Morgunblaðið - 31.12.2018, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 65
„Trúfrelsi“
„Málfrelsi“ (2018)
„Trúfrelsi“ (2018)
„Frelsi frá skorti“ (2018)
„Frelsi frá ótta“ (2018)
Í stefnuræði sinni árið 1941 lýsti Franklin D. Roose-
velt forseti sýn sinni á „fjóra grunndvallarþætti frelsis
mannsins“: málfrelsi, trúfrelsi, frelsi frá skorti og frelsi
frá ótta. Tveimur árum síðar málaði Norman Rockwell
röð olíumálverka sem sýndu grunnstoðir Roosevelts í
fjórum tölublöðum The Saturday Evening Post í röð.
Síðar voru þau notuð til að selja skuldabréf til að fjár-
magna stríðið.
Ég rakst á íkonískar myndir Rockwells af fjórum
grunnstoðum frelsisins fyrir nokkrum árum og var
furðu lostinn yfir fegurð myndanna og kraftinum í því
hvernig þær sýndu klassísk bandarísk gildi fjölskyldu,
trúar, frelsis og öryggis. Ég var einnig furðu lostinn yfir
því sem vantaði: fjölbreytni uppruna og menningar í
Bandaríkjunum. Svo virtist sem í sýn Rockwells og ef
til vill Roosevelts væru þessi gildi frátekin fyrir engil-
saxneska mótmælendur. Ætlast væri til að aðrir
Bandaríkjamenn – indíánar, af suður- eða miðamer-
ískum, asískum eða afrískum uppruna, kaþólikkar,
gyðingar, múslimar, hinsegin fólk – nytu þessa frelsis
bak við tjöldin, ef þeir nytu þeirra yfirhöfuð. Ég spurði
sjálfan mig hvernig myndir Rockwells myndu líta út ef
þær væru færðar til nútímans þannig að þær endur-
spegluðu fjölbreyttari Bandaríki.
Ég hef reynt að svara þessari spurningu með hjálp
vinar míns, ljósmyndarans Emily Shur. Við endur-
gerðum myndir Rockwells sem ljósmyndir bæði til að
marka 75 ára afmæli upprunalegu verkanna og til að
vekja athygli á þeim Bandaríkjum sem við trúum á –
landi þar sem allir eiga fulltrúa og eru metnir að verð-
leikum, óháð félagslegri stöðu, trú eða uppruna. Til að
endurspegla þessa fjölbreytni bjuggum við til margar
útgáfur af málverkum Rockwells með fólki úr öllum átt-
um. Hér sjást aðeins fjórar myndir af 80 sem við gerð-
um.
Þróttmikil og fjölbreytt Bandaríki hafa sennilega ekki
verið í meiri hættu frá því að Rockwell gerði málverkin
heldur en árið 2018. Nú þurfum við frekar en nokkru
sinni að hafa í huga að framfarir eru ferðalag og það
eru stöðugt framkvæmdir á veginum.
Hank Willis Thomas
Hank Willis Thomas er bandarískur kons-
eptlistamaður. Hann kannar skurðpunkt upp-
runa, fjölmiðla og alþýðumenningar. Hann er
meðstofnandi Í þágu frelsis, samtaka sem
helguð eru notkun lista til að auka þátttöku
almennings í samfélagsmálum í Bandaríkj-
unum. Samtökin létu að sér kveða í 50 ríkjum
í aðdraganda kosninganna í nóvember á
þessu ári með því að halda sýningar, efna til
borgarafunda og setja upp götuskilti til að
ýta undir pólitíska umræðu.
„Frelsi frá ótta“
Hank Willis Thomas og Emily Shur. Með leyfi For Freedoms
„Frelsi frá skorti“
Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms
„Málfrelsi“
(2018)/Hank Willis Thomas and Emily Shur í samstarfi við For Freedoms/varanlegt ljósmyndaprent/©2018 Hank Willis Thomas and
Emily Shur
Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms
Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms