Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Nýtt undir sólinni 2018 Óvæntir, mikilvægir og stundum kjánalegir viðburðir og straumar sem vöktu athygli fyrsta sinni árið 2018. Eftir Triciu Tisak Í FYRSTA SKIPTI Í SÖGUNNI Leikmenn í íshokkí kvenna frá Norður- og Suður-Kóreu léku sem eitt lið á 23. vetrarólymp- íuleikunum í Pjongtsjang. Þetta var í fyrsta skipti sem löndin tefla fram sameinuðu ólympíuliði. Liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn Sviss. Suður-Kórea vann hins vegar 17 verðlaun á leikunum, þar á meðal fimm gull. NYT Sameinuð Kórea - í það minnsta á ísnum Apple varð fyrsta fyrirtækið, skráð á almennan hlutabréfa- markað, til að ná markaðsvirðinu ein billjón dollara. Þetta gerðist í ágúst. Amazon kom þétt á hæla fyrirtækisins og náði þessum áfanga aðeins mánuði síðar. Uppgangur þess- ara stórfyrirtækja á þátt í langvarandi hagvexti í Bandaríkj- unum, en gæti einnig verið ein ástæðan fyrir því að millistétt- in skreppur saman og ójöfnuður fer vaxandi í tekjum, að sögn sérfræðinga. MIKE SEGAR Apple metið á billjón dollara fyrst fyrirtækja Nýtt skref í aðlögun mannsins Vísindamenn hafa greint frá nýju skrefi í aðlögun mannsins að umhverfi sínu – að hafinu. Að því er fram kom í tímaritinu Cell hefur hópur manna, sem nefnast Bajau og búa samkvæmt hefð í húsbátum eða húsum á stólpum í þorpum í Suðaustur-Asíu, þróast í að verða betri kafarar en almennt gerist. Samkvæmt nið- urstöðum vísindamannanna eru Bajauar með um 50% stærra milta en íbúar sem búa 25 km inni í landi óháð því hvort þeir eru kafarar eða vinna við annað. Rann- sóknir hafa sýnt að stærri miltu geta auðveldað djúp- köfun sjávardýra. Kínverskt fyrirtæki tekur fram úr Apple í snjallsímasölu Kínverska fyrirtækinu Huawei tókst í fyrsta sinni að taka fram úr Apple í sölu farsíma. Huawei seldi rúm- lega 54 milljónir snjallsíma á öðrum fjórðungi þessa árs. Á sama tíma seldi Apple 41 milljón. Aðeins Sam- sung seldi fleiri síma. Árangur Huawei er þeim mun markverðari vegna þess að fyrirtækinu hefur ekki tek- ist að hasla sér völl á nokkrum af helstu mörkuðum heims, þar á meðal í Bandaríkjunum, að hluta til af ótta við njósnir fyrirtækja og stjórnvalda. Fyrsti gangandi veg- farandinn verður fyrir sjálfakandi bifreið Sjálfakandi tilraunabifreið á vegum leigubílafyrirtæk- isins Uber varð gangandi vegfaranda að bana í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum í mars. Talið er að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sjálfakandi bifreið olli banaslysi. Ökumaður var til vara í bifreiðinni, en hvorki hann né ljós- og ratsjárkerfi bifreiðarinnar skynjuðu vegfarandann, konu sem var að reyna að komast yfir götu með hjólið sitt, í tæka tíð til að nema staðar. Mladen Antonov Rússar hnykla vöðvana Rússar héldu mestu sýn- ingu á hernaðarmætti sín- um þegar þeir söfnuðu saman 300 þúsund her- mönnum, þúsund her- flugvélum og 900 skrið- drekum í heræfingu sem kölluð var Vostok-2018. Í fyrsta sinn tóku Kínverjar þátt í æfingum með Rúss- um og sendu þyrlur og um 3.200 hermenn. Agence France-Presse - Getty Images Fyrsta geimfar NASA kennt við lifandi mann Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skaut á loft sólkönnunarfarinu Parker í ágúst. Parker er fyrsta geimfar- ið sem kennt er við lifandi mann. Stjarn- eðlisfræðingurinn Eugene N. Parker var fyrstur til að lýsa sólarvindum árið 1958. Könnunarflaugin hefur sett met sem hraðskreiðasta geimfar sögunnar. Manngerður hlutur hefur aldrei farið nær sólu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.