Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018
INNLENDAR SKOPMYNDIR ÁRSINS
Samfélagsbyltingin sem kennd var við #MeToo-hreyfinguna hélt áfram á árinu 2018,
og fulltrúi Réttarríkisins tók fullan þátt í henni.
Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason
Janúar
#MeToo-hreyfingin heldur ótrauð áfram
Eiturefnaárás í bænum Salisbury í Bretlandi var rakin til rússnesku leyniþjónust-
unnar. Í kjölfarið ákváðu ráðamenn í Bretlandi að sniðganga heimsmeistarakeppnina
í Rússlandi um sumarið og fylgdu íslenskir ráðamenn fljótlega í kjölfarið.
Mars
Heimsmeistarakeppnin sniðgengin
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í maí og var kosningabaráttan einkar hörð í höf-
uðborginni. Á meðal þess sem kjósendur voru beðnir um að taka afstöðu til var þétt-
ing byggðar, en ekki er víst að þessi ær hafi kunnað að meta hina nýju nágranna sína.
Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason
Maí
Tekist á um þéttingu byggðar
Menntamál voru í brennidepli í febrúar. Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2015 voru
lakari hér en á öðrum löndum á Norðurlöndum og menntamál fengu falleinkunn í
skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar.
Febrúar
PISA-könnun á stafrænni öld setur menn í vanda
Eitt af helstu vorverkum hvers árs er að malbika á ný í holur sem myndast hafa á veg-
um yfir veturinn. Þótti sumum sem þær hefðu orðið ærið margar að þessu sinni.
Apríl
Holótt vegakerfi
Sumarið 2018 þótti vera nokkuð vott, og rigndi mikið. Á sama tíma fór fram HM í
knattspyrnu í Rússlandi við allt aðrar aðstæður en þær sem ríktu hér. Úrslitin í leik
Nígeríu og Íslands, þar sem Ísland tapaði 0-2, urðu hins vegar ekki til þess að létta
lund íslenskra áhangenda.
Júní
Engin huggun í HM