Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 ✝ Alda SigrúnAlexanders- dóttir fæddist 6. mars 1936 í Kjós, Árneshreppi á Ströndum. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri 26. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Alexander Árnason, f. 6. ágúst 1894, d. 11. feb. 1970, og kona hans Sveinsína Ágústsdóttir, f. 7. júní 1901, d. 3. nóv. 1987. Systkini Öldu voru: Sigur- björg, húsmóðir á Krossnesi í Árneshreppi, Ágúst Jóhann, bifreiðasmíðameistari í Kópa- vogi, og Skúli, alþingismaður Hellissandi. Þau eru öll látin. Alda giftist árið 1956 Stefáni Kristjánssyni frá Nesi í Fnjóskadal, f. 22. okt. 1929, d. 24. apríl 2016. Dætur þeirra eru: 1) Guðrún, f. 7. febrúar 1956, leikskóla- kennari, maki Sigurður M. Sig- urðsson húsasmíðameistari. Börn þeirra: a) Alda Björk, f. 1973, maki Baldvin Stefánsson, b) Haukur Þór, f. 1980, maki Inga Bryndís Bjarnadóttir, c) til Djúpavíkur. Þar var mikill uppgangur vegna síldarinnar og átti hún góðar minningar þaðan. Frá 13 ára aldri var hún í vist í Borgarfirði og einnig í Reykjavík, þar sem hún vann líka hjá klæðskera. Veturinn 1953-1954 fór Alda í Hús- mæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Sumarið 1954 var hún í kaupamennsku í Fnjóska- dal þar sem hún kynntist Stef- áni og hóf síðar sambúð með honum í Nesi. Þau stofnuðu ný- býlið Tungunes og voru með búskap í samstarfi við Valtý, bróður Stefáns, og Kristínu, konu hans, og síðar með Gunn- ari, syni þeirra, og konu hans, Sigurlínu. Lengi vel voru þau hjónin með rófnarækt og eins höfðu þau umsjón með verslun KSÞ við Vaglaskóg á vetrum. Stefán vann mikið utan heimilis og kom það þá í hlut Öldu að stýra búinu. Hún tók einnig þátt í félagsstarfi Stefáns eins og heilsan leyfði og naut þess að starfa með Kvenfélagi Fnjóskdæla. Ung fékk Alda liðagigt sem hafði mikil áhrif á líðan hennar og starfsgetu allt hennar líf. Með aðstoð Stefáns gat hún verið heima í Tungunesi til haustsins 2005 er hún flutti á Hjúkrunarheimilið Hlíð á Akur- eyri. Útför Öldu fer fram frá Háls- kirkju í Fnjóskadal í dag, 8. desember 2018, klukkan 14. Stefán, f. 1982. 2) Torfhildur, f. 19. júní 1958, grunn- skólakennari, maki Guðmundur Sig- valdason, fyrrv. sveitarstjóri, d. 8. febrúar 2017. Börn þeirra: a) Álfheið- ur, f. 1981, b) Óð- inn, f. 1985. Sonur Guðmundar: Sig- valdi Már, f. 1973, maki Agnes H. Jósavinsdóttir. 3) Ásta Heiðrún, f. 29. mars 1961, sundlaugarvörður, maki Sigurgeir Sigurgeirsson tækja- maður. Börn þeirra: a) Stein- unn Erla, f. 1981, maki Sverrir B. Berndsen, b) Alma Sigrún, f. 1984, maki Sigurjón S. Guð- bergsson, c) Garðar Stefán Nikulás, f. 1991, maki Hildur V. Hallgrímsdóttir. 4) Svala Krist- rún, f. 2. maí 1962, matartækn- ir, börn hennar: a) Torfi Brynj- ar, f. 1982, maki Ester H. Ás- björnsdóttir, b) María Aldís, f. 1984, maki Birkir Ö. Stefáns- son. Langömmubörnin eru 19 talsins. Alda fæddist í Kjós og átti þar heima til átta ára aldurs er hún flutti með fjölskyldu sinni Móðir mín Alda greindist með liðagigt um það leyti sem ég fædd- ist og hafði það áhrif á líf hennar eftir það. Hún var með gigt bæði í litlu og stóru liðunum og var því snemma slæm í höndum og fótum og síðar fylgdu stærri liðir með. Hún fór í ótal aðgerðir til að bæta heilsuna. Samt sem áður reyndi hún að taka þátt í bústörfum eftir því sem heilsan leyfði eins og við rófnarækt og heimilisstörf. Minningin er sterk þar hún sat við eldhúsborðið og sagði okkur systrum til við að elda, baka, þrífa og annað sem þurfti að gera á stóru heimili. Má segja að við höf- um verið hennar framlenging til að geta gert hlutina, alla eftir kúnst- arinnar reglum. Hún hafði sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir skyldu gerðir, hvort sem það var að baka upp sósur, hræra deig eða þrífa. Jafnvel eftir að ég var farin að reka stórt mötuneyti fékk ég nákvæmar leiðbeiningar frá henni um það hvernig ég ætti að baka upp jafninginn með hangikjötinu handa okkur þremur. Eftir að við systur fórum að heiman tók pabbi við eldamennskunni undir leiðsögn hennar. Já, hann pabbi var hennar hjálp, það var ótrúlegt hvernig bóndinn og vélamaðurinn tók að sér umönnun og húshald þegar heilsa hennar gaf sig og átti hann stóran þátt í því að hún gat verið heima svona lengi. Minni og andlegri heilsu hélt hún fram á síðasta dag. Hún dvaldi á Furuhlíð á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri síðustu 13 árin. Færi ég starfsfólkinu á Hlíð bestu þakk- ir fyrir allt. Það hefur verið erfitt að yfir- gefa heimili sitt aðeins 70 ára göm- ul en líkamleg heilsa hennar krafð- ist aðstoðar við daglegar athafnir. Hún undi hag sínum vel þrátt fyrir að hugurinn væri lengi vel í sveit- inni og á meðan pabbi bjó þar ennþá hringdi hún í hann tvisvar á dag og var jafnvel enn að leiðbeina honum með matargerð og annað því hún vissi hvar hver einasti hlutur var. Það var eiginleiki sem hún tamdi sér því hún var húsmóð- irin og stjórnaði á sínu heimili og sendi dætur og aðra með hluti með nákvæmum fyrirmælum um hvar átti að setja þá. Þannig gat hún sent eftir þeim aftur, jafnvel þótt langur tími væri liðinn. Síðasta vetur er við fjölskyldan vorum að tæma heimili hennar spurði hún oft: „Var ekki þetta á þessum stað?“ Mamma fylgdist vel með afkom- endum sínum og hvað við vorum að gera og nýtti hún símann til þess. Það að hafa þurft að taka þátt í heimilisstörfum ung að aldri hef- ur mótað og kennt mér marga hluti og var fátt sem ég þurfti leita aðstoðar með eftir að ég flutti að heiman. Skóli lífsins hafði gert mér gott. Öllum ættingjum, vinum og umönnunarfólki verður seint þakkað fyrir alla aðstoð og að hafa gert mömmu kleift að lifa líf- inu með reisn til síðasta dags. Það er ekki sjálfgefið að geta slíkt er líkaminn gefur sig snemma á æv- inni. Svala Stefánsdóttir. Þá ertu horfin okkur, mamma mín, en eftir standa ótal góðar minningar. Dýravinur varstu og fylgdist með búskapnum hjá okk- ur meðan við vorum í honum og síðar með kisunum okkar sem fengu stundum að heimsækja þig á Hlíð og þú hafðir svo gaman af. Alltaf voruð þið pabbi með hunda og ketti í Tungunesi nema rétt síðustu árin. Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. (Jón úr Vör.) Ung fórstu að heiman, frá Djúpavík á Ströndum, aðeins þrettán ára varstu komin í vist suður í Borgarfirði og síðar fórstu í vist til Reykjavíkur. Þar varstu m.a. í vinnu hjá klæðskera og varst orðin vel kunnug borginni þar sem þú sentist um alla borg með pakka frá klæðskeranum. Þú nýttir tíman þar vel til að læra að sníða og sauma eftir kúnstarinnar reglum. Við dæturnar nutum góðs af færni þinni og vandvirkni og vorum við kornungar farnar að sauma á okkur föt undir þinni leiðsögn og var vandvirkni, nýtni og góður frágangur aðalsmerki þitt. Í Húsmæðraskólanum á Laug- um kynntist þú mörgum af þínum bestu vinkonum fyrir lífstíð og þaðan komst þú með mikið af fal- legu handverki. Mörg falleg út- saumsverk eru til eftir þig frá þeim tíma og árunum á eftir. En alltaf, hversu slæm sem þú varst í skrokknum eða höndunum, varst þú að gera eitthvert handverk. Lengi vel prjónaðir þú lopavett- linga og sokka fyrir framan snún- ing. Þú fékkst þér prjónavél og prjónaðir fullt af alls konar prjón- lesi, flosmyndir gerðir þú og margt fleira. Eftir að þú komst á Hlíð voru stúlkurnar þar dugleg- ar að finna verkefni handa þér. Þú gerðir fjöldann allan af gullfalleg- um púðum úr silkiborðum og svo málaðir þú til dæmis myndir handa öllum barnabörnunum og púða handa öllum barnabarna- börnunum, það yngsta fæddist nú í sumar. Varst þú að mála