snorri var rekinn fyrir
það eitt að hafa trú á Jesúm Kristi.
Skyldi Logi Einarsson Samfylking-
armaður vera eitthvað viðriðinn það
að Snorri var rekinn sem kennari
hjá Akureyrarbæ? Ég veit ekki bet-
ur en að það hafi verið kosið um það
hér á þessu landi um að við ættum að
vera kristin þjóð, nei, nei, við skulum
bara endalaust hleypa inn í okkar
land tómum múslimum. Samkvæmt
skrifum í fjölmiðlum þá er eitthvað
mikið að gerast hjá Samgöngustofu,
allavega finnst mér ekkert viturlegt
koma út úr forstjóra þess fyrirtækis,
ég held að hann allavega viti lítið um
fiskiskip, hvað snýr fram eða aftur.
Mér skilst að það séu tómir lögfræð-
ingar þar við störf, svo það er víst
ekki von á góðu þar.
Ekki skil ég af hverju fjölmiðla-
fólk rannsakar ekki eins og t.d. Mat-
vælastofnun og mál Snorra í Betel.
Allir vita um óráðsíuna hjá Seðla-
banka og Reykjavíkurborg, en mál
Matvælastofnunar gegn matvæla-
fyrirtæki og mál Snorra í Betel
snýst um einstaklinga og mannorð
þeirra. Ég gæti talið upp fleiri ríkis-
stofnanir sem eru illa reknar. Ríkis-
sjóður er ekkert annað en við skatt-
borgarar og sem skattborgari vil ég
að það sé farið vel með þá peninga
sem ég greiði í ríkiskassann. Er
kannski bara allt leyfilegt á okkar
landi?
Er allt leyfilegt á Íslandi?
Eftir Friðrik Inga
Óskarsson » Sem skattborgari vil
ég að það sé farið vel
með þá peninga sem ég
greiði í ríkiskassann.
Friðrik I. Óskarsson
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri og eldri borgari.
fio@fio.is