Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 59 myndi falla Kínverjum einkar vel í geð auk þess sem það væri hættulega dýrt spaug. Kínversk útþensla undir forustu Xis og óút- reiknaleiki Norður-Kóreu gerðu að verkum að í Austur-Asíu má nú finna eitthvað af þeirri spennu, sem var í Evrópu í kalda stríð- inu. Ágreiningurinn milli Bandaríkjanna og Kína um „ósanngjarna viðskiptahætti“ á leið- togafundi Efnahagssamtaka Asíu- og Kyrra- hafsríkja var svo alvarlegur að engin loka- yfirlýsing var gefin út í fyrsta sinn frá því að slíkir fundir hófust fyrir aldarfjórðungi. Ég held þó að sókn Kínverja eftir stöðugleika í sínu nágrenni og á alþjóðavettvangi til að ná markmiðum sínum fyrir 2050 muni halda aft- ur af þeim þannig að ekki komi til hern- aðarátaka. Tæknin hnykkir á slíkum takmörkunum á stríði þrátt fyrir það hvernig alræðisríki á borð við Kína og Rússland nota hana. Heim- urinn nú er annar en á fyrri hluta 20. aldar. Trump og aðrir þjóðernissinar nota margar af aðferðum fasista – finna blóraböggla, ala á ótta við útlendinga, búa til þjóðarmýtur og beita múgsefjun – en þau öfl sem kjósa opið samfélag eru mun sterkari en þau voru fyrir einni öld. Alls staðar rísa veggir og Kínverjar hafa sýnt að netinu má stjórna, en það er ekki auðvelt að halda aftur af útbreiðslu hug- mynda og hugsjóna. Jafnvel skelfilegur for- seti Bandaríkjanna líkt og sá sem nú situr getur ekki auðveldlega sent heiminn fram af bjargbrún. Þar liggur von 21. aldarinnar – ekki í þjóðum, sem Trump er svo upptekinn af, heldur í fólki og tengslanetum. Krafturinn í bandarískum fjölmiðlum sýnir sumar takmarkanir valda Trumps. Árásir hans á bandarískar stofnanir, þar á meðal dómsmálaráðuneytið, og bestu fjölmiðla landsins hafa kveikt vaxandi vitund á þörfinni fyrir aðgangsharða rannsóknarblaðamennsku – og hún er ekki ókeypis. Netáskriftir að dag- blöðum, þar a meðal The New York Times, hafa snaraukist og það eru góðar fréttir. Slæmu fréttirnar eru að frasi Trumps, „falsfréttir“, hefur náð fótfestu. Hann heyrist um allan heim. Ráðist er á blaðamenn með auknu refsileysi – kemur þetta orð aftur – vegna þess að Trump hefur gefið út veiðileyfi á þá og starf þeirra. Hið grimmilega morð á Jamal Khashoggi, dálkahöfundi Washington Post, í skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl er svívirðilegasta dæmið um þetta. Sanngjarnri, markvissri leit að sannleikan- um er afneitað sem „falsaðri“; Hvíta húsið dreifir orðrómi eða hreinum lygum sem stað- reyndum. Afleiðingin er að fólk missir áttir. Þetta er það sem Trump er á höttunum eftir: uppnám og ringulreið. Demókrataflokkurinn má ekki missa ein- beitinguna í viðbrögðum sínum. Leiðin til að koma Trump frá er með sigri. Repúblikanar eru ekki lengur þeir málsvarar frjálsra við- skipta, alþjóðahyggju og andstöðu við Rússa sem þeir eitt sinn voru. Þeir eru flokkur Trumps sem setur Bandaríkin í fyrsta sætið. Demókratar eru einnig á breytingaskeiði. Ætti flokkurinn að færa sig til vinstri þar sem talsverða orku er að finna og framsæknir fé- lagar hafa unnið nokkra sigra? Eða eiga þeir að finna nýja birtingarmynd miðjunnar. Ég held ekki að demókratar geti komið Trump frá með framboði á vinstra vængnum. Ég held ekki heldur að framjóðandi frá ann- arri hvorri strandlengjunni, sem ekki er í tengslum við kjörlendur Trumps, geti gert það. Frambjóðendur demókrata á borð við Max Rose á Staten Island og Jason Crow í sjötta kjördæmi í Colorado hafi sýnt að áhersla á heilbrigðismál og menntun (tvö af helstu áhyggjuefnum Bandaríkjamanna) í sambland við kröftug þjóðrækniskilaboð tveggja manna, sem hafa gegnt herþjónustu á vígvellinum, gætu knúið fram sigur í vígjum repúblikana. Sigur Kyrsten Sinema í öldunga- deildarkosningunum í Arizona sýnir einnig að framboð á miðjunni dregur að. Að ná fram raunhæfum niðurstöðum fyrir miðríki Banda- ríkjanna með ástríðufullri staðfestu í bland við þjóðrækni er besta leiðin til að sigra Trump. Forsetinn mun gera allt sem hann getur til að sigra 2020. Siðleysi og miskunnarleysi Trumps eru engin takmörk sett. Hann veitti sýnishorn um hversu lágt hann er tilbúinn að leggjast til að ná í stuðning með þeim blygð- unarlausa hætti sem hann kynti undir ótta í aðdraganda kosninganna í nóvember vegna lestar hælisleitenda frá Mið-Ameríku á leið til landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Bandaríkin geta náð vopnum sínum á ný eftir fjögur ár af Trump. Átta ár yrðu erf- iðari. Það yrði full vinna að halda í lýðveldið – og lykilatriði fyrir mannkyn á meðan Kínverj- ar vinna að því að litið verði á hugmynd þeirra sem algilda um að frelsi sé aukaatriði. ©2018 The New York Times og Roger Cohen Doug Mills/The New York Times Vladimir Simicek/Agence France-Presse - Getty Images Donald Trump Bandaríkja- forseti og Xi Jinping, for- seti Kína, í Peking 2017. Aðgerðasinni í Bratislava í Slóvakíu sefur á bekk til að sýna samstöðu með heimilislausu fólki í grannlandinu Ung- verjalandi þar sem stjórn Viktors Or- báns forsætisráðherra gerði það að glæp að vera á götunni í október.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.