Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Landar mínir segja oft að Rússland sé land með fortíð sem engin leið sé að segja fyrir um. Það er satt: Saga okkar er oft endurskrifuð til að þjóna pólitískum markmiðum og yfir- borðslegum duttlungum þeirra sem fara með völdin. Þetta hugarfar kemur sérstaklega skýrt fram í hinum árlegu hátíðarhöldum vegna sig- urs Sovétríkjanna á Þýskalandi nasista árið 1945 þegar sefasýki sem minnir á kjöt- kveðjuhátíð grípur um sig í landninu. Þá eru hersýningar á götum úti, minningarathafnir, tónleikar. Leikskólabörn klæða sig upp í her- búninga. Embættismenn næla í barma svartan og appelsínugulan borða heilags Georgs, tákn endurminningar. Rússar kalla þetta „pobedobesie“ eða „sig- uræði“. Sovésk afrek eru alltumlykjandi og hin- ar óæskilegu hliðar stríðsins, allt frá samstarfi Jósefs Stalíns og Adolfs Hitlers í upphafi stríðs- ins til hernaðarsigurs Bandaríkjamanna á Jap- an, eru fjarlægðar. Jafnvel atburðarás síðari heimsstyrjaldar er endurskoðun háð. Annars staðar í heiminum hófst stríðið 1. september 1939, en í Rússlandi hófst föðurlandsstríðið mikla, eins og það er kallað, þegar Hitler gerði árás á Sovétríkin, og lauk 9. maí 1945 fremur en með formlegri upp- gjöf Japana síðar það ár. Áherslan á það sem Sovétríkin fengu áorkað í stríðinu er leið fyrir stjórnvöld að gefa Rússum það sem þeir þrá mest eftir sársaukafulla niður- lægingu þess að tapa kalda stríðinu: þjóðarstolt. Kannanir sýna ítrekað að sagan er helsta upp- spretta stolts í huga margra Rússa. Áherslan á sigur Sovétríkjanna í stríðinu réttlætir einnig hernaðaríhlutun Rússlands í Úkraínu 2014. Allt frá því að mótmælafundirnir í Úkraínu 2013 urðu til þess að landið færðist nær Evrópusambandinu í pólitík hefur áróðurs- vél Rússa unnið af krafti að því að skilgreina áherslubreytinguna sem valdarán nýnasista að undirlagi vestursins. Rússneskum áhorfendum ríkissjónvarpsins eru sagðar sögur af fasískum öflum sem ógna slavneskum grönnum þeirra: Moskva þurfi einfaldlega að koma þúsundum íbúa Úkraínu af rússneskum uppruna til bjarg- ar. Um leið hefur lofgjörð um hina sigursælu for- feður þjóðarinnar í síðari heimsstyrjöld veitt gömlu sovétstjórninni uppreisn æru. Nú sjást orðið myndir af Stalín með yfirvaraskeggið á myndum á hersýningum og af og til eru götur nefndar eftir honum. Endurskoðunarhyggja er ekki bara tilhneig- ing í samfélaginu. Hún hefur verið sett í lög. Það er bannað að bera glæpi Þýskalands nas- ista saman við þá sem framdir voru í Sovétríkj- unum. Vladimír Pútín forseti undirritaði til dæmis 2014 lög gegn endurreisn nasisma þar sem gert er refsivert að „breiða vísvitandi út rangar upplýsingar um athafnir Sovétríkjanna í síðari heimsstyrjöld“ og „vanvirða tákn hernaðarafreka Rússlands“. Jafnvel að gefa til kynna að nasistar og Sovétmenn hafi yfir höfuð starfað saman í stríðinu er nóg til að fá sekt. Lögin minna á viðbætta útgáfu pólsku „minn- ingarlaganna“ sem Andrzej Duda forseti undir- ritaði í febrúar 2018 (og síðar var breytt eftir hávær mótmæli almennings). Viðbótin náði til þeirra sem sökuðu landið um aðild að glæpum sem þriðja ríkið framdi á pólskri grund. Gagn- rýnendur vöruðu við því að stjórn Duda