Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 37
og manni fallast hendur. Spurn-
ingarnar hrannast upp og lítið er
um svör. Af hverju þurfa foreldr-
ar að fylgja börnum sínum til
grafar? Af hverju þurfa börn að
horfa á eftir kistu móður sinnar?
Af hverju eru óbærilegar þrautir
lagðar á fólk í blóma lífsins? En
lífið er ekki alltaf eins og við helst
kjósum. Við sem eftir erum höld-
um utan um hvert annað og hugg-
um okkur við að nú finnur Þórunn
Ágústa ekki lengur til. Hún hefur
fengið hvíld og frið og er nú í hlýj-
um örmum ástvina okkar sem á
undan hafa farið.
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
(Björn Halldórsson í Laufási)
Þegar ég hugsa um hana Þór-
unni litlu frænku mína heyri ég
hlátur hennar fyrir eyrum mér,
dillandi hláturinn. Ég sé fyrir mér
ljósu lokkana hennar; ýmist síða
og þykka í stíl við fallegu kjólana
sem hún klæddist sem lítil stúlka
á tyllidögum eða stuttklippta og
töff-mótaða í stíl við mótorhjóla-
gallann. Stúlkan með síðu lokkana
vissi hvað hún vildi og ekki breytt-
ist það þegar hún varð hærri í
loftinu og með breyttan stíl.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Gunnar, Björg Jónína, Svein-
björn Hugi og Guðný Magna, Þór
og Álfhildur, Guðný Ósk og Sæ-
dís. Ég votta ykkur öllum mína
innilegustu og dýpstu samúð.
Megi Guð umvefja ykkur í sorg-
inni og veita ykkur styrk. Og ég
veit að minning Þórunnar lifir í
hjörtum ykkar og okkar allra um
ókomin ár.
Dagbjört og fjölskylda.
Elsku Þórunn mín. Það er sárt
að hugsa til þess að þú sért farin
úr þessum heimi. Það er skrýtin
tilhugsun að geta ekki lengur
hringt í þig, hvað þá hitt þig.
Gangur lífsins getur skyndilega
tekið óvænta stefnu, sem erfitt er
að botna í. Það er þó huggun í að
vita að þú sért komin á góðan stað
núna og þurfir ekki að þjást fram-
ar.
Ég á margar góðar minningar
um þig, margar þeirra eru úr
sveitinni hjá afa og ömmu. Það
var svo gaman þegar plöturnar
voru á fóninum og við frænkurnar
sungum og dönsuðum saman.
Lagið Nína og Geiri var í miklu
uppáhaldi hjá þér og hefur alla tíð
minnt mig á þig. Þú söngst alltaf
hæst og af mikilli innlifun.
Svo bakaði amma oft jólakökur
með rúsínum. Það var notalegt að
fá sér ylvolga jólaköku með mjólk
rétt fyrir svefninn.
Það sem mér fannst einkenna
þig mest var hár dillandi hlátur,
alltaf líf og fjör í kringum þig. Þú
varst svolítið stráksleg í þér. Það
er því kannski ekki skrítið að þú
hafir valið þennan starfsvettvang,
vélaverkfræði, og með áhuga á
mótorhjólum.
Það var einstaklega gott að
leita til þín. Þú hafðir alltaf góð
ráð við öllu mögulegu og bjóst yfir
einstökum styrk sem ég hef alltaf
dáðst að í fari þínu, hvað þú varst
ákveðin og sannfærandi. Þú varst
óhrædd við að fara þínar eigin
leiðir.
Ég gleymi því ekki þegar þú
komst með mér að skoða fyrsta
bílinn minn, þegar við vorum um
tvítugar. Þetta var lítill Daihatsu
Charade. Bílinn átti ung stelpa og
með henni voru þrjár vinkonur.
Þær ráku allar upp þvílíka skræki
þegar þú opnaðir húddið eins og
ekkert væri, gramsaðir og skoð-
aðir hvern krók og kima. Þá var
ég mjög stolt að eiga þig sem
frænku sem væri klár á vélar,
enda í Vélskólanum þá.
Elsku frænka mín, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Þú munt alltaf
eiga sérstakan stað í hjarta mínu.
Elsku Gunnar, Björg Jónína,
Sveinbjörn Hugi og Guðný
Magna,
Álfhildur og Þór, Guðný Ósk,
Sædís og fjölskyldur, megi góður
Guð gefa ykkur öllum styrk til að
takast á við erfiða tíma.
Harpa
Arnórsdóttir.
Við skólasystkini Þórunnar úr
1979-árgangi Grunnskólans á Ísa-
firði viljum minnast hennar og
góðra kynna okkar við hana.
Þórunn kom í bekkinn okkar
þegar við vorum 10 ára, en hún
hafði áður verið í skóla í Bolung-
arvík. Hún kom okkur fyrir sjónir
sem opin, vingjarnleg og hress
stelpa. Hún átti auðvelt með að
komast inn í hópinn og tók mikinn
þátt í félagslífi bekkjarins. Þór-
unn var ekki feimin og fór létt
með að stíga á svið í uppsetning-
um bekkjarins á leikritum og öðr-
um uppákomum. Hún var
skemmtileg og klár stelpa og var
sérstaklega góð í stærðfræði,
enda var hún yfirleitt nokkrum
stærðfræðibókum á undan okkur
hinum. Þegar við vorum á Reykj-
um haustið 1991 í skólaferð var
uppáhaldslagið hennar „Rabar-
bara-Rúna“, en það lag spilaði
hún stanslaust og söng hástöfum
með af mikilli innlifun, herberg-
isfélaga hennar til lítillar gleði, en
Þórunn lét það ekki skemma kát-
ínu sína og söng enn hærra. Við
sem vorum samferða Þórunni á
þessum tíma munum ætíð minn-
ast hennar fyrir létta lund henn-
ar, brosmildi, góðmennsku og
góðan húmor. Þórunn fór ekki í
manngreinarálit og var vinur
allra, hún spáði heldur aldrei í það
hvað öðrum fannst. Í 9. eða 10.
bekk rakaði hún af sér síða hárið
og fékk sér hanakamb. Hún gekk
í leðurjakka og fékk sér mótor-
hjól, hún var öðruvísi en hinar
stelpurnar og var mikið með
strákunum í hóp. Hún var bara
hún sjálf og var ekki í neinum
feluleik, hún var hrein og bein og
sagði það sem henni fannst. Þór-
unn var líka dálítill hrakfallabálk-
ur og átti það til að lenda í vand-
ræðum. Í 10. bekkjar ferðinni
okkar árið 1995 tókst henni ein-
hvern veginn að missa af rútunni
þegar við höfðum stoppað í botni
Hvalfjarðar á leiðinni heim til Ísa-
fjarðar. Þórunn hafði skroppið á
salernið en rútan fór af stað á
undan henni. Flestir hefðu fengið
áfall við slíkt og ekki vitað hvað til
bragðs ætti að taka. En ekki Þór-
unn; hún húkkaði sér far og var
komin á undan okkur á áfanga-
stað, enda kunni hún að bjarga
sér. Leiðir okkar skólasystkin-
anna skildi að miklu leyti þegar
við kláruðum grunnskólann, mörg
okkar fóru annað í nám og sum
fluttu til útlanda, en alltaf hefur
einhver taug tengt okkur
Ísfirðingana saman. Við höfum
hist nokkrum sinnum í gegnum
árin og eftir tilkomu Facebook
hefur verið auðveldara að efla
tengslin. Við höfum fylgst með
Þórunni í baráttu sinni við veik-
indin og haldið í vonina með
henni. Það hryggir okkur því mik-
ið að sjá á eftir þessari hugrökku,
góðu og kláru konu og þökkum
fyrir þann heiður að hafa fengið
að kynnast henni.
