Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 17
fylgi auglýsingin persónu. Með þessari breyt-
ingu á módelinu hafi orðið auðveldara að
skálda og búa til frekar en að segja fréttir.
„Það ætti ekki að vera leyfilegt að safna upp-
lýsingum um náungann og láta auglýsingar
fylgja honum,“ segir hann og spyr: „Er það
þess virði fyrir þjóðfélagið að fara þangað?
Fyrirtækin myndu lifa það af ef settar yrðu
reglur og Tim Cook, forstjóri Apple, og fleiri
hafa tekið undir það.“
Hann bendir á að Facebook þéni um 25
dollara á hvern notanda á ári. „Myndi fólk
segja já ef það væri spurt hvort væri í lagi að
lesa tölvupóst þess?“ spyr hann og vísar til
Google og gmail. „Þetta á ekki að vera leyfi-
legt. Þetta er tæknilega auðvelt, en það á ekki
að gera hlutina bara af því að það er hægt.
Facebook er ekki bara Facebook, fyrirtækið
safnar upplýsingum um fólk hvort sem það er
notendur eða ekki. Google er ekki bara Go-
ogle-leitarvélin, það tengir saman milli tækja
og fylgir fólki eftir, hvort sem það er í gengum
WIFI eða Bluetooth, og tæknin er orðin þann-
ig að jafnvel þótt notandinn slökkvi á henni
slokknar ekki.“
Jón nefnir Bluetooth-vitann, sem hefur auk-
ið drægni tækninnar. Hún auðveldar notand-
anum að ná sambandi með Bluetooth-
tækninni, en gerir um leið auðveldara að fylgj-
ast með öllum hans ferðum, ekki bara í hvaða
götu hann sé, heldur í hvaða húsi og jafnvel á
hvaða hæð.
Um leið er mögulegt að hlusta á notandann.
Dæmi eru um að nýjustu kynslóðir sjónvarpa
séu alltaf að hlusta. „Það sem þú segir er
geymt og öllum er fylgt eftir á ferðum sínum,“
segir hann.
Með auglýsendur á hælum sér
Jón segir að allir eigi sögur til vitnis um að
fylgst sé með ferðum þeirra og það sé nýtt í
auglýsingaskyni. Hann rekur eina úr eigin
reynsluheimi. „Fjölskyldan var stödd í Banda-
ríkjunum og við okkur blasti verslunin Mach-
ine Gun Florida og við vorum að tala um hana
og byssur,“ segir hann. „Allt í einu birtist aug-
lýsing frá NRA, samtökum byssueigenda í
Bandaríkjunum, á síma sonar míns. Þarna
helltist áróður um byssueign yfir 15 ára strák.
Við spurðum okkur hvort eitthvert appið hefði
verið að hlusta og fannst þetta frekar ógeðs-
legt.“
Honum finnst í lagi að nota upplýsingar um
ferðir fólks til að greiða fyrir umferð og láta
vita af teppum, en þessar upplýsingar ætti
ekki að mega nýta í neitt annað.
„Það að hafa aðgang að gögnum veitir ekki
rétt til að nota þau,“ segir hann og bætir við
að hjá sér séu önnur vinnubrögð. „Við höfum
allar upplýsingar, en við notum þær ekki
nema fyrir okkar skýrslur. Við misnotum þær
ekki, seljum hvorki né geymum. Við viljum
ekki hafa upplýsingar um hvað fólk gerir.
Stjórnvöld ættu að sjá til þess að gögn séu
ekki misnotuð.“
Jón bendir á að yfirmaður norsku leyni-
þjónustunnar hafi haft orð á því að einkafyr-
irtæki safni meiri upplýsingum um persónur
en leyniþjónustur og spyr: „Á ég ekki upplýs-
ingarnar um mig?“
Það er ekki hlaupið að því standa fyrir utan
þessa upplýsingasöfnun. „Það er ekkert val
lengur,“ segir Jón. „Þú verður að hafa síma og
ef notandinn lokar á að veita upplýsingar um
sig hættir mjög margt að virka á netinu.“
Hef barist fyrir því allt mitt
líf að fólk komist á netið
Jón segir að sér hafi alltaf þótt mikilvægt að
allir hefðu aðgang að netinu hvar sem er í
heiminum. „Ég hef barist fyrir því allt mitt líf
að fólk komist á netið,“ segir hann og nefnir
sérstaklega Afríku.
Það er augljóst á orðum Jóns að hann telur
netið gegna mikilvægu hlutverki í að tengja
fólk og gera því kleift að bæta stöðu sína. Að
sama skapi fer fyrir brjóstið á honum þegar
netið er notað í annarlegum tilgangi og verður
að pólitísku vopni þar sem reynt er að hafa
áhrif á fólk undir fölsku flaggi eins og nú síð-
ast kom fram í óstaðfestum fréttum um að
mörg hundruð vefmiðlareikningar, sem not-
aðir hefðu verið til að dreifa röngum og vill-
andi upplýsingum til að ýta undir mótmælin í
Frakklandi, tengdust Rússlandi.
„Það er vont þegar verið er að skemma net-
ið með þessu rugli,“ segir hann. „Vandamálið
er þegar pólitíkin blandast inn í spilið. Það
þarf að setja reglur og þær þurfa að vera eins
fyrir alla. Hvað má fyrirtæki bjóða mikinn að-
gang að viðskiptavinum sínum? Það væri
áfram þess virði að hafa sinn notendahóp. Það
er hægt að finna fleiri auglýsingafleti, það
eina sem þú þarft er umferð.“
Hann veltir einnig fyrir sér hvað megi gera
til að breyta umræðu á netinu. „Það er gott að
hafa margar raddir, en ruslið mættum við
missa,“ segir hann. „Ég spyr mig hvað myndi
gerast ef Google ákvæði að beita sér. Þegar
ég sagði þetta fullum fetum stoppuðu okkar
auglýsingar, en svo leyfa þeir auglýsingar í
falsfréttum.“
Svar Jóns er að bjóða upp á vafra, sem ekki
veitir aðgang að notendum þannig að hægt sé
að beina að þeim skilaboðum, áróðri og fals-
fréttum eftir því hvaða skoðanir þeir hafa og
hvar í flokki þeir standa. Hann horfir bjart-
sýnn fram á veginn. Á árinu, sem nú er að
hefjast, kemur ný, stór útgáfa af vafranum.
Þar verður einnig boðið upp á tölvupóst með
netfangi án endurgjalds. Og hann verður ekki
lesinn nema af sendanda og viðtakanda.
„Við höfum allar upplýsingar, en við not-
um þær ekki nema fyrir okkar skýrslur. Við
misnotum þær ekki, seljum hvorki né
geymum. Við viljum ekki hafa upplýsingar
um hvað fólk gerir,“ segir Jón Tetzchner.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ef ekki væri hægt að stíla auglýsingar
á einstaklinga væri ekkert Brexit og
enginn Trump. Facebook og Google
skutu ekki, en þau seldu byssuna.’’