Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 2018 með augum fimm listamanna Tímamót leituðu til fimm listamanna og báðu þá að velja eitt af sínum eigin lista- verkum og lýsa með hvaða hætti það væri táknrænt fyrir eða endurspeglaði árið 2018. Svör þeirra fylgja hér fyrir neðan. ©2018 The New York Times ÁRIÐ ENDURSPEGLAÐ Í LIST SABA KHAN „Haltu að þér höndum“ („Apne Haath, Apne Paas“) (2018) Eftir því sem millistéttinni í Pakistan hefur vaxið ásmegin hefur konum jafnt og þétt fjölgað á vinnumarkaði. Pakist- anskar konur eru nú um 22% af vinn- andi fólki í landinu samkvæmt Al- þjóðabankanum. Þótt það hlutfall sé lægra en í öllum grannríkjum Pakist- ans í Suður-Asíu nema Afganistan er það engu að síður töluverð breyting í landi þar sem hefð var fyrir því að kon- ur ynnu innan veggja heimilisins. Samfara þessari fjölgun kvenna á vinnumarkaði er aukin meðvitund um kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Ár- ið 2010 voru sett lög sem gerðu áreiti á vinnustöðum refsivert og þau hjálpuðu til við að ryðja brautina fyrir #Églíka- hreyfinguna í Pakistan. Nú svara fórn- arlömb fyrir sig og nota félagsmiðla sem tól til að leita réttlætis. Fyrr á þessu ári var stjórnandi Listaháskóla Pakistans í Rawalpindi látinn víkja vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Og í apríl birti Meesha Shafi, þekkt pakistönsk leikkona og söngv- ari, tíst þar sem hún hélt því fram að fyrrverandi samstarfsmaður hennar, karl sem er poppstjarna og leikari í Bollywood, hefði áreitt sig kynferð- islega – ásökun sem hann neitaði. Verkið mitt – veggteppi unnið úr pallíettum og perlum upp úr kápum reyfara á úrdú – er tilraun til að taka á því hvernig kynferðislegt áreiti veldur kúgun kvenna í Pakistan eftir sem áður þótt komið sé árið 2018. Verkefnið sýnir tvö pör af „sjalvar“, buxum, sem karlar í Pakistan klæðast iðulega. Þessar hólkvíðu buxur og sá verkn- aður að leysa mittisstreng flíkurinnar hafa verið notuð til að tákna yfirráð yfir konum í bókmenntum á úrdú og pak- istönskum kvikmyndum. „Dupatta“, hefðbundinn hálsklútur sem táknar hlédrægni kvenna, fellur niður að tveimur konum. Hvorug þeirra er frjáls frá samfélagi feðraveldisins. Táknið í miðjunni segir áhorfandanum að „halda að sér höndum“ eða „apne ha- ath, apne paas“ eins og sagt er á úrdú. Saba Khan Saba Khan er sjónlistamaður sem fæst við samspil stéttar, al- þýðulistar og trúarbragða í Pak- istan samtímans í verkum sín- um. Hún er stofnandi listamannabústaða sem lista- menn reka við Murree-safnið og kennir við Listaháskólann í Pakistan. „Haltu að þér höndum“ („Apne Ha- ath, Apne Pa- as“) (2018)/ Saba Khan/ Pallíettur og perlur á striga/18 tommur sinn- um 24/©2018 Saba Khan Saba Khan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.