Morgunblaðið - 08.12.2018, Page 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Sýning á verkum eftir Elísabetu
Brynhildardóttur og Selmu Hregg-
viðsdóttur, Desiring Solid Things,
verður opnuð í Kling & Bang í
Marshallhúsinu í dag, laugardag,
klukkan 17. Á sýningunni eru lista-
konurnar sagðar beina ljósum sín-
um að þránni, lönguninni og þeim
flóknu tilfinningum sem mann-
eskjan hefur til hlutarins og efnis-
ins. Elísabet og Selma hafa um
langt skeið unnið saman að sýn-
ingum, útgáfum og öðrum mynd-
listartengdum verkefnum.
Samhliða sýningunni kemur út
bók sem inniheldur safn ástarbréfa
til hlutarins, skrifað af 12 lista-
mönnum og hugsuðum í tilefni sýn-
ingarinnar. Meðal höfunda bréf-
anna eru John Ryaner, Aniara
Oman, Ásdís Sif Gunnarsdóttir,
Bjarki Bragason, Hjálmar Stefán
Brynjólfsson, Jóna Hlíf Halldórs-
dóttir og Hildigunnur Birgisdóttir.
Sýnendur Elísabet Brynhildardóttir og
Selma Hreggviðsdóttir vinna saman.
Desiring Solid Things í Kling & Bang
Aðventa, hin rómaða saga Gunnars Gunnarssonar frá
1936 um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mý-
vatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í
Reykjavík og á Skriðuklaustri á morgun, annan sunnu-
dag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunn-
arshúsi á Dyngjuvegi 8 les Jón Björnsson, sálfræðingur
og rithöfundur, og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri
les Halldóra Malin Pétursdóttir leikkona. Lesturinn
hefst á báðum stöðum kl. 13.30.
Frá árinu 2005 hefur Gunnarsstofnun staðið fyrir upp-
lestri á Aðventu og unnið að því að breiða þá hefð út.
Sagan er ekki eingöngu lesin upphátt á aðventunni hér á
landi því að t.a.m. geta Þjóðverjar notið hennar í Berlín þar sem íslenska
sendiráðið hefur veg og vanda af upplestrinum og í Moskvu sér ODRI, vin-
áttufélag Íslands og Rússlands um upplesturinn.
Aðventa lesin í Gunnarshúsum og víðar
Gunnar
Gunnarsson
Jólamarkaður prent- og fjölfeldismarkaðarins
Reykjavík Zine and Print Fair 2018 verður
haldinn í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 11.30 til
17.30. Þetta er árlegur prentmarkaður þar
sem hægt er að kaupa „zines“, listamannabæk-
ur, teiknimyndasögur, prent og ýmsan slíkan
varning, íslenskan og víðar að kominn. Þetta
er í fjórða sinn sem markaðurinn er haldinn.
Í ár munu yfir 70 listamenn og hönnuðir taka
þátt. Þar á meðal er bresk stjarna í heimi
prentsins, Mark Pawson. Hann mun bæði sýna
og selja sín eigin verk, en jafnframt hefur hann
til sölu verk frá þekktum frönskum útgefanda.
Vinsælt Hér má sjá mynd
frá fyrri prentmarkaði.
„Reykjavík Zine and Print Fair“ í Iðnó
Lista- og handverksmessa Gil-
félagsins á Akureyri er haldin í
Deiglunni í dag og er opið kl. 13 til
17. Um er að ræða markað lista- og
handverksfólks og þar mun kenna
ýmissa grasa og má sjá myndlist,
handverk ýmiss konar, textíl, tón-
list, ljóð, bækur og ljósmyndir.
Um tuttugu listamenn og hönn-
uðir á ýmsum aldri og misreyndir
koma að viðburðinum og sýna verk
sín. Gestum er boðið upp á heitt
kakó og piparkökur.
Fjölbreytilegt Guðmundur Ármann
Sigurjónsson er einn listamannana.
Lista- og handverksmessa Gilfélagsins
Í tengslum við yfirlitssýninguna Lífið er LEIK-fimi í
Listasafninu á Akureyri með verkum Arnar Inga mynd-
listarmanns (1945-2017) heldur Signý Pálsdóttir, fyrrum
leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, fyrirlestur í safninu
í dag, laugardag, klukkan 16. Fjallar hann um Örn Inga
og leikmyndirnar sem hann gerði fyrir Leikfélagið und-
ir hennar stjórn. Þar á meðal voru leikmyndin fyrir leik-
ritið Ég er gull og gersemi eftir Svein Einarsson og verk
sem fjallaði um Sölva Helgason og var að hluta til byggt
á Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson, og var sett upp í
Færeyjum. Signý Pálsdóttir
Signý fjallar um leikmyndir Arnar Inga
Felix Bergsson snýr aftur með hið vinsæla Ævintýri um
Augastein á aðventunni og hefjast sýningar í Tjarnar-
bíói á morgun, sunnudag. Verkið hefur verið sett á svið
árlega, bæði hérlendis og erlendis, síðastliðin 17 ár en
samkvæmt tilkynningu er nú komið að leikslokum og í
ár verður ævintýrið flutt í síðasta sinn í Tjarnarbíói.
Sýningafjöldi er takmarkaður, aðeins sex sýningar.
Þetta er jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna eftir Fel-
ix í samvinnu við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu
Arnalds. Verkið var frumsýnt í London árið 2002 og
hefur verið sýnt reglulega á aðventunni síðan þá. Árið
2015 sneri sýningin aftur „heim“ í Tjarnarbíó og hefur
slegið í gegn að nýju. Í kjölfarið hefur Forlagið endurútgefið bókina með
ævintýrinu en hún hefur verið uppseld í áraraðir.
Verkið er spennandi ævintýri sem byggist á sögunum um sveinstaulana
þrettán, syni Grýlu og Leppalúða. Augasteinn litli lendir í klónum á jóla-
sveinunum sem voru einu sinni andstyggilegir hrekkjalómar. Þeir taka ást-
fóstri við litla drenginn en leikar fara að æsast þegar Grýla kemur til sög-
unnar.
Felix í Ævintýrinu
um Augastein.
Ævintýrið um Augastein í síðustu skipti
Home Alone
Metacritic 63/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 15.00, 20.00
Suspiria
Metacritic 64/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 15.00, 22.15
Anna and the
Apocalypse
Metacritic 72/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.10
Roma
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 19.30
Heart is not a
servant
Bíó Paradís 17.50
Svona fólk
Bíó Paradís 18.00
Cold War
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 15.00
Erfingjarnir
Metacritic 82/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 20.00
Litla Moskva
Morgunblaðið bbbbn
Bíó Paradís 18.00
Mæri
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.00
Creed II 12
Hinn nýkrýndi heimsmeist-
ari í léttþungavigt, Adonis
Creed, berst við Viktor
Drago, son Ivan Drago, og
nýtur leiðsagnar og þjálf-
unar Rocky Balboa.
Metacritic 67/100
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 17.20,
19.30, 22.10, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 19.30,
22.10
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.10
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.10
The Old Man and the
Gun 12
Metacritic 80/100
IMDb 7,3/10
Háskólabíó 15.50, 18.10,
21.00
Borgarbíó Akureyri 22.00
Widows 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 84/100
IMDb 7,5/10
Smárabíó 19.40, 22.20
Háskólabíó 17.50, 21.00
Overlord 16
Metacritic 52/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.40
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Smárabíó 13.10, 13.50,
16.10, 16.50, 19.10, 20.10,
22.10, 22.30
Háskólabíó 15.30, 18.00,
20.50
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
Lof mér að falla 14
Þegar Magnea 15 ára kynnist
Stellu 18 ára breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir þær
báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,8/10
Háskólabíó 20.30
Johnny English
Strikes Again Metacritic 36/100
IMDb 6,6/10
Smárabíó 14.30
Háskólabíó 15.40
Venom 16
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 19.50
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 14.00, 16.30,
17.20
Sambíóin Álfabakka 12.00,
12.20, 13.00, 14.30, 14.50,
15.30, 17.00, 18.00, 20.00
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.30, 16.00, 17.30
Sambíóin Kringlunni 12.00,
13.00, 14.30, 17.00, 22.15
Sambíóin Akureyri 14.00,
14.30, 17.00, 19.30
Sambíóin Keflavík 13.00,
14.30, 17.00, 22.20
Smárabíó 12.45, 15.20,
17.20
The Grinch Laugarásbíó 13.50, 15.50,
17.50
Sambíóin Keflavík 15.20,
17.20
Smárabíó 13.00, 15.10,
18.00
Háskólabíó 15.30, 18.20
Borgarbíó Akureyri 15.30,
17.30
Grami göldrótti
IMDb 5,5/10
Laugarásbíó 14.00
The Nutcracker and
the Four Realms
Metacritic 39/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Álfabakka 15.40,
17.50
Sambíóin Kringlunni 12.00,
14.30
Smáfótur Metacritic 60/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 13.30
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.10
Bönnuð börnum yngri en 9 ára.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.40, 20.30,
22.20
Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 22.10
Sambíóin Keflavík 19.30
Fantastic Beasts: The Crimes
of Grindelwald
A Star Is Born 12
Kvikmyndastjarna hjálpar
ungri söngkonu og leikkonu
að slá í gegn, þó svo að ferill
hans sjálfs sé á hraðri niður-
leið vegna aldurs og áfengis-
neyslu.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.30
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30
The Sisters Brothers 16
Á sjötta áratug nítjándu aldarinnar í Oregon er gulleit-
armaður á flótta undan hin-
um alræmdu leigumorð-
ingjum, the Sisters Brothers.
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Smárabíó 17.00, 19.50,
22.30
Borgarbíó Akureyri 19.30,
22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio