Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 46

Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 ERLENDAR SKOPMYNDIR Hinn 17. janúar féll verðmæti rafmyntarinnar Bitcoin niður fyrir 10.000 banda- ríkjadali, sem var um 50% fall frá hæsta verðmati myntarinnar í desember 2017. Bitcoin-myntin, sem var fyrst gefin út árið 2009, er þekkt fyrir miklar verð- sveiflur. Rafmyntir urðu mjög vinsælar árið 2017 þegar fjárfestar á Wall Street auk minni fjárfesta í Japan og Suður-Kóreu fóru að sýna þeim meiri áhuga, sem aftur leiddi til þess að minni spámenn festu fé sitt í Bitcoin. Hagfræðingar töldu að fall Bitcoin mætti rekja til ótta um að ríkisstjórnir myndu setja bönd á við- skipti með rafmyntir. VAN DAM/Landsmeer - Hollandi. Janúar Hallar undan Bitcoin-fætinum Sautján manns, bæði nemendur og kennarar, biðu bana hinn 14. febrúar þegar hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz hóf skotárás við Marjory Stoneman Douglas- framhaldsskólann í Parkland í Flórídaríki. Cruz hafði verið rekinn úr skólanum og notaði til voðaverksins hálfsjálfvirkan AR-15 riffil. Árásin vakti upp umræðu í Bandaríkjunum um löggjöf varðandi byssueign. Landssamtök skotvopnaeig- enda, NRA, lögðu til að kennarar yrðu vopnaðir til að verjast skotárásum á skóla, en andstæðingar byssueignar og nemendur við Parkland kölluðu eftir umbótum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, undirritaði herta löggjöf um byssueign í ríkinu þremur vikum eftir árásina. PARESH/Khaleej Times - Sameinuðu arabísku furstadæmin Febrúar Skotárás á skóla kallar á umræður um byssueign Nærri því 3.000 fulltrúar á alþýðuþinginu í Kína samþykktu nær einhljóða hinn 11. mars að breyta stjórnarskrá landsins þannig að forseti landsins sé ekki bundinn við tvö kjörtímabil, sem gerir Xi Jinping, forseta Kína, kleift að sitja eins lengi og hann kýs. Takmarkanirnar á fjölda kjörtímabila voru hluti af þeim breyt- ingum sem Deng Xiaoping gerði á sínum til þess að tryggja að valdaskipti færu friðsamlega fram og koma í veg fyrir þá persónudýrkun sem varð á tímum Mao Tsetung. Xi er einnig aðalritari Kommúnistaflokksins og yfirmaður heraflans, og eru engar tímatakmarkanir á veru hans í þeim embættum. HAGEN/Verdens Gang í Noregi Mars Xi Jinping að eilífu Raúl Kastró yfirgaf forsetaembætti Kúbu hinn 19. apríl og batt þannig enda á nærri sextíu ára valdaferil Kastróbræðra. Þingið útnefndi hinn 58 ára gamla Miguel Díaz-Canel, fyrsta varaforseta og pótintáta í kommúnistaflokki Kúbu, sem eftirmann hans. Valið á Díaz-Canel þótti sýna að valdið í landinu hefði færst til yngri kynslóðar leiðtoga, sem flestir fæddust eftir byltinguna. Þrátt fyrir að Kastró yfirgæfi forsetastólinn hugðist hann leiða kommúnistaflokkinn fram til ársins 2021. HENG/Lianhe Zaobao í Singapúr Apríl Raúl Kastró fer úr forsetastóli KOTRHA/ Trencin – Slóvakíu Maí Trump dregur Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti óánægju með helstu bandamanna sinna víðsvegar um veröldina þegar hann tilkynnti hinn 8. maí að hann hygðist draga Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu við Írana. Samkomulagið var und- irritað í júlí 2015 af ríkisstjórn Barack Obama og fól í sér að viðskiptabanni á Ír- an var aflétt gegn því að landið samþykkti takmarkanir á kjarnorkuáætlun sinni. Ákvörðun Trumps var í samræmi við kosningaloforð hans, en Frakkar, Þjóð- verjar og Bretar tilkynntu að þeir vildu varðveita samkomulagið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.