Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 43
Kanada varð 17. október annað ríkið í heiminum til þess að lögleiða kannabisefni til einka-
nota á eftir Úrúgvæ. Samkvæmt kannabislögum landsins er fullorðnum einstaklingum heim-
ilt að kaupa allt að 30 grömm af marijúana frá sérstökum söluaðilum. Justin Trudeau for-
sætisráðherra hélt því fram að löggjöfin myndi draga úr glæpum og efla forvarnir.
Carlos Osorio/Reuters
Kannabis lögleitt í Kanada
Að minnsta kosti 21 lést í aurskriðum sem herjuðu á bæinn Montecito í Kaliforníuríki hinn 9.
janúar. Samkvæmt stjórnvöldum í ríkinu voru meira en 65 heimili eyðilögð og hundruð til við-
bótar urðu fyrir skemmdum. Skömmu áður höfðu skógareldar valdið miklum usla í ríkinu og
vöruðu sérfræðingar við að eldarnir gætu aukið hættuna á aurskriðum í mörg ár.
Jim Wilson/The New York Times
Aurskriður í Kaliforníu
Lögreglan í New York-borg handtók kvikmyndamógúlinn Harvey Weinstein hinn 25. maí síð-
astliðinn. Hann hefur verið sakaður um að hafa beitt meira en 80 konur kynferðislegu ofbeldi.
Weinstein var látinn laus gegn tryggingu síðar sama dag, en var seinna ákærður fyrir brot
sín. Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu í öllum ákæruliðum.
Todd Heisler/The New York Times
Mógúll leiddur út í járnum
17 manns létust þegar hinn tvítugi Nikolas Cruz hóf skothríð á nemendur við Marjory Sto-
neman Douglas-framhaldsskólann í bænum Parkland í Flórídafylki hinn 14. febrúar síðastlið-
inn. Þetta var mannskæðasta árásin á skóla í Bandaríkjunum frá árásinni á Sandy Hook-
-grunnskólann árið 2012. Umræða um byssulöggjöf hélt áfram í Bandaríkjunum í kjölfarið.
Saul Martinez/The New York Times
Fjöldamorð á Valentínusardegi
Nokkur árangur náðist í deilu al-
þjóðasamfélagsins við Norður-
Kóreumenn á árinu, og voru
tveir merkir leiðtogafundir
haldnir með Kim Jong-un, ein-
ræðisherra landsins, á árinu.
Hinn 27. apríl hitti hann Moon
Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á
landamærum ríkjanna tveggja
(til hægri). Eftir að þeir tókust í
hendur fór Kim yfir landamærin
og varð fyrstur leiðtoga Norður-
Kóreu til þess að heimsækja
Suður-Kóreu.
Hinn 12. júní hittust svo Kim
og Donald Trump Bandaríkja-
forseti og var það fyrsti leið-
togafundur ríkjanna tveggja.
Báðir fundir leiddu af sér loforð
um að fundin yrði lausn á kjarn-
orkudeilunni, en í árslok var
ekki enn víst hvort og hvernig
þau yrðu efnd.
Doug Mills/The New York Times
Sögulegir
fundir
með Kim
Jong-un
Korea Summit Press Pool/The New York Times