Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 2

Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 ásamt Útgáfufélag Árvakur hf. Morgunblaðið, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal Höfundar Gerry Adams, Danielle Allen, Julia Alvarez, Árni Matthíasson, Michelle Bachelet, Ruth Behar, Tim Berners-Lee, Bjarni Benediktsson, Gordon Brown, Zoe Buckman, Patrick Chappate, Roger Cohen, George Condo, Guðrún Hálfdánardóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Alisa Ganieva, Alfredo Jaar, Karl Blöndal, Logi Einarsson, Ben Katchor, Katrín Jakobsdóttir, Saba Khan, Ray Kurzweil, Daniel Libeskind, Richard McGuire,Shirin Neshat, Sharmeen Obaid-Chinoy, Orri Páll Ormarsson, Claire Ptak, Witold Rybczynski, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Björk Huldudóttir, Marta Vieira da Silva, Jacob Soll, Timothy Snyder, Stefán Einar Stefánsson, Hank Willis Thomas, Emily Thompson, Tricia Tisak, Víðir Sigurðsson, Venus Williams, Alexia Webster og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þýðingar Karl Blöndal og Stefán Gunnar Sveinsson. Forsíðumynd Ragnar Axelsson. Hágöngur í dögun í desember, hluti af myndafrásögn á bls. 68-73. Á Íslandi nálgast notendur félagsvefjarins Facebook 300 þúsund ef þeir eru ekki þegar orðnir fleiri. Fjöldi notenda hefur margfaldast á örfáum árum. Þessi fjöldi er til marks um áhrif Facebook og umsvif. Fyrirtækið notar upplýsingar um not- endur sína og jafnvel vini þeirra til þess að mala gull. Þær eru seldar auglýs- endum og gildir einu um friðhelgi einkalífs notendanna. Vefurinn hefur margar góðar hliðar. Hann tengir fólk og auðveldar samskipti. En hann er líka rotþró þar sem umræða getur farið niður á lægsta plan og röngum og villandi upplýsingum er dreift til að hafa áhrif á fólk. Árni Matthíasson rekur í grein sinni í Tímamótum hvernig uppljóstranir um vinnubrögð Facebook hafa valdið því að nú hriktir í stoðum fyrirtæksins. Jón Stephenson von Tetzchner, fjárfestir og frumkvöðull, gagnrýnir í viðtali í blaðinu notkun risa á borð við Facebook og Google á upplýsingum. Óhugnanlegt sé hvernig auglýsingar elti fólk og enn verra þegar netið er notað í annarlegum til- gangi og verður að pólitísku vopni. Jón býður upp á vafrann Vivaldi og leggur áherslu á að þar sé ekki veittur aðgangur að notendum. „Það að hafa aðgang að gögnum veitir ekki rétt til að nota þau,“ segir hann og bætir við að stjórnvöld ættu að koma í veg fyrir misnotkun persónuupplýsinga. Jón er ekki einn um að hafa áhyggjur af netinu. Tim Berners-Lee, sem fann upp veraldarvefinn, skrifar grein í Tímamót þar sem hann spyr hvernig bjarga eigi netinu. Hann hefur skilgreint ákveðin grundvallaratriði „þar sem dregin er fram sú ábyrgð sem hver og einn ber á því að vernda net sem þjónar öllu mann- kyni“. Hann vill að þessi atriði verði grundvöllur sáttmála um vefinn á næsta ári. Milljarðar manna noti netið og það sé þeirra að verja það. Tímamót eru sérblað Morgunblaðsins í samvinnu við The New York Times. Í blaðinu kennir margra grasa að þessu sinni og er fjallað bæði um innlend mál og erlend. Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður hefur á árinu fjallað bæði á netinu og í blaðinu um geðræn vandamál og vanda ungs fólks, meðal annars vegna eitur- lyfja. Á þessu ári hafa yfir fimmtíu dauðsföll komið til rannsóknar hjá embætti landlæknis vegna gruns um lyfjaeitrun og hafa tilfellin aldrei verið fleiri. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, fer yfir viðskiptalífið og rekur meðal annars áhrifin af innkomu Costco á markaðinn. Víðir Sigurðsson, umsjónarmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, veltir upp spurning- unni hvort Ísland muni aftur komast á stórmót í fótbolta. Silja Björk Huldudóttir, blaðamaður og annar tveggja leiklistargagnrýnenda Morgunblaðsins, bendir á að aðeins 30% leiksýninga á árinu hafi verið eftir konur og spyr hvort leikhúsið geti endurspeglað samfélagið þegar svo halli á annað kynið í hópi höfunda. Rússneski rithöfundurinn Alisa Ganieva fjallar um það hvernig rússnesk stjórnvöld endurskoða söguna og nota hana sem pólitískt tæki til að halda völd- um. Sagnfræðingurinn Timothy Snyder fjallar um leiðtoga sem hann segir að vilji umbreyta lýðræði í persónudýrkun og notkun lyga til að afvirkja heim stað- reynda. „Lýðræði er hugrökk leið til að byggja upp land,“ segir hann. „Persónu- dýrkun er kjarklaus leið til að eyðileggja land.“ Í blaðinu er líka fjallað um menn- ingu og listir, birtar ljósmyndir frá helstu fréttaviðburðum af innlendum og erlendum vettvangi, sem og skopmyndir teiknara frá árinu, sem er að líða. Í Tímamótum eru einnig áramótagreinar forystumanna þeirra átta stjórn- málaflokka, sem eru á þingi. „Sjaldan hefur það því verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum, þvert á flokka, samfélaginu öllu til heilla,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs, í grein sinni. „Þannig tryggjum við samfélag fyrir okkur öll.“ Morgunblaðið þakkar lesendum samfylgdina á árinu, sem er að líða, og óskar landsmönnum öllum gæfu á komandi ári. Gleðilegt ár. Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson Netusli og aðrar hræringar Gleðilegt ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.