Morgunblaðið - 31.12.2018, Síða 37

Morgunblaðið - 31.12.2018, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 37 Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klausturmálinu svonefnda, var boðuð í skýrslutöku í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í desember vegna mögulegs máls sem höfða átti á hendur henni. Mikill fjöldi fólks mætti í réttinn til að sýna henni samstöðu, og var málinu vísað frá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bára í héraðsdómi Handboltakappinn Ólafur Stefánsson tók þátt í verkefni með Reykjavíkurborg í vetur þar sem íþróttafélög og eldri borgarar voru leidd saman. Hann segir hér eldri borgurum í Krafti í KR sögur með sínum einstaka hætti, vopnaður leikmunum og hljóðfærum. Morgunblaðið/Hari Sögustund með Ólafi Stefánssyni Morgunblaðið/Árni Sæberg Bandaríska þyrluflugmóðurskipið USS Iwo Jima II lá við Skarfabakka í október- mánuði. Vakti koma skipsins töluverða at- hygli og nýttu margir tækifærið til að skoða þetta gríðarstóra skip, en það er 257 metra langt og 32 metrar á breidd. Skipið var hér á landi ásamt nokkrum öðrum herskipum í tengslum við her- æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture, í októbermánuði, og spunnust nokkrar umræður um heræfinguna hér á landi í kjölfarið, sér í lagi hina svokölluðu vetraræfingu, sem fram fór í Þjórsárdal, en þar gekk um 400 manna lið land- gönguliða um 10 kílómetra vegalengd með fullan herbúnað. Mótmæltu hern- aðarandstæðingar æfingunni fullum hálsi. Morgunblaðið/Hari Risi í Reykjavíkurhöfn Kjaradeila hófst í sumar milli ljósmæðra og hins opinbera og hófu ljósmæður meðal annars yfirvinnuverkfall um miðjan júlí. Efndu ljósmæður til nokkurra samstöðufunda og voru þeir vel sóttir. Á end- anum var deilunni vísað til gerðardóms, en ekki voru all- ir sáttir við niðurstöðu hans, þar sem ekki var fallist á kröfu ljósmæðra um hækkun á grunnlaunum, þó að geng- ið væri að nokkrum öðrum kröfum þeirra. Kjaradeila ljósmæðra Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.