Morgunblaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 61
Innan við áratug frá því að síminn var fundinn upp hringdi einhver fyrsta dónasímtalið. Hin nýja tækni, sem með undaverðum hætti gerði
kleift að eiga samtöl án þess að vera bundin af líkamlegri nánd, leiddi af sér hegðun óháða þeim félagslegu venjum, sem alltaf höfðu komið í
veg fyrir að flestir segðu svo ógeðfellda hluti upp í opið geðið hver á öðrum.
Nokkrum árum síðar birtust fyrstu símaklefarnir. Klefarnir gerðu að verkum að enn var gengið á tenginguna við ákveðinn stað bæði hljóð-
og sjónrænt. Hver notandi gekk inn í ímyndað rými, sem hann deildi aðeins með viðmælandanum hinum megin á línunni.
Í raun var þetta rými þó hvergi, hvorki hér né þar, og það undirstrikað hið ófélagslega eðli símtalsins. Undarlegir hlutir gerast í símaklefa.
reglur eiga ekki við. Clark Kent breytti sér í Ofurmennið. Hver veit upp á hverju Scott Pruitt hefði tekið?
Nú höfum við með því að ákveða að vera í símanum okkar öllum stundum alls staðar gert okkur að föngum í sýndarsímaklefum sem af-
tengja okkur án afláts umhverfi okkar. Þegar við erum ekki lengur á staðnum þar sem við erum í raun verðum við félagslegir uppvakningar,
andlit okkar upplýst með skuggalegum hætti með bláleitu ljósi skjásins. Við hegðum okkur þannig að við hættum að taka eftir fólkinu í kring-
um okkur. Of margir hegða sér dónalega.
Við skulum endurheimta samhengið og tengja á ný við umhverfi okkar með hætti sem dregur fram betri hliðarnar í eðli okkar. Ofurmennið
gat aðeins barist fyrir sannleika og réttlæti með því að koma út úr klefanum og gefa sig að því sem var að gerast í borginni.
Vertu ofurhetja. Slökktu á símanum, horfðu á fólkið í kringum þig og brostu.
©2018 The New York Times og Emily Thompson
Paul Body
Emily Thompson
Emily Thompson er prófessor í sagnfræði við Princeton-háskóla og kemst ágætlega af án snjallsíma.
Orðin sem ég fékk að heyra þegar ég var
að alast upp klingja enn látlaust í eyrum
stúlkna um allan heim: Íþróttir eru ekki fyrir
þig.
Þegar þær ná unglingsaldri eykst þrýst-
ingurinn á ungar konur um að laga sig að
ákveðinni gerð af því að vera kvenlegar
sem gerir þeim enn erfiðara fyrir að athafna
sig á almannafæri, að þróa tilfinningu sína
fyrir sjálfstæði og leik.
Þegar stúlku er bannað að æfa íþrótt er
henni neitað um verðmætt tæki til að þróa
hæfileika, sem er hægt að yfirfæra á marga
aðra þætti í lífinu, sjálfstraust, forustu-
eiginleika, aga, þrautseigju, liðsanda og
virðingu fyrir fjölbreytni.
Ég segi venjulega við stúlkur: Trúið á ykk-
ur sjálfar því ef þið gerið það ekki mun eng-
inn annar gera það. Það er hins vegar einn-
ig rétt að með réttri fjárfestingu innan
íþróttaheyfingarinnar, bæði af hálfu hins op-
inbera og einkageirans, verður leiðin fyrir
stúlkur til að njóta sín að verðleikum ekki
eins erfið og hún var fyrir mig.
Við þurfum fleiri konur í valdastöðum þar
sem teknar eru ákvarðanir í íþróttahreyfing-
unni, betri stefnu fyrir konur í íþróttum og
fleiri tækifæri fyrir stúlkur til þess að stunda
íþróttir hvar sem þær eru í heiminum.
Við getum ekki sagt að mannkyn hafi í
raun tekið framförum fyrr en konur og stúlk-
ur sitja við sama borð á öllum þeim sviðum
sem þær hafa möguleika á að skara fram
úr.
©2018 The New York Times og Marta Vieira da
Silva
UN Women/Ryan Brown
Marta Vieira da
Silva
Marta Vieira da Silva leikur fyrir Or-
lando Pride og kvennalandslið Bras-
ilíu í knattspyrnu. FIFA hefur sex
sinnum útnefnt hana besta leikmann
ársins og hún er velgjörðarsendi-
herra Sameinuðu þjóðanna í þágu
kvenna og stúlkna í íþróttum.
Manstu að muna? Manstu hvernig við lærðum
hluti utan að? Við gátum farið með heilu ljóðin,
símanúmer allra vina okkar og skyldmenna að
auki? Manstu hvernig við þurftum að leggja á
minnið leiðir til staða, þar á meðal áhugaverð-
ar krókaleiðir sem í upphafi voru farnar af mis-
gáningi? Við þurftum að muna hvað vantaði
vegna þess að við gátum ekki hringt heim ef
við gleymdum. Manstu hvernig við þurftum að
muna hvernig fólk leit út án þess að fletta því
upp, þegar við gátum ekki vistað mikilvæg-
ustu hlutina í lífi okkar á harða drifinu hjá ein-
hverjum öðrum?
Manstu hvernig við lögðum mikilvægu hlut-
ina á minnið þar sem þeir voru varðveittir fyrir
lífstíð? Allt inni í okkur, skilyrðislaust? Manstu,
ó manstu eftir litla, feimna dýrinu, sem kom út
úr myrkviðinu þegar við sátum í rólegheitum
án þess að hafa neitt fyrir stafni, án þess að
neitt klingdi eða titraði til þess að láta okkur
halda annað? Og við veltum vöngum og brutum heilann um hluti? Manstu eftir að velta vöng-
um?
Án þess að muna, hvernig mun fortíðin okkar tala við framtíð okkar? Hvernig munum við
yfir höfuð muna hvort við höfum skilið eitthvað mikilvægt eftir, og ef svo er, hvert við eigum
að fara til að finna það?
©2018 The New York Times og Julia Alvarez
Bill Eichner
Julia Alvarez
Julia Alvarez er höfundur ljóðasafna, skáldsagna og bóka fyrir unga les-
endur. Nýjustu bækur hennar eru Where Do They Go?, A Wedding in Haiti
og The Woman I Kept to Myself.
Fágun var eitt sinn í góðum metum, bæði
sem leið til að skoða heiminn og lifa í hon-
um. Nú er hún að glatast um leið og líf
okkar verður svo flókið að mann sundlar
og svo blátt áfram að vekur þunglyndi.
Þetta er undarlegt og veldur áhyggjum. Við
erum að tapa skilningi okkar á þeirri al-
mennu hugmynd að hlutir séu flóknir og
að djúpstæð þekking – á samfélagi, menn-
ingu, stjórnmálum – er fullkomið tæki til að
mæta áskorunum nýs heims.
Svo bara sé litið til hinnar vestrænu
hefðar kölluðu Machiavelli, Castiglione, Ba-
con, Hobbes, Cavendish, Montesquieu,
Wollstonecraft og, já, Benjamin Franklin
allir eftir henni, að ógleymdum hinum
miklu rithöfundum og vísindamönnum.
Sama gerðu stóru tónskáldin og málar-
arnir.
Síðan glötuðum við félagslegri fágun
okkar, allt frá tíguleika og mannasiðum til
hinnar nauðsynlegu þarfar fyrir háleita
kaldhæðni. Það þurfti ekki ríkidæmi til að
öðlast þessa eiginleika. Rakarinn minn
þegar ég var krakki bjó yfir félagslegri fág-
un.
Greta Garbo og Cary Grant gerðu fágun
að lýðræðislegum eiginleika; allt snerist
um blæbrigði og að sjá hin ýmsu litbrigði
heimsins. Jane Austen og Honoré de Bal-
zac gerðu sér líka grein fyrir þessu. Freder-
ick Douglass sá að til þess að færa rök fyr-
ir frelsi yrði hann að ná valdi á tungu-
málinu með öllum þess blæbrigðum. Þetta
er mótsögn og áskorun á tímum gervi-
greindar og Twitter. Ef við getum ekki upp-
götvað á ný mannlega fágun – lærða og
tígulega glópsku – mun okkur skorta hið
fínlega hnífsblað greiningar til að öðlast
dýpri skilning.
©2018 The New York Times og Jacob Soll
Geraldine Bruneel
Jacob Soll
Jacob Soll er prófessor í heimspeki,
sögu og bókhaldi við Háskóla
Suður-Kaliforníu.
Ekki er langt síðan því var tekið sem gefnu
að mikilvægar byggingar í borgunum okkar
væru reistar til að endast um langan aldur.
Ólíkt neysluvörum var arkitektúr til fram-
búðar. Það þýddi vitaskuld að nota þurfti
endingargóð efni, en einnig þurftu hugmynd-
irnar að endast; hvort tveggja þurfti til að
standast tímans tönn.
Ekki lengur. Hnattvæðing, mörkun og fyrir-
bærið stjörnuarkitekt hafa breytt þessu öllu.
Byggingar eru orðnar líkari stórmyndum
kvikmyndahúsanna; í stað þess að vera til
frambúðar hylla þær augnablikið, eru hér og
nú svo ekki skeikar mínútu.
Það er mjög spennandi fyrir daginn í dag,
en hvað um morgundaginn? Hvað er eftir
þegar nýjabrumið er farið? Verða gamlar
byggingar eins og húlahringir og gælu-
steinar; tískuæði gærdagsins? Verður þeim
einfaldlega hent eins og gömlum símum? Verða ekki aðrir kostir þegar kemur að eldri
byggingu en uppfærsla til nútímans – að fríska upp á hana eins og verktakar segja – eða
rífa hana? Haldi arkitektúr áfram á þessari braut mun hann fórna eina mikilvægasta hlut-
verki sínu: að veita lifandi tengingu við fortíðina, við fólk sem var eins og við, en þó ekki
eins og við.
©2018 The New York Times og Witold Rybczynski.
David Graham
Witold Rybczynski
Witold Rybczynski er kanadísk-bandarískur arkitekt, prófessor og rithöf-
undur. Hann er prófessor emeritus í borgarfræðum við Pennsylvaníu-
háskóla og er staða hans kennd við Martin and Margy Meyerson.