Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 á aðventunni Ljúfar og notalegar stundir LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16 Við höfðum setið að sumbli í Genóa á Ítalíu, nokkrir gaurar á norska dallinum Tamesis. Landlegan var lengri en við héldum eftir að skipið hafði skrúfað sig upp eftir Súes- skurði og siglt að því búnu eftir endilöngu Miðjarðarhafinu. Og Ge- núa var okkur öllum eitthvað svo kærkomin á þess- um tíma eftir allt volkið og veltuna sem við áttum að baki í Suður- höfum. Nú vær- um við komnir heim til gamla heimsins, sið- menningarinnar eins og það var kallað – og því þá ekki að hjálpa heimamönnum við að torga ein- hverju af því mikla magni sem fyrir- fannst af misjafnlega súrum vínum í þessu rómaða landi sem slakar skanka sínum ofan í saltan sjóinn undir meginbúki álfunnar. Vinir mínir vildu vermút – og keyptu ótæpilegt magn af því ódýra gutli sem ég gat svo sem reynt að setja ofan í mig, þvert á vilja bragð- kirtlanna – en öllu má nú örugglega venjast, hugsaði ég og reyndi að láta sem ekkert væri í selskapnum. En teitið ætlaði ekki að enda. Það var drukkið allan daginn, allt þar til skipsbjallan glumdi – og svo haldið áfram eftir að um borð var komið. Það voru engir veifiskatar sem ég var með í áhöfn. En að því kom að ég varð að fá mér ferskt loft. Ég staulaðist á fæt- ur, að svo miklu leyti sem kraftar mínir leyfðu – og lét dæluna ganga út yfir borðstokkinn þegar ég hafði loksins náð einhverju almennilegu taki á lunningunni. Og ég fann ekki bara til ógleði. Ég var í einhverju skrýtnu og annarlegu móki sem hugurinn átti ekki að venjast. Svo ég settist upp á rekkverkið til að sækja mér meira súrefni, láta vind- inn leika betur um mig, finna and- varann í eigin brjósti, en ég hefði betur látið það ógert. Líkaminn var náttúrlega ekki í nokkru lifandis standi til að halda afturendanum á mér á svo tæpum punkti, enda féll ég fyrir borð eins og slytti sem má ekki við veikasta andvara. Það rennur hvergi hraðar af manni en við aðstæður af þessu tagi. Ég sperrtist allur og skynjaði í sömu andrá hvað taugaboðin læstu sig fast í limi og bein. Þetta var líka engin venjuleg lífsreynsla. Eftir margra metra fall fann ég hvernig kröftugt kjölvatnið þrýsti mér á kaf. Það sogaði mig niður. Það gleypti mig. Og það var ekki eins og haf- sjórinn mildaði skellinn, heldur virt- ist hann ætla mér miklu dýpri vist í hyljum undirdjúpanna en ég hafði nokkru sinni kynnst á heimsins höf- um. Hvar ætlaði þetta eiginlega að enda? Á hafsbotni? Ég man það eitt að skrúfur skips- ins fjarlægðust hægt og sígandi. Sú óljósa sýn í gegnum mistur hyldýp- isins er mér greypt í minni. Í öllum æsingi hugans sem fylgir því að vera að tapa lífinu var það talsverð frið- þæging að horfa á eftir skuti skips- ins. Ég myndi þá ekki úrbeinast í afturenda þess, verða kraftmiklum skrúfublöðunum að bráð eins og stundum vildi til við óhöpp af þessu tagi. Svo skaut mér upp. Ég hef enga skýringu á því. Kannski var ég bara fullur lofts eins og oft var sagt um skagfirska aðkomufólkið í mínum heimabæ; alltaf jafn andskoti merki- legt með sig og uppfullt af sjálfu sér þótt ekkert gæti það á sjó og landi, en ætti allt sitt í kjaftinum, eins og Steingrímur faðir minn fékk stund- um að heyra á sinni lífsins göngu í Eyjum. Og þá loks gæti ég kannski þakk- að fyrir minn norðlenska uppruna eftir allt saman, nýkominn upp á yf- irborðið í hafinu vestur af Genúa, allsgáðasti sjóarinn sem það svæði hafði kynnst. Það mátti sjálfsagt hafa húmor fyrir þessu öllu saman, alla vega um stund. *** En ég fór líka að brynna músum. Og sölt tárin runnu saman við sjóinn allt í kring. Það eru jafn líkamleg viðbrögð og þau eru huglæg. Það er nefnilega ekki hægt að taka þátt í ójafnari slag en að troða marvaðann svo til endalaust úti á opnu hafi og sjá skipið sitt sigla burt í rökkur- byrjun. Og gráturinn er ekki fjar- stæðukenndur; hann vekur mann, herðir mann og býr mann undir orr- ustu hugans við þessar ógnvænlegu aðstæður. Það er nefnilega svo að kraftar manns láta ósjálfrátt á sér kræla þegar hugurinn linast – og þessi verkfæri lífsins, sem vitið og líkamsatgervið eru, geta á stundum tekið fram fyrir hendurnar hvort á öðru. Og ég byrjaði að synda, ósjálfrátt, hugsunarlaust, eins hratt og ég gat – í fyrstu vissi ég ekki hvers vegna, en hugurinn teymdi mig áfram, efldi mig, hvatti mig og leiddi – og smám saman var ég kominn á meira og fimlegra skriðsund en ég hafði nokkru sinni talið mig kunna frá því ég lærði fyrst sundtökin hjá Friðriki frækna Jessyni í gömlu sundlaug- inni austur á Urðum sem nú er löngu komin undir hraun. Mér fannst ég æða í gegnum hverja öld- una af annarri, skunda yfir hafflöt- inn eins og engin væri mótstaðan og synda mér meira að segja til hita sem var nú ekki ónýtt – og gott ef ekki kærkomið við þessar hryss- ingslegu aðstæður. En svo gerist það náttúrlega að það bregður fyrir raunsæi í allri þessari brjálæðislegu mynd; skipið fjarlægist æ meira þótt maður syndi hraðar og telji sig vera gustmeiri á skrokkinn – og þá teiknast aftur upp í huga manns þessi hranalegi veru- leiki í kringum mann; það litla af mér sem stendur upp úr sjónum er kollurinn á mér og hann varla meira en títuprjónshaus í öllu Miðjarðar- hafinu – og vísast get ég þá allteins byrjað að sökkva mér lifandi í þá köldu kistu sem bíður mín í neðra, svo veikur er möguleiki minn í líf- inu. Þetta er vonlaus aðstaða, hugsa ég. Kuldinn hjálpar heldur ekki til. Og svo er byrjað að skyggja mjög á himni, raunar svo hratt að myrkrið hellist hreinlega yfir mig. Ég hugsa heim. Það gerist af sjálfu sér. Hugurinn sogast inn fyrir dyrastafinn á Hvítingatröðum eins og fyrir sakir einhvers galdurs. Og þar er hann faðir minn í stólnum sínum að fara yfir skræðurnar svo hann standi sig í meðhjálparastarf- anum í sunnudagaskólanum um næstu helgi, en mamma er inni í eld- húsi að reyta lundann, hægt og bít- andi eins og henni er lagið með lág- an söng á vörum. Guð hvað ég gæfi mikið fyrir að vera kominn í þessa öruggu höfn, hugsa ég umkomulaus í öðrum heimshluta, geta lagst á út- saumaða púðann í sófanum í litlu stofunni okkar og hlustað á karlinn lesa fyrir konu sína einhverjar til- vitnanir úr ritningunni á meðan spúsa hans steikir sjófuglinn á pönnu, einn af öðrum – og ég finn um leið og pabbi tónar versin hvað lundinn bragðast vel með stökkum hamnum; hann gefur jú bragðið, býr til áferðina, skapar stemninguna, enda er bjargfuglinn ekki betri en húðfitan utan um hann, var sá skag- firski vanur að segja sínum hæga rómi, alinn upp við svartfugl norðan heiða. Og ég man ekki betur en mamma hafi þá alltaf tekið undir með manni sínum, enda ekki vön að andæfa húsbóndanum – og því síður var hann Steingrímur að mögla eitt- hvað og mjæmta út í Höllu sína á heimilinu. Það var eiginlega á við helgistund að fylgjast með sam- vinnu þeirra á Hvítingatröðum 6, svo mikla virðingu báru þau hvort fyrir öðru í heimilislífinu, ekki síst við matarborðið sem var ekkert minna en altari þessara æskustöðva minna, enda ritúalið alltaf það sama frá bljúgri borðbæninni þar til þakk- að var fyrir sig á nýjaleik, bræð- urnir allir sem einn – og beinir í baki og alls ekki með olnbogann uppi á brún. En svo máttum við gjöra svo vel að bugta okkur fyrir móður okk- ar og helstu velgjörðarmanneskju í lífinu áður en við tækjum til við instrúmentin á heimilinu, gítarana og lúðrana, organið og píanóið og þendum okkur í hljóðfæraslætti og söng svo undir tæki í húsinu áður en frú Halla bæri á borð randalín og súkkulaði með rjóma í bolla, svo allir þegðu agndofa um stund. *** Það er eitthvað á þessa leið sem ég hugsa heim til Eyja í vonleysi og örvinglan þegar það rekst einhver andskotinn í hausinn á mér. Og það svo fast og harkalega að órar mínir og óskir hverfa út í buskann. Ég er vakinn upp með andfælum. Hvað átti þetta nú að fyrirstilla? Menn höfðu verið kallaðir út í alls konar standi. Fyrst ég skilaði mér ekki aftur inn í gleðskapinn hlaut mér að hafa skolað fyrir borð af kaupskipinu. Svo það var ræstur út mannskapur á gúmbátinn sem reyndist svo raunar vera aflvana þegar í sjóinn var komið. Og mun vart hægt að hugsa sér fýldari far- menn en þá sem neyddust til að leggjast á árarnar á þessum óheppi- lega tíma kvölds til að leita á sjálfu Miðjarðarhafinu að þessum Íslend- ingsskratta sem var jafn fullur og vonlaus og þeir sjálfir. Það var þá einhver von til þess að eitthvað fyndist, eða hitt þó heldur. Ég held ég hafi ekki fengið mikil- vægara högg á höfuðið á öllu mínu æviskeiði en einmitt þennan ljóta lamning úti á miðju hafi. Og gott ef ég var ekki bara alsæll þrátt fyrir allt blóðið sem rann úr hvirflinum þegar mér var dröslað upp í björg- unarbátinn og færður að því búnu nokkuð vankaður og volkaður upp yfir skjólborðið á Tamesis. Senni- lega hef ég aldrei komist nær því að kveðja þetta jarðlíf en akkúrat þarna í miðju hafi jarðarinnar. Maður fyrir borð Eyjapeyinn Gísli Steingrímsson hefur lent í ýms- um ævintýrum á langri ævi, lifað af hvert sjóslys- ið á fætur öðru, sloppið lifandi úr filippseysku fangelsi, þolað að týnast í brennheitri eyðimörk og bjargast fyrir tilviljun úr loftlausum skips- tanki. Og þegar hann flutti loksins aftur heim til Eyja byrjaði að gjósa í bakgarðinum hjá honum. Í bókinni Níu líf Gísla Steingrímssonar skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson sögu Gísla. Ævintýramaður Gísli Steingríms- son á snákaveiðum við stífluna í Hidden Valley í Ástralíu. Víðförull Gísli, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum Ole og Knud á sigl- ingu um framandi slóðir á Tai Yang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.