Elsku Þórunn, takk fyrir sam-
fylgdina og allar góðu minning-
arnar. Við munum aldrei gleyma
kláru, fallegu og sniðugu stelp-
unni með síðu flétturnar eða rokk-
aranum og mótorhjólaskvísunni
sem fór sínar eigin leiðir. Þín
verður ætíð minnst fyrir alla þína
góðu kosti, gáfur og manngæsku.
Hvíldu í friði, elsku skólasystir,
við munum sakna þín.
Við skólasystkini Þórunnar
sendum ástvinum hennar okkar
innilegustu samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd ’79-árgangs Grunn-
skólans á Ísafirði,
Sigrún Halla
Tryggvadóttir.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Mig langar að
minnast vinkonu
minnar Báru Helga-
dóttur í fáeinum
orðum með því að rifja upp okkar
góða vinskap sem aldrei bar
skugga á.
Við hittumst fyrst vestur í Döl-
um árið 1955 þar sem við vorum
báðar kaupakonur. Bára á Rút-
stöðum hjá Magnúsi Rögnvalds-
syni en ég á Hornstöðum hjá
bræðrunum Guðjóni og Aðal-
steini Skúlasonum.
Á þeim tíma var ekki jeppi á
hverjum bæ en þeir bræður áttu
Land-Rover og tóku þeir að sér
að keyra unga fólkið á skemmt-
anir. Fyrstu kynni okkar voru
þegar við vorum samferða á eina
slíka skemmtun, Land-Roverinn
tók marga og ekki voru blessuð
öryggisbeltin til að skemma ná-
lægð fólks og var oft glatt á
hjalla.
Leiðir okkar lágu næst saman
á Sjúkrahúsinu í Keflavík, þar
sem við störfuðum saman um
nokkurn tíma og þar byggðum
við okkar vinabönd sem aldrei
bar skugga á. Þannig var mikið
spjallað á þeim tíma, meðal ann-
ars um börn og barnauppeldi en
báðar höfðum við notið barna-
láns. Bára var mikil prjónamann-
eskja og prjónaði mikið á sín börn
og annarra og seinna prjónaði
hún falleg barnateppi sem hún
gaf vinum og vandamönnum.
Eins og vinkvenna er háttur
deildum við okkar dagsins amstri
Bára Helgadóttir
✝ Bára Helga-dóttir fæddist
17. september 1938.
Hún lést 7. nóv-
ember 2018.
Bára var jarð-
sungin 15. nóv-
ember 2018.
og gleði eftir því
sem við átti. Í þá
daga voru Njarðvík
og Keflavík ekki
orðnar að samein-
uðu sveitarfélagi og
bjuggum við hvor í
sínu sveitarfé-
laginu. Þótt nokkuð
langt væri á milli
okkar létum við það
ekki stoppa okkur
að labba með barna-
vagna eða kerru til að heimsækja
hvor aðra.
Í gegnum árin og okkar vin-
skap þá höfum við ekki látið
vegalengdir né aðrar hindranir
skemma vináttu okkar og studd-
um við hvor aðra ávallt í blíðu og
stríðu.
Það er sárt að missa nána ætt-
ingja og vini, en það hjálpar að
vita að Bára var trúuð kona. Hún
trúði á framhaldslíf og að þar
ætti maður góða heimkomu. Því
er það huggun að vita að hún er
nú umvafin af Jesú Kristi og öll-
um þeim sem hún hefur misst,
sérstaklega foreldrum sínum
sem hún elskaði og var þeim
ávallt þakklát fyrir þeirra góðvild
og aðstoð þegar hún stóð ein uppi
með tvö lítil börn.
Bára naut mikils barnaláns og
sinnti þeim öllum með miklum
móðurkærleika. Þeim öllum votta
ég samúð mína og bið guð að gefa
þeim styrk í sorg sinni.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Sólveig Þórðardóttir.
