Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 39
Flutningaskipið Fjordvik strandaði við hafnargarðinn í Helguvík í byrjun nóvember. Náði
áhöfn TF-GNA að bjarga öllum fimmtán skipverjunum, en skipið lamdist út í stórgrýttan hafn-
argarðinn meðan á aðgerðum stóð. Nokkra daga tók að koma skipinu aftur á flot og var von-
ast til að viðgerðum á því myndi ljúka stuttu fyrir jól.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Strandað í Helguvík
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í lok september að sýkna ætti fimm af sex sakborn-
ingum af öllum sakargiftum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og var þar með fyrri dómi frá
árinu 1980 snúið við. Með því var lokið einu umfangsmesta sakamáli 20. aldarinnar.
Morgunblaðið/Hari
Sýknaðir eftir langa baráttu
Sigríður Snævarr, fyrsti
kvensendiherra Ís-
lands, var sérstakur
gestur Nasdaq í Kaup-
höll Íslands á alþjóð-
legum baráttudegi
kvenna 8. mars og
hringdi bjöllunni kröft-
uglega eftir að hafa tek-
ið til máls.
Sagði hún m.a. við
það tilefni nauðsyn að
viðskiptalífið reyndi að
draga til sín metn-
aðargjarnar konur.
Morgunblaðið/Eggert
Klukkna-
hljómur
skær
Eldhúsdagsumræður fóru fram á þingi í júní og kenndi þar ýmissa grasa. Inga Sæland, for-
maður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðustól þingsins og sagði ríkisstjórnina hafa svikið
þjóðina á fyrstu sex mánuðum sínum í starfi. Loforð hennar hefðu reynst „innantómt blaður“.
Morgunblaðið/Eggert
Loforðin „innantómt blaður“
Íslenska karlalandsliðið
í knattspyrnu tók þátt í
heimsmeistarakeppni í
fyrsta sinn, en náði ekki
upp úr riðli sínum þrátt
fyrir að hafa sýnt hetju-
lega baráttu fram til síð-
ustu stundar. Eft-
irminnilegasta stund
liðsins kom strax í fyrsta
leik þess þegar Hannes
Þór Halldórsson, mark-
vörður íslenska liðsins,
varði vítaspyrnu frá Lio-
nel Messi, sem er af
mörgum talinn besti
leikmaður allra tíma.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Og hann
varði!