fram á síðustu stund, það var alveg ótrú- legt hvað þú gast gert. Síðasta verkið gerðum við báðar þar sem þér gafst ekki tími til að klára það alveg. Það er fallegur taupoki með ámáluðu eplatré sem þú gerðir handa mér og þykir mér ákaflega vænt um þennan poka. Elja og dugnaður var áberandi í fari þínu og umhyggja fyrir þín- um nánustu. Fylgdist þú með öll- um afkomendum þínum, vinum og frændgarði, einnig því sem gerðist í þjóðfélaginu og úti í heimi. Vegna liðagigtarinnar sem hrjáði þig frá unga aldri varstu síðustu þrettán árin á Hjúkrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Vil ég og mín fjölskylda þakka alveg sérstaklega Bryndísi og hennar stúlkum á Furuhlíð fyrir einstaka natni, hlýju og vinskap sem þú upplifðir hjá þeim. Álfhildur frænka í Víðifelli fær alveg sérstakar þakkir fyrir vin- skap og umhyggju í garð mömmu síðustu áratugi. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og mínum, mamma mín. Hvíl í friði. Þín dóttir, Ásta. Í sveitina til ömmu og afa var gott að koma og á ég margar æskuminningar tengdar Tungu- nesi og Fnjóskadal. Ég var mikið þar á sumrin sem barn og fór líka oft þangað á veturna og alltaf nóg við að vera. Amma var ung orðin slæm af liðagigt og var hún meira í inniverkum. Ég var oft að að- stoða hana og hún kenndi mér margt með því að segja mér til og láta mig gera verkin. Til dæmis að klípa smjörlíkið saman við hveitið og hnoða deig. Amma var ná- kvæm og vandvirk í því sem hún tók sér fyrir hendur og var iðin við handavinnu alveg fram á síð- ustu daga. Amma fylgdist einstaklega vel með öllu. Hún vildi fá fréttir af okkur og hafði mikinn áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Ekki fannst henni verra ef það var handavinna eða annað handverk. Það var notalegt að koma á Hlíð þar sem hún bjó síð- ustu 13 ár. Mitt hlutverk þar var að sjá um jólaskrautið. Okkar síð- asta samtal var einmitt um hve- nær það færi upp ásamt spjalli um jólagjafir, hvenær Rakel, Guðrún og Hilmar kæmu heim í jólafrí og fleira því hún vildi hafa allt á hreinu. Það er gott að eiga góðar minn- ingar að ylja sér við, að eiga ömmu sem gott var að spjalla við. Við fjölskyldan kveðjum ömmu og langömmu með söknuði. Alda Björk Sigurðardóttir. Elsku amma. Takk fyrir tím- ann okkar saman. Nóg var líkam- inn þinn búinn að þola í gegnum tíðina en alltaf var hugurinn með hlutina á hreinu. Þrátt fyrir að vera veik líkamlega varstu svo sterk og öflug. Hvers kyns handa- vinna var þér mikilvæg og þú gerðir ýmislegt í höndunum fram á síðasta dag. Við erum þakklát fyrir allt sem þú gafst okkur og börnunum okk- ar. Þú varst svo áhugasöm og vildir allt um okkur og okkar fólk heyra. Barnabörn og barna- barnabörn voru þér mjög mikil- væg. Svo varstu líka svo skemmtilega forvitin, búin að finna út hvað væri í sumum jóla- pökkum með því að hrista þá. Það fannst okkur börnunum alltaf fyndið og stálumst því sum til að þukla okkar pakka, ef amma gerði það, máttum við það þá ekki líka? Þegar þið afi voruð enn með kindur var svo mikið að gera og sjá í sveitinni. Við barnabörnin vorum þá á besta aldri til að stúss- ast með afa úti eða hjálpa þér inni. Hlaupa um heiðina á eftir lömb- um og læra sláturgerð á haustin og fylgjast með sauðburði og telja lömbin á vorin. Við höfum líklegast lært mest um sjálfbærni, hugvit og nægju- semi af ykkur afa. Takk fyrir allt, elsku amma okkar. Steinunn Erla, Alma Sigrún og Garðar Stefán Nikulás. Alda Alexandersdóttir eða Alda í Tungunesi, eins og við köll- uðum hana oft, er jarðsett á Hálsi í dag. Alda bjó í Tungunesi í Fnjóskadal ásamt manni sínum Stefáni Kristjánssyni föðurbróð- ur mínum og bjuggu þau þar í tví- býli á móti foreldrum mínum. Það var margt um manninn á þessum bæjum oft nær tuttugu manns. Alda ólst upp í Djúpuvík á Ströndum en kom ung norður til að fara í húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Þau Stefán kynntust fljótlega og hófu búskap í Nesi, byggðu svo nýbýlið Tung- unes á sömu jörð stuttu síðar. Þau eignuðust fjórar dætur og eiga fjölmarga afkomendur sem búa víða um landið. Alda hóf fljótt þátttöku í kvenfélagshreyfing- unni og stóð að flestum viðburð- um sem kvenfélag í sveitum sinnti. Hún stundaði alltaf ein- hverja garðrækt til að uppfylla helstu þarfir heimilisins. Snyrti- legt heimili vildi hún hafa og lagði mikið upp úr því. Alda greindist mjög ung með liðagigt sem fylgdi henni alla tíð og hafði mikil áhrif á hennar líf og fjölskyldunnar allr- ar. Eftir því sem liðagigtin herj- aði meira á hana þá reyndist henni erfiðara að sinna almenn- um heimilisstörfum eins og hún vildi og lögðust þau þá meira á Stefán og dæturnar. Eftir að hafa alist upp með dætrum þeirra og fylgst með Öldu á sínum sveitabæ og síðar úr fjarlægð er ekki hægt annað en að dást að því hve mikið jafnaðargeð hún sýndi í að takast á við þennan mjög svo erfiða og hamlandi sjúkdóm. Stefán var hagleiksmaður og gerði ýmislegt til að létta Öldu almenn störf, margs kyns hjálpartæki sem hann smíðaði sjálfur og kom fyrir í húsi þeirra. Það kom svo að því að Alda þurfti að flytjast til Ak- ureyrar og fékk inni á dvalar- heimilinu Hlíð þar sem hún dvaldi í rúm þrettán ár og bar því fólki sem um hana annaðist mjög góða umsögn. Þaðan fylgdist hún með sínu fólki í gegnum síma og heim- sóknir, var mjög minnug og vildi alltaf vita af okkur systkinunum á hinum bænum og afkomendum okkar. Á meðan Alda dvaldi á Hlíð sinnti hún félagslífi sem í boði var þar og lét lítið framhjá sér fara, hafði ánægju af að hitta fólk. Alda lést eftir stutta sjúk- dómslegu í faðmi fjölskyldu sinn- ar og þurfti ekki að þjást, en hún var búin að fá að vita vel af sinni liðagigt í yfir fimmtíu ár. Ég vil fyrir hönd okkar systkinanna átta frá Nesi votta dætrum Öldu og Stefáns, mökum þeirra og öllum afkomendum samúð en um leið er Öldu þökkuð samfylgd í gegnum árin. Haukur F. Valtýsson. Alda Sigrún Alexandersdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA G. HELGADÓTTIR, Víkurbraut 15, Keflavík, lést á Hlévangi, hjúkrunarheimili Hrafnistu, laugardaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. desember klukkan 13. Njáll Skarphéðinsson Hrafnhildur Njálsdóttir Björn S. Pálsson Skarphéðinn Njálsson Jónína S. Birgisdóttir Kristín Gyða Njálsdóttir Valdimar Birgisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÍNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Langholtsvegi 91, lést í Seljahlíð fimmtudaginn 29. nóvember. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 11. desember klukkan 13. Eysteinn Leifsson Leifur Eysteinsson Steinhildur Hildimundardóttir Guðrún Eysteinsdóttir Helgi Kristófersson Auður Eysteinsdóttir Sigurður Pálmason Margrét Eysteinsdóttir Árni Níelsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær eiginkona, móðir, amma og langamma, SVAVA SÓFUSDÓTTIR, Garðarsvegi 6, Seyðisfirði, lést á heilsugæslustöðinni á Seyðisfirði 4. desember. Jarðsett verður frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 15. desember klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð en bent er á Hollvinasamtök Heilsugæslunnar á Seyðisfirði. Jóhann Björn Sveinbjörnsson Sveinbjörn Már Jóhannsson Margrét Gunnlaugsdóttir Jóhann Björn Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir minn, mágur og frændi, RAGNAR HEIÐAR BERGSSON, lést á heimili sínu miðvikudaginn 5. desember. Guðmundur Páll Bergsson Gerður Daníelsdóttir Berglind Guðmundsdóttir Björn Guðmundsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Magnús E. Guðleifsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.