Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 G U N N A R JÚ L A R T Árið 1848 lyktaði lýðveldisbyltingum gegn konungsveldum í Evrópu með því að þær voru brotnar á bak aftur og kúgun tók við. Árið var sagt marka tímamót, vera vendipunktur þar sem sögunni láðist að venda. Nánast víst er að 2018 mun marka sam- bærileg tímamót. Árið einkenndist af vernd- arhyggju Donalds Trumps, útþenslustefnu Kína, endurborinni þjóðahyggju á Indlandi og í Japan, stórveldatilburðum Írana og tækifær- ismennsku Rússa. Allt á þetta þátt í að grafa undan því alþjóðlega samstarfi sem hefur ver- ið til grundvallar þeirri skipan heimsmála sem hefur verið við lýði í 70 ár eftir að síðari heimsstyrjöld lauk. Samningar um loftslagsbreytingar, kjarn- orkuvopn og viðskipti hafa orðið fyrir barðinu á þessum hræringum og skyndilega virðist heimurinn sundraður og forustulaus. Eins og stendur tala menn í það minnsta fallega um markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í þeim eru sett metnaðarfull markmið um að binda enda á ólæsi, sjúkdóma sem komast má hjá, vannæringu og sára fá- tækt fyrir 2030. Nú eru hins vegar að koma fram vaxandi vísbendingar um að þrátt fyrir frækilega framgöngu Antónios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Aminu J. Mohammed, sem er honum næstráð- andi, muni markmið ekki nást vegna þess að sameiginlega hefur okkur ekki tekist að ná sátt um hvernig eigi að fjármagna þau. Fjórða sjálfbæra markmiðið – gæða- menntun fyrir alla á jafnréttisgrundvelli og án útilokunar – skuldbindur okkur til að ná því að okkar kynslóð verði fyrir 2030 sú fyrsta í sög- unni sem sendir hvert einasta barn í skóla. Nú horfumst við í augu við þann skammar- lega veruleika að 260 milljónir barna ganga ekki í skóla. Af þeim sem eru í skóla munu 400 milljónir hætta áður en þau ná 12 ára aldri og rúmlega 800 milljónir, helmingur drengja og stúlkna í þróunarlöndunum, munu enda grunnskólagöngu án þess að hafa öðlast neina viðurkennda hæfni til starfa á okkar tímum. Samkvæmt nýlegri úttekt Alþjóðabankans myndu barnahjónabönd heyra sögunni til ef allar stúlkur gengju í skóla. Því miður munu um 230 milljónir af 430 milljónum stúlkna á skólaskyldualdri í löndum þar sem tekjur eru Said Khatib/Agence France-Presse Getty Images Þegar árið 2030 rennur upp eigum við að geta sent hvert einasta barn í skóla. Svona á að borga fyrir það. GORDON BROWN er fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og sér- legur erindreki Sameinuðu þjóðanna um menntun í heiminum. Hann er höfundur bókarinnar Gordon Brown: My Life, Our Times. TÍMAMÓT: Á MILLI 2000 OG 2018 RÚMLEGA TVÖFALDAÐIST FJÖLDI AFRÍSKRA BARNA Í BARNASKÓLUM Opnum dyr skólanna upp á gátt í eitt skipti fyrir öll Palestínskar stúlkur ganga fram hjá hveitisekkjum á leið til skóla fyrir utan svæði Sam- einuðu þjóðanna í flótta- mannabúðunum í Rafah á suðurhluta Gasasvæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.