Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 28

Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Matthías Jochumsson spyr í Þjóðólfi árið 1874 hvað sé sannur þjóðvilji og svarar: „Það er almenn framfarastefna í landinu, bygð á frjálslyndi, viti og réttvísi. Með þess konar þjóðvilja stendr og fellr velferð og hamingja vor. Kærir landsmenn! Þjóð vor er enn skamt á veg komin, ekki einungis í verkunum, heldr í sannri menntan, sem er frelsisins andlegi grundvöllr. En allt er bætt ef andinn lifir, framfaralöngunin, lífs- kjarkurinn, metnaðurinn, sá stórhugi, sem gleymir stríðinu en seilist eftir sigrinum.“ Þessi sýn sem séra Matthías setur fram er grundvölluð á upplýsingarstefnunni og þeirri framfaratrú sem Framsóknarflokk- urinn og Samvinnuhreyfingin byggir síðar á og byggir enn. Tímarnir eru ólíkir en sýnin hin sama. Sumir segja að tímarnir séu flóknari nú áður og líta til hinna „gömlu góðu daga“ með söknuði. Það eina sem truflar slíka fortíðarþrá er að aðstæður hins almenna manns hafa aldrei verið betri en nú. Einfaldleiki fortíðarinnar og hörð lífs- barátta stenst ekki fjölbreytileika og tæki- færi okkar tíma þótt að sjálfsögðu megi gera betur á mörgum sviðum. Sanngjarnar leikreglur Samfélagið breytist stöðugt. Við hverja nýja löggjöf, hverja nýja reglugerð verður breyt- ing á umhverfi okkar. Íslendingum hefur auðnast að byggja upp það sem á marga mælikvarða er fyrirmyndarsamfélag. Mik- ilvægt er að skapa samfélaginu leikreglur sem veita öllum jöfn tækifæri til að blómstra. Við getum öll verið sammála um að húsnæðiskostnaður er of hár og lægstu laun of lág. Við þurfum samt sem áður að rannsaka betur hvort að í samfélagsgerð- inni eru fátæktargildrur eða hvort fólk staldrar stutt við á lægstu launatöxtum. Rannsóknir sýna að Ísland býr við mesta félagslega hreyfanleika allra þjóða sem þýð- ir að fólk getur unnið sig hratt upp með menntun og dugnaði. Samvinna er lykillinn að framförum Síðustu ár hafa verið umbrotatími í stjórnmálum víða um heim: Brexit, forseta- kosningar í Bandaríkjunum, uppgangur po- púlista víða í Evrópu og gul vesti eru allt dæmi um öfgavæðingu samfélaga. Ólíkt flestum nágrannalöndum okkar var nið- urstaða síðustu alþingiskosninga ríkisstjórn sem endurspeglar allt pólitíska litrófið frá vinstri til hægri og er grunnur að stöð- ugleika sem við hljótum flest að vera sam- mála um að sé mikilvægur. Umræðan er hins vegar oft öfgafull og hlutum snúið á hvolf: Samvinna er svik, trúnaður er leynd, bjartsýni er naívismi. Hafi Íslendingar þó eitthvað að kenna heiminum varðandi stjórnmál þá er það að samvinna skilar okk- ur áfram. Við í Framsókn lítum á verkefni sem þarf að vinna frekar en vandamál sem þarf að leysa. Samtakamáttur og samvinna eru lykilinn að því að færa okkur fram á við. Við horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breyt- ingar á því sem þarf að laga. Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum flokkur framfara sem byggjast á menntun, dugnaði og hugsjónum. Við erum ekki margar þjóðir Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Við er- um ekki margar þjóðir. Hagsmunir okkar fara að mestu leyti saman þótt stundum skerist í odda. Nú, eins og áður, er mennt- un og atvinna grunnurinn að framförum og auknum lífsgæðum. Framsókn hefur átt stóran þátt í að byggja það samfélag sem við búum í. Við getum litið yfir 100 ára sögu fullveldisins og séð að áhersla flokksins hef- ur verið á atvinnu, menntun, velferð og frjálslyndi. Fjölbreytt baráttumál flokksins hafa til dæmis skilað sjálfsögðum réttindum feðra til fæðingarorlofs og hjónaböndum samkynhneigðra. Tæring fordómanna Margar þjóðir standa frammi fyrir vanda- málum