Morgunblaðið - 31.12.2018, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018
Nýtt undir
sólinni 2018
Óvæntir, mikilvægir og stundum
kjánalegir viðburðir og straumar sem
vöktu athygli fyrsta sinni árið 2018.
Eftir Triciu Tisak
Í FYRSTA SKIPTI Í SÖGUNNI
Leikmenn í íshokkí kvenna frá
Norður- og Suður-Kóreu léku
sem eitt lið á 23. vetrarólymp-
íuleikunum í Pjongtsjang.
Þetta var í fyrsta skipti sem
löndin tefla fram sameinuðu
ólympíuliði. Liðið tapaði
fyrsta leik sínum gegn Sviss.
Suður-Kórea vann hins vegar
17 verðlaun á leikunum, þar á
meðal fimm gull. NYT
Sameinuð
Kórea - í það
minnsta á
ísnum
Apple varð fyrsta fyrirtækið, skráð á almennan hlutabréfa-
markað, til að ná markaðsvirðinu ein billjón dollara. Þetta
gerðist í ágúst. Amazon kom þétt á hæla fyrirtækisins og
náði þessum áfanga aðeins mánuði síðar. Uppgangur þess-
ara stórfyrirtækja á þátt í langvarandi hagvexti í Bandaríkj-
unum, en gæti einnig verið ein ástæðan fyrir því að millistétt-
in skreppur saman og ójöfnuður fer vaxandi í tekjum, að
sögn sérfræðinga.
MIKE SEGAR
Apple metið á billjón
dollara fyrst fyrirtækja
Nýtt skref í aðlögun
mannsins
Vísindamenn hafa greint frá nýju skrefi í aðlögun
mannsins að umhverfi sínu – að hafinu. Að því er fram
kom í tímaritinu Cell hefur hópur manna, sem nefnast
Bajau og búa samkvæmt hefð í húsbátum eða húsum
á stólpum í þorpum í Suðaustur-Asíu, þróast í að verða
betri kafarar en almennt gerist. Samkvæmt nið-
urstöðum vísindamannanna eru Bajauar með um 50%
stærra milta en íbúar sem búa 25 km inni í landi óháð
því hvort þeir eru kafarar eða vinna við annað. Rann-
sóknir hafa sýnt að stærri miltu geta auðveldað djúp-
köfun sjávardýra.
Kínverskt fyrirtæki
tekur fram úr Apple
í snjallsímasölu
Kínverska fyrirtækinu Huawei tókst í fyrsta sinni að
taka fram úr Apple í sölu farsíma. Huawei seldi rúm-
lega 54 milljónir snjallsíma á öðrum fjórðungi þessa
árs. Á sama tíma seldi Apple 41 milljón. Aðeins Sam-
sung seldi fleiri síma. Árangur Huawei er þeim mun
markverðari vegna þess að fyrirtækinu hefur ekki tek-
ist að hasla sér völl á nokkrum af helstu mörkuðum
heims, þar á meðal í Bandaríkjunum, að hluta til af ótta
við njósnir fyrirtækja og stjórnvalda.
Fyrsti gangandi veg-
farandinn verður fyrir
sjálfakandi bifreið
Sjálfakandi tilraunabifreið á vegum leigubílafyrirtæk-
isins Uber varð gangandi vegfaranda að bana í
Tempe í Arizona í Bandaríkjunum í mars. Talið er að
þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sjálfakandi bifreið
olli banaslysi. Ökumaður var til vara í bifreiðinni, en
hvorki hann né ljós- og ratsjárkerfi bifreiðarinnar
skynjuðu vegfarandann, konu sem var að reyna að
komast yfir götu með hjólið sitt, í tæka tíð til að nema
staðar.
Mladen Antonov
Rússar
hnykla
vöðvana
Rússar héldu mestu sýn-
ingu á hernaðarmætti sín-
um þegar þeir söfnuðu
saman 300 þúsund her-
mönnum, þúsund her-
flugvélum og 900 skrið-
drekum í heræfingu sem
kölluð var Vostok-2018. Í
fyrsta sinn tóku Kínverjar
þátt í æfingum með Rúss-
um og sendu þyrlur og
um 3.200 hermenn.
Agence France-Presse - Getty Images
Fyrsta geimfar
NASA kennt við
lifandi mann
Bandaríska geimvísindastofnunin
NASA skaut á loft sólkönnunarfarinu
Parker í ágúst. Parker er fyrsta geimfar-
ið sem kennt er við lifandi mann. Stjarn-
eðlisfræðingurinn Eugene N. Parker var
fyrstur til að lýsa sólarvindum árið
1958. Könnunarflaugin hefur sett met
sem hraðskreiðasta geimfar sögunnar.
Manngerður hlutur hefur aldrei farið
nær sólu.