Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 55
Eins langt og rekja má aftur hefur pólitísk list
skapað vandamál en reynst nauðsynleg þegar
upp hefur verið staðið þar sem hún neyðir
listina út fyrir þægindarammann og tengir
listamanninn við heiminn.
Sem listamaður í útlegð hefur það oft hent
mig að fara yfir hið mjóa, rauða strik lista-
heimsins, ekki vísvitandi heldur vegna þess að
pólitískur veruleiki hefur skilgreint líf mitt.
En það eru ekki bara listamenn sem þurfa að
fást við þessi mörk — þau er að finna hvar sem
list og gróði skarast, ávallt þegar listamenn
eru togaðir í gagnstæðar áttir, þurfa að gæta
jafnvægis milli æðri fagurfræði og viðfangs-
efna sem eru hlaðin pólitík og skipta máli.
Tökum nýleg mótmæli listamanna, sem
voru sakaðir um ónærgætni í kynþáttamálum
og að reyna að græða á sársauka svartra, hina
umdældu mynd Dana Schutz af Emmett Till,
„Opin kista“, eða „Sjálfsmynd“ eftir Luke
Willis Thompson af kærustu Philando Castile,
sem lögreglumenn drápu. Reiðin veikur erf-
iðar spurningar: Hver getur fellt hinn end-
anlega dóm þegar listin móðgar? Ættu þeir að
axla meiri ábyrgð gagnvart því hvernig list
þeirra er tekið þegar henni hefur verið komið
fyrir á almannafæri?
Ég get deilt með ykkur persónulegri
reynslu. Eftir egypsku byltinguna kom ég upp
stúdíói til bráðabirgða hjá listasamtökum á
staðnum nærri Tahrir-torgi í Kaíró. Ég tók
portrett af syrgjandi eldri egypskum körlum
og konum á meðan þau lýstu harmi sínum á
borð við missi barna sinna sem þau urðu fyrir í
byltingunni. Ég vonaðist til að ná hinum
mannlegu fórnum sem liggja að baki bylt-
ingum sem koma oft harðast niður á fátækustu
samfélögunum.
Skömmu eftir að þessi ljósmyndasería,
„Húsin okkar eru alelda“ frá 2013, var sýnd í
sýningarplássi Rauschenberg-stofnunarinnar
í New York, samtaka, sem ekki eru rekin í
ágóðaskyni og kostuðu verkið í upphafi, birtist
grein eftir gagnrýnanda þar sem ég var sak-
aður um að ramma inn sorg Egypta fyrir við-
skiptagallerí í Chelsea til að vekja samúð og á
endanum græða. Augljóst var að hann hafði
ekki hugmynd um þá staðreynd að allur ágóði
af sölu á netinu rynni til góðgerðastofnana að
mínu vali í Egyptalandi.
Ég var steini lostinn eftir að hafa lesið gagn-
rýnina á „Hús okkar er alelda“ og velti fyrir
mér hvort túlkun og ásakanir rýnisins gætu
verið réttar. Var ég sekur um að leika mér að
tilfinningum fólks til að búa til list? Eða hafði
hann rangt fyrir sér með því að mistúlka sann-
leikann svo um munaði og sveigja sagnaþráð-
inn þannig að hann félli að andófi hans gegn
listaheiminum og pólitískum markmiðum?
Á hinn bóginn er listin alltaf til staðar hve-
nær sem orðið hefur mannlegur missir, átök
eða harmleikur. Gildiskerfin eru líka gerólík,
sem leggja mat á hvort slík list hefur gildi eða
er viðeigandi. Um leið er slík list oft hreinust
að inntaki, þegar henni er ætlað að finna skiln-
ing í glundroða, eima kjarna úr ringulreið.
Tökum sem dæmi hinn heimsfræga, kín-
verska andófslistamann, Ai Weiwei. Í mynd-
inni „Human Flow“, sem er í fullri lengd, skrá-
setti hann hina hrikalegu flóttamannakreppu í
heiminum. Fljótt á litið er sérlega lofsvert að
velmegandi, viðurkenndur listamaður skuli
fara inn í þungamiðju mannlegs og pólitísks
harmleiks af þessum toga. Engu að síður get
ég ekki að því gert að velta fyrir mér hvað fyr-
ir honum vaki og eðli og áhrifa verks hans. Var
Ai að nýta sér mannlegan harmleik til þess að
draga athygli að sjálfum sér og hagnast á því?
Eða hjálpaði verk hans við að vekja athygli á
flóttamannavandanum? Hverjir eru áhorf-
endur hans og hvernig gæti list breytt ein-
hverju í heimi sem hefur verið drekkt í frétt-
um og myndum af þessari eymd?
Þegar ég fór að rýna í tilgang annars lista-
manns með því að takast á hendur mannúðar-
verkefni áttaði ég mig á því að ég var ekki svo
ólíkur gagrnýnandanum, sem hafði dregið í
efa heilindi mín sem listamanns. Ég áttaði mig
á því að listamenn í útlegð standa frammi fyrir
mótsögn, vegna þess að tilfinningaleg við-
brögð þeirra við yfirstandandi hryllingi end-
urspegla oft persónulega reynslu þeirra á
meðan þau stangast á við það að viðhalda list-
rænum ferli, sem hefur komið þeim í forrétt-
indastöðu.
Kannski býr vandinn í forræðiskerfi okkar
þar sem neysluhyggju hins vestræna frjálsa
markaðar og vélavirki hans í menningarfram-
leiðslu hefur verið gefinn laus taumur í ger-
vallri ástundum listar. Og því sem er öðru vísi
og í andstöðu við þetta kerfi er annað hvort ýtt
til hliðar eða yfirtekið þannig að kerfið virðist
opið og umburðarlynt. Það er því í gegnum síu
þessarar linsu sem verk listamanna á borð við
Ai (sem er lýst sem hinum hugrakka, útlæga
listamanni, sem slapp undan harðstjórn
heimalandsins) og mig (kúguðu, útlægu,
írönsku, múslimsku listakonuna) verða skoðuð
og lögmæti þeirra metið.
Listaheimurinn virðist hafa rækilega til-
einkað sér og fylgt í hugmyndafræðileg fót-
spor hagkerfis heimsins undanfarna þrjá ára-
tugi og tekur í auknum mæli þátt í svallveislu
auðsköpunar og takmarkaðrar dreifingar
hans. En nú þegar ættbálkahyggja og þjóð-
ernishyggja eru á uppleið ásamt hinni ófrýni-
legu ásýnd fasismans er spurningin hvort hinn
syfjaði, sjálfhverfi vestræni listaheimur getur
líka vaknað úr mókinu.
Pólitískt meðvituð, mannúðleg list er nú jafn
nauðsynleg og loftið sem við öndum að okkur
ef við eigum að lifa af þessa erfiðu tíma. Ann-
ars erum við dæmd til að endurtaka í síbylju
endalausa hringrás ógnar og mannlegra harm-
leikja, jafnvel þótt forræðisöfl listaheimsins
hafi áhrif á hverja einustu hreyfingu okkar. Á
endanum er það undir okkur listamönnunum
komið að ákveða framtíð þessa mjóa, rauða
striks og hversu auðvelt verði að fara yfir það
— ekki gagnrýnendanna eða markaðarins.
©2018 The New York Times og Shirin Neshat.
Benjamin Norman fyrir The New York Times
Mona úr myndröðinni Hús okkar er alelda.
Shirin Neshat
Ahmed úr myndröðinni Hús okkar er alelda.
Shirin Neshat
Þegar pólitísk list fer yfir strikið
Listamenn þurfa frelsi til að skilgreina eigin mörk.
SHIRIN NESHAT
er íransk-bandarískur sjónlista- og kvikmyndagerð-
armaður.
En nú þegar ættbálkahyggja og þjóðern-
ishyggja eru á uppleið ásamt hinni
ófrýnilegu ásýnd fasismans er spurn-
ingin hvort hinn syfjaði, sjálfhverfi vestræni lista-
heimur getur líka vaknað úr mókinu.
TÍMAMÓT: ÁKVÖRÐUN UM AÐ FJARLÆGJA VERK MEÐ FANGELSUÐUM KATALÓNUM Á LISTASTEFNU Í MADRÍD
’’
Opin kista Dana Schutzs sem hér sést á
Whitney-tvíæringnum 2017 vakti reiði
og mótmæli. Gagnrýnendur sögðu að
það væri ekki við hæfi að hvítur liðsta-
maður efnaðist á sársauka svartra.