Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 33
MESSUR 33á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 AKRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Prestur er Jón Ragnarsson. Söngfólk úr Kirkju- kór Akraneskirkju leiðir söng undir stjórn Sveins Arnars Sveinssonar organista. AKUREYRARKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Strengjasveit 3 frá Tónlistarskólanum á Akureyri, undir stjórn Ásdísar Arnardóttur, leikur jólalög. Umsjón Sonja Kro og Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. Jólasöngvar Akureyrarkirkju kl. 17 og 20. Fram koma: Kór Akureyrarkirkju, Eldri barnakór Ak- ureyrarkirkju og Ungmennakór Akureyrar. Með- leikari: Valmar Väljaots. Organistar og stjórn- endur: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjón Ingunnar djákna og sr. Þórs. Benjamín Gísli leikur á píanó. Aðventuhátíð Ár- bæjarsafnaðar kl. 19.30. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Leikskólabörn frá Heiðaborg syngja. Börn úr Árbæjarskóla flytja tónlistar- dagskrá. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla flytur hátíðarræðu, Gréta Sal- óme Stefánsdóttir leikur á fiðlu. Aladár Rácz leikur á píanó. Kór Árbæjarkirkju syngur nokkur lög, hljóm- og kórstjóri er Kristina K. Szklenár. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Kristný Rós djákni og Dagur Fannar guð- fræðinemi leiða samverustund sunnudagaskól- ans. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Ekkó-kórinn leiðir söng og syngur nokkur jólalög eftir guðsþjónustu undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Aðventuhátíð Ássafnaðar kl. 16. Kórsöngur og almennur söngur, helgileikur fermingarbarna. Ræðumaður er Bryndís Malla Elídóttir. Heitt súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar og safnaðarfélags í Ási á eftir. ÁSTJARNARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Bjarka Geirdal Guðfinnssonar guð- fræðinema. Aðventuhátíð kl. 17. Kór Ástjarn- arkirkju og kórinn Ljósbrot syngja jólalög auk barnakórs Ástjarnarkirkju sem flytur söngleikinn Óskir trjánna eftir Keith Reed tónlistarstjóra kirkjunnar sem stjórnar öllum kórunum. Prestar kirkjunnar, Kjartan Jónsson og Arnór Bjarki Blomsterberg, leiða stundina. Kakó og pip- arkökur. BESSASTAÐAKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Helgileikur fluttur, jólalög sung- in og hljóðfæraleikarar úr Tónlistarskóla Garða- bæjar flytja fyrir okkur lög. Hljómsveitin Læri- sveinar hans, Sigrún Ósk, Margrét djákni og sr. Hans Guðberg leiða stundina. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Gerðuberg- skórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti er Örn Magnússon. Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir sjá um hann. Kaffiveitingar á eftir. Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju. Bæna- stund á ensku kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Kaffiveitingar og samfélag eftir stundina. Jól í Tjaldkirkjunni kl. 20. Jólatónleikar Kórs Breiðholtskirkju við kertaljós. Miðaverð kr. 2500. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Söngur, fræðsla og föndur og hressing eftir messu. Daníel, Sóley, Jónas og sr. Pálmi leiða stundina. Á aðventunni verða allar messur kl. 11 og ekki messa kl. 14. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Vinir Digra- neskirkju leiða söng. Prestur er Bára Friðriks- dóttir. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð. Fermingarfræðsla að lokinni messu. Veitingar í safnaðarsal að athöfn lokinni. DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Séra Sveinn Valgeirsson pré- dikar og þjónar fyrir altari kl. 11. Sunnudaga- skólinn á kirkjuloftinu. Kári Þormar og Dómkór- inn. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Þriðjudaginn 11. desember kl. 18 verður jóla- messa sjónvarpsins tekin upp. Á miðvikudag er örpílagrímaganga kl. 18 sem byrjar með bæna- stund í Dómkirkjunni. Á fimmtudag er tíða- söngur kl. 16.45-17. FELLA- og Hólakirkja | Jólaskemmtun sunnu- dagaskólans kl. 11. Sunnudagaskólanum lýkur með jólaballi. Sveinarnir skemmtilegu koma í heimsókn og að lokum fá allir lítinn glaðning. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Vinamessa og sunnudagaskóli kl. 11. Krílakórar kirkjunnar koma fram og syngja undir stjórn Ernu Blöndal. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Kór Gler- árkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Jólastund með krossbandinu kl. 20. Sr. Stef- anía G. Steinsdóttir þjónar. Eftir athöfn verður boðið upp á kakó og kleinur í safnaðarheimilinu. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Krakkar frá Tónlistarskóla Grafarvogs koma og spila fyrir okkur. Kór Grafarvogskirkju syngur og stjórnandi er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Við skreytum pip- arkökur, Pétur Ragnhildarson hefur umsjón. GRAFARVOGUR - kirkjuselið í Spöng | Sel- messa með altarisgöngu kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sig- urðardóttir þjónar. Krakkar frá Tónlistarskól- anum Hörpunni spila. Vox Populi syngur og undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11 á vígsludegi Grensáskirkju. Morgunkaffi kl. 10 og bænastund í kapellu kl. 10.15. Kvennakórinn Vox Feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og prestur er María Ágústsdóttir. Messuhópur þjón- ar ásamt fermingarbörnum. Jólamatur eldri borgara kl. 12 miðvikudaginn 12.12. Skráning í síma 528-4410. Jólastund fjölskyldunnar 12.12. kl. 16.30-18. Jólasveinn, jólatré og jóla- saga. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Nýtt pípuorgel vígt. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, blessar orgelið. Sr. Karl V. Matthíasson, sr. Leifur R. Jónsson og dr. Sigríður Guðmarsdóttir þjóna fyr- ir altari. Kirkjukór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur, Heiðdís Hanna Sig- urðardóttir syngur einsöng. Eftir messuna verð- ur boðið upp á veitingar. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálpari er Aðalsteinn Dalmann Októsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Skátar bera inn ljósið frá Betlehem. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson mess- ar. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Fé- lagar í Barbörukórnum syngja. Bylgja Dís leiðir fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum. Hressing á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá sr. Irmu S. Óskarsdóttur og Ingu Harðardóttur. Jólasöngvar og helgileikur. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur og flytur helgileik undir stjórn Helgu V. Sigurjónsdóttur. Ragnheiður, Karítas og Rósa aðstoða. Organisti er Hörður Áskelsson. Eftir guðsþjónustu verður aðventuhátíð í suðursal. Jólasöngvar sungnir ogg góðir gestir koma í heimsókn. Ensk jóla- messa kl. 14. Lessons and Carols. Prestar sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Sigurður Árni Þórð- arson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir sér um barnastarf. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Helgistund kl. 11. Prestur er Sunna Dóra Möller. Sr. Bolli Pétur Bollason flytur hugleiðingu. Árni Jón Eggertsson syngur einsöng, Halldór Másson leikur á gítar. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimili á sama tíma undir stjórn þeirra Markúsar og Heiðbjartar. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Sameiginlegt aðventukvöld Hraungerðis- og Villingaholts- sókna kl. 20. Ræðumaður er Elín Bjarnveig Sveinsdóttir. Kór sóknanna syngur undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar, kveikt á aðventukransi. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11.Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Sam- koma á ensku kl. 14. English speaking service. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn | Að- ventuhátíð sun. 9. des. kl. 14 í Skt. Pauls kirkju. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur, stjórn- andi María Ösp Ómarsdóttir. Barnakórinn í Kaupmannahöfn flytur helgileik og syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur sem einnig ann- ast orgelleik. Hugvekju flytur Helga Soffía Kon- ráðsdóttir prófastur í Reykjavík. Ágúst Einarsson stýrir samkomunni. Heitt súkkulaði í boði í húsi Jóns Sigurðssonar eftir aðventuhátíðina. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnudag kl. 13. Samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Barna- starf. Edda M. Swan prédikar. Eftir stundina verður kaffi. KEFLAVÍKURKIRKJA | Jólaball hefst með helgistund í kirkjuskipinu kl. 11. Því næst er haldið til Kirkjulundar þar sem hljómsveit Tón- listarskóla Reykjanesbæjar leiðir söngva er dansað verður í kringum tréð. Kaffi og pip- arkökur verða á borðum. Aðventustund Kórs Keflavíkurkirkju kl. 17. Kór- félagar bjóða öllum að koma að hlýða á fallega jólatónlist. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Félagar úr Fílharmóníunni leiða safn- aðarsöng undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðs- dóttir taka vel á móti sunnudagaskólabörnum. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11, svo förum við niður í safnaðarheimilið og höldum jólaball. Jólasveinar í heimsókn. Síðasti sunnu- dagurinn til að koma með föt í jóla- fatasöfnunina. Boðið verður upp á svala, kaffi og smákökur. Þá verður helgistund kl. 13 í Há- túni 12. LÁGAFELLSKIRKJA | Aðventukvöld Lágafells- sóknar 9. desember kl. 20. Ræðumaður: Hilm- ar Gunnarsson. Tónlist flytja: Einar Clausen, Kristín Lárusdóttir og nemendur úr Tónlistarskóla Mosfellsbæjar ásamt kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti er Þórður Sigurðarson. Prestar: Ragnheiður Jóns- dóttir og Arndís Linn. Kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu að athöfn lokinni. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölbreytt föndur, söngur, ratleikur og pip- arkökumálun. Kaffihúsamessa kl. 20. Helgi Hannesson á píanó, Steinar Kristinsson á trompet og söngkonan Kristín Birna Óðinsdóttir leiða ljúfa jólasálma og tónlist á meðan kirkju- gestir drekka súkkulaði. Skátarnir afhenda frið- arlogann frá Betlehem og sr. Guðni Már Harð- arson leiðir stundina. NESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Þórdís- ar Sævarsdóttur. Undirleik annast Ari Agn- arsson. Umsjón með stundinni hafa Katrín Helga Ágústsdóttir og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Hressing og samfélag á Torginu að lokinni guðsþjónustu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Að- ventusamkoma kl. 17. Fjölbreytt dagskrá s.s. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Emílía B. Ósk- ardóttir, Camilla Rut og Rafn og kór kirkjunnar syngur og leiðir söng við undirleik Stefáns Helga Kristinssonar organista. Frítt inn. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Aðventukvöld 9. desember kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Guð- rún Nordal og munu nemendur LHÍ í kórstjórn syngja jólalög undir stjórn Kristjáns Hrannars. Fermingarbörn færa okkur ljósið og eftir stund- ina býður safnaðarstjórnin upp á smákökus- makk. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Aðventuguð- sþjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir org- anisti leiðir almennan safnaðarsöng. Valskórinn undir stjórn Báru Grímsdóttur syngur lög sem til- heyra tímabilinu. Prestur er Kristinn Ágúst Frið- finnsson. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 20. Kirkjukórinn syngur, Stubbakórinn syngur, ræðumaður er Merete Rabölle. Einsöngur Sig- fús Ólafur Guðmundsson. Undirleikari er Rögn- valdur Valbergsson, prestur er Sigríður Gunn- arsdóttir. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur Lúsíusöngva undir stjórn Ey- rúnar Jónasdóttur. Prestur er Ninna Sif Svav- arsdóttir, organisti er Ester Ólafsdóttir, kór kirkj- unnar syngur. Sunnudagaskóli á sama tíma með þátttöku barnakórsins í umsjón Jóhönnu Ýrar. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, jóla- saga og jólasöngvar, brúðuleikrit og límmiði í Jesúbókina. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Ólafur Jóhann Borg- þórsson prédikar. Seljurnar syngja undir stjórn Svövu Ingólfsdóttur, organisti er Arnhildur Val- garðsdóttir. Hinir árlegu aðventutónleikar Fóstbræðra kl. 17. Kór syngur undir stjórn Árna Harðarsonar. Þóra Einarsdóttir syngur einsöng. Tómas Guðni Eggertsson spilar undir. Aðgangur ókeypis SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ólafur Þórisson, guðfræðingur, pré- dikar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Sel- kórinn syngur undir stjórn Oliver Kentish. Kaffi- veitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjón- ustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Börn úr TTT sýna helgileik og Barnakór Vídal- ínskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigurgeirssonar. Pip- arkökur og mandarínur í messukaffinu. Aðven- tuhátíð kl. 17. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, Unglingakór Ví- dalínskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Guð- rúnar Jónsdóttur. Prestarnir Henning Emil Magn- ússon og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna. Kári Geirlaugsson flytur ávarp. Súkkulaði með rjóma í messukaffinu. VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur er Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagaskólinn kl. 11. María og Bryndís leiða stundina. Kaffi, djús og piparkökur að guðsþjónustum loknum. ORÐ DAGSINS: Teikn á sólu og tungli (Lúk. 21) Morgunblaðið/Kristinn Reykjavík Bústaðakirkja. Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 Flo ttir í fötu m Frímúrarar – Oddfellowar Frábæru kjólfötin okkar komin aftur Verð 76.900,- með svörtu vesti TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Tímamót? Á tímamótum er gott að skipta um tímakeðju og tímareim Afsláttur í desember 20% afsláttur af tímareimasettum og tímakeðjusettum 10% afsláttur af vinnu við tímareima- og keðjuskipti Kynntu þér jólatilb oðin se m eru í U rðarap óteki fram a ð jólum . Úrval tilbúin na gjafap akka. Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Jólin eru komin hjá okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.