Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 22

Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Á undanförnum árum hefur orðið ljóst að netið stendur ekki undir þeim miklu vonum sem við bundum við það. Netið var smíðað til að verða opið verkfæri fyrir samvinnu og valdeflingu. Nú hafa glæpamenn og tröll rænt því og notað til að hafa áhrif á og ráðskast með fólk um allan heim. Til að varðveita vef sem þjónar öllu mann- kyni, ekki bara fólki með forréttindi og völd, þurfum við að berjast fyrir því. Þess vegna hef ég beðið ríkisstjórnir, fyrirtæki og borg- ara um víða veröld að skuldbinda sig til að fylgja nokkrum grundvallarreglum fyrir net- ið. Við lok ársins 2019 mun helmingur íbúa heimsins nota netið samkvæmt áliti nefndar um breiðband og stafræna þróun (Broadband Commission for Digital Development) sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Í 30 ára sögu netsins hefðu öll viðbrögð við þessum tíma- mótum allt þar til nú verið: „Frábært! Nú skulum við tengja þá sem eftir eru eins fljótt og hægt er.“ En heimurinn hefur breyst. Um árabil hefur verið litið á netið sem afl í þágu góðs þegar allt er tekið, en nú hefur óttinn við að netið gæti verið að skemma þjóðfélög okkar yfirskyggt þá bjartsýni um tæknina. Þessar áhyggjur eru réttmætar. Á undan- förnum árum höfum við orðið vitni að því að stjórnvöld ríkja hafa stundað ríkisreknar verksmiðjuveiðar á netinu til að kæfa andóf og ráðast á stjórnarandstæðinga. Við höfum séð hvernig tölvuinnbrot og erlend afkipti af- skræma stjórnmál og grafa undan kosn- ingum. Og það hefur blasað við hvernig út- breiðsla falsfrétta á félagsvefjum getur skapað ringulreið, glundroða og banvænt of- beldi. Þegar við fregnuðum á liðnu ári að Cam- bridge Analytica hefði notað persónulegar upplýsingar allt að 87 milljóna notenda Face- book til að hafa áhrif á kjósendur í forseta- kosningunum 2016 í Bandaríkjunum áttuðum við okkur á því að við hefðum misst stjórn á upplýsingum um okkur og að afleiðingarnar gætu breytt heiminum. En við megum ekki gefast upp á fyrirheit- inu sem fólgið er í netinu. Allri tækni fylgir áhætta. Við ökum bílum þrátt fyrir hættuna á alvarlegum slysum. Við tökum lyfseðils- skyld lyf þrátt fyrir hættuna á misnotkun og fíkn. Við sláum varnagla þegar nýjungar koma fram til að við getum stjórnað áhætt- unni og hagnast á möguleikum þeirra. Vefurinn er hnattrænn vettvangur – áskor- anir hans teygja sig þvert á landamæri og menningarheima. Rétt eins og milljónir manna um allan heim unnu að því saman að smíða vefinn veltur framtíð hans á sameigin- legri getu okkar til að gera hann betra verk- færi fyrir alla. Um leið og við mótum vef morgundagsins þurfum við leiðbeinandi grundvallarreglur sem geta skilgreint hvernig vef við viljum. Það verður ekki auðvelt að átta sig á hverjar þær skuli vera – það getur samkomulag sem nær til ólíkra landa og hagsmuna aldrei orð- ið. En ég held að það sé hægt að skilgreina ákveðin grunngildi sem við getum verið sam- mála um og munu tryggja að vefurinn virkar betur fyrir alla, þar á meðal þann helming íbúa heimsins sem enn er ekki tengdur. Ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklingar geta öll gegnt einstöku hlutverki. Veraldar- vefsstofnunin (World Wide Web Foundation), samtök sem ég stofnaði 2009 til að vernda vefinn sem tæki í almannaþágu, hefur skil- greint nokkur grundvallaratriði þar sem dregin er fram sú ábyrgð sem hver og einn ber á því að vernda net sem þjónar öllu mannkyni. Við biðjum alla að skrifa undir þessi grundvallaratriði þannig að við getum búið til formlegan sáttmála um vefinn 2019. Í grundvallarreglunum er skilgreint að stjórnvöld bera ábyrgð á að tengja borgar- ana opnum vef þar sem réttur þeirra er virt- ur. Þar segir að netfyrirtæki verði að axla sína ábyrgð á að tryggja að vefurinn sé öruggur, aðgengilegur og að gögn um not- endur njóti verndar. Þar er gerð skýr grein fyrir því að hver borgari ber þá ábyrgð að koma fram af samhygð og bregðast við nei- kvæðri hegðun sem hann myndi ekki líða ut- an netsins. Mestu skiptir að í grundvallar- reglunum segir að við þurfum að rísa upp og berjast fyrir neti sem þjónar öllum. Ef við, þessir milljarðar manna sem nota netið, verj- um það ekki, hver á þá að gera það? Í krafti þessara grundvallaratriða mun sáttmálinn um netið verða forsenda nýrra viðmiða til að stýra stefnu stjórnvalda um heim allan í stafrænum málum og ákvörð- unum fyrirtækja þegar þau móta nettækni framtíðarinnar. Þeir sem styðja og hjálpa til við að þróa sáttmálann munu ekki aðeins sýna að þeir hafa skuldbundið sig til að vef- urinn eigi framtíð, þeir munu hjálpa til við að móta hann. Ef við viljum vef sem virkar fyrir okkur þurfum við að vinna að framtíð vefs- ins. Þegar Rosemary Leith og ég stofnuðum Veraldarvefsstofnunina fyrir tíu árum voru færri en einn af hverjum fjórum á netinu. Okkar verkefni var að tengja fleira fólk og halda vefnum opnum og ókeypis þannig að allir gætu notið alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. Vefurinn bjargar lífi og skapar lífsviðurværi. Hann setur upplýsingar um heiminn í seilingarfjarlægð og tengir okkur vinum og fjölskyldum um allan heim. Hann gefur félagslegum hreyfingum kraft og hefur skapað margvíslegan nýjan iðnað og verið aflvaki nýsköpunar. Þar sem vefurinn er frekar ný uppgötvun er þetta aðeins upphafið á því sem hann býð- ur upp á. Ímyndið ykkur hverju við getum fengið áorkað þegar enn fjölgar svo um mun- ar og nýr hópur íbúa heimsins leggur sitt af mörkum til sprengikrafts nýsköpunar á net- inu. Góðu fréttirnar eru að viljinn til að takast á við áskoranir netsins hefur aldrei verið meiri. Tryggjum að næsti milljarður tengist neti sem er þess vert að vera til. Komum því til leiðar að 2019 verði árið sem við hrekjum til baka öflin, sem grafa undan opnum anda netsins. Við þurfum frjálst og opið net fyrir alla. ©2018 The New York Times and Tim Berners-Lee Á þessari mynd, sem tekin var í Genf 2013, sést fyrsta vefsíða sögunnar frá árinu 1992. Fabrice Coffrini/Agence France-Presse - Getty Images Henry Nicholls/Reuters Hvernig á að bjarga netinu? Ríkisstjórnir, fyrirtæki og notendur um allan heim verða að skuldbinda sig til að virða grundvallarreglur fyrir netið. TIM BERNERS-LEE Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn (World Wide Web) og er forstöðumaður og einn af stofn- endum Veraldarvefsstofnunarinnar (World Wide Web Foundation). Góðu fréttirnar eru að viljinn til að takast á við áskoranir netsins hefur aldrei verið meiri. Tryggjum að næsti milljarður tengist neti sem er þess vert að vera til. TÍMAMÓT: 2019 MUN HELMINGUR JARÐARBÚA VERÐA Á NETINU ’’ Alexander Nix, fyrrverandi framkvæmdastjóri Cam- bridge Analytica, á leið á skrifstofur fyrirtækisins í London 20. mars 2018.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.