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við
andlát og útför elsku mömmu okkar,
SIGURBJARGAR HELGU
JÓNSDÓTTUR,
Eyrargötu 29, Siglufirði.
Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Kristín Hólm
Jón Hólm
Hanna Björg Hólm
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir
og afi,
GUÐMUNDUR GUÐBJÖRNSSON
húsasmíðameistari,
Víðigrund 29, Kópavogi,
lést á heimili sínu 4. desember.
Útför fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. desember
klukkan 13.
Guðbjörn Guðmundsson Ingibjörg Thomsen Hreiðarsd.
Jóhanna Guðmundsdóttir
Hrund Guðmundsdóttir Ólafur Erlingur Ólafsson
systkini og barnabörn
Elsku mamma okkar, amma og
tengdamamma,
INGIBJÖRG KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR
síðast til heimilis á Mýrarvegi 115,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
fimmtudaginn 6. desember.
Útför fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. desember
klukkan 10.30.
Jón Óli Ólafsson Sigurbjörg Óladóttir
Kristín María Ólafsdóttir Sigurður Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku amma og
tengdamamma.
Orð fá því ekki
lýst hvað við söknum
þín mikið, það er svo
mikið sem okkur langar að segja
við þig. Við vorum svo ótrúlega
heppnar að búa í næsta húsi við
þig og geta heimsótt þig hvenær
sem var. Það var svo gott að
koma til þín í heimsókn, alltaf
komstu með eitthvert góðgæti á
borð.
Það sem það var gott og gam-
an að geta komið til þín þegar ég
(Hófí) var lítil og yfirleitt með
vini mína með mér, því það vildu
allir koma til ömmu Hlífar og fá
jafnvel kleinur og mjólk.
Ekki er fráleitt að halda því
fram að allir í götunni hafi kallað
þig ömmu Hlíf, því þú varst svo
mikil amma við alla krakkana.
Þú hefur tekið mér (Sirrý) eins
og þinni eigin dóttur. Það var svo
dásamlegt að geta farið með þig í
bæjarferðir og Þingvallahringinn
á haustin, það sem þú varst alltaf
þakklát.
Eftirminnilegast var þegar þú
sagðir við mig „mig langar svo að
Hlíf Guðjónsdóttir
✝ Hlíf Guðjóns-dóttir fæddist 3.
apríl 1923. Hún lést
21. nóvember 2018.
Útför Hlífar fór
fram 4. desember
2018.
fara í Costco“ og
auðvitað skelltum
við okkur í Costco,
þú þá 94 ára gömul.
Á jólunum vor-
um við svo lánsöm
að fá að hafa ykkur
afa Tomma með
okkur á aðfanga-
dag frá árinu 1990.
Það sem það gerði
jólin okkar yndis-
leg að borða saman
góðan mat, opna pakka og lesa á
kort og ekki skemmdu fyrir bæn-
irnar sem afi fór alltaf með fyrir
matinn.
Svo var svo frábært að hafa
þig sem vinkonu í götuklúbbnum,
þér fannst svo gaman að koma
saman og hitta aðra, þú varst svo
mikil félagsvera.
Ein yndisleg setning frá þér
sem lýsir hve yndislegt samband
okkar var, elsku Hlíf, en eftir að
við, Sirrý og Smári, vorum búin
að vera í nokkra daga í Tenerife
núna í október, þá sagði Hlíf við
dóttur sína: „Ég hlakka svo til
þegar Sirrý kemur heim.“
Það er svo dýrmætt að eiga
ömmu/tengdamömmu eins og þig
sem var allt í senn kærleiksrík,
skilningsrík, dugleg, hreinskilin
og gestrisin með eindæmum.
Þín tengdadóttir og barna-
barn,
Sigríður (Sirrý)
og Hólmfríður (Hófí).
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar