Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 ✝ ÞórunnÁgústa fædd- ist í Reykjavík 27. febrúar 1979. Hún lést á krabba- meinsdeild Åse í Sandnes, Noregi, 20. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar eru Þór Ólafur Helgason yfirvél- stjóri, f. 14. sept. 1959, og Álfhildur Jónsdóttir, f. 23. apr. 1962. Systur Þór- unnar eru Guðný Ósk, f. 23. feb. 1984, og Sædís Ólöf, f. 7. maí 1991. Eiginmaður Þórunnar er Gunnar Runólfsson verkfræð- ingur, f. 19. júní 1970. Þau kynntust árið 2002 og giftu sig á Ísafirði 18. júní 2011. Foreldrar Gunnars eru Guðný Gunnarsdóttir, f. 25. jan. 1947, og Elli Runólfur Guðmunds- son, f. 27. maí 1935, d. 23. mars 2014. Þórunn lætur eftir sig þrjú börn: Björgu Jónínu, f. 1. maí 2000, faðir hennar er Björn Birgir Jensson. Sveinbjörn Reykjavíkur og hóf nám við Vélskóla Íslands og útskrif- aðist árið 2001 og varð þriðja konan á Íslandi til að ljúka námi sem vélfræðingur. Þór- unn eignaðist dótturina Björgu Jónínu meðan á nám- inu í Vélskólanum stóð. Sum- arið eftir útskrift starfaði Þór- unn sem vélfræðingur hjá Landsvirkjun áður en hún hóf nám við Tækniskóla Íslands, en á þessum tíma kynntist hún Gunnari. Sumarið 2005 fluttu þau til Álaborgar í Danmörku þar sem þau hófu nám. Vorið 2010 útskrifaðist Þórunn með mast- ersgráðu í vélaverkfræði frá háskólanum í Álaborg. Þegar hún var við nám í Danmörku eignuðust þau Sveinbjörn Huga og við útskrift var hún ólétt að Guðnýju Mögnu. Árið 2011 fluttu þau til Sandnes í Noregi. Þórunn starfaði þar sem verkfræðingur í olíu- iðnaðinum. Þórunn og fjölskyldan not- uðu frítíma sinn í ferðalög. Hún naut þess einnig að ferðast um Noreg á mótorhjóli sínu. Þórunn lést í Noregi eftir rúmlega árs langa og erfiða baráttu við krabbamein. Útför Þórunnar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 8. desember 2018, klukkan 14. Huga, f. 6. júní 2006, og Guðnýju Mögnu, f. 27. des. 2010. Fyrstu mánuð- ina bjó Þórunn í Reykjavík þar sem faðir hennar lauk námi í vélstjórn. Síðar flutti fjöl- skyldan á Ísafjörð og bjó hjá langafa hennar. Þegar Þórunn var rúmlega árs göm- ul flutti fjölskyldan til Bolung- arvíkur og bjó hún þar til tíu ára aldurs er fjölskyldan flutt- ist aftur til Ísafjarðar. Þórunn lauk grunnskólanámi við Grunnskólann á Ísafirði. Hjá ömmu og afa á Gerð- hömrum í Dýrafirði tók Þór- unn þátt í ýmsum sveitastörf- um. Þórunn var virk í starfi unglingadeildar Slysavarna- félagsins á Ísafirði. Hún byrj- aði snemma að vinna við ýmis afgreiðslustörf, svo sem í Djúpmannabúð, í Gamla bak- aríinu og á Bensínstöð Esso. Árið 1997 flutti hún til Elsku Þórunn. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa núna. Þó svo að þetta sé búið að hafa aðdrag- anda þá á ég erfitt með að trúa því að þú sért farin. Ég á erfitt með að skrifa þennan texta því mér finnst ég ekki vera að tala til þín. En það er það sem ég er að reyna. Tala til þín en ekki um þig. Það sem er mér efst í huga er þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. 16 ár er ekki stuttur tími, þó að hann hafi átt að verða lengri í öll- um okkar plönum. En eins og við vitum vel ganga plönin ekki alltaf upp. Þá er bara að hugsa upp á nýtt. Finna nýtt plan. Eins og við höfum gert svo oft. Þá tókst það stundum betur í næstu atrennu. Ég vona að þú fylgist með mér þegar ég fer að vinna að næsta plani. Passir að ég gleymi engu. Að ég reikni með öllu. Þú passaðir alltaf upp á það. Að ég myndi eftir litlu hlutunum líka. Ekki bara hugsa um aðalatriðið. Við vorum góð í þessu saman. Ég passaði upp á þig og þú upp á mig. Að lok- um langar mig að syngja fyrir þig lag sem við hlustuðum oft á með Bubba Morthens. Þú heyrir mig syngja þetta fyrir þig. Þó svo þetta sé bara texti á blaði hérna. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni (Höf. Bubbi Morthens) Koss! Gunnar Runólfsson. Elsku mamma. Það er erfitt að skilja að þú sért ekki lengur með okkur. Það er ekki hægt að út- skýra hversu óréttlátt þetta er. Þessi veikindi komu okkur öllum á óvart. En ef við lítum burtu frá leiðindunum í kringum þetta allt, þá er ég þakklát. Ég er þakklát fyrir öll ferðalögin sem við fórum í. Við náðum að fara í skemmti- legar ferðir með allri fjölskyld- unni. Við fórum í margar ferðir bara við fjölskyldan og til margra landa, en skemmtilegust var ferð- in sem við fórum einar saman í. Ég er þakklát fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman, hvort sem það var að syngja í bílnum eða horfa á myndir saman á sjúkrahúsinu, bara við tvær. Ég er þakklát fyrir alla möguleikana sem þú gafst mér, allt sem þú sýndir mér og allt sem þú kenndir mér. Ég er þakklát fyrir að hafa ver- ið með þér við síðasta andartak. Meira að segja þá varstu enn að passa upp á okkur, hjálpa okkur að komast í gegnum þetta og kenna okkur það síðasta. Ég mun halda áfram að læra af þér, í gegnum minningu þína og sögur af þér. Ég er þakkát fyrir að hafa átt mömmu eins og þig, þrátt fyrir að tíminn okkar saman yrði allt of stuttur. Ég veit að þú fylgist með mér og hjálpar mér á minni leið. Björg Jónína Björnsdóttir. Elsku mamma. Þú sagðir alltaf að þú elskaðir mig til tunglsins og til baka. Ég elska þig líka. Alla leið þangað sem þú ert núna og til baka. Sveinbjörn Hugi Gunnarsson. Elsku mamma. Það er búið að vera gaman með þér. Ég vildi óska að þú værir á lífi. Mér hefur fundist mjög gott að hafa þig hjá mér. Koss og knús. Guðný Magna Gunnarsdóttir. Elsku stúlkan okkar, það er óraunverulegt að þú sért farin yf- ir móðuna miklu og ekki lengur á meðal okkar. Það var yndisleg stund þegar við fengum þig í fangið á Landspítalanum 27. febr- úar um hádegið. Það voru stoltir unglingar með nýfædda stúlku og var strax ákveðið að þú fengir nafn Þórunnar langömmu þinnar. Um vorið fluttumst við á Ísafjörð aftur eftir útskrift pabba þíns úr Vélskólanum og fluttum í húsið hjá langafa Gústa, þá hófst sjó- mennska pabba þíns og mamma hugsaði um litlu stúlkuna á með- an. 11. ágúst giftu mamma og pabbi sig og þú varst skírð Þór- unn Ágústa og hélt afi Gústi þér undir skírn mjög stoltur. Þegar þú varst eins árs fluttum við í Bol- ungarvík, þar hófst skólaganga þín, og þegar þú varst tíu ára fluttum við í nýbyggða húsið okk- ar á Ísafirði. Ekki varstu gömul þegar þú fórst að þekkja stafina og leggja saman tölur, sem var þér alltaf mjög létt og þú varst mikil námskona alla þína skóla- göngu. Ýmislegt tókstu þér fyrir hendur; skíðanám, tónlistarnám, starfaðir í unglingadeild Slysa- varnafélagsins og dugleg varstu að vinna þér inn aur á sumrin og með skólanum. Alla tíð varstu mikil pabbastelpa og áttir þann draum að verða vélstjóri eins og hann og naust þess að koma um borð í skipin hans og skoða vél- arrúmið og fá að starta eða drepa á vélunum með pabba. Þegar pabbi var í landi ætlaði mamma af gömlum vana að gefa stúlkunni að borða eða hjálpa við að klæða sig, þá var það ekki til umræðu því pabbi átti að gera þetta! Svo komu unglingsárin og þú varðst unglingur á einni nóttu; hættir að hafa nesti í skólann og grisjaðir fataskápinn um 90%. Þá vissi pabbi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið þegar hann var í landi eftir langan túr: allt gjörbreytt! Haustið ’97 fluttir þú til Reykja- víkur. Þú fórst í Vélskólann og út- skrifaðist með glæsibrag fyrir jól- in 2001 og varst þriðja stúlkan með fjórða stigs menntun. 1. maí 2000 gerðir þú okkur að ömmu og afa er Björg Jónína fæddist, var það mikil gleði. Þú varst að vinna hjá Hagalín frænda í Búrfells- virkjun þegar Gunnar kom inn í líf ykkar Bjargar Jónínu sumarið 2002 og þá strax varstu ákveðin í að mennta þig meira og fara í verkfræðinám til Danmerkur og tókst að telja Gunnar á að fara líka í sama nám. Það voru ansi blendnar tilfinningar þegar við eyddum síðasta kvöldinu með ykkur í Reykjavík sumarið 2005 áður en þið fluguð út í Danaveldi og hugsuðum við mikið um hvað næstu ár myndu færa ykkur. Mikið var gott og gaman að heim- sækja ykkur og fylgjast með náminu og fjölskyldunni stækka er Sveinbjörn Hugi kom 6.6. ’06 og svo útskrifuðust þið saman vorið 2010, þá fæddist líka Guðný Magna 27.12. ’10. Árið eftir lá leið ykkar til Noregs er þið fenguð bæði vinnu sem verkfræðingar í olíuiðnaðinum. Í miðjum flutning- um komuð þið til Íslands og giftuð ykkur á Ísafirði 18.6. ’11. Í júní 2017 greindist þú með sortuæxl- iskrabbamein sem dreifðist mjög hratt og var erfið barátta þar sem þú sýndir ótrúlegan baráttuvilja að reyna að vinna bug á þessu meini en meinið dreifðist hraðar en orð fá lýst. Elsku stúlkan okk- ar, megi góður guð og hans englar vaka yfir þér. Ástarkveðjur, mamma og pabbi. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörð- in. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss, að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það sem var skrifað hjá oss. Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (Tómas Guðmundsson) Það er svo innilega ekki auðvelt að kveðja þig í dag elsku Þórunn mín, en ég veit að líðan þín er betri núna og efast ekki um það eina einustu mínútu. Veit þú ert komin í hlýja, djúpa og góða faðma hjá öfum og ömmum von- andi í Nangíjala og baðar þig í blómunum í sumarlandinu. Við vorum hvor af sinni kyn- slóðinni og því fékk ég þann heið- ur að fylgjast með þér vaxa úr grasi. Var heppin að foreldrar þínir voru duglegir að koma í Grundargötuna, Þór bróðir að knúsa pabba og mömmu og Álf- hildur sem var þeim svo klárlega miklu meira sem dóttir en tengda- dóttir. Hugurinn hefur dvalið við sumarið þegar þú varst lítil kelli- tuðra í pössun hjá ömmu og afa á Hesteyri, dansandi um bæði inn- an dyra og utan. Alltaf góð og ljúf og engin vandamál í kringum þig enda einstaklega ljúfur krakki. Alltaf sagðist þú vera kellituðran hennar ömmu og brostir og hall- aðir undir flatt. Mikið var líka rætt um „stýpu og stemmu“ (spýtu og spennu) og var ekki séns að segja þér hvort væri rétt, því þú ætlaðir að hafa þetta svona. Þú varst líka alltaf mikil langafastelpa og þar sem langafi Gústi dvaldi með okkur á Hest- eyri varstu mikið að kúra hjá hon- um í stofunni eftir hádegismatinn, kannski aðeins að skoða á honum eyrun og helst toga vel í og snúa. Svo lásuð þið líka bækur en það varst þú sem varst að lesa fyrir langafa en ekki öfugt. Varst einstaklega sjálfstæð þótt þú værir ekki nema þriggja ára og með ákveðnar skoðanir. Þú fórst þínar eigin leiðir og vissir hvert þær lágu, nema kannski þessi síðasta. Þú varst ákveðin alveg frá fyrstu tíð og al- veg óhrædd við að fylgja því. Þú varst söngelsk mjög og varst oft sönglandi og hummandi. Ég átti það nú til að hvæsa hressi- lega á þig þegar söngurinn var orðinn of mikill eða of lengi. Sagð- ir þú þá að „aumingja barnið mitt mætti aldrei syngja“! Þetta sagðir þú einstaklega einlægt og í fullri alvöru þegar ég gekk með Ólaf minn. Ég og fjölskylda mín kveðjum í dag yndislega bróðurdóttur mína og vitum að hún fer í góða faðma. Elsku Gunnar, Björg, Svein- björn, Guðný Magna, Þór, Álf- hildur, Guðný Ósk, Sædís Ólöf og fjölskyldur, sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurrós Emma (Dódó). Stundum skilur maður ekki til- gang lífsins; skilur ekki það sem manni finnst hrópandi óréttlæti Þórunn Ágústa Þórsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Yndislega mamma okkar, tengdamamma og amma, ÞÓRA S. NJÁLSDÓTTIR, Þóra Sigga, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, föstudaginn 23. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þóra Kristrún Hafsteinsd. Þórarinn Pétursson Hanna Dís Hafsteinsdóttir Friðrik Þór Steingrímsson Fríður Hilda Hafsteinsdóttir Gunnar Stígur Reynisson og barnabörn Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi, KRISTBJÖRN HAUKSSON, Kiddi, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 1. desember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 10. desember klukkan 13. Gréta Óskarsdóttir Helga Hauksdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Hauksdóttir Hilmar Kristinsson Grétar, Björg, Hildur Ýr og Íris Björk Kveðja frá Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 Til er málsháttur sem segir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Þessi ágæti málsháttur getur stundum átt við en ekki alltaf, allavega ekki um okkur félaga Eyjafjarðardeildar 4x4 þegar við fréttum af andláti Grétars, við vissum svo sannar- lega hvað við áttum í Grétari sem félaga. Hann var traustur, hjálp- legur, skemmtilegur og mjög úr- ræðagóður þegar kom að því að leysa allskonar vandamál, sér- staklega þegar kom að Soló-elda- vélum, enda var hann landsfræg- ur þegar kom að því að gera við þær. Grétar var mjög virkur í fé- lagsstarfi Eyjafjarðardeildar 4x4 undanfarin ár, mætti nánast alltaf á félagsfundi okkar. Grétar og Freyja komu iðulega með í hinar ýmsu ferðir, t.d. vinnuferðir, dagsferðir og brennuefnisferðir og oft komu þau á þrettándagleð- ina okkar. Undanfarin ár hafa þau hjón verið dugleg að koma með í vorvinnuferðir okkar til að planta niður hríslum við Réttar- torfu, þær virðast ætla að lifa ágætlega þó uppi á hálendi sé, kannski verður Réttartorfa skógivaxin í framtíðinni, þökk sé þeim hjónum. Grétar var mikill jeppamaður og var byrjaður að ferðast á jepp- um um hálendi Íslands á þeim ár- um þegar menn höfðu nánast engin tæki til að ferðast eftir, Grétar Ingvarsson ✝ Grétar Ingv-arsson fæddist 15. október 1937. Hann lést 30. nóv- ember 2018. Útför Grétars fór fram 7. desember 2018. engin GPS, ekkert VHF og því síður GSM, menn urðu bara að treysta á bíl- inn og sjálfan sig. Á félagsfundi sem haldinn var á síðasta vetri sagði Grétar okkur frá því þegar hann missti nýlega Lödu Sport niður í sandbleytu á flæð- unum norðan við Vatnajökul og björgun hennar nokkrum dögum seinna, þetta var mjög skemmtileg frásögn og ekki skemmdi fyrir að hann var með töluvert af myndum af björgun- inni, og það var ótrúlegt að hon- um skyldi takast að vera kominn af stað á Lödunni tveim vikum seinna en bíllinn var nánast fullur af sandi þegar hann náðist upp. Grétar sagði okkur oft sögur af ferðum sínu um hálendi Íslands, bæði um vetrar- og sumarferðir, og af frásögnum hans að dæma þá áttar maður sig á því hvernig all- ar aðstæður til ferðamennsku hafa breyst gríðarlega mikið á síðustu áratugum, en í þá daga þegar hann var að ferðast sem mest, þá urðu menn að treysta á sjálfan sig, bílinn sinn, kompás og landakort því það var ekki hægt að hringja heim og biðja um að- stoð. Grétar Ingvarsson var elsti fé- lagi Eyjafjarðardeildar 4x4 og við félagar hans í Eyjafjarðardeild viljum á þessari kveðjustund þakka Grétari fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með honum og allt það sem hann hefur gert fyrir Eyjafjarðardeild 4x4. Við sendu Freyju og börnum þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Grétars Ingvarssonar. Jóhann Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.