sem tengjast því að hópar innan samfélagsins einangrast og fordómar skjóta rótum. Mér hefur stundum dottið í hug að Ísland ætti að vera of lítið fyrir átök og for- dóma því að í okkar litla samfélagi þarf mikla orku til að vera illa við einhvern ein- stakling af því hann tilheyrir einhverjum sérstökum hópi. Fordómar láta undan við samtöl og samskipti. Við höfum öll ólík hlut- verk í samfélaginu og án hvert annars vær- um við veikari heild. Skynsemin verður að ráða Eftir fordæmalausa aukningu kaupmáttar frá síðustu kjarasamningum spá margir erf- iðum vetri á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefur fundað reglulega, alls fjórtán sinnum, með aðilum vinnumarkaðarins og þannig undirstrikað mikilvægi þess að skynsemi á báða bóga ráði för í komandi samninga- viðræðum. Það er áríðandi að fólk setjist niður og komi sér að minnsta kosti saman um mælikvarða og markmið til að nið- urstaða náist sem skilar okkur áfram frem- ur en aftur á bak. Heiðarleg, sanngjörn og opin stjórnmál Spilaborg eða „House of Cards“ er ekki heimildarmyndaröð um íslensk stjórnmál þótt sumir virðist líta svo á. Þingmenn vinna að heilindum að þeim verkum sem þjóðin hefur kosið þá til þótt stundum fari einstaka út af sporinu. Mikilvægt er að við höldum stjórnmálaumræðu okkar heið- arlegri, opinni og sanngjarnri. Átök í stjórnmálum og í samfélaginu eru eðlileg svo lengi sem þau grundvallast á baráttu hugmynda. Rökræður eru leið samfélaga að niðurstöðu, að þjóðvilja, eins og Matthías nefndi það í Þjóðólfi. Þeir eru þó til sem líta á pólitísk átök sem persónulegar árásir en sagan sýnir að slíkum mönnum reynast stjórnmálin og sagan erfið. Samhljómur í umhverfismálum Heimurinn stendur frammi fyrir umfangs- miklum og knýjandi verkefnum þar sem umhverfismál eru í brennidepli. Stór skref hafa verið stigin af ríkisstjórn Íslands á fyrsta starfsári hennar. Það er líka rétt að hafa í huga að þegar kemur að umhverf- ismálum er samhljómur í máli flestra stjórnmálamanna um að sjálfbær þróun sé lykilatriði. Enginn flokkur er með það á stefnuskrá sinni að ráðast í frekari upp- byggingu mengandi stóriðju eða byggingu risavirkjana. Sá tími er einfaldlega liðinn. Hagsmunir náttúrunnar eru þáttur í ákvarðanatöku stjórnvalda en þau eru hins vegar ekki eini þátturinn því sjálfbær þróun felur líka í sér efnahagslega og samfélags- lega þætti sem eru einnig mikilvægir. Málflutningur sem einkennist af ofstopa skilar okkur ekki áfram í málum umhverf- isins frekar en á öðrum sviðum. Líkt og þegar mokað er ofan í skurði til að end- urheimta votlendi þarf að moka ofan í skot- grafirnar í umræðu um umhverfismál til að ná nauðsynlegum árangri. Það er einfald- lega ekkert annað í boði en að við hysjum upp um okkur og tökumst á við verkefnin framundan. Hér verður skynsemin að ráða för. Þau eru falleg tímamótin þegar ár mætir ári og sólin lengir dvöl sína með okkur dag frá degi. Hækkar sól, hækkar brá og við göngum léttum sporum inn í nýtt ár með ný verkefni. Styðjum hvert annað til góðra verka og hugsum til orða þjóðskáldsins í Sigurhæðum: „En allt er bætt ef andinn lif- ir, framfaralöngunin, lífskjarkurinn, metn- aðurinn, sá stórhugi, sem gleymir stríðinu en seilist eftir sigrinum.“ Gleðilegt ár. „Sá stórhugi, sem gleymir stríðinu en seilist eftir sigrinum“ Mikilvægt er að við höldum stjórnmála- umræðu okkar heiðarlegri, opinni og sanngjarnri. Átök í stjórnmálum og í samfélaginu eru eðlileg svo lengi sem þau grund- vallast á baráttu hugmynda. SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON, SAMGÖNGURÁÐHERRA OG FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS ’’ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.