Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 4

Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Þau glíma við kvíða, depurð og sjálfsvígshugs- anir. Sum leiðast út í fíkniefni, lögleg sem ólög- leg, og skjátími margra er óheyrilegur. Þau er vansvefta og hreyfa sig ekki nægjanlega mikið. Þetta er veruleiki margra barna og ungmenna á Íslandi. Alls ekki allra en of margra. Fleiri þúsund börn á Íslandi þurfa á sér- hæfðri heilbrigðisþjónustu vegna geðheilsu- vanda að halda. Nokkur hundruð börn bíða eftir greiningu sérfræðinga á því hvort þau glími við frávik eða erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Á meðan fá börnin oft ekki þá aðstoð sem þau þurfa á að halda þar sem þjónustan byggist á niðurstöðu greiningarinnar. Þetta er staðan hjá mörgum fjölskyldum á Ís- landi og ef ekki er gripið inn í, þeim veitt sú þjónusta sem þær þurfa, er voðinn vís. Voði sem sem kostar samfélagið margfalt meira eftir því sem lengur er beðið. Vandinn hverfur ekki úr lífi þessara barna heldur eykst. Við erum að tala um börnin okkar. Einn þeirra var að nálgast sjálfræðisaldur þegar hann var greindur með áfallastreitu- röskun en hann var aðeins átta ára þegar hann fékk ADHD- og mótþróastreituröskunargrein- ingu auk fleiri greininga. Þá fékk hann meðferð hjá geðlækni sem fjölskylda hans segir hafa gengið að mestu út á að gefa honum lyf. Hann hefur alist upp hjá föður og stjúpmóður frá þriggja ára aldri en móðir hans glímir við tvíþættan vanda, það er bæði geðræn veikindi og fíkn. Vegna átaka um forræði yfir honum gekk í raun erfiðar að fá aðstoð fyrir hann en annars hefði væntanlega verið. En þau segja að þó svo að hann hafi fengið greiningu átta ára gamall hafi þau verið búin að gera sér grein fyr- ir því löngu fyrr að eitthvað bjátaði á. Hann var á lyfjum sem barn, bæði ADHD-lyfjum og svefnlyfjum, þrátt fyrir að eiga ekkert erfitt með svefn. „Okkar tilfinning var sú að það væri verið að reyna að deyfa hann og gera hann óvirkan í stað þess að leita að rót vandans, sem er andleg líð- an,“ segja foreldrar hans. Þau taka í svipaðan streng og lyfjateymi Embættis landlæknis sem hefur bent á gríðarlega mikla notkun á lyfjum hér á landi. Ávanabindandi lyfjum sem börn fá ávísuð, jafnvel svefnlyfjum og skammtastærðin hæfileg fyrir fullvaxinn einstakling. Geðheilbrigðisvandi er einn stærsti heilbrigð- isvandi samtímans. Einn af hverjum fjórum ein- staklingum glímir við geðheilsuvanda um æv- ina. Geðræn vandamál koma snemma í ljós og 75% geðraskana eru komin fram á þrítugsaldri. Hátt í 100 þúsund manns fá á ári hverju ávísuð ávanabindandi tauga- og geðlyf á Íslandi. Þar af eru tæplega tvö þúsund einstaklingar sem fá ávísað sem nemur þreföldum dagskammti eða meira á hverjum degi af einu eða fleirum ávana- bindandi lyfjum. Ein helsta ástæða örorku á Íslandi eru geð- ræn veikindi. Mesta fjölgun örorkutilfella er meðal ungra karlmanna með geðgreiningu og hefur þeim fjölgað um 41% á síðustu sex árum. Algengasta dánarorsök ungra karla er sjálfsvíg og á hverju ári falla um 40 manns fyrir eigin hendi á Íslandi. Meirihluti þeirra sem fremja sjálfsvíg glímir við geðræn veikindi. Á bak við hvern þeirra eru aðstandendur, svo sem for- eldrar, makar, börn eða aðrir. Þeirra líf verður aldrei eins. Foreldrar ungs manns sem framdi sjálfsvíg eftir að hafa glímt við fíkn og geðræn veikindi lýsa áfallinu við að missa barn. Hann var eitt af þessum börnum sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né annars staðar. Hann átti erfitt með að fóta sig í lífinu en hann varð fyrir alvarlegu áfalli í æsku þegar hann var beittur kynferðis- legu ofbeldi. Hann sagði foreldrum sínum aftur á móti ekki frá því fyrr en nokkrum árum fyrir andlátið. Skömmin var of mikil. „Minningin var svo slæm að hann lokaði á þetta og vildi ekki ræða það. En þetta hafði skelfileg áhrif á hann og allt hans líf. Leiðin sem hann valdi var að taka hugarbreytandi efni, sem hann fékk hjá læknum, til þess að gleyma, en það vissum við ekki,“ segir faðir hans. „Hann notaði fíkniefni frá unglingsaldri en hans aðalefni voru lyfseðilsskyld lyf. Hann var alltaf að leita að leið fyrir sig sjálfur og hann fór þessa leið – að skófla í sig pillum sem deyfðu all- ar hans tilfinningar og hann fékk stundarhvíld í huganum frá vondum tilfinningum, en þeim fylgdu mikill kvíði og þunglyndi. Erfið uppvaxtarskilyrði og áföll í æsku geta mótað líf viðkomandi alla ævi, segir Mark A. Bellis, prófessor og ráðgjafi hjá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni. Að sögn Bellis væri hægt að koma í veg fyrir mörg þeirra vanda- mála sem fólk stendur frammi fyrir ef viðkom- andi hefði fengið nauðsynlega aðstoð í æsku. Þannig sé hægt að rjúfa ferli sem jafnvel hefur verið viðvarandi kynslóð eftir kynslóð. Því sag- an endurtekur sig oft og börn sem búa við of- beldi, vanrækslu, misnotkun áfengis eða aðra misnotkun vímuefna og önnur erfið uppvaxtar- skilyrði eru líklegri til þess að hafna í sömu að- stæðum sem gerendur. Það er að misnota vímu- efni, beita ofbeldi og verða fyrir ofbeldi. Eins eru meiri líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum, krabbameini og sykur- sýki hjá fólki sem er með áfallasögu úr æsku. Rúmlega fimmtíu andlát komu til rannsóknar hjá Embætti landlæknis í ár þar sem grunur leikur á að lyf hafi komið við sögu. Einar Darri Óskarsson er einn þeirra. Hann var átján ára þegar hann varð bráðkvaddur á heimili sínu vegna lyfjaeitrunar. Hann var í námi, hann var í vinnu, hann átti fjölmarga vini og var mjög virk- ur á samfélagsmiðlum. Þú lifir bara einu sinni er eitthvað sem fjöl- skylda Einars Darra hefur verið ötul við að benda ungu fólki á undanfarna mánuði. Ungu fólki sem kannski gerir sér enga grein fyrir því hvaða áhrif neysla getur haft. Hún getur verið banvæn og valdið örkumlun. Alvarlegum slys- um í umferðinni og komum á bráðamóttökuna í tengslum við misnotkun lyfja hefur fjölgað ógn- vænlega undanfarin þrjú ár samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu og bráðamóttöku Landspít- alans. Fjölskylda Einars Darra hafði ekki hugmynd um misnotkun hans á lyfjum. Þau héldu að hann væri á góðum stað í lífinu og voru grunlaus eins og svo margir foreldrar – eða eins og móðir Ein- ars orðar svo réttilega: það kemur ekkert fyrir mitt barn. Í könnun sem var gerð meðal framhalds- skólanema kom fram að mörg ungmenni glíma við kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Eitt af því sem nefnt hefur verið í þessu samhengi er gríðarleg skjánotkun og lítill svefn. Eitthvað sem kannski er orðið nauðsynlegt að þjóðin taki höndum saman um að breyta og velti fyrir sér: Hvers vegna eru grunnskólabörn með síma í skólanum? Er þetta ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sameinast um líkt og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, hefur unnið að allt frá því hann tók við embætti? Að brjóta múra og byggja brýr milli kerfa fyrir fjölskyldur landsins. Allt bendir til þess að þing- heimur sé á sama máli ef marka má þær breyt- ingar á lögum um embætti umboðsmanns barna sem samþykktar voru fyrir jól. Því eins og fjölskylda Einars Darra bendir á: „Þetta getur komið fyrir hvern sem er og við sem þjóð verðum að vera vakandi og gera okkur grein fyrir að hvert okkar á bara eitt líf og við þurfum öll að fara vel með það, við erum öll svo dýrmæt.“ Morgunblaðið/Hari Þú átt bara eitt líf Yfir fimmtíu dauðsföll hafa komið til rannsóknar hjá embætti landlæknis í ár vegna gruns um lyfjaeitrun og hafa þau aldrei verið jafn mörg á einu ári. Meirihluti þeirra sem létust var með ópíóíða í blóði. Árið 2017 voru dauðsföllin 32 talsins. GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR hefur verið blaðamaður og fréttastjóri á Morgun- blaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Hægt væri að koma í veg fyrir mörg þeirra vandamála sem fólk stendur frammi fyrir ef viðkomandi hefði fengið nauðsynlega aðstoð í æsku. BRJÓTUM MÚRA OG BYGGJUM BRÝR ÞEGAR KEMUR AÐ MÁLEFNUM BARNA ’’ Samskipti eru yfirleitt af hinu góða og fínt að geta fylgst með vinum og öðrum í símanum en stundum er gott að slökkva á tækinu og tala saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.