gæti misnotað óljóst orðalag laganna til að refsa óvinum sínum. Svo fór að pólskir þingmenn létu undan þrýstingi innanlands og á alþjóðlegum vett- vangi og drógu í land þannig að þeim sem brytu lögin yrði ekki refsað fyrir glæpi. Horfur eru verri í Rússlandi þar sem andnasistalögin hafa þegar verið notuð gegn virkum andstæðingum stjórnarinnar. Eftir að óþekktir árásarmenn skvettu grænu sóttvarnarefni framan í andlitið á Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rúss- landi, deildi einn af stuðningsmönnum hans breyttri mynd af minnisvarða í borginni Volgo- grad frá síðari heimsstyrjöld sem var þakinn grænni málningu. Það dugði til að maðurinn var settur í stofufangelsi fyrir að vanvirða tákn hernaðarafreka Rússa. Ein helsta hættan við tilraunir Rússa með endurskoðun sögunnar er að sársaukafyllstu köflum hennar er ýtt í skuggann. Sandarmok, drungalegur staður í skógum Norður- Rússlands, er sérlega lýsandi dæmi. Árið 1937 voru mörg hundruð saklausir borgarar drepnir þar í hreinsunum Stalíns. Síðan gröf þeirra fannst þar á tíunda áratug liðinnar aldar hefur fólk safnast þar til að minnast fórnarlambanna og heiðra. Sumarið 2018 var ég stödd þar líka. Það var ekkert svið, aðeins hafði verið slegið upp ræðupalli og komið fyrir hljóðmagnara. Ekki einn einasti embættismaður var við- staddur. Júrí Dmítríjev, sagnfræðingurinn sem fann vettvang harmleiksins, sat í fangelsi sak- aður um kynferðislega árás á fósturdóttur sína. Stuðningsmenn Dmítríjevs segja að málið sé til- búningur til að refsa honum fyrir störf hans við að varpa ljósi á glæpi Sovétríkjanna. Á meðan við hlustuðum á ræðu æpti flokkur kósakka í fullum einkennisbúningi að okkur sem höfðum safnast saman vegna minningar- stundarinnar. „Um hvað eruð þið að tala? Hætt- ið þessum fasisma!“ hrópuðu þeir áður en þeir marseruðu í burtu. Nokkrum vikum síðar hóf Sögufélag rúss- neska hersins uppgröft á staðnum. Samtökin, sem stofnuð voru að frumkvæði stjórnvalda árið 2012, eru staðráðin í að sanna að sumir þeirra sem þarna eru grafnir séu hermenn úr rauða hernum sem Finnar hafi skotið í vetrarstríðinu. Svo virðist sem Rússar séu ekki reiðubúnir til að horfast í augu við myrku kaflana í sögu sinni. Frekar en að taka ábyrgð á fortíðinni halda þeir áfram að endurupplifa hana. Og það gerir það svo miklu erfiðara að sleppa inn í framtíðina. ©2018 The New York Times og Alisa Ganieva Rússneskir hermenn taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af sigri Sovétríkjanna á Þýskalandi nasista í síðari heimsstyrjöld fyrr á þessu ári. Sovésk tákn og ímyndir voru áberandi. Maxim Shipenkov/Reuters Hentitúlkun sögu Rússlands Rússnesk stjórnvöld eru staðráðin í að upplifa á ný glæsta fortíð Rússlands jafnvel þótt allt sé það lygi. ALISA GANIEVA er rússneskur rithöfundur og greinahöfundur. Hún er höfundur bókanna Fjallið og veggurinn og Brúð- urin og brúðguminn. Svo virðist sem Rússar séu ekki reiðubúnir til að horfast í augu við myrku kaflana í sögu sinni. Frekar en að taka ábyrgð á fortíðinni halda þeir áfram að endurupplifa hana. TÍMAMÓT: REFSIVERT VAÐ AÐ BENDLA PÓLSKU ÞJÓÐINA VIÐ GLÆPI NASISTA EN SVO VAR DREGIÐ Í LAND